Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Reuters Erró á vinnustofu sinni í París. Heimildamynd um Erró sýnd á Stöð 2 „Hefur allt sem til þarf í myndlist“ Tónleikar og námskeið í Salnum í júní Söngveisla til heiðurs Halldóri Hansen Halldór Hansen Violet Chang Elly Ameling Dalton Baldwin Olivera Miljakovic Lorraine Nubar HEIMILDAMYNDIN „Erró - norður-suður-austur-vestur“ verður sýnd á Stöð 2 kl. 20.50 á föstudaginn langa. Leikstjóri myndarinnar, sem fjallar, svo sem nafnið gefur til kynna, um líf og störf Errós, er Ari Alexander Ergis Magnússon en framleiðendur eru auk hans, Friðrik Þór Friðriksson og Anna María Karlsdóttir. Útgangspunktur myndarinnar er sýningin sem Erró hélt í hinu nafn- kunna safni Jeu de Paume í París og gekk yfir aldamótin. Segir Ari sýn- inguna hafa verið enn eina staðfest- inguna á stöðu Errós sem lista- manns á alþjóðamælikvarða. „íslendingar virðast ekki hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þessarar sýningar. Það kemur svo sem ekki á óvart því Islendingar skilja upp til hópa ekki hvílíkrar virðingar Erró nýtur í myndlistarheiminum. Hann hefur allt sem þarf til að ná árangri í myndlist - heiðarleika, vinnusemi, foryitni og ástríðu fyrir lífinu." í myndinni er ferill Errós rakinn, eins og hann blasir við listamannin- um sjálfum, helstu vinum hans og fjölskyldu, gagnrýnendum og safn- stjórum. Alls koma átján manns við sögu. Þegar upp var staðið voru Ari og félagar, Óttarr Proppé og Þorgeir Guðmundsson, með 28 klukkustund- ir af „mjög traustu, frábærlega flottu efni,“ eins og hann kemst að orði. „Það var mikið stríð að stytta þetta niður í sextíu mínútur." Hinar stundirnar 27 munu þó ekki lenda milli stafs og hurðar því Ari hefur gert samning við Listasafn Reykjavíkur-Errósafn um að efnið muni í heild sinni verða tiltækt á safninu í stafrænu formi í framtíð- inni. Þar mun almenningur hafa að- gang að því. Næsta skref er, að sögn Ara, að koma myndinni í alþjóðadreifmgu og verður henni dreift til margra landa. „Myndin er frá upphafi hugsuð fyrh- alþjóðamarkað og unnin út frá því.“ En þar með er ekki öll sagan sögð því Ari og Friðrik Þór Friðriksson hjá íslensku kvikmyndasamsteyp- unni hafa ákveðið að fylgja Erró áfram eftir á stórum sýningum víða um heim. „Við ætlum með öðrum orðum að halda áfram að klippa úr og bæta í myndina. Stóri draumur minn er að gera þriggja klukku- stunda langa heimildamynd fyrir Listasafn Reykjavíkur-Errósafn. Fara á allsherjar hugmyndafyllerí. Af nógu er að taka. Myndin eins og hún er núna er því bara fyrsti áfangi á langri leið.“ Sæll, ég heiti Ari Ari kynntist Erró í París fyrir níu árum, þar sem hann var í mynd- listarnámi. „Erró hafði heillað mig frá því ég sá sýningu á verkum hans á Kjarvalsstöðum þegar ég var tíu ára en ég var ekki málkunnugur hon- um. Síðan gerist það, þar sem ég sit ásamt vinkonu minni á kaffihúsi, að Erró gengur framhjá. „Þarna labbar mesti maður íslenskrar myndlistar," segi ég og vinkona mín spyr hvort ég þekki hann ekki. Það gerði ég ekki en lét mig hafa það, hljóp á eftir hon- um og kynnti mig: „Sæll, Ari Alexander heiti ég, myndlistarnemi, og langar mikið til að fá að heim- sækja þig á vinnustofuna þína.“ Það var ekki að sökum að spyrja, Erró tók mér opnum örmum, gaf mér símanúmer sitt og sagði að við þyrft- um endilega að hittast. Þetta var mjög skemmtilegt og lýsir mannin- um vel. Erró er einhver hreinasti og beinasti maður sem ég hef fyrir hitt. Hann hefur einhver gen sem eru af- ar sjaldgæf í þessari veröld." Ari komst að raun um að vinnu- stofa Errós var í næsta húsi við lista- háskólann sem hann sótti, þannig að þeir hittust oft á þessum árum. Mál æxluðust meira að segja þannig að Ari skrifaði lokaritgerð sína um Erró. „Ári eftir að ég útskrifaðist hélt ég síðan sýningu í París og lét setja Erró á gestalistann. Hann er auðvitað mjög frægur í París og menn brostu bara að mér, tóku þessu sem hverju öðru gríni. Nema hvað? Fyrsti maðurinn sem mætti við opnunina var Erró með stóra sjaldgæfa viskíflösku." Samstarfsaðilar við gerð myndar- innar um Erró eru ríkisstjórn ís- lands, Reykjavíkurborg, menningar- borg Evrópu árið 2000 og Flugleiðir. EFNT verður til mikillar söng- veislu í Salnum í Kópavogi dagana 18. -20. júní næstkomandi til heið- urs listunnandanum og barnalækn- inum Halldóri Hansen. Hugmynd- in að veislu þessari er runnin undan rifjum hins kunna píanó- leikara Daltons Baldwin en þeir Halldór eru miklir vinir. Hápunktur söngveislunnar eru tónleikar sem haldnir verða Hall- dóri til heiðurs mánudagskvöldið 19. júní og hefjast kl. 20. Ekki verður um hefðbundna tónleika með niðurritaðri efnisskrá að ræða, heldur hafa tónlistarmenn- irnir beðið um að fá að stíga á svið og syngja og leika ýmsar af þekkt- ustu perlum söngbókmenntanna fyrir vin sinn Halldór. Listamennirnir sem heimsækja Island af þessu tilefni og koma jafnframt fram á sönghátíðinni eru Elly Ameling og Dalton Baldwin, Lorraine Nubar, Margareta Hav- erinen, Olivera Miljakovic, Simon Chaussé og Violet Chang. Af heimafólki eru það Bergþór Páls- son, Finnur Bjarnason, Garðar Cortes, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadótt- ir og Jónas Ingimundarson. Kynn- ir á sönghátíðinni verður Gunnar Eyjólfsson leikari. í meistara höndum Hátíðin hefst með námskeiði (masterclass) Ellyar Ameling og Daltons Baldwins, sunnudaginn 18. júní kl. 10 í Salnum. Alls verða í boði fimm hálfsdagsnámskeið, sem öll hafa hlotið heitið „I meist- ara höndum". Aðrir meistarar sem halda námskeið dagana 19. og 20. júní eru þær Olivera Miljakovic frá Júgóslavíu og Lorraine Nubar frá Bandaríkjunum. Stefnt er að því að flestir þátt- takendur sæki um sem pör, þ.e. söngvari og píanóleikari. Þó er ekki útilokað að söngvarar sem og píanóleikarar geti sótt um hvor í sínu lagi og jafnvel myndað pör fyrir námskeiðin. Þátttökugjald fyrir heilsdagsnámskeið, með til- sögn í hálftíma og áheyrn, er kr. 7.500 fyrir parið og hálfsdagsnám- skeið er kr. 3.750 fyrir parið. Að- eins er rúm fyrir 18 pör og ef þátt- taka verður meiri en hægt er að anna áskilja aðstandendur sér rétt til að velja úr umsóknum. Sérstakt tilboðsverð er fyrir þátttakendur sem kaupa áheyrn á öll hin námskeiðin og kostar þá áheyrn hálfan dag kr. 1.000 fyrir einn. Sama tilboð gildir fyrir áheyrendur sem kaupa áheyrn á öll námskeiðin í einu. Annars er áheyrn á stök hálfsdagsnámskeið kr. 1.250. U msóknarfrestur til 15. maí 2000 Umsóknareyðublöð um nám- skeiðin „I meistara höndurn" og allar nánari upplýsingar eru gefn- ar í Salnum sem sér um skipulagn- ingu og uppsetningu hátíðarinnar í samvinnu við Tónlistarfélagið í Reykjavík, en Halldór hefur lengi verið þar félagi. Margir af þeim listamönnum sem hér heiðra Hall- dór komu fram á tónleikum Tón- listarfélagsins á árum áður. Nú standa vonir stjórnenda Tónlistarfélagsins til þess, að fé- lagið muni í framtíðinni hafa fjár- hagslegt bolmagn til að endur- vekja tónleikahald í einhverju formi á komandi tímum. Reyndir listamenn Bandaríski píanóleikarinn Dalt- on Baldwin er í hópi þekktustu undirleikara veraldar. Hann hefur í áratugi ferðast um heiminn í för með stórsöngvurum á borð við Gérard Souzay, Elly Ameling, Jessye Norman, Jose van Damm, Frederica von Stade, Teresa Berg- anza, Nicolai Gedda og svo mætti áfram telja, auk þess sem hann hefur leikið með ýmsum þekktum hljóðfæraleikurum. Hann hefur leikið inn á hundruð hljómplatna, sem hvarvetna hafa hlotið lof og verðlaun. Auk hljómleikaferðalaga kennir Dalton Baldwin í West- minster Choir College í Princeton, New Jersey og heldur meistara- námskeið í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Dalton Baldwin hlaut heiðursdoktorsnafnbót við Tónlistarháskólann í Berlín og hef- ur einnig hlotið æðstu viðurkenn- ingu franskra stjórnvalda. Hollenska söngkonan Elly Ame- ling er virt um allan heim. Hún hefur í áratugi verið í fremstu röð söngvara í heiminum, sungið frá Tansaníu til Islands og allt frá Nairobi og Equador til Finnlands, verið tíður gestur á listahátíðum og unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Ernst Ansermet, Giul- ini, Haitink, Previn og Osawa. Upptökur með söng hennar eru eftirsóttar um allan heim. Hún hefur hlotið margvíslegar viður- kenningar fyrir list sína, m.a. þeg- ið æðstu viðurkenningu í heima- landi sínu úr hendi Hollandsdrottningar. Olivera Miljakovic er fædd í Júgóslavíu. Auk söngnáms tók hún masterspróf í tungumálum og listasögu frá Háskólanum í Belgr- ad. Hún var fastráðin við Vínar- óperuna, söng á öllum helstu söng- hátíðum í Evrópu undir stjórn Karls Böhm, Herberts von Kara- jan, Leonards Bernstein o.fl. Miljakovic söng í fjölmörgum óp- erum, óperettum og kvikmyndum, t.d. Carmen undir stjórn von Karajan, Cosi fan tutte undir stjórn Karls Böhm og svo mætti áfram telja. Miljakovic var um tíma nemandi Svanhvítar Egilsson. Lorraine Nubar er sópransöng- kona og þekktur söngkennari frá Los Angeles. Hún var nemandi Jennie Tourel, tók B.A. og mast- ersgráðu frá Juilliard og hefur kennt þar frá árinu 1980. Hún hef- ur einnig starfað mikið í Frakk- landi og er um þessar mundir i gestakennari við Parísaróperuna og óperuna í Lyon. Meistaranám- skeið Nubar eru afar eftirsótt bæði í Frakklandi, Japan, Svíþjóð og víðar. Heimildamynd um Göggu Lund frumsýnd HEIMILDAMYND um líf og störf dansk-islensku söngkonunnar Engel Lund verður frumsýnd á Stöð 2 í kvöld kl. 20.55. Höfundur handrits er Frank Ponzi en fram- leiðandi Saga Film. Myndin er að mestu tekin upp árið 1977 og hefur, að sögn Franks, að geyma einu myndbandsupptökurnar sem til eru af Engel, eða Göggu eins og hún var jafnan kölluð. Ævi henn- ar og söngferill eru rakin og rætt við Göggu sjálfa og nokkra er- Ienda samferðamenn hennar, svo sem Ferdinand Rauter, Claire Rauter, Martin Isepp, Ursulu Vaughan Williams, Howard Ferguson og Eileen MacLoud, en sem kunnugt er átti Gagga mik- illi velgengni að fagna erlendis áður en hún settist að á Islandi árið 1960. Hún lést árið 1996, tæplega 96 ára að aldri. „Gagga Lund var einstök kona - goð- sögn,“ segir Frank. „Hún var heimsfræg söngkona sem söng á 21 tungumáli en gleymdi eigi að síður aldrei rótum sínum og lyfti grettistaki í íslensku tónlistarlífi eftir að hún sneri heim. Það hefur eng- inn einn listamaður gert eins mikið fyrir kynningu á íslcnskri söngtónlist erlendis og Gagga Lund.“ Frank segir líf Gagga Lund á há- tindi söngferils síns. Göggu hafa ein- kennst af hógværð, hún hafi verið li'tið fyrir sviðsljósið. „Eg ætlaði aldrei að fá hana til að sam- þykkja gerð þessarar myndar. Hún skildi ekki að einhver vildi gera heimildamynd um sig. Ég lofaði hins vegar að gera þetta eins vel og ég gæti - og hef staðið við það. Vonandi verður fólk ánægt. Tilgangurinn er auð- vitað að halda minn- ingu Göggu á lofti og reyna að sýna hve stór hún var - bæði sem listamaður og mann- eskja.“ Kynnt á kvikmynda- hátiðinni í Cannes Myndin var 22 ár í vinnslu. Lokatökur fóru fram í Lundúnum fyrir tveimur árum. Frank segir margar ástæður liggja til þess að ekki var unnt að ljúka gerð henn- ar fyrr, en aðalatriðið sé að nú sé myndin tilbúin til sýningar. Þakk- ar hann Kolbrúnu Jarlsdóttur, Agnesi Johansen og Saga Film gott samstarf. Myndin verður kynnt á kvik- myndahátíðinni í Cannes í næstu viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.