Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Betri horfur hjá Stáli á Seyðisfírði Ung afrekskona á skíðum Fyrsti Andrésar- meistarinn í alpagrein- um á Egilsstöðum Norður-Héraði - Unnur Ama Borg- þórsdóttir er ung afrekskona á Eg- ilsstöðum sem keppir á skíðum fyrir Iþróttafélagið Hött á Egilsstöðum. Unnur er nýkomin af Andrésar Andar-Ieikunum á Akureyri þar sem hún stóð sig með mikilli prýði þótt hún sé aðeins átta ára. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson. Unnur Arna Borgþórsdóttir við verð- launasafn sitt sem er afrakstur vetrarins. Unnur vann þar stórsvigið og varð önnur í sviginu í sínum ald- ursflokki og náði þeim árangri að verða fýrsti Egilsstaðabúinn sem verður Andrésarmeistari í alpa- grein. Unnur segist hafa mjög gaman af að vera á skíðum og segir að sér hafí gengið betur á And- rési en hún bjóst við. Hún keppti fyrst á Andrésar Andar-leikunum í fyrra, þá sjö ára, og varð í 13. sæti þá. Alls fóru nú tólf krakk- ar frá Hetti á Egilsstöðum á Andrésar-leikana og gekk bara þokkalega þótt ekki kæmust fleiri á pall en Unnur. Þó að Unnur sé ekki há í loftinu eru þetta þó ekki fyrstu verðlaunin sem hún vinnur á skíðum. Hún varð þrefaldur Austurlands- meistari í sínum flokki í vetur, vann bæði stórsvig og svig auk alpatvikeppni. Unnur vann til fyrstu verð- launa á Oddsskarðsmóti í vetur. Hún var einnig verð- launuð af félaginu sem hún keppir fyrir, Iþróttafélag- inu Hetti á Egilsstöðum, fyrir framfarir milli ára. # vf m J* 1 'T; '•5. ** Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þingeyskir nyólkurframleiðendur hampa verðlaunum fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fyrir úrvalsmjólk Laxamýri - Framleiðendur úrvals- mjólkur í S-Þingeyjarsýslu voru verðlaunaðir á aðalfundi mjólkur- samlagsins á Húsavík nýlega, en aldrei fyrr hafa svo margir bændur framleitt úrvalsmjólk á samlags- svæðinu. Á undanförnum árum hafa kröfur um gæði mjólkur aukist til muna en svo virðist sem þingeyskum bænd- um hafí vel tekist að mæta þessum kröfum því bæði frumutala og gerla- tala hafa lækkað mikið. Kristín Halldórsdóttir, forstöðu- maður rannsóknastofu samlagsins, ávarpaði bændur og þakkaði þeim þessa góðu frammistöðu og Hlífar Karlsson samlagsstjóri afhenti verðlaunin. Fyrir liggur að mjólkursamlögin á Akureyri og Húsavík sameinist, en áfram verður vinnsla á ostum og ýmsum sérvörum á Húsavík. Allri neyslumjólk er nú pakkað á Akur- eyri. Seyðisfirði - Staðan hjá Vélsmiðj- unni Stáli á Seyðisfirði er nú heldur vænlegri en verið hefur undanfarið, en sem kunnugt er var öllu starfs- fólki þar sagt upp störfum nýlega. Fiskiskipið Akurey hefur verið í slipp á Seyðisfirði og starfsmenn Stáls unnið að viðhaldi þess og á mið- vikudag fyrir viku var Hafbjörg frá Borgarfirði eystri tekin upp í slipp. Þá liggur kúfiskveiðiskipið Skel við bryggju á Seyðisfirði og bíður þess að komast í slipp til að starfs- menn geti kannað skemmdir sem urðu þegar skipið missti stýrið. Trú- lega þarf að smíða nýtt stýri á það. Einnig stendur til að taka upp prammann sem rak á land í óveðrinu mikla fyrr í vetur og kanna skemmd- ir og meta tjón. Líklegt þykir að hann verði þá sandblásinn og málað- ur. Að sögn Halldórs Sverrissonar verkstæðisformanns hefur f cki enn Garðyrkju- skólinn með opið hús Hveragerði - Opið hús verður í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í dag, sumardaginn fyrsta. Þennan dag er almenningi boðið að heimsækja skólann milli klukkan 10 og 18 og kynna sér fjölbreytta starf- semi hans. í sérstöku fræðsluhorni munu fag- deildarstjórar og stundakennarar halda stutt erindi um hin ýmsu mál sem tengjast garðyrkju og einnig verður til sölu kaffi og meðlæti. Á milli klukkan 13:30 og 15 munu Bangsímon og félagar, úr Leikfélagi Hveragerðis, koma í heimsókn, spjalla við börnin og færa þeim ís. Hægt er að velja um 5 mismun- andi námsbrautir í skólanum en námið tekur þrjú ár, þar af er eitt verklegt. Námsbrautir skólans eru: skrúðgarðyrkju-, garðplöntu-, yl- ræktar-, blómaskreytinga- og um- hverfisbraut. I haust hefst kennsla á skógræktarbraut. Á sumardaginn fyrsta verður öll starfsemi skólans kynnt og fólk get- ur skoðað bananahúsið, pottaplöntu- húsið og uppeldishúsin, að ógleymd- um gróðurskálanum sem er mjög fallegur á þessu tíma en nú blómstra þar tré og runnar í stórum stíl. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Opið hús verður í Garðyrkju- skdla ríkisins, Reykjum í Olfusi, á sumardaginn fyrsta. verið tekin ákvörðun um hvort starfsfólk verði endurráðið. Hann sagði of snemmt að skýra frá viðræð- Hellissandi - Frá því um miðjan janúar í vetur hafa starfsmenn verktakafyrirtækisins Klæðningar hf. unnið að vegagerð í Staðarsveit á Snæfellsnesi, nánar tiltekið við vegamót Fróðárheiðar og Útnes- vegar. Nýi vegakaflinn sem kemur upp Fróðárheiðina og nær móts við Egilsskarð verður 4 km. Á Útnes- vegi verður lagður nýr vegur af Ólafsvíkurvegi rétt vestan við Hraunhafnará um Axlahóla og áfram að nýjum vegi með slitlagi við Stóra-Kamb í Breiðuvík. Þessi kafli verður 8,2 km. í stuttu spjalli við Gísla Ey- steinsson verkstjóra sagði hann að tíðarfarið í vetur hefði verið mjög leiðinlegt, sjaldan hafi komið heill dagur með bærilegu vinnuveðri. Þótt vel hafi viðrað að morgni hafi oftast verið komið vitlaust veður þegar á daginn leið. Þrátt fyrir vont tíðarfar hafi þó verkið gengið sæmilega. í vetur hefur vinnuflokkurinn notið húsaskjóls og fæðis hjá Jón- um sem nú væru í gangi, en sagði þó ýmislegt vera í athugun sem gæti bætt hag fyrirtækisins. ínu Þorgrímsdóttur í Ytri-Tungu. Nú með hækkandi sól munu þeir flytja til sín vinnubúðir sem þeir eiga í Gilsfirði og hafa í þeim að- stöðu og mötuneyti. Það var þessi sami vinnuflokkur sem gerði veg- inn yfir Gilsfjörð og vann einnig svipað verkefni í Dýrafirði. Þeir segjast reyndar hafa staðið að stórvegaframkvæmdum í flestum landshlutum. Samkvæmt verksamningi um þetta verk skulu þeir Klæðningar- menn hafa lokið við vegfyllingar á öllu mýrlendi fyrir 31. ágúst í sum- ar. Og einnig skulu þeir hafa að fullu lokið við kafla á Útnesvegi með slitlagi úr Knarrarhlíðinni að Stóra-Kambi fyrir 1. ágúst í ár. Öllu verkinu frá nýja veginum vestan Kálfár um Fróðárheiði upp á móts við Egilsskarð og síðar hluta verksins á Útnesvegi skal lokið 1. september 2001. Við þau verklok munu Snæfellsbæingar fagna góðum áfanga að bættum samgöngum innan bæjarfélagsins. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Fiskiskipið Akurey í slipp á Seyðisfirði. Vegaframkvæmdir í Snæfellsbæ Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Unnið við vegfyllingu á Utnesi neðan Kinnahyrnu. Axlahyrnu ber yfir. Veðurfarið hefur sett svip á störf verktaka A slóðum Eyrbyggju með Jóni Böðvarssyni Stykkishólmi - í vetur hefur Sí- menntunarstöð Vesturlands stað- ið fyrir námskeiði í Grundarfirði um Eyrbyggju. Myndaður var les- hópur sem hittist reglulega og las saman Eyrbyggju og ræddi síðan saman um efnið. Komið var að lokum verkefnis- ins með fyrirlestri Jóns Böðvars- sonar í Grunnskólanum í Grund- arfirði laugardaginn 15. aprfl. Þar fjallaði hann um Eyr- byggju og útskýrði margt sem þar stendur, bæði hvað varðar hugsunarhátt manna á þeim tíma og þær aðstæður sem fólk bjó við. Jón telur Eyrbyggju bestu héraðssöguna í flokki Islendinga- sagna. Sögusviðið er norðanvert Snæfellsnes og fjallar um Þórs- nesinga, Álftfirðinga, Kjallek- inga, Eyrbyggja og Breiðvíkinga. Sagan er skrifuð rétt eftir 1250 og eru Iýsingar á staðháttum mjög góðar og er auðvelt fyrir Is- lendinga í dag að rekja slóðir Eyrbyggju. Það var fróðlegt að hlusta á fyrirlestur Jóns, eins og þeir fjöl- mörgu þekkja sem hafa sótt nám- skeið hans um Islendingasögur. Skýringar hans gera söguna lif- andi og auðvelda lesandanum að skilja hugsunarhátt landnáms- manna, þar sem allt snerist um hefnd og sæmd. Áheyrendur hlustuðu af mikilli athygli á fyrirlestur Jóns Böðvarssonar um Eyrbyggju, enda fróðlegt að hlusta á fræðimanninn sem hefur lagt stund á Islendingasögurnar og á auðvelt með að glæða þeir lífi. Þannig vekur Jón áhuga á þeim meðal Islcndinga á öllum aldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.