Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 46
46 FÍMMTUDAGÖR 2Ö.APRÍ'L'2000 Oráð ráðfrúa Komið hefurá daginn að íslensku kven- ráðherrarnir eru hvorki betri né verri en karlarnir. Þær eru alveg eins. Forðum var okkur sagt að íslensk stjómmál væru svo meingölluð sem raun ber vitni vegna þess að þau endurspegluðu ekki „reynslu- heim kvenna". Konur hefðu aðra sýn á lífið og tilveruna en karlpen- ingurinn þar sem reynsla þeirra væri önnur. Við vorum meðal ann- ars upplýst um að karlmenn gætu ekki eignast böm og þess vegna væri sá „reynsluheimur" þeim öld- ungis lokaður. Við vomm einnig frædd um að konur hefðu aðra forgangsröðun en karlmenn m.a. sökum þess að þær stæðu mun nær bamauppeldi, umönnun aldraðra og heimilis- haldi. Af þessum sökum myndu konur verja opinbemm fjármun- um með öðrum og skynsamlegri hætti kæmust þær í valdastöður á íslandi. Forgangsröðunin í samfé- laginu hefði verið mótuð af VIÐHORF Eftir Asgelr Sverrisson karldýram, sem frekar hugsuðu um eigin frama, stöðutákn og völd en hin ýmsu félagslegu mynstur, er hnýttu samfélagið saman. Þessi málflutningur hafði vem- leg áhrif á íslandi enda vakti hann vonir um umbætur. Röksemdir þessar áttu vafalaust þátt í þeim sigrum, sem konur á Islandi unnu á vettvangi jafnréttisbaráttunnar. Á örfáum áram breyttust viðhorf- in í þjóðfélaginu á þann veg að það væri tímaskekkja að karlmenn mótuðu allt stjómmálalífið. Kona var kjörin forseti lýðveldisins, Kvennalisti leit dagsins ljós, konur tóku að gera tilkall tO ráðherraem- bætta og vinstrimenn hrifsuðu höfuðstaðinn úr höndum Sjálf- stæðisflokksins þegar þeir sam- einuðust að baki konu. Nú er sumsé komin veraleg reynsla á það hvemig „reynslu- heimur kvenna“ mótar framgöngu þeirra í íslenskum stjómmálum. Jafnframt er nú unnt að leggja nokkurt mat á þá „breyttu for- gangsröðun“, sem fylgja átti fram- sókn kvenna í íslensku þjóðlífi. , Aukinn hlutur kvenna" í ís- lenskum stjómmálum er vitanlega jákvæð, lýðræðisleg framþróun en hverju hefur hann breytt? Á hvem hátt greina stjómmálakonur sig frá öðram pólitískum dýram merkurinnar? Konur hafa hlotið mntalsverða upphafningu innan Framsóknar- flokksins síðustu misserin. Flokk- urinn getur státað sig af því að konur mynda helming ráðherra- liðsins. Fjórar konur sitja nú £ ríkis- stjóm Islands og þykir vísast flestum sú þróun bæði sjálfsögð og eðlileg. Á hinn bóginn er fram- ganga kvenráðherra í ríkisstjóm- inni engan veginn til marks rnn að nálgun, forgangsröðun og baráttu- mál íslenskra stjómmálakvenna séu önnur en karlanna, sem þröngvað hafa sér upp á þjóðina á þessum vettvangi. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra varð ítrekað uppvís að bemsku og karlmannlegu dóm- greindarleysi í yfirlýsingum sínum þegar Eyjabakka-deilan svo- nefnda stóð sem hæst. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur iðkað póli- tískar mannaráðningar líkt og hin kæfandi flokkshyggja mælir fyrir um í íslenskum stjómmálum. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hóf valda- feril sinn með pólitískum manna- ráðningum að hætti karldýranna, sem öllu hafa ráðið hingað til. Hún lagði siðan að jöfnu skemmtiferð starfsfólks ráðuneytis síns og eigin aímælisveislu og taldi sjálfsagt að skattborgaramir greiddu fýrir ferð undirsátanna til Grenivíkur þar sem haldinn var fagnaður í til- efni tímamóta í lífi ráðherrans. Þessi gjömingur lýsti svo fá- heyrðu dómgreindarleysi að full- yrða má að Valgerður Sverrisdótt- ir hefði neyðst til að segja af sér embætti í öllum þeim ríkjum þar sem gerðar era lágmarkskröfur um siðferði ráðamanna. Starfssystir hennar, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, lét innrétta í ráðuneyti sínu svo- nefnda „einkasnyrtingu“. Hafi mátt réttlæta þá ákvörðun á ein- hvem veg fauk í öll skjól þegar uppvíst varð að framkvæmdimar hefðu kostað íslenska skattborg- ara átta og hálfa milljón króna. I flestum vestrænum ríkjum hefði embættisfærsla þessara ráð- herra ekki verið liðin. Opinber af- sökunarbeiðni hefði tæpast dugað í tveimur síðastnefndu tilvikunum. Þau dæmi, sem hér hafa verið tíunduð, bregða ljósi á „for- gangsröðun" þeirra kvenna, sem nú gegna ráðherraembættum á íslandi og hugmyndir þeirra um eðlilega embættisfærslu og með- ferð opinberra fjármuna. „Reynsluheimurinn", sem býr að baki framgöngu þessara ráðherra, er flestu venjulegu fólki hulinn. Framganga kvenráðherranna í ríkisstjóminni er hins vegar í á- gætu samræmi við þær pólitísku hefðir, sem karlmenn hafa mótað á íslandi. Þær kröfur, sem gerðar era til ráðamanna í þróuðum ríkjum og þær mælistilóir, sem notaðar era á embættisfærslu þeirra, era ís- lendingum framandi. Hefðin reyn- ist síðan órjúfanleg vegna þess að ekki er unnt að krefjast þess að til- tekinn valdsmaður segi af sér embætti sökum siðleysis eða dóm- greindarbrests þar eð forverar hans hafa oftar en ekki gerst sekir um hið sama. Þannig hefur orðið til eins konar vítahringur, sem gerir að verkum að illmögulegt er að koma á umbótum f stjómmála- lífinu. Komið hefur á daginn að ís- lensku kvenráðherramir era hvorki betri né verri en karlarnir. Þær era alveg eins. Virðingarleysi, sjálfsupphafning og dómgreindar- brestur era enda ókynbundin fyr- irbrigði. Þetta gera kjósendur sér ijóst enda hefur ítrekað komið í Ijós að hæfni eða hæfileikaleysi stjómmálamanna vegur þyngra í hugum almennings en kynferði. Framspekilegar hugleiðingar um kynbundna og lokaða „reynsluheima" tiftekinna hópa heyra blessunarlega sögunni til þegar að því kemur að velja full- trúa til að gegna störfum er krefj- ast réttsýni, dómgreindar og virð- ingar fyrir þjóðinni. Á sama hátt munu kjósendur ekki kveða upp dóm yfir stjóm- málakonum á Islandi þótt núver- andi kvenráðherrar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafi ekki frekar en margir forvera þeirra megnað að standa undir þeim kröfum, sem gera verður til fólks í slíkum embættum. MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hræið af hræsnis- menningnnni MYIVDLIST Listasafn ASÍ / Á s m u n d a r s a I u r KJARTAN ÓLASON MÁLVERK OGINN- SETNINGAR Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18 og stendur til 23. apríl. KJARTAN Ólason er fyrst og fremst þekktur sem málari en beitir þó fyrir sig aðferðum höggmynda- listarinnar þegar með þarf. Það ger^ ir hann á sýningunni í Listasafni ASI sem líklega er jafnframt hans besta sýning til þessa. Á henni er eins og allir þeir þættir sem Kjartan hefur verið að rekja sig eftir á sýningum undanfarin ár snúist saman í einn sterkan þráð þar sem samfélagsá- deilan sem lengi hefur verið undir- tónn í verkum hans kemur fram skörp og hámákvæm svo enginn getur undan vikið. Á sýningunni era aðeins fimm stór verk en saman mynda þau stóra og öfluga heild. Þema sýningarinnar má segja að sé eins konar þjóðarlygi, goðsögnin sem íslendingar hafa búið til um sjálfa sig sem sagna- og menn- ingarþjóð. Jónas Hallgrímsson er þarna í fullri líkamsstærð og er búkurinn aðeins svört skuggamynd en andlitið tekið eftir teikningu af Jónasi sem allir þekkja, enda mun það vera eina myndin af honum að dánargrímunni undanskilinni. Þessi mynd er lýsandi fyrir efnistök Kjartans því í raun er teikningin af Jónasi afskaplega óáreiðanleg heimild, teiknuð af manni sem aldrei hafði hitt Jónas og hafði bara lýsingar annarra að styðj- ast við. Þannig birtist goðsögnin strax, skuggamynd liðins hetjutíma sem allir trúa á og telja heilagan sannleika. Enn lengra er gengið í verkinu „Piltur og stúlka 11“ sem liggur á gólfi salarins. Þar er engu líkara en opnuð hafi verið tvö kuml í gólfinu og þar hvíla hræin af pilti og stúlku, hálfrotin og óhugnanleg. Þótt ekki megi þekkja þau er óhætt að álykta að hér séu þau komin, Indriði og Sigríður úr sögu Jóns Thorodd- sens, holdgerðar sagnapersónur draumkenndrar sveitasælunnar, þótt mjög sé farið að slá í holdið. Skorpið holdið og ber beinin era þakin blöðum úr gömlum handritum og þannig dregur Kjartan beina línu frá fornbókmenntunum til hjarð- sagna rómantíkurinnar og áfram til samtímans sem þráast við að grafa upp sömu hræin aftur og aftur, enda er það svo í goðsögninni um íslenska menningu að við teljum allt vera í beinan karllegg og okkur sjálfa rétt- mæta arftaka hinnar hetjulegu sögu. Sagnarandinn sjálfur er svo til um- fjöllunar í samnefndu verki þar sem skorpið andlit muldrar sögur innan úr heysátu meðan yfir striplast nak- in vöðvatröll sem ekki er fullljóst hvort eru fornhetjur, afmyndaðar af ýkjum sögumannsins, eða vaxtar- ræktarmenn, afmyndaðir af hégóma og steram. Vinnubrögð Kjartans í verkunum eru, eins og alltaf, til fyrirmyndar enda er hann einn vandvirkasti mál- ari sinnar kynslóðar. Hér hefur hann málað fígúrar sín- ar á hreinan hvítan bakgrann sem gerir þær enn áhrifameiri en áður og á heildarframsetningu sýningarinn- ar er sérstaklega sterkur heildar- blær. Hvert verk er nákvæmlega út- hugsað og efnisleg tenging þeirra er, eins og áður sagði, afar sterk. Þessi sýning markar greinilega einhvers konar tímamót í list Kjartans og er án efa upphafið að miklum átökum í framtíðinni. Stuðmannamyndir ÞÓRARINN Ó. ÞÓRARINSSON LJÓSMYNDIR í GRYFJUNNI á neðri hæð Listasafns ASÍ hefur Þórarinn Ó. Þórarinsson sett upp nokkuð sér- staka ljósmyndasýningu. Allir vegg- ir era þar þaktir ljósmyndum sem allar eru teknar af hljómsveitinni Stuðmönnum á tónleikum í Laugar- dalshöll. Þama má sjá þessar hetjur íslenskrar popptónlistar í fullu „svingi" á sviðinu, spilandi lögin sem allir þekkja og geta sungið með ef stemmningin grípur þá. Myndröðin er vel unnin og hugmyndalega vel samsett, en hún er þó fyrst og fremst áhugaverð í samhengi við fyrri verk Þórarins sem er þekktur sagnamað- ur og skrásetjari á mannlífinu. Árið 1989 gaf hann út Ijósmyndabókina Innan garðs þar sem birtar era myndir hans úr mannlífinu í Reykja- vík og víðar, en þar má sjá þekktar persónur á borð við Bóbó á Holtinu. Hér virðist Þórarinn ætla að halda áfram skrásetningu sinni en með nokkuð öðram hætti þó því í stað hversdagslífsins og utangarðsmanna velur hann sér nú sem viðfangsefni þekktustu andlit þjóðarinnar, fólk sem er svo langt frá því að vera utan- garðs að hverjum einasta Islendingi finnst hann þekkja það persónulega. Þó er eitthvað áleitið samhengi í þessu efnisvali sem má kannski helst túlka sem einhverja tilhneigingu til að leggja að jöfnu það sem er innan garðs og utan, auk þess sem hin al- þýðlegu popplög Stuðmanna gera manni kleift að tengja saman hvaða ólíku heima sem er í íslenskum vera- leika. Jón Proppé Morgunblaðið/Kristinn Þau flytja tónlist eftir Bach í Salnum. Bach á Páskabarokki HIÐ árlega Páskabarokk verður í Salnum laugardaginn fyrir páska- dag, 22. apríl, kl. 16. Flytjendur að þessu sinn era þau Sigríður Grönd- al sópransöngkona, Sigurður Hall- dórsson sellóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Peter Tompkin óbó, Martial Nardeau flauta, Guð- rún Óskarsdóttir semball, Lilja Hjaltadóttir fiðla og Sarah Buckley lágfiðla. Á efnisskránni eru ein- göngu verk eftir Johann Sebastian Bach í tilefni af 250 ára ártíð meistarans. Á fyrri hluta tónleikanna verður flutt svíta nr. 4 í Es-dúr BWV 1010 fyrir einleiksselló og kantatan „Non sa che sia dolore" BWV 209. Eftir hlé verður flutt sónata í G-dúr BWV 1038 fyrir flautu, fiðlu og continuo og kantatan „Weichet nur, betrúbte Schatten" BWV 202. Passíusálm- arnir lesnir á fsafírði LESTUR Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar hefj- ast í ísafjarðar- kirkju kl. 10 ár- degis. í hléum flytja nemendur úr Tónlistarskóla Isafjarðar og Listaskóla Rögn- valdar Ólafssonar tónlist við hæfi auk organista kirkjunnar. Einnig verður flutt erindi um Hallgrím og bókmenntalegt gildi sálmanna. Lesarar koma úr öllum áttum og era sjö talsins. Sá yngsti er 13 ára og sá elsti 80 ára. Aðrir lesarar spanna svo aldursbilið. Við valið á lesuran- um hefur verið reynt að finna ólíkt fólk, frá menntaskólanemum til stjórnmálamanna. Reiknað er með að flutningurinn taki um 5 klukku- stundir. Níu fínnskir listamenn í Nýló SÓLIN, tunglið og stjömumar er yf- irskrift sýningar sem opnuð verður í Nýlistasafninu laugardaginn 22. apr- íl kl. 16. Að sýningunni standa níu finnskir listamenn með verk sín um athuganir á sólinni, jörðinni, tunglinu og stjömunum og hvemig náttúraleg fyrirbæri tengjast m.a. umhverfi og byggingarlist. Á sýningunni má sjá höggmyndir og rýmisverk auk mód- ela í húsagerðarlist. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl.14-18. Safnið er lokað um páskana. Þrír efniviðir í Stöðlakoti HELGA Jóhannesdóttir opnar fimmtu einkasýningu sína í Stöðla- koti við Bókhlöðustíg, laugardaginn 22. apríl kl. 15. Sýningin hefur yfir- skriftina Leir-gler-málmur. Helga útskrifaðist frá leirlista- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1991, var gestanemandi í Kaupmannahöfn og KEsckemet, Ungverjalandi og nam málmsmíði við Slippery Rock University í Penn- sylvaníu, veturinn 1998. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 15-18 og lýkur 7. maí. Eitt verka Helgu Jóhannesdótt- ur á hennar 5. einkasýningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.