Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 51
MINNINGAR
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, mágur, afi og langafi,
DANÍEL GUNNAR JÓNSSON,
Borgarnesi,
lést mánudaginn 17. apríl sl.
Útförin verður gerð frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 22. apríl kl. 14.00
Hrefna Sigurðardóttir,
Bjarnlaug H. Daníelsdóttir, Karl Eron Sigurðsson,
Sigurður Daníelsson,
Jón V. Daníelsson,
Stefán G. Daníelsson,
Edda I. Daníelsdóttir,
Þór G. Daníelsson,
Rut Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Bjarney Ingadóttir,
Guðbjörg Ágústsdóttir,
Anna H. Jóhannesdóttir,
Sigurbjörn Árnason,
t
Ástkær vinur, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
HARALDUR SIGURGEIRSSON,
Spítalavegi 15,
Akureyri,
sem andaðist á dvalarheimiiinu Hlíð laugar-
daginn 15. apríl, verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju miðvikudaginn 26. apríl kl. 13.30.
Arnfríður Róbertsdóttir,
Agnes Guðný Haraldsdóttir, Ólafur Bjarki Ragnarsson,
Helga Haraldsdóttir, Alfreð Almarsson,
Sigurgeir Haraldsson, Lára Ólafsdóttir,
Jón Sigurgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
RÓSA SÓLVEG DANÍELSDÓTTIR YOUNG,
lést á heimili sínu í Las Cruuses laugardaginn
15. apríl sl.
Jarðarförin verður í Las Cruses, New Mexico,
í dag, fimmtudaginn 20. apríl.
Hans Árnason, Helga Hannesdóttir,
Sigríður Pingatore,
Daníel Young,
Mark Leaf,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við þökkum að heilum hug öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og
útför,
ÁRNA HALLDÓRSSONAR
hæstaréttarlögmanns,
Egilsstöðum,
Kristín Gissurardóttir,
Gissur Þór Árnason, Stefanía Steinþórsdóttir,
Halldór Árnason, Þórunn S. Einarsdóttir,
Þórhallur Árnason, Guðlaug Backmann,
Gunnar Árnason, Jóhanna Pálmadóttir,
Anna Guðný Árnadóttir,
Rannveig Árnadóttir.
+
Þökkum innilega samúð við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
K. HAUKS PJETURSSONAR
mælingaverkfræðings,
Sólvallagötu 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilsugæslu-
stöðvar Miðbæjar og Droplaugarstaða fyrir
góða aðstoð í veikindum hans.
Jytte Lis Ostrup
Björg 0. Hauksdóttir, Rúnar I. Sigfússon,
Inga Lis 0. Hauksdóttir, Jón Egill Egilsson,
Björn Óli 0. Hauksson, Kristjana Barðadóttir
og barnabörn.
ÁSA ÞURÍÐUR
GISS URARDÓTTIR
+ Ása Þuríður Giss-
urardóttir fædd-
ist á Gljúfri í Ölvesi
27. aprfl 1901, ein af
sex systkinum, og
hefði því orðið 99 ára
í þessum mánuði.
Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 8. aprfl
siðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru: Giss-
ur Sigurðsson frá
Krossi í Ölvesi og
Jónína Ásgrímsdóttir
frá Stærra-Bæ í
Grímsnesi, (ein 22
systkina). Systur-
dóttir Jónínu, Guðmunda Lilja Ól-
afsdóttir, ólst upp með systkinun-
um og var sem eitt barnanna. Hún
er nú ein eftir af hópnum og
dvelst í Seljahlíð í Reykjavík.
Ása giftist Helga Eyleifssyni frá
Hólakoti í Stafneshverfi á Miðnesi
4. janúar 1930. Einkadóttir
þeirra, Ásbjörg, er gift Óskari Þ.
Þorgeirssyni. Þau
eiga þrjár dætur: 1)
Helgu Ragnheiði,
gift Pétri Guðjóns-
syni og eiga þau þrjá
syni, Ragnar, Gunn-
ar og Aríel. Áður
eignaðist Helga
dótturina Jóhönnu
Dögg Pétursdóttur
og soninn Sigur-
björn Búa Baldvins-
son. 2) Kolbrúnu
Ósk, hennar dóttir
er Ásrún Hildur Kol-
brúnardóttir. 3) Sig-
urbjörgu Ásu, gift
Kristmundi Rafnssyni. Þeirra son-
ur er Baldur Már.
Ása Þuríður og Helgi bjuggu
lengst af á Grettisgötu 32 og
Snorrabraut 35. Helgi lést á
Hrafnistu 8. janúar 1998.
Útför Ásu Þuríðar fór fram frá
Fossvogskapellu 14. aprfl í kyrr-
Þey.
Elsku amma okkar, Ása Þuríður
Gissurardóttir, er látin. Hún lést á
Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
8. apríl síðastliðinn, umvafin elsku
sinna nánustu. Okkur systur langar
til að minnast ömmu nokkrum orð-
um.
Amma hefði orðið 99 ára núna 27.
apríl og upplifði því ótrúlega miklar
þjóðfélagsbreytingar á sinni löngu
ævi.
Hún ólst upp í Ölfusinu, bjó þar í
torfbæ ásamt foreldrum, systkinum
og vinnufólki. Þar gekk hún ung að
árum í flest verk með fullorðnum.
Hún lýsti fyrir okkur björtum sum-
amóttum, þegar unnið var að engja-
slætti alla nóttina og fólkið stóð í
vatni upp fyrir ökkla. Marga merkis-
viðburði tuttugustu aldarinnar upp-
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
lifðum við systurnar gegnum frá-
sagnir hennar, m.a.
Suðurlandsskjálftann, spænsku
veikina, frostaveturinn mikla og
heimsstyrjaldirnar tvær.
Amma eyddi löngum stundum við
lestur. Ljóðmæli Jónasar Hallgríms-
sonar voru henni hugleikin, svo og
Þjóðsögur Jóns Árnasonar og Pass-
íusálmar Hallgríms Péturssonar.
Ása amma gegndi stóru hlutverki
í h'fi okkar allt frá barnæsku. Hún
var iðin við að segja okkur ævintýri
og sögur og seinna bömunum okkar.
Hún kunni ógrynni sagna og ævin-
týra, og ekki voru þær síðri frásagn-
irnar af samferðafólki hennar. Þá
var hún snjöll við að semja sjálf
spennandi ævintýri handa okkur
sysýrum.
Ása amma unni landinu sínu og
þær voru ófáar ferðirnar sem við fór-
um með henni og afa í útilegur. Við
minnumst allra berjaferðanna, sem
farnar voru á hverju hausti. Svo var
sultað og saftað og alltaf séð til þess
að nóg væri til fram að næstu berja-
ferð. Við minnumst allra skiptanna
sem við komum til hennar, þegar
hún var að baka pönnukökur og
kleinur og oft fengum við að hjálpa
til, en aðallega fólst sú hjálp í þvi að
innbyrða góðgætið. Þá fengum við
að taka þátt í sláturgerð og laufa-
brauðsbakstri með henni og þótti
okkur alltaf mikið til koma.
Ása amma var gift Helga Eyleifs-
syni í tæp 70 ár. Þau voru samrýnd
hjón, ekki síst á efri árum. Afi lést
fyrir rúmum tveim árum og var
ömmu mikil eftirsjá að honum. Hún
trúði því staðfastlega að þau myndu
hittast aftur og við systur erum
sannfærðar um að nú séu þau saman
áný.
Amma lifði og dó með reisn og hélt
skýrri hugsun allt til loka. Hún
fylgdist með öllum fréttum, innlend-
um sem erlendum, og varð oft til
þess að segja okkur frá framvindu
mála, sem efst voru á baugi.
Góð kona er gengin. Við þökkum
þér elsku amma, fyrir samfylgdina,
allan fróðleikinn, sem þú miðlaðir
+
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
RAGNARS SIGURÐSSONAR,
Kópavogsbraut 1A,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Heilsu-
gæslustöðvar Kópavogs og starfsfólks deild-
ar B7 á Landspítalanum Fossvogi.
Mikael Ragnarsson,
Emil Ragnarsson, Birna Bergsdóttir,
Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir, Gísli Guðjónsson,
Brynja Ragnarsdóttir,
Ragna Kristín Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
okkur, og síðast, en ekki síst, fyrir
óendanlegan kærleik þinn.
Helga, Kolbrún og Sigurbjörg.
Mig langar til að minnast lang-
ömmu minnar, Ásu Þuríðar, með
nokkrum orðum.
Langamma mín fæddist á fyrsta
ári síðustu aldar og upplifði því mikl-
ar breytingar í þjóðfélaginu, t.d.
Suðurlandsskjálftann og heims-
styrjaldirnar báðar.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til langömmu og langafa, fyrst
á Snorrabrautina og seinna Hrafn-
istu.
Ása amma var alltaf svo hress og
góð við okkur langömmubörnin,
sagði okkur sögur frá fyrri hluta ald-f
arinnar og auðvitað frá álfunum og
tröllunum í fjöllunum. Oft laumaði
hún eplum og appelsínum í vasana
okkar, svo við yrðum nú stór og
sterk. Já, hún var alveg sérstök hún
amma og skemmtileg.
Mig langar til að þakka þér amma
Ása fyrir að hafa verið til, og að þú
skulir hafa átt þátt í því að gera mig
að þeirri manneskju sem ég er í dag.
Elsku amma, ég ætla að kveðja
þig með uppáhaldsbæninni okkar:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginniyfirminni.
Þín, *
Ásrún Hildur. '
Ég á margar góðar minningar um
hana Ásu ömmu, langömmu mína.
Hún var kona sem bjó yfir einstakri
góðmennsku og hjartahlýju sem hún
umvafði hvern þann sem kynntist
henni. Fyrstu æviárin mín var ég
mikið á heimili hennar og Helga
langafa á Snorrabrautinni. Þótt hún
langamma mín hafi verið komin á
efri ár var gamanið aldrei langt und-
an. Hún var glaðvær og bjó yfir ríkrí-
kímnigáfu og vorum við iðnar við að
bregða á leik með hinum ýmsu uppá-
tækjum. Hún varðveitti bamið í
sjálfri sér og þreyttist ekki á að
segja okkur sögur af músafjölskyld-
unni, Siríkan og Mógli, sem munu
öðlast áframhaldandi líf með kom-
andi kynslóðum.
Bænirnar kenndi hún mér hverja
af annarri. Ég fór með þær árum
saman áður en ég fór að sofa án þess
að neina vantaði. Sem bam man ég
eftir að hafa í sífellu slitið lopann fyr-
ir henni þegar hún sat og prjónaði
sokka og vettlinga handa öllum í fjöl-
skyldunni. Aldrei skammaði hún mig
heldur hélt hægð sinni og þolin-
mæði. Á heitum sumardögum töltum^.
við amma upp að Kjarvalsstöðum,
breiddum úr teppi og nutum veður-
blíðunnar.
Það var ýmislegt brallað með
henni ömmu Ásu og eiga vinkonur
mínar flestar Ijúfar minningar um
kringluvatn og opna arma á Snorra-
brautinni.
Það eru svo margar hversdagsleg-
ar minningar sem koma upp í hug-
ann en hver þeirra og ein er eins og
fjársjóður sem ég geymi frá liðinni
tíð.
Við amma urðum góðar vinkonur
með árunum og áttum oft góð samtöl
um lífið og tilveruna. Hún hafði ætíð
áhuga á framgangi mála hjá vinum
mínum og fjölskyldu og spurði frétta^
af öllum hvert sinn sem við hittumst.
Hún fylgdist vel með veröldinni fyrir
utan. Við göntuðumst oft með það
saman að hún yrði hátt yfir hundrað
ára því forvitnin, áhuginn og neist-
inn fyrir lífinu var svo sterkur. Hún
langamma mín var orðin nærri 99
ára þegar hún kvaddi okkur sátt við
Guð og menn.
Það er fegurð fólgin í lífi hennar
ömmu minnar og mun hún ávallt
vera mér Ijós á veginum.
Öll fegurð
hlutanna stafar
affegurðinni
í sálinni.
Þannig leiðir
sköpunarverkið
okkurábraut
til hins fagra
til Guðs.
(Ágústínus.)
JóhannaDögg. "íi