Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 32

Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fundur í Astralíu um bindingu koltvísýrings Landgræðsla sem bindi- leið til jafns við skógrækt SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sótti nú í vikunni ráð- herrafund sem hald- inn var í Perth í Ástralíu um bindingu koltvísýrings innan Kyoto-bókunarinnar. Fundui'inn var sóttur af ráðherrum og emb- ættismönnum frá þrjátíu löndum víðs- vegar að úr heiminum, m.a. Japan, Banda- ríkjunum, Hollandi, Póllandi og Úganda. Tilefni fundarins var að fjalla um land- græðslu sem bindileið koltvísýrings og er þar um nánari útfærslu á Kyoto-bókuninni að ræða. I dag er aðeins gert ráð fyrir skógrækt sem bindileið innan Kyoto-bókunarinnar þó sá möguleiki sé hafður fyrir hendi að fleiri bindileiðir koltvísýr- ings bætist þar við. „Við erum að berjast fyrir því, ásamt fleiri löndum, að fá land- græðslu inn sem bindileið,“ segir Siv, sem lagði í ávarpi sínu á fundin- um áherslu á mikilvægi þess að landgræðsla yrði viðurkennd sem mótvægisaðgerð gegn gróðurhúsa- áhrifum til jafns við skógrækt. „Sá mál- flutningur fékk góðan hljómgrunn meðal ráð- herra frá þróunarríkj- unum sem eiga við jarðvegseyðingar- vanda að stríða líkt og við á íslandi. Hluti iðn- ríkjanna var einnig á sama máli,“ segir Siv og kveður það hafa verið ánægjulegt að finna hve víðtækur stuðningur kom fram meðal umhverfisráð- herra á mikilvægi gróð- urbindingarinnar. „Það er hægt að binda koltvísýr- ing með mjög hagkvæmum og góð- um leiðum, ekki einungis með skóg- rækt,“ segir Siv og nefnir landgræðslu sem eina þessara leiða. Hún segir slíkt vera Islendingum mikilvægt, en þó ekki síður fjöl- mörgum öðrum ríkjum, m.a. þróun- arríkjum og Ástralíu. „Fyrir marga er þetta mjög mikilvægt og að því marki jafnvel að þeir geta ekki hugsað sér að samþykkja Kyoto- samkomulagið nema komið verði til móts við hugmyndir þeirra um bind- ingu.“ Siv segir það til að mynda hafa vakið athygli sína að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada hafi lýst því yfir að þau sæju sér síður fært að staðfesta Kyoto-bókunina ef ekki yrði tekið fullnægjandi tillit til bind- ingar með ræktun. Bjartsýn á að samkomulag náist „Það er mikilvægt að binda kol- tvísýring,“ segir Siv og kveður það ekki síður mikilvægt en að minnka losun. „Aðalatriðið er að minnka koltvísýring í andrúmsloftinu og þar útilokar önnur leiðin ekki hina.“ Hún segir að sínu mati það til að mynda vera mikilvægt að leggja áherslu á landgræðslu og skógrækt sem mótvægisaðgerð gegn uppsöfn- un gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu, en á fundinum kom fram almenn samstaða um að bind- ing komi til viðbótar aðgerðum til að draga úr losun. „Á þessum fundi fannst mér vera mjög mikill áhugi á að reyna að ná niðurstöðu á fundinum sem haldinn verður í Haag í Hollandi nú í nóv- ernber," segir Siv og nefnir sem dæmi að Jan Szysko, forseti aðildar- ríkjaþings loftslagssamningsins og aðstoðarforsætisráðherra Póllands, hafi í lokaávarpi sínu lagt áherslu á mikilvægi þess að skynsamlegar ákvarðanir um bindinguna yrðu teknar á þeim fundi. Halldór Þor- geirsson, skrifstofustjóri umhverf- isráðuneytisins, er annar formanna vinnunefndar sem sér um útfærslu ákvæða um bindinguna. „Það er því naumur tími til stefnu," segir Siv og kvað menn hafa verið nokkuð uggandi vegna þessa þar sem drög að samkomulagi um gróðurbindingu muni ekki liggja fyrir fyrr en í september. „Það var hins vegar mikill vilji hjá þessum löndum sem þarna voru að fá í gegn nánari útfærslu,“ segir Siv og kveðst því bjartsýn á að land- græðslan náist inn sem bindileið þrátt fyrir knappan tíma. Gullfundur í Rúmeníu Búkarest. AFP. MIKIL gullnáma hefur fundist í Rúmeníu í grennd við borgina Rosia-Montana og er áætlað að magnið sé um 250 tonn. Einnig eru á svæðinu hátt í 1400 tonn af silfri. í skýrslu bandaríska fyrirtæk- isins Pincock Allen and Holt er haft eftir talsmanni kanadísks námufyrirtækis sem á meirihluta í samsteypunni er ætlar að vinna málmana, að hægt verði að vinna 13,5 tonn af gulli á ári en gullfram- leiðsla Rúmena er nú um 1,7 tonn áári. Rúmenskt ríkisfyrirtæki á þriðjungshlut í vinnslufyrirtæk- inu. Búist er við að 2000 manns fái vinnu við gullvinnsluna en mikið atvinnuleysi er á svæðinu. Fyrir- tækið heitir að taka tillit til um- hverfissjónarmiða en nýlega drap blásýrumengun mikið af fiski í ám í Rúmeníu og Ungveijalandi. Blásýra er notuð við gullvinnslu. Siv Friðleifsdóttir Reuters Hans Eichel, fjármálaráðherra Þýskalands (fyrir miðju), í heimsókn í kauphöllinni í Frankfurt fyrr í vikunni. Fjármálaráðherra vill loka sendiráðum Deilt um tillögur Eichels um ESB-sendiráð Berlín. Morgunblaðið. ÞYZKA utanríkisráðuneytið hefur lýst andstöðu við tillögur fjármála- ráðherrans Hans Eichels um að loka mætti sendiráðum Þýzkalands og láta sameiginleg sendiráð ESB; ríkjanna taka við hlutverki þeirra. I yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyt- inu segir, að utanríkispólitískar ákvarðanir væri „ekki hægt að taka fyrst og fremst á grundvelli sparn- aðarsjónarmiða“. Auk þess væru mál af þessu tagi á verksviði utan- ríkisráðuneytisins eins. Ráðuneytið brást með þessu við fréttum þýzku vikuritanna Der Stern og Focus-Money um tillögur Eichels að þessu lútandi. Talsmenn fjármálaráðuneytisins staðfestu fréttirnar í megindráttum, en lögðu áherzlu á að það vildi alls ekki skipta sér af málum sem heyrðu undir önnur ráðuneyti. Að sögn Stern er það skoðun Eichels, að hefðbundinn rekstur sendiráða og sendiskrifstofa Þýzkalands væri að miklu leyti orð- inn óþarfur. ESB-ríkin ættu þess í stað að sameinast um sendiskrif- stofur og þau gætu hætt að reka sendiráð hvert hjá öðru. Joschka Fischer utanríkisráðherra væri hins vegar ekki samþykkur þessum hug- myndum og hann hygðist fá fjár- málaráðherra annarra ESB-ríkja í lið með sér gegn þeim. „í Suður- Amerikulöndum nægði að hafa sam- eiginlegt evrópskt sendiráð,“ hefur Focus-Money eftir Eichel. Rætt í ríkisstjórn Torsten Albig, talsmaður Eichels, staðfesti að fjármálaráðherrann hefði á vettvangi ríkisstjórnarinnar vakið máls á slíkum hugmyndum fyrir allnokkru. Þeim hefði verið tekið vel í utanríkisráðuneytinu. Hins vegar sé það hlutverk fjánnálaráðuneytisins að leggja lín- una hvað varðar fjárhagsrammann fyrir önnur ráðuneyti, en það skipti sér annars ekki af því hvernig við- komandi ráðuneyti ákveða að ráð- stafa því sem þeim er úthlutað. Sabine Sparwasser, talsmaður Fischers utanríkisráðherra, sagði þær breytingar sem væru í gangi á starfsemi sendiráða í öðrum ESB- ríkjum vegna Evrópusamrunans þýddu ekki að það væri skynsam- legt að leggja þau niður. íekur eingöngu TAL símkixt, 2000 ERICS A1018 utgáfur afvinsælasta Microsoft hug- búnaðinum fylgja Fuiitsu Simens draumavélinni FUÍÍTSUco™ SIEMENS Þyngd 163 grömm Dual Band (900/1800) Klukka, vekjara klukka. 5M5 og símanúmerabirtir Biðtími rafhlöðu allt að100klst I ” Taltími rafhlöðu 1 allt að 4 klst 1 Chatboard A —^ Símanúmer TAL frelsiskort 4 9Ó lOOO.kr inneign * • < - .- -- |,L„ f > m ' ** "■ 1 ■ Margmiðlunaryel sem er draumi llkust Öflugur 600MHz örgjörvi, innbyggt DVD drif með sjónvarps- útgangi, alvöm hljóðkort, mikið minni og stór 7200 snúninga harður diskur eru kostir sem vert er að athuga • *•• •Aá •••••fll pentium® — Uppfærsla í 19“ skjá aðeins kr. 12.990,- • 17" vandaður skjár • 600MHz IntelPentium III • ASUS móðurborð • 128MB innra minni • 32MB Ati 2000 3D skjákort meðTV-out • 13GB harðurdiskur DVD mynddiskadrrf SB LiveValue hljóðkort 3,5" disklingadrif / 56K innbyggt fax mótald Margmiðlunarlyklaborð, Vönduð mús með lijóli, Fujitsu hátalarar § Frír aðgangur að þjónustuborði Tölvusfmans fylgir öllum tölvum. Opið í öllum verslunum laugardag 10:00-16:00 BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.