Morgunblaðið - 20.04.2000, Page 48

Morgunblaðið - 20.04.2000, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Krist- jánsdóttir fædd- ist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1. maí 1920. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Ólafsson, f. 15.4. 1890, d. 6.4. 1945, og Amlaug Samúels- dóttir, f. 27.9.1887, d. 11.12. 1968, er bjuggu á Seljalandi. Sigríður var þriðja í röð sex bama þeirra hjóna er náðu fullorðinsaldri: Ólafur, f. 21.9.1915, d. 6.4. 1981, maki Guðrún Helga- dóttir; Magnús, f. 30.1. 1918, d. 9.2. 1987, maki Laufey Guðjónsdóttir, látin; Aðalbjörg, f. 25.10. 1923, maki Andrés Ágústsson; Þuríður, f. 16.7.1926, maki Guðjón Einarsson, Marta, f. 6.11. 1929, maki Sigurður Jónsson, látinn. Uppeldissystir Sig- ríðar er Svanlaug Sigurjónsdóttir, f. 4.7. 1937, maki Guðni Jóhanns- son. Tvö systkini Sigríðar dóu í æsku, þau Högni, tvfburabróðir Að- albjargar, d. 2.7. 1924, og Þuríður < eldri, f. 13.10.1921, d. 30.8.1924. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Hálfdan Auðunsson frá Dalsseli undir Eyjaíjöllum, f. 30.4. 1911. Þau gengu í hjónaband 23. desem- ber 1944. Foreldrar hans vora Auð- unn Ingvarsson, kaupmaður og bóndi, lengi í Dalsseli, en síðast á Leifsstöðum, og Guðlaug Helga Ilafliðadóttir, húsmóðir. Hálfdan átti einn son fyrir, Sigurð Sveins- son Hálfdanarson, f. 28.6. 1935, maki Theodóra Sveinsdóttir, f. 15.3. 1936. Böm þeirra Sigríð- ar og Hálfdanar em: 1) Kristján Hálfdanar- son, f. 9.6. 1945, maki Sigurveig Jóna Þor- bergsdóttir, f. 23.12. 1945. Börn þeirra em Hálfdan Öm, f. 8.10. 1969, og Þóra Marta, f. 10.8. 1975, sambýlis- maður hennar er Gunnar Guðnason, f. 24.11. 1974, og eiga þau eina dóttur, Jónu Vigdísi. 2) Auðunn Hlynur, f. 17.8. 1946, maki Berta Sveinbjamardótt- ir, f. 7.7.1952. Þeirra böm em: Sig- ríður Dögg, f. 28.9. 1972, sambýlis- maður hennar er Edward Williams. Sigríður á dótturina Diljá með Stef- áni Einarssyni; Hlynur Þór, f. 17.1. 1975; Helga Kristm, f. 2.8. 1980. 3) Guðlaug Helga, f. 20.5. 1948, maki Ásbjöm Þorvarðarson, f. 11.9. 1950. Þeirra synir em: Darri, f. 7.9. 1972, maki Petra Arnardóttir, f. 28.8. 1966, og eiga þau soninn Oli- ver; Orri Þór, f. 5.8. 1977; Þórhall- ur, f. 25.9.1980.4) Hálfdan Ómar, f. 3.12.1949, maki Þuríður Þorbjam- ardóttir, f. 29.11. 1954. Dóttir þeirra er Anna Þyrí, f. 31.8. 1990, en dætur hans og Kolbrúnar Engil- bertsdóttur af fyrra hjónabandi em Guðríður Dröfn, f. 5.8. 1973, sam- býlismaður hennar er Jón Ingi Dardi, og Sara Hlín, f. 29.7. 1976. Böm Þuríðar frá fyrra hjónabandi með Sigurði Indriðasyni em Svala, f. 10.3. 1978, hennar dóttir Hulda Bjarklind, og Indriði, f. 12.10.1981. 5) Markús, f. 4.2. 1951, maki Inga Lára Pétursdóttir, f. 28.6. 1963. Þeirra böm em: Erla María, f. 31.12. 1989, og Pétur Dan, f. 2.4. 1992, en synir hans og fyrri konu hans, Guðrúnar Ingibjargar Ólafs- dóttur, em Hrafhkell, f. 15.4. 1977, sambýliskona María Katrín Jóns- dóttir, og Ólafur Öm, f. 12.5. 1985. 6) Amlaug Björg, f. 15.10. 1952. Sonur hennar og fyrrverandi sam- býlismanns, Ole Leif Olsen, er Ame Vagn, f. 17.6. 1972, maki Dagný Þóra Baldursdóttir, f. 6.9. 1975. Dóttir þeirra er Snædís Sara. 7) Heimir Freyr, f. 21.2.1958. 8) Guð- rún Ingibjörg f. 19.6. 1960. Sonur hennar er Daði Hrannar, f. 23.7. 1981, faðir Aðalsteinn Már Aðal- steinsson, og Þormar Harri, f. 7.6. 1994, faðir Þröstur Unnar Guð- laugsson. 9) Sigríður Hmnd, f. 21.11 1963, sambýlismaður Hafþór Jakobsson, f. 3.8.1964. Þeirra böm em: ísak Jakob, f. 16.3. 1993, Áki Freyr, f. 31.7. 1996 og Eva Huld, f. 18.10.1999. Sigríður sinnti almennum bú- störfum á æskuheimili sínu. Hún stundaði húsmæðranám í Hvera- bakkaskóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði 1939-40 og við Hús- mæðraskólann á Blönduósi 1942- 43. Veturinn 1941-42 var hún í vist í Reykjavík, hún var um tíma starfsstúlka á Kleppsspítala og var nokkur sumur matráðskona hjá vegagerðarmönnum. Hún stofnaði nýbýlið Ytra-Seljaland með eigin- manni sínum árið 1944 og hafa þau búið þar síðan og byggt þar upp hús og jörð. Á ámnum eftir 1980 vann hún um skeið hjá útibúi saumastof- unnar Sunnu sem rekin var í hús- næði Seljalandsskóla. Hún starfaði í kvenfélaginu Eygló og var heið- ursfélagi þar. títför Sigríðar fer fram frá Stóradalskirkju laugardaginn 22. apríl og hefst athöftún klukkan 15. SIGRIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR I E Isku amma mín. Orð eru máttlaus og um leið óþörf eins og þú sýndir sjálf þína síðustu daga. Allt frá því ég skreið upp í til þín nokkurra ára gamall eina óveðursnótt í Danmörku og allt þar til við kvödd- umst síðasta sunnudagskvöldið þitt hefur þú skipað stóran sess í hjarta mínu og huga og gerir enn. Allar góðu stundimar sem við höfum átt saman á Seljalandi, í Reykjavík og á Akureyri koma upp í huga minn þegar ég hugsa til baka en einna kærust er mér sú stund þegar þið afl komuð norður yfír heiðar til að vera viðstödd brúðkaup okkar Dagnýjar. Að hafa notið sam- vistar við ykkur afa og eiga myndim- ar sem þá vora teknar er ómetanlegt. Það var sama hvar þú komst, amma SÖLSTEINAR við Nýbýlaveg, Kðpavogi Sími 564 4566 Legsteinar í Lundi H K H H H H & v H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 M M M H H H H H mín, alls staðar dáðist fólk að þér því þú varst svo glæsileg og virðuleg. Að tala við þig var alltaf gaman því þú fylgdist svo vel með öllu sem gerðist í kringum þig og hafðir á því ákveðnar skoðanir. Það var oft á tíðum neyðar- legt að geta ekki svarað spumingum frá ömmu gömlu varðandi þau mál sem vora til umræðu í þjóðfélaginu hverju sinni því þú komst manni iðu- lega á óvart og vissir oftast meira um þau en maður sjálfur. Amma mín. Nú ertu farin yfir móð- una miklu en ég veit að þér líður vel. Þú varst orðin þreytt síðustu dagana en að hafa fengið að kveðja þig er ómetanlegt. Þú sem gast ekki talað undir það síðasta hafðir engu síður orku til að bera hönd mína að kinn þér til að sýna væntumþykju þína og Snædís Sara og Dagný vora heldur ekki undanskildar kossi írá þér. Þú veist hversu vænt okkur þykir um þig og við munum aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt, amma mín. Hvíldu í friði. Elsku afí. Hugur okkar er hjá þér. Ame, Dagný og Snædís Sara. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta Gróðrarstöðin ^ 0^ mciHUb • Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Frænka okkar, hún Sigríður Krist- jánsdóttir á Ytra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, er látin tæpra áttatíu ára að aldri. Með henni er gengin öðlings- kona og ættmóðir sem bjó yfír mikilli staðfestu, reisn og hlýju. Dijúgt og farsælt er ævistarf hennar og eigin- mannsins, Hálfdans Auðunssonar, og birta yfir þeirra dögum og afkomend- um. Frá æsku hafa heimsóknir í sveit- ina, til ættmenna, fossa og fjalla á Seljalandi, verið ein af festunum í til- vera okkar. í vesturbænum hjá Sig- ríði og Hálfdani var bamahópurinn stór og jafnan mikið um að vera. Sem böm voram við þar upptekin af leikj- um og ærslum með frændsystkinun- um. Þegar við komumst til vits og ára kynntumst við henni frænku okkar betur og lærðum að meta hennar hlýju móttökur og góðu gáfur. Þau Sigríður og Hálfdan hófu bú- skap á Ytra-Seljalandi árið 1944. Þeim varð níu bama auðið en fyrir átti Hálfdan son. Það má nærri geta að mikið var að gera á heimilinu við bústörf og uppeldi bamanna. Til að drýgja tekjurnar þurfti Hálfdan lengi að vinna mikið utan heimilis og hvíldi þá búskapurinn meir á herðum Sig- ríðar og bamanna. Lengstum vai' hennar vinnudagur langur og að mörgu þurfti að hyggja. í stopulum OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN j | SÓLARHRÍNGINN I ADAI.SHU;! 1 4B ♦ 101 KhVKJAVfK' 1 | Diii'íi) lugcr Ólíifnr í ( Itfiirmslj. ('tjimn stj. (hjimirsij. I jfKKI STUVl NN US rOI'A j EYVÍNDAR ÁRNASONAR | 1899 1 ' ‘ ' ■ . 1 frístundum sinnti þó Sigríður hugðar- efnum sínum. Eitt af því var ræktun blóma og trjáa og ber garðurinn á Seljalandi handaverkum hennar á því sviði fagurt vitni. Er aldur færðist yfir drógu þau Sigríður og Hálfdan smám saman úr búskapnum og áttu síðustu ár rólegri daga þar sem þau nutu ávaxta ævistarfsins. Birtust þeir ekki síst í myndaiiegum hópi bama og bamabama sem hafa staðið þétt sam- an og goldið þeim ríkulega þá um- hyggju og handleiðslu sem þau vora alin upp við. Sigríður var mikil húsmóðir og tók vel á móti gestum sem bar að garði á Seljalandi. Þrátt fyrir að stundum væri þröngt setinn bekkurinn var allt- af rými við hennar borð og veitingar óþijótandi. Þar var notalegt að taka sér sæti og njóta gestrisni hennar og Hálfdans. Alltaf gaf Sigríður sér tíma til viðræðna, spurði frétta af ætt- mennum sínum og venslafólki en þeirra velferð lét hún sig jafnan varða. Fólk þurfti ekki að vera hátt í loftinu til að njóta virðingar á bekkn- um hjá Sigríði. Hjá henni skipuðu bömin ætíð háan sess. Stundum gafst tóm til að velta af sér reiðingnum og eiga lengri stund á Seljalandi. Þá var oft glatt á hjalla og líflegar umræður um þjóðmál og önn- ur brennandi efni líðandi stundar. Sigríður var vel lesin og hafði yndi af að lyfta huganum á flug yfir hvers- daginn. Þar naut hún vel gáfna sinna og kímni sem veitti byr þeim sem með henni sátu. Ekki spOlti góður hugur og svolítil bijóstbirta húsbóndans fyr- ir stemmningunni á slíkum stimdum. í Kverkinni utan við Seljalands- bæina hafa afkomendur Arnlaugar Samúelsdóttur og Kristjáns Ólafsson- ar, foreldra Sigríðar, stundað skóg- rækt frá árinu 1981. Þar hefur vaxið upp fagur skógarlundur sem bragur er að. Skyldmenni hafa þar sameinast í gefandi starfi og treyst ættarböndin. Þau Sigríður og Hálfdan hafa alla tíð sýnt skógræktinni í Kverkinni mikinn áhuga og lagt til hennar drjúgan skerf. Þar hafa þau tekið þátt í sam- verastundum og bær þeirra hefur staðið opinn ef eitthvað hefur bjátað á eða vantað. Það hefur Sigríði án efa verið mikið gleðiefni á síðustu mánuð- um ævinnar að taka þátt í ráðagerð- um fjölskyldu sinnar um aukna skóg- rækt á Ytra-Seljalandi á næstu áram. Það verða mikil viðbrigði að koma í hlað á Seljalandi og sjá ekki henni Sigríði frænku lengur bregða fyrir innan við gluggann. Finna ekki leng- ur hennar hlýja handtak og húsmóð- urþel. En eftir sig skilur hún ljúfar minningar sem með okkur munu lifa. Við vottum Hálfdani, bömum og ætt- mennum öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Krist- jánsdóttur. Borgþór, Svanfríður og íjölskyldur. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Það er sárt að sjá á eftir þér. En við eigum margar góðar minningar um þig og þú verður alltaf í huga okkar. Jóna Vigdís er nú svo lítil en samt á hún eftir að muna eftir þér. Ég á eftir að segja henni heilmikið frá langömmu sinni á Seljalandi. Þú varst mjög stolt af litlu stelpunni þinni og þú varst svo ánægð þegar hún gaf þér fyrsta brosið sitt. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig allt- af fyrir mér brosandi en samt svolítið áhyggjufulla. Þú varst mjög gestrisin og fannst ekld annað koma til mála en að fylla borðið af kökum þegar gestir komu. Ég var mjög stolt af því að fá að vera heilt sumar hjá ykkur sem krakki. Annars var maður nú ekki langt undan og kíkti oft í sveitina. Þegar ég var hjá ykkur vann ég ýmis störf og þú stríddir mér nú á því lengi vel hvað mér fannst leiðinlegt að reyta arfann í steinabeðinu þínu. Þú áttir mjög fal- legan garð og hafðir gaman af því að dútla í honum á meðan þú hafðir heilsu til. Þegar ég var fjögurra ára og var spurð hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór þá sagðist ég ætla að verða löggukona og amma. Mér fannst ekkert geta verið betra en að vera amma. Ömmur voru svo góðar. Amma mín. Ég veit að þú ert ekki langt undan og þér líður vel. Þú átt eftir að fylgjast með okkur öllum í leik og starfi. Mig langar að þakka þér fyrir þær stundir sem við höfum feng- ið að eiga með þér. Þú hverfur aldrei úr huga okkar. Elsku afi minn. Þú sérð nú á eftir ástkærri eiginkonu, bamsmóður og góðum félaga. En þú átt stóra fjöl- skyldu sem styður við bakið á þér í sorginni. Guð gefi þér og öðram styrk til að takast á við sorgina og söknuð- inn. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Uðna tíð. Maigs er að minnast, Margseraðsakna. Guð þerri tregatárin strið. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Þóra Marta Kristjánsdóttir, Gunnar Már Guðnason og Jóna Vigdís Gunnarsdóttir. Ég hef nú kvatt kæra ömmu mína í hinsta sinn. Orðin sem koma upp í hug mér þegar ég minnist hennar ná þó engan veginn að fanga hina miklu persónu sem hún hafði að geyma. Né heldur geta þau lýst því hve mikil áhrif hún hefur haft á þann farveg sem líf mitt rennur eftir. Ég vona bara að mér takist að tileinka mér þó ekki væri nema lítinn hluta af því sem ég hef af henni lært. Jafnframt því að vera kona sinnar samtíðar var hún einnig langt á undan henni á ýmsum sviðum. Hún var vel menntuð, hafði ríkt innsæi, var hóg- vær og jákvæð. Hún flíkaði ekki þekkingu sinni á hinum fjölbreyttustu málefnum, en lagði ávallt orð í belg þegar þau vora rædd, sama hvort um var að ræða menningarmál, stjómmál eða alþýðumál, og kom oftar en ekki með hlið á málum sem bára vitni um mikla reynslu og íhugun. Ég minnist dýrmætra stunda með henni þar sem við ræddum um sam- eiginlegt áhugamál okkar, bók- menntir, sem vora henni jafnframt mikilvægt hugðarefni, og skiptumst á skoðunum um ljóð skálda af ólíkum kynslóðum. Ég minnist kyrrlátra kvölda í ömmusveit þar sem við sátum saman, nöfnumar, og mér gafst tækifæri til að forvitnast um gamla tíma og kynn- ast lífi hennar og draumum sem ungr- ar konu. En það era líka smáu atriðin sem koma upp í hugann sem í minning- unni era svo mikilvæg: amma í eld- húsinu í sveitinni að bera á borð ömmuköku og brúnköku, hún að steikja flatkökur á eldavélarhellunni, að baka góða ömmurúgbrauðið sitt, að stilla strauminn á heimarafrnagn- inu, að hella meira vatni á stóra pott- inn á eldavélinni sem var alltaf fullur af vatni. Hvemig hún og afi komu allt- af fram í dyr að taka á móti okkur þegar við renndum í hlað, og þar sem þau stóðu og veifuðu þegar við keyrð- um í burtu. Oft var margt um manninn í sveit- inni enda var fjölskyldan stór og bamabömin mörg. Návist ömmu hafði hins vegar þau áhrif á bamahóp- inn að sjaldan var tilefni til óþægðar, enda báram við barnabömin ávallt fyrir henni sérstaka virðingu sem mun aldrei þverra. Ömmu vil ég minnast með eftirlæt- iserindi hennar í ljóðinu Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem hún kynnti mig fyrir á unglings- áram mínum og við lásum saman. Ljóð þetta finnst mér lýsa vel innræti hennar og lífsspeki. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veigheillarskálar. Þel getur snúist við atorð eitt Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur i brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Blessuð sé minning kærrar ömmu og megi góður guð vera með honum afa mínum sem hefur nú kvatt góða konu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.