Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 20.04.2000, Síða 72
72 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Enginn dauði án lífs Árið 2000 hljómar ákall Þjóðkirkjunn- ar um frelsun barna úr þrældóms- fjötrum. Stefán Friðbjarnarson minnir á þetta ákall í tengslum við páskana, sem minna okkur á sigur lífsins yfír dauðanum. ÞAÐ er ekkert líf án dauða. Það veit hver þroskaður maður. Það er enginn dauði án lífs. Það er sannfæring trúaðs fólks. Það er trú þeirra sem líta á dauðann sem hlið að nýrri tilveru. Það er síður en svo að allir séu sammála um þessi efni. Þeir eru ófáir sem líta á dauðann sem endalok lífsins - sálar sem lík- ama - og punktinn aftan við persónulegt líf og tílveru einstakl- ingsins. En sé nú fram- haldslíf, sem Kristur boðar, til, hinum meg- in dauðans, þá er það í sjálfu sér ekkert ótrú- legra en það líf, sem við lifum hér á jörðu, í öllum þess marg- breytiíeika og mikil- leika. Lífríki jarðar, veruleikinn sjálfur, sem við lifum og þekkjum, tekur fram öllum skáldskap ef grannt er gáð. Þetta á bæði við um fegurð og ljótleika jarðlífsins. Sigurbjöm biskup Einarsson segir m.a. í páskaerindi, fluttu í KFUM 1985, birtu í bók hans Haust- dreifum: „En nú hefur það verið almenn trú mannkyns um óralangan ald- ur, ef til vill frá upphafi mann- legrar hugsunar, að líf mannsins haldi áiram í einhverri mynd eftir dauðann. Hugmyndimar um til- veruna eftir dauðann hafa ekki alltaf verið fagnaðarríkar. Því fer fjarri. En hin æðri trúarbrögð hafa hvert á sinn hátt gefið útsýn yfir mæri lífs og dauða, þar sem alvara dauðans fékk stóraukna dýpt í ljósi mikilla fyrirheita." Fjrr í sama erindi segir Sigur- björn biskup: „Og nú gerizt það dögum oftar á sjúkrahúsum, að menn, sem eft- ir venjulegum merkjum má telja dauða, eru lífgaðir aftur. Þeir telja sig sumir hafa lifað andlát sitt. Það era til nýjar bækur um reynslu manna, sem finnst þeir hafa komizt yfir þau mæri, sem skilja milli lífs og dauða.“ Maðurinn er eina jarðneska líftegundin, sem veit fyrirfram, að dauðinn hremmir hann. Og frá upphafi mannlegrar hugsunar hefur hann brotið heilann um það, hvemig alheimurinn varð til, hvernig líf kviknaði hér á jörðu, hvemig persónulegur hugar- heimur hans er til orðinn og sam- ansettur, hvert hlutverk hans sem einstaklings sé í tilveranni - og um möguleikann á lífi eftir líkamsdauða. Páskafrásögnin um píslar- göngu Krists, krossfestingu og upprisu - það er um sigur lífsins yfir dauðanum - er stórkostleg- asta frásögn biblíunnar. Það er því ekkert eðlilegra á páskum, há- tíð lífsins, en að staldra við æva- foma trú mannkynsins á Iíf eftir dauðann, sem rekur rætur til upphafs mannlegrar hugsunar. Við höldum páska í minningu um upprisu Krists - sigur lífsins yfir dauðanum. Og „það er trú, kristin trú, páskatrú, að taka sigur Guðs gildan og láta sigrast af honum, sem hefur lykla dauðans og heljar og lifir um aldir alda“, segir Sig- urbjöm biskup í tilvitnuðu erindi. Það má lesa út úr táknmáli páskanna, sem og annarra kirlq'u- hátíða, að við eigum að rækta með okkur bjartsýni og jákvætt hug- arfar, jákvæð viðhorf, jákvæða af- stöðu til umhverfis okkar og sam- ferðafólks. - Megi páskasólin skína í sinni okkar og hugur okk- ar verða vermireitir jákvæðra viðhorfa, ekki sízt í garð þeirra mörgu, sem af ýmsum ástæðum standa höllum fæti í lífinu. Rétt er að undirstrika ákall biskupsins okkar, herra Karls Sigurbjörnssonar, til þjóðarinnar á þúsund ára kristnitökuafmæli íslendinga. Ákall um stuðning ís- lendinga - einstaklinga, heimila og fyrirtækja - við indversk böm í þrældómsfjötram. Hjálparstofn- un kirkjunnar vill leggja sitt af mörkum til að kaupa böm „hinna stéttlausu" á Indlandi úr fjötram bamaþrælkunar og vísa þeim veg til menntunar, sjálfsvirðingar og sjálfsbjargar. Það er verðugt verkefni á afmælis- og tímamóta- árinu 2000 - og reyndar hvert sem árið væri - að bjarga ánauð- ugu ungviði af krossi þrælkunar, svo það megi rísa upp til nýs, betra og fegurra lífs. Gleðilega páskahátíð. VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær þjónusta hjá ég C KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til versl- unarinnar ég C í Hamra- borg í Kópavogi. Hún hafði farið þangað í nóvember sl. og keypt hjá þeim barna- gleraugu. Fyrir stuttu þurfti að stilla gleraugun, því að þau sátu ekki rétt og þá kom í ljós að þau voru brotin. Skipti engum togum að starfsmaður verslunar- innar skiptí hreinlega um umgjörð mér að kostnaðar- lausu. Langar mig að þakka þeim fyrir frábæra þjón- ustu og mikla þjónustu- lund. Mínar bestu þakkir. Þakklátur viðskiptavin- ur. 5-D í Miðbæjar- skólanum AGNAR hafði samband við Velvakanda og vildi láta það koma fram að hann væri bróðursonur Gunnars Jakobsens, sem var að leita eftir upplýsingum varðandi skólamynd og myndir, sem birtust í Velvakanda sunnudaginn 16. apríl sl. Ef einhver hefur upplýsingar varðandi þessar myndir er hægt að hafa samband við Agnar Breiðfjörð K. Jacobsen í síma 557-3234 eða 868-0144. Tapað/fundió Fjallahjól fannst í Vesturbænum LÍTIÐ stúlknafjallahjól fannst í vesturbæ Reykja- víkur. Upplýsingar í síma 551-6244. Gullnisti fannst GULLNISTI með mynd fannst mánudaginn 17. apr- íl sl. fyrir utan Bónus í Skeifunni. Upplýsingar í síma 553-5997. Barnaskíðaskór gleymdust NORDICA svartir barna- skíðaskór gleymdust á bíla- planinu í Skálafelli mið- vikudaginn 11. apríl sl. Upplýsingar í síma 554- 4999 eða 863-8099. Pioneer DEH-700 Leiðarvísirinn að bflútvarp- inu mínu, Pioneer DEH-700 í Pajero 1997, er týndur. Getur einhver hjálpað, t.d. með ljósriti af sínum? Vinsamlegast hafið samband í síma 565-2155 eftir kl. 19 eða reynir- ey@mmedia.is. Launum heitið. Dýrahald Pomeranian-tík týndist KONÍAKSGUL pomerani- an-tík, átta mánaða, fauk út í veður og vind í rokinu sem var austur á Skeiðum fimmtudaginn 23. mars sl. Það er talið að hún hafi kannski farið í átt að þjóð- veginum. Það voru þrjár tíkur sem fuku og tvær eru fundnar. Tíkarinnar er ákaflega sárt saknað af heimilinu og er fólk beðið að hafa augun hjá sér. Ef einhver getur gefið upplýs- ingar um tíkina er hann beðinn að hafa samband við Hrafnhildi í síma 486-5540 eða 486-5670. Perla er týnd PERLA er týnd. Hún á heima að Hraunteigi 23, Reykjavík. Perla er grá og hvít og týndist um mánaða- mótin febrúar/mars. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar um hana, vinsamlegast hafi samband í síma 588- 1067. Svartur fress týndist í Mosfellsbæ SVARTUR tveggja ára geldur fress, með hvíta bringu og hvítar hosur, hvarf frá heimili sínu í Mosfellsbæ, nálægt Blik- astöðum, fyrir um það bil 10 dögum. Hann er eyrna- merktur en ekki með hál- sól. Þarna í nágrenninu er verið að byggja og er fólk beðið að athuga hvort hann gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Ef einhver hef- ur orðið hans var, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 566-7919, 862-6447 eða 553-7272. Kettlingar fást gefins SEX vikna kettlingar fást gefins á gott heimili. Kas- savanir. Upplýsingar í síma 557-5919. Læða og kettlingar fást gefins ÁRSGÖMUL hvít læða og fjórir ljósgráir og hvítir kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 699-5680, Jóhanna. Prins er týndur Svartur og hvítur kettling- ur týndist frá Nökkvavogi 48, kjallara, fyrri part laug- ardagsins 25. mars. Hann er að verða fjögurra mán- aða, merktur með ljós-lilla- blárri hálsól með dökk- blárri merkiplötu. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 568-1407. Hans er sárt saknað. BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson Víxltrompun er algengust í 4-4 eða 5-4 samlegu, enda þarf tromp á báðum hönd- um til að geta stungið á víxl. En þegar Vietor Mollo á í hlut getur eitt og annað gerst. Hér er það persónu- gervingur hans, Gölturinn grimmi, sem situr við stýr- ið í sjö spöðum og víxl- trompar með áttlit á móti einspili! Norður gefur; allir á hættu. „ , Noj-our *A v DG987 ♦ AK + AK543 Vestur Austur +- +G652 vÁKl065432 v- ♦ 10987 ♦DG63 +G +D10987 Suður +KD1098743 v- ♦ 542 +62 Vestur Norður Austur Suður - llauf Pass 4 spaðar öhjörtu Pass Dobl 7spaðar Pass Allirpass 5 spaðar Þetta era dæmigerðar sagnir í spilaklúbbi Ljón- gammanna. Norður var svo fúll yfir því að fá ekki að spila vömina í fimm hjörtum dobluðum að hann ákvað að refsa makker með því að lyfta í alslemmu. Hjartaásinn kom út og Gölturinn taldi strax upp í tólf slagi að því gefnu að hann fengi átta á spaða. Sem var reyndar engan veginn víst, því skiptíngin var greinilega villt. Austur hentí tígli í fyrsta slag og Gölturinn taldi það benda tfl að hann ætti a.m.k. fimmlit í laufi og því væri vonlaust að reyna að frí- spila þann lit. Svo hann fór aðra leið: Hann spilaði tígli í öðr- um slag og trompaði hjarta. Aftur henti austur tígli, en átti þó enn einn tfl þegar Gölturinn spilaði tígli í annað sinn og stakk hjarta. Hann notaði svo innkomur blinds í laufi til að stinga hjarta tvisvar í viðbót og þá var staðan orðinþes^ A Á V - ♦ - + 543 Vestur vKlO ♦ 109 *-- Austur +G652 v- ♦-- +~ Suður +KD10 v— ♦ 2 *- Tígultvisturinn var tromp- aður með ásnum og lauf til baka með tíunni. Og austur varð þess heiðurs aðnjót- andi að undirtrompa tvisv- ar. „Óvenjuleg víxltrompun á einspilið í borði,“ sagði einn úr hópi áhorfenda. í austur var óheppnasti spilari klúbbsins og hann lét sér fátt um finnast, enda ýmsu vanur: „Gegn mér væri hægt að víxl- trompa á eyðu.“ Víkverji skrifar... Handboltinn á Netinu ^mbl.is /KLLTAF^ GfTTHVA£? /VÝTJ AGLI Helgasyni hefur tekist að hrinda af stað áhugaverðum vettvangi fyrir umræðu um íslensk stjórnmál í þætti sínum Silfur Egils á Skjá einum. Agli er lagið að velja í þættina áhugaverða viðmælendur og spyrja áleitinna spurninga. Ríkisút- varpið mun á sínum tíma hafa boðið Agli að vera með umræðuþætti, en hann hafnaði því. Ólíklegt er að sú svipa sem hangiryfir dagskrárgerð- armönnum á RtJV um „hlutleysi" hefði gert Agli kleift að vera með jafn opinn og frjálslegan þátt og hon- um hefur tekist að búa til á Skjá ein- um, en Egill er óhræddur við að láta sínar eigin skoðanir á málefnum koma fram í þáttunum. í síðasta þætti fór fram umræða um byggðamál í Silfri Egils og þar kom fram það sjónarmið, sem stund- um heyrist, að við þurfum að skipu- leggja byggð með nýjum hætti og leggja af byggð þar sem ekki er grandvöllur fyrir áframhaldandi búsetu. Einhvern veginn verður Víkverja alltaf hugsað til Stalíns þegar menn fara að tala um að „skipuleggja byggð“. Stalín fylgdi mjög ákveðinni byggðastefnu sem gekk út á að skipuleggja byggð og flytja fólk frá heimilum sínum til nýrra heim- kynna. Hér á landi hefur mönnum dottið í hug að hægt sé að leysa hinn svokallaða byggðavanda með því að leggja af tilteknar byggðir og styrkja aðrar. Það hefur verið nefnt að vanda hefðbundinna greina land- búnaðarins mætti leysa með því að hætta sauðfjárbúskap á tilteknum svæðum og skipuleggja mjólkur- framleiðslu með nýjum hætti. Vík- verji hefur aldrei skilið hvernig á að standa að þessum breytingum. Halda menn, sem era þessarar skoð- unar, að skattborgararnir séu tilbún- ir til að kaupa upp eignir fólks sem gert er að flytja burt? Kannski er hugmyndin að þvinga fólk til að yfir- gefa eignir sínar og flytja á ný svæði. Hver á að taka að sér að flytja fólkið í burtu, fólk sem hugsanlega vill ekki fara? Nei, hér verður hver að fá að ráða sínum næturstað. Byggðin verður að fá að þróast og fólk verður sjálft að taka sínar ákvarðanir um hvort það flytur frá einum stað til annars. Stjórnvöld geta að sjálf- sögðu haft áhrif á byggðaþróun með ákvörðunum sínum, en Víkverji von- ar að ekki komi til þess að sett verði lög sem banna fólki að búa á Vest- fjörðum eða lög um að allir sem búa í Dalasýslu skuli flytja til Akureyrar. Það er raunar umhugsunarefni í allri þessari umræðu um byggðamál og að styrkja beri byggðakjarna á landsbyggðinni að fólki fjölgar ekk- ert á Akureyri. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar fækkaði íbúum Akureyrar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.