Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Betri horfur hjá
Stáli á Seyðisfírði
Ung afrekskona á skíðum
Fyrsti Andrésar-
meistarinn í alpagrein-
um á Egilsstöðum
Norður-Héraði - Unnur Ama Borg-
þórsdóttir er ung afrekskona á Eg-
ilsstöðum sem keppir á skíðum fyrir
Iþróttafélagið Hött á Egilsstöðum.
Unnur er nýkomin af Andrésar
Andar-Ieikunum á Akureyri þar
sem hún stóð sig með mikilli prýði
þótt hún sé aðeins átta ára.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson.
Unnur Arna Borgþórsdóttir við verð-
launasafn sitt sem er afrakstur vetrarins.
Unnur vann þar stórsvigið og
varð önnur í sviginu í sínum ald-
ursflokki og náði þeim árangri að
verða fýrsti Egilsstaðabúinn sem
verður Andrésarmeistari í alpa-
grein.
Unnur segist hafa mjög gaman af
að vera á skíðum og segir að sér
hafí gengið betur á And-
rési en hún bjóst við. Hún
keppti fyrst á Andrésar
Andar-leikunum í fyrra, þá
sjö ára, og varð í 13. sæti
þá. Alls fóru nú tólf krakk-
ar frá Hetti á Egilsstöðum
á Andrésar-leikana og
gekk bara þokkalega þótt
ekki kæmust fleiri á pall en
Unnur.
Þó að Unnur sé ekki há í
loftinu eru þetta þó ekki
fyrstu verðlaunin sem hún
vinnur á skíðum. Hún varð
þrefaldur Austurlands-
meistari í sínum flokki í
vetur, vann bæði stórsvig
og svig auk alpatvikeppni.
Unnur vann til fyrstu verð-
launa á Oddsskarðsmóti í
vetur. Hún var einnig verð-
launuð af félaginu sem hún
keppir fyrir, Iþróttafélag-
inu Hetti á Egilsstöðum,
fyrir framfarir milli ára.
# vf m
J* 1
'T;
'•5. **
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Þingeyskir nyólkurframleiðendur hampa verðlaunum fyrir úrvalsmjólk.
Verðlaun fyrir
úrvalsmjólk
Laxamýri - Framleiðendur úrvals-
mjólkur í S-Þingeyjarsýslu voru
verðlaunaðir á aðalfundi mjólkur-
samlagsins á Húsavík nýlega, en
aldrei fyrr hafa svo margir bændur
framleitt úrvalsmjólk á samlags-
svæðinu.
Á undanförnum árum hafa kröfur
um gæði mjólkur aukist til muna en
svo virðist sem þingeyskum bænd-
um hafí vel tekist að mæta þessum
kröfum því bæði frumutala og gerla-
tala hafa lækkað mikið.
Kristín Halldórsdóttir, forstöðu-
maður rannsóknastofu samlagsins,
ávarpaði bændur og þakkaði þeim
þessa góðu frammistöðu og Hlífar
Karlsson samlagsstjóri afhenti
verðlaunin.
Fyrir liggur að mjólkursamlögin
á Akureyri og Húsavík sameinist, en
áfram verður vinnsla á ostum og
ýmsum sérvörum á Húsavík. Allri
neyslumjólk er nú pakkað á Akur-
eyri.
Seyðisfirði - Staðan hjá Vélsmiðj-
unni Stáli á Seyðisfirði er nú heldur
vænlegri en verið hefur undanfarið,
en sem kunnugt er var öllu starfs-
fólki þar sagt upp störfum nýlega.
Fiskiskipið Akurey hefur verið í
slipp á Seyðisfirði og starfsmenn
Stáls unnið að viðhaldi þess og á mið-
vikudag fyrir viku var Hafbjörg frá
Borgarfirði eystri tekin upp í slipp.
Þá liggur kúfiskveiðiskipið Skel
við bryggju á Seyðisfirði og bíður
þess að komast í slipp til að starfs-
menn geti kannað skemmdir sem
urðu þegar skipið missti stýrið. Trú-
lega þarf að smíða nýtt stýri á það.
Einnig stendur til að taka upp
prammann sem rak á land í óveðrinu
mikla fyrr í vetur og kanna skemmd-
ir og meta tjón. Líklegt þykir að
hann verði þá sandblásinn og málað-
ur.
Að sögn Halldórs Sverrissonar
verkstæðisformanns hefur f cki enn
Garðyrkju-
skólinn
með opið hús
Hveragerði - Opið hús verður í
Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í
Ölfusi, í dag, sumardaginn fyrsta.
Þennan dag er almenningi boðið að
heimsækja skólann milli klukkan 10
og 18 og kynna sér fjölbreytta starf-
semi hans.
í sérstöku fræðsluhorni munu fag-
deildarstjórar og stundakennarar
halda stutt erindi um hin ýmsu mál
sem tengjast garðyrkju og einnig
verður til sölu kaffi og meðlæti.
Á milli klukkan 13:30 og 15 munu
Bangsímon og félagar, úr Leikfélagi
Hveragerðis, koma í heimsókn,
spjalla við börnin og færa þeim ís.
Hægt er að velja um 5 mismun-
andi námsbrautir í skólanum en
námið tekur þrjú ár, þar af er eitt
verklegt. Námsbrautir skólans eru:
skrúðgarðyrkju-, garðplöntu-, yl-
ræktar-, blómaskreytinga- og um-
hverfisbraut. I haust hefst kennsla á
skógræktarbraut.
Á sumardaginn fyrsta verður öll
starfsemi skólans kynnt og fólk get-
ur skoðað bananahúsið, pottaplöntu-
húsið og uppeldishúsin, að ógleymd-
um gróðurskálanum sem er mjög
fallegur á þessu tíma en nú blómstra
þar tré og runnar í stórum stíl.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Opið hús verður í Garðyrkju-
skdla ríkisins, Reykjum í Olfusi,
á sumardaginn fyrsta.
verið tekin ákvörðun um hvort
starfsfólk verði endurráðið. Hann
sagði of snemmt að skýra frá viðræð-
Hellissandi - Frá því um miðjan
janúar í vetur hafa starfsmenn
verktakafyrirtækisins Klæðningar
hf. unnið að vegagerð í Staðarsveit
á Snæfellsnesi, nánar tiltekið við
vegamót Fróðárheiðar og Útnes-
vegar. Nýi vegakaflinn sem kemur
upp Fróðárheiðina og nær móts við
Egilsskarð verður 4 km. Á Útnes-
vegi verður lagður nýr vegur af
Ólafsvíkurvegi rétt vestan við
Hraunhafnará um Axlahóla og
áfram að nýjum vegi með slitlagi
við Stóra-Kamb í Breiðuvík. Þessi
kafli verður 8,2 km.
í stuttu spjalli við Gísla Ey-
steinsson verkstjóra sagði hann að
tíðarfarið í vetur hefði verið mjög
leiðinlegt, sjaldan hafi komið heill
dagur með bærilegu vinnuveðri.
Þótt vel hafi viðrað að morgni hafi
oftast verið komið vitlaust veður
þegar á daginn leið. Þrátt fyrir
vont tíðarfar hafi þó verkið gengið
sæmilega.
í vetur hefur vinnuflokkurinn
notið húsaskjóls og fæðis hjá Jón-
um sem nú væru í gangi, en sagði þó
ýmislegt vera í athugun sem gæti
bætt hag fyrirtækisins.
ínu Þorgrímsdóttur í Ytri-Tungu.
Nú með hækkandi sól munu þeir
flytja til sín vinnubúðir sem þeir
eiga í Gilsfirði og hafa í þeim að-
stöðu og mötuneyti. Það var þessi
sami vinnuflokkur sem gerði veg-
inn yfir Gilsfjörð og vann einnig
svipað verkefni í Dýrafirði. Þeir
segjast reyndar hafa staðið að
stórvegaframkvæmdum í flestum
landshlutum.
Samkvæmt verksamningi um
þetta verk skulu þeir Klæðningar-
menn hafa lokið við vegfyllingar á
öllu mýrlendi fyrir 31. ágúst í sum-
ar. Og einnig skulu þeir hafa að
fullu lokið við kafla á Útnesvegi
með slitlagi úr Knarrarhlíðinni að
Stóra-Kambi fyrir 1. ágúst í ár.
Öllu verkinu frá nýja veginum
vestan Kálfár um Fróðárheiði upp
á móts við Egilsskarð og síðar
hluta verksins á Útnesvegi skal
lokið 1. september 2001. Við þau
verklok munu Snæfellsbæingar
fagna góðum áfanga að bættum
samgöngum innan bæjarfélagsins.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Fiskiskipið Akurey í slipp á Seyðisfirði.
Vegaframkvæmdir í Snæfellsbæ
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Unnið við vegfyllingu á Utnesi neðan Kinnahyrnu. Axlahyrnu ber yfir.
Veðurfarið hefur sett
svip á störf verktaka
A slóðum Eyrbyggju
með Jóni Böðvarssyni
Stykkishólmi - í vetur hefur Sí-
menntunarstöð Vesturlands stað-
ið fyrir námskeiði í Grundarfirði
um Eyrbyggju. Myndaður var les-
hópur sem hittist reglulega og las
saman Eyrbyggju og ræddi síðan
saman um efnið.
Komið var að lokum verkefnis-
ins með fyrirlestri Jóns Böðvars-
sonar í Grunnskólanum í Grund-
arfirði laugardaginn 15. aprfl.
Þar fjallaði hann um Eyr-
byggju og útskýrði margt sem
þar stendur, bæði hvað varðar
hugsunarhátt manna á þeim tíma
og þær aðstæður sem fólk bjó
við. Jón telur Eyrbyggju bestu
héraðssöguna í flokki Islendinga-
sagna. Sögusviðið er norðanvert
Snæfellsnes og fjallar um Þórs-
nesinga, Álftfirðinga, Kjallek-
inga, Eyrbyggja og Breiðvíkinga.
Sagan er skrifuð rétt eftir 1250
og eru Iýsingar á staðháttum
mjög góðar og er auðvelt fyrir Is-
lendinga í dag að rekja slóðir
Eyrbyggju.
Það var fróðlegt að hlusta á
fyrirlestur Jóns, eins og þeir fjöl-
mörgu þekkja sem hafa sótt nám-
skeið hans um Islendingasögur.
Skýringar hans gera söguna lif-
andi og auðvelda lesandanum að
skilja hugsunarhátt landnáms-
manna, þar sem allt snerist um
hefnd og sæmd.
Áheyrendur hlustuðu af mikilli athygli á fyrirlestur Jóns Böðvarssonar
um Eyrbyggju, enda fróðlegt að hlusta á fræðimanninn sem hefur lagt
stund á Islendingasögurnar og á auðvelt með að glæða þeir lífi. Þannig
vekur Jón áhuga á þeim meðal Islcndinga á öllum aldri.