Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Uthlutun úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins
Alls hlutu 55 verk-
efni styrki í ár
STARFSMENNTARÁÐ félags-
málaráðuneytisins hefur úthlutað
styrkjum að upphæð 30 milljónir
króna vegna 55 verkefna. Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra gerði
grein fyrir úthlutun úr starfs-
menntasjóði á fundi á Akureyri en
hann sagði að í ár hefði verið lögð
áhersla á að styðja annars vegar
verkefni sem ætlað er að efla
starfsmenntun á landsbyggðinni
og hins vegar starfsmenntun sem
stuðlar að nýsköpun og hagræð-
ingu. Þá var að þessu sinni sér-
staklega hvatt til þess að samstarf
tækist milli ólíkra fyrirtækja,
stofnana eða félaga og bent á að
gerð námsefnis og kennslugagna
nyti forgangs umfram rekstur
námskeiða.
Að þessu sinni bárust alls 66
umsóknir um framlag úr starfs-
menntasjóði vegna 155 verkefna
og var sótt um styrki að upphæð
225 milljónir króna. Til ráðstöfun-
ar voru 30 milljónir króna og var
þeim deilt niður á 55 verkefni og
kenndi þar margra grasa að sögn
félagsmálaráðherra. Styrkþegarnir
eru 34 talsins. Óvenjumörg verk-
efni af landsbyggðinni hlutu styrk
nú og hafa þau aldrei verið íleiri á
þeim tæpa áratug sem liðinn er frá
því úthlutun úr starfsmenntasjóði
félagsmálaráðuneytisins hófst.
Þá sagði Páll að ákveðið hefði
verið að setja 15 milljónir króna í
sérstök þróunarverkefni og eins
verður 5 milljónum króna varið til
rannsókna og kynningar á starfs-
menntun á árinu 2000.
Halldór Grönvold formaður
stjórnar starfsmenntaráðs sagði að
þau verkefni sem nú hlutu styrk
væru fjölbreytt og um mjög
áhugaverð verkefni væri að ræða,
en verkefni á sviði nýsköpunar,
náms- og kennslugagnagerðar og
námskeiðshalds væru einkennandi
fyrir úthlutunina nú. Sérstaklega
var miðað við það nú að þeir fjár-
munir sem starfsmenntaráð legði
til verkefna nýttust sem best og að
þeir næðu að hrinda verkefnum af
stað um leið og áhersla var lögð á
að fleiri aðilar kæmu að fjármögn-
uninni. Þannig væri vonast til þess
að styrkir ráðsins hefðu ákveðin
margfeldiáhrif.
Styrkir koma að
góðum notum
Davíð Stefánsson frá Samtökum
atvinnulífsins sagði listann óvenju
litríkan í ár og verkefni mjög fjöl-
breytt og undirstrikaði vel mikil-
vægi starfsmenntunar á öllum
sviðum samfélagsins.
Þrír heimamenn á Akureyri,
VISA/EORO Ri
HUSQVARNA
AFTUR A ISLANDI
TE 610/410
verð. 595.000.
Með einstökum samningum við HUSQVARNA
býðst nú takmarkað magn hjóia á kynningarverði
til 27.04. 2000. Láttu ekki happ úr hendi slepp^ og
upplifðu fullkomið frelsi á HUSQVARNA mótor^joli
Val um tvígengis- eða fjórgengisvél,
Verðum við símann yfir páskana.
Símar 555 0528, 461 4025 & 894 8063
HUSKY BOY
frá. 110.000,-
Morgunblaðið/Kristján
Halldór Grönvold formaður stjórnar starfsmennasjóðs, Páll Pétursson
félagsmálaráðherra, Gissur Pétursson forstöðumaður Vinnumála-
stofnunar og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar-Iðju, Hákon Hákonarson,
formaður Félags málmiðnaðar-
manna, og Valgerður Bjarnadóttir,
sem stýrir Menntasmiðju kvenna á
Akureyri, hafa öll fengið styrki úr
sjóðnum og sögðu að þeir hefðu
gert kleift að halda námskeið af
ýmsu tagi sem ella hefði ekki verið
hægt. Þannig hefðu styrkirnir
komið að góðum notum og oft væri
um að ræða einu peningana sem
hægt væri að fá til að standa fyrir
fjölbreyttu námskeiðshaldi.
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ í Hlíðarfjalli
Keppt í göngu og sam-
hliðasvigi um páskana
UM páskahelgina verður ýmislegt
um að vera í Hlíðarfjalli í tengslum
við Vetraríþróttahátíð ÍSÍ. Laugar-
daginn 22. apríl kl. 10 verður keppt í
samhliðasvigi 14 ára og yngri, en um
er að ræða árlegt mót á vegum
Skíðaráðs Akureyrar, þar sem
páskaegg era í verðlaun.
Skíðastaðagangan, sem er liður í
Islandsgöngu Bakkavarar, fer fram
kl. 13 á laugardag og verða gengnir
5, 10 og 20 km. Að lokinni göngu
verður svo slegið upp veislu.
Sunnudaginn 23. apríl kl. 14,
páskadag, fer fram árlegt Flugfélags
Islands-trimm við gönguhúsið í Hlíð-
arfjalli, sem er ganga fyrir alla, unga
sem aldna. Verðlaun verða dregin út
og því eiga allir keppendur mögu-
leika á ferðavinningum.
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þig akið.
Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31,
Hljómveri og Shellstöðinni
v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla
húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri
Mánudaginn 24. apríl kl. 14, annan
í páskum, fer fram Akureyrarmót í
göngu í öllum flokkum og verður
gengið með hefðbundinni aðferð.
Akurey rarkirkj a
Passíu-
sálmarnir
lesnir
PASSÍUSÁLMAR Hallgríms
Péturssonar verða lesnir í
Akureyrarkirkju á föstudag-
inn langa og hefst lesturinn
kl. 12 á hádegi og stendur
fram til kl. 17.
Alls munu 25 lesarar taka
þátt og eru þeir á ýmsum
aldri. Þráinn Karlsson mun
hefja lesturinn en hann hefur
átt heiðurinn af skipulagn-
ingu lestranna undanfarin ár.
Björn Steinar Sólbergsson
mun leika á orgel kirkjunnar
eftir 10. hvern sálm.
Hefð er komin á lestur
sálmanna og leita margir í
kirkjuna meðan á lestrinum
stendur til að eiga hljóða
stund og íhuga krossdauða
Krists. Allir eru velkomnir og
geta kirkjugestir komið og
farið að vild meðan á lestrin-
um stendur.
/ ' " -.............. ............ \
Starfsfólk óskast í Blómalist
/ Garðyrkjufræðing eða fólk með áhuga og þekkingu á
pottaplöntum og sumarblómum.
/ Blómaskreytingafólk eða fólk með kunnáttu á afskornum
blómum og ríka sköpunargáfu.
/ Starfsfólk í veitingar og ís, um er að ræða fullt starf. Til
greina kemur að ráða veitingasjóra.
Uppl. á staðnum þar sem umsóknareyðublöð fást.
Ath. Upplýsingar EKKI veittar í síma.
Blómalist, Hafnarstrœti 26
Akureyri.
^....... —....................--..- ..............