Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 15
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍI. 20Ó0 15 FRÉTTIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ólafur Sigurðs- son arkitekt og formaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur und- irrita þjónustusamning milli borgarinnar og Skógræktarfé- lagsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Rey kj avíkurborg Undirrita samning um rekstur Heiðmerkur SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík- ur og Reykjavíkurborg hafa gert með sér formlegan samning þess efnis að Skógræktarfélagið taki að sér umsjón og rekstur útivistar- og friðlandsins Heiðmerkur ásamt þeim fasteignum og mannvirkjum þar í eigu borgarinnar sem tengjast rekstri svæðisins. I samningnum er m.a. kveðið á um að umsjónarmað- ur Heiðmerkur hafí fasta búsetu að Elliðavatni og að daglegt eftirlit með Rauðhólafólkvangnum skuli vera í höndum Skógræktarfélags- ins eftir því sem við geti átt. Að sögn Sigurðar G. Tómasson- ar, framkvæmdastjóra Skógrækt- arfélags Reykjavíkur, hefur Skóg- ræktarfélagið séð um reksturinn í Heiðmörk allt frá vígslu svæðisins árið 1950 en hið sama ár var undir- ritaður samningur upp á nokkrar línur milli Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélagsins um að hinn si'ðarnefndi aðili sæi um skóg- græðslu í Heiðmörk. Að sögn Sig- urðai1 nær Heiðmörk nú yfir sam- tals um 2800 hektara svæði en þar af eru um sex hundruð hektarar af skóglendi. í samningnum, sem hefur verið gerður til fimm ára og framlengist um sama tíma verði honum ekki sagt upp með árs fyrirvara, er kveðið á um ýmis atriði m.a. um að Skógræktarfélagið geri árlega til- lögur um rekstur, viðhald og fram- kvæmdir á Heiðmörk til borgar- ráðs og að þar skuli koma fram áætlað sjálfsaflafé svo sem af skóg- arhöggi, leigu sumarhúsalanda og tekjur af sölu veiðileyfa við Elliða- vatn. Þá segir að félagið skuli ann- ast rekstur, viðhald og fram- kvæmdir á Heiðmörk í samræmi við fjárhagsáætlun sem borgarráð hef- ur samþykkt og að kostnað vegna reksturs, viðhalds og framkvæmda á Heiðmörk greiði borgarsjóður til félagsins í tólf jöfnum hlutum fyrsta virka dag hvers mánaðar samkvæmt áður samþykktum áætl- unum. Vatnaheiðarvegnr Lægsta boð 55% af kostnað- aráætlun SUÐURVERK hf. átti lægsta tilboð, rúmar 194 milljónir króna, í Vatna- heiðarveg á Snæfellsnesi. Tilboðið er 55% af kostnaðaráætl- un, sem er rúmar 356 milljónir. Þrettán tilboð bárust í verkið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson AÐALFUNDUR 2000 Aðalfundur Keflavíkurverktaka hf. verður haldinn í veitingahúsinu Ránni, Hafnargötu 19, Reykjanesbæ, föstudaginn 5. maí 2000 kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins. 3. Tillaga um heimild til félagsstjórnar til kaupa á hlutabréf- um í Keflavíkurverktökum hf. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Arsreikningur félagsins, endanlegar tillögur og dagskrá liggja frammi á skrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli, hluthöfum til sýnis, viku fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir því að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á fundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægum fyrirvara þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Eftir fimdinn verða bornar fram léttar veitingar. Stjóm Keflavíkurverktaka hf. ( iar ðv er kl íæri E Einhver bestu verðin í bænum Skeifan 7 • Simi S25 0800 Opið skírdag, laugardag og annan í páskum frá 9-21 Lokað föstudaginn langa og páskadag Snjó- bræðslurör Vönduð 25mm snjóbræðslurör 44 kr/m A/á msgreinar indowsj Farið verður í Windows stýrikerfið, helstu stillingar og sýnt verður hvernig hægt er að aðlaga skjáborðið (Desktop) að persónulegum þörfum hvers og eins. Einnig verður farið f tækjastikuna (Taskbar) og forritastikuna (ProgramBar). Lögð verður mikil áhersla á uppbyggingu skráarkerfisins og notkun Windows Explorer, þar sem skilningur á skráarkerfinu er undirstaða tölvuvinnu í dag. Windows Explorer er notaður í öllum forritum í einni eða annarri mynd og því er nauðsynlegt að hafa a.m.k. grunnþekkingu á því hvernig hann virkar. Kennt verður á ritvinnsluforritið Microsoft Word. Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta búið til skjöl, eytt þeim, sett upp skjal, breytt letri, jafnað texta og sett inn ramma, töflur og myndir, neðanmálsgreinar, síðuhausa og síðufætur, sjálfvirkt blaðsíðutal, sjálfvirkt efnisyfirlit og atriðisorðaskrá, svo eitthvað sé nefnt. Hvað er Internetið? Tölvupóstur, vefráparar, Internet Relay Chat (IRC), telnet, FTP, www og HTML. Hvaða merkingu hafa þessi hugtök? Farið verður í hvað þau þýða og hvernig nota skal helstu Internetforritin (Outlook, Eudora, Internet Explorer, Netscape Navigator) á markaðnum í dag. Einnig verður farið í hvernig leita skal upplýsinga á Internetinu. ( Samtals 24 kennslustundir) Tími: 8.—31. maí. Kennt verður mánudaga kl. 18.00-20.00 míðvikudaga kl. 18.00-20.00 Staður: Menntaskólinn við Hamrahlíð. Stofa 25. Innritun í síma 595 5200. Kennari: Sigurður Haraldsson. netstjóri Menntaskólans við Hamrahlíð. Nómskeíðsgjald: kr. 15.900,- Takmarkaður fjöldí
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.