Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stórviðburður í líkams- rækt í Iþróttahöllinni Morgunblaðið/Einar Guðmann Guðrún Gísladdttir, núverandi íslandsmeistari, er á meðal keppenda í Iþróttahöllinni um heigina. ÞAÐ verður ýmislegt um að vera fyrir áhugafólk um íþrdttir og lík- amsrækt í Iþróttahöllinni á Akur- eyri á föstudaginn langa og laugar- dag. Stofnað hefur verið til svo- nefndrar „Fitness“-helgar þar sem keppt verður um Islandsmeistara- titilinn í „fltness“ auk fleiri uppá- koma. Gífurlegur áhugi er á keppninni en keppendafjöldi hefur þrefaldast frá síðasta ári. Um 50 keppendur mæta til leiks og koma þeir víðs vegar af landinu. í þeim hdpi eru Islandsmeistararnir frá í fyrra, Guðrún Gísladdttir og Gunnar Már Sigfússon, sem ætla sér eflaust að verja titla sína. Á föstudaginn kl. 16 hefst forkeppnin, en úrslitakeppnin fer fram á Iaugardagskvöld og hefst kl. 19.30. Keppni sem þessi hefur verið haldin hér á landi frá árinu 1994. Gerðar eru miklar kröf- ur til keppenda, sem þurfa að vera fjölhæfir og í mjög gdðu líkamlegu ástandi til þess að ná árangri. Sigurvegararnir í hvorum flokki fara ekki tómhentir heim, því auk fjölmargra vinninga fá þeir afnot af Toyota Yaris-bifreiðum fram á næsta ár. Þá vinnur sigurvegarinn í kvennaflokki sér þátttökurétt á Evrdpukeppnina á Spáni í lok mai nk. og heimsmeistaramdtið í Pdl- landi fhaust. Yfirddmari í keppn- inni í IþrdttahöIIinni er Lisser Frost Larsen frá Danmörku, en hún er æðsti ddmari hjá IFBB, stærsta lík- ams- og vaxtarræktarsambandi heims. Vörusýning og uppákomur í Höllinni Á laugardaginn verður íþrdtta- höllin opnuð kl. 13.30 með vörusýn- ingu þar sem ýmis fyrirtæki kynna starfsemi sína. Þar verða m.a. nak- in módel máluð frá toppi til táar, boðið verður upp á bldðþrýstings- og fitumælingar og á staðnum verða bdka- og fæðubdtakynning- ar. Einnig verður á laugardeginum haldið nýstárlegt júddmdt, þar sem keppt verður eftir nýjum reglum og reynt við Islandsmet í „spinn- ing“, þar sem settur verður upp 75 hjdla timi. Siðla dags verður haldið bikarmdt íþolfimi, þar sem Hallddr B. Jdhannsson þolfimikappi verður meðal keppenda. Þá mun kraftajöt- unninn Torfi Ólafsson reyna við heimsmet í steinalyftu. Miðstöð sjúkra- flugs verður á Akureyri SJÚKRAFLUG verður boðið út á næstunni og hefur Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðis- og tryggingaráð- herra ákveðið að miðstöð þess verði á Akureyri. Styðst sú ákvörðun ráð- herrans við sérstaka úttekt sem ráðuneytið lét gera á sjúkraflugi í landinu. Ráðherra hefur ákveðið að fela Ríkiskaupum að bjóða út sjúkra- flugið í samstarfi við samgönguráðu- neytið. Ráðuneytin tvö munu vinna saman að útboði á áætlunar- og sjúkraflugi á tiltekna staði á landinu. „Þetta er ánægjuleg ákvörðun," sagði Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. „Við höfum reynt að tala fyrir þessu máli enda teljum við skynsam- legt að haga málum á þennan veg. Það er stutt að fljúga til flestra staða frá Akureyri og styttra til fleiri staða en ef allt væri flogið að sunnan. Það eru tiltölulega fáir staðir á landinu sem lengra er að íljúga til frá Akur- eyri en Reykjavík. Halldór sagði að þessi ákvörðun hefði einnig áhrif á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar að miðstöð sjúkraflugsins verði á Akureyri. „Við höfum allan vilja til að leggja af mörkum það sem við getum,“ sagði hann. Hann sagði almenna ánægju með þessa niðurstöðu en það hefði haft víðtækan stuðning og margir ályktað með því. Gerði hann ráð fyrir að í kjölfarið myndu vélar lenda í auknum mæli við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og væri starfsfólk þess tilbúið að takast á við þau auknu verkefni sem því fylgdu. „Þetta er áfangasigur,“ sagði Sveinbjörn Dúason sjúkraflutninga- maður sem hefur mikla reynslu af sjúkraflugi. Hann sagði miklu skipta að staðsett yrði á Akureyri í tengsl- um við sjúkraflugið sérhæfð sjúkra- flugvél. „Við erum búnir að húkka í fiskinn en vitum ekki fyrr en við er- um búnir að draga hann að landi hvort þetta er þorskur eða marhnút- ur.“ Tónleikar í Vín HELGI og hljóðfæraleikaramir bjóða til fermingarveislu, eins og þeir kalla tónleika, í íslandsbænum í Vín laugardagskvöldið 22. apríl og hefst veislan klukkan 21 um kvöldið. Sérstakir boðsgestir í veislunni eru Norðanpiltar, auk þess sem George Hollanders mun gefa tón- dæmi. Húsið verður opnað kl. 20.30 og eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir en aðgangseyrir er 650 krónur. Síðasta kvöldmáltíðin í Samlaginu SÍÐASTA kvöldmáltíðin er yfir- skrift sýningar sem opnuð verður í Samlaginu, listhúsi við Kaup- vangsstræti 12 á Akureyri á skír- dag, 20. apríl, kl. 14: Anna S. Hróðmarsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir hafa lagt á borð fyrir síðustu kvöldmál- tíðina í fremra rými Samlagsins en í innra rými þess verða sýnd verk eftir aðra listamenn Sam- lagsins, þá Guðmund Armann, Elsu Maríu Guðmundsdóttur, Einar Helgason, Ragnheiði Þórs- dóttur, Rósu Kristínu Þórsdóttur, Sigurveigu Sigurðardóttur og Önnu Maríu Guðmann, Amí. Sýningin er aðeins opin á skír- dag og á laugardag, 22. apríl, frá kl. 14 til 18 báða dagana. Lúkas 24 í Deiglunni ÁRNI Rúnar Sverrisson býður heimamenn og gesti á Akureyri velkomna á málverkasýningu sína „Lúkas 24“, jjar sem fjallað er um upprisuna. A sýningunni eru olíu- málverk unnin á vinnustofu í Pal- ermo á Sikiley á sl. ári og í Lista- miðstöðinni Straumi í Hafnarfirði. Um páskana verður opið frá kl. 14-18 skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 22. apríl, páskadag og annan í páskum. Sýningin stendur til 28. apríl, opin virka daga frá ki. 13-15. Bítlakvöld KARLAKÓR Akureyrar-Geysir stendur fyrir Bítlakvöldi á Odd- vitanum í kvöld, skírdag/sumar- daginn fyrsta og hefst það kl. 21. Liðlega helmingur kórsins tek- ur þátt í því að endurvekja Bítla- stemmninguna frá 7. áratugnum og er útsetning laga The Beatles sem næst frumútgáfunni og gerð af stjórnandanum, Roar Kvam. Með kórnum koma fram söngv- ararnir Pálmi Gunnarsson og Hel- ena Eyjólfsdóttir og einnig kemur fram fjölskipuð hljómsveit þekktra hljómlistarmanna. Skógrækt á ís- landi í hnatt- rænu samhengi í TILEFNI af alþjóðlegum Degi jarðarinnar þann 22. aprfl og ís- lenskum Degi umhverfisins þann 25. apríl mun dr. Þröstur Ey- steinsson, fagmálastjóri Skóg- ræktar ríkisins, flytja fyrirlestm- um efnið Skógrækt á Islandi í hnattrænu samhengi. Fyrirlestui-inn er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og verður fluttur í Deiglunni í Kaupvangsstræti næstkomandi þriðjudag 25. aprfl kl. 20 og er öll- um opinn. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Fundarmenn fylgjast með erindum en aftast lengst til vinstri eru tveir af framsögumönnum, Gísli Benediktsson og Anna Margrét Jóhannesdóttir. Fundur fyrir frumkvöðla FRUMKVÖÐLUM og forsvars- mönnum lítilla fyrirtækja var sér- staklega boðið að sitja fund sem haldinn var í Ólafsfirði nýverið. Fundurinn var haldinn fyrir til- stilli atvinnumálanefndar Ólafsfjarð- ar, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Impru, þjónustumiðstöð frum- kvöðla og fyrirtækja hjá Iðntækni- stofnun. Þrír fyrirlesarar voru á fundinum, Gísli Benediktsson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífisins, Njáll Ingólfsson, forstöðumaður Impru, og Anna Margrét Jóhannes- dóttir, verkefnisstjóri hjá Impru. Þátttaka var mjög góð en um það bil þrjátíu manns mættu, frá Ólafs- firði, Dalvík og Akureyri. Góður rómur var gerður að fundinum en þátttakendur áttu ennfi-emur þess kost að panta einkaviðtöl hjá fram- sögumönnum og fengu dýrmæta ráðgjöf. REYKJAVIK-AKUREYRI-REYKIAVIK ...fljúgðufrekar Attasirniuma Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 ^9| verð ffð 8.73® h. meíflujvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.