Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 76

Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ 76 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 " FÓLK í FRÉTTUM I Fimm íslenskar kvikmyndir sýndar á markaðnum Kvikmynd með Björk í aðalkeppni í Cannes Morgunblaðið, Berlín. ÞAÐ fór eins og flestir höfðu spáð að kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the Dark, verður í aðalkeppninni í Cannes. í aðalhlut- verkum eru Catherine Deneuve og Björk, sem flytur og semur auk þess tónlistina. Myndin er styrkt af Kvikmynda- sjóði Islands og á meðal framleið- enda er íslenska kvikmyndasam- steypan. Fimm íslenskar kvik- myndir verða sýndar á markaðn- um í Cannes, Englar alheimsins, 101 Reykjavík, Fíaskó, Myrkra- höfðinginn og Ungfrúin góða og húsið. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Vatel úr smiðju breska leik- stjórans Rolands Joffe og loka- myndin _ Stardom eftir Denys Arcand. I keppnisflokki eru nokk- ur gamalkunnug andlit á borð við Joel Coen, sem vann gullpálmann árið 1991 fyrir Barton Fink, breska ieikstjórann Ken Loach og sænsku leikkonuna og leikstjórann Liv Ullman. Þau etja kappi við yngsta leikstjóra sem hleypt hefur verið í aðalkeppnina í sögu kvikmyndahá- tíðarinnar, hinn tvítuga íranska leikstjóra Samiru Makhmalbaf. Kvikmynd hennar, Svarta myndin, fjallar um íranskan kenn- Catherine Deneuve, Björk Guðmundsdóttir og Lars von Trier við æf- ingar fyrir tökur á myndinni Daneer in the Dark. ara sem reynir að kenna krökkum á afskekktum stöðum að lesa. Framlag Coens að þessu sinni er gamanmyndin 0 Brother, Where Art Thou með George Clooney, Holly Hunter, John Turturro og John Goodman í aðalhlutverkum. Sögulegum myndum er gert hátt undir höfði. Þar á meðal eru Vatel, með Gerard Depardieu og Umu Thurman í aðalhlutverkum, sem byggist á sannri sögu um fyrsta kokkinn sem varð frægur í Frakk- Kvikmyndahátíðin í CANNES Leikstjórar Kvikmyndir i aðalkeppni RoyANDERSSON AOYAMA Shinji Joe! C0EN Amos GITAI James GRAY SÁNGER FRÁN ANDRA VÁNINGEN EUREKA 0 BR0THER, WHERE ART TH0U? KIPPUR THE YARDS RuyGUERRA EST0RV0 IM Kwon Taek CHUNHYANG James IV0RY THE GOLDEN B0WL JIANG Wen GUIZI LAI LE Amos K0LLEK FAST F00D FAST W( Neil LABUTE NURSE BETTY KenL0ACH SmL BREAD& R0SES Pavel L0UNGUINE Samira MAKHMALBAF Nagisa OSHIMA Liv ULLMANN Lars V0N TRIER W0NG Kar-wai Edward YANG LA N0CE TAKHTÉ SIAH G0HATT0 TR0LÖSA DANCER IN THE DARK UNTITLED / SANS TITRE Yl Yl landi, The Golden Bowl frá James Ivory, og tvær af fjórum frönskum myndum í keppninni Esther Kahn, frá Arnaud Desplechin, og Senti- mental Destinies, frá Olivier Ass- ayas. Það verður að teljast til tíðinda þegar sænski leikstjórinn Roy Andersson málar aftur á hvíta tjaldið eftir aldarfjórðungshlé myndina Söngvar af annarri hæð. ísraelski leikstjórinn Amos Gitai, sem var með fyrsta framlag Israels til aðalkeppninnar í aldarfjórðung í fyrra, Kadosh, gerir sig aftur heimakominn með Kippur. Micha- el Haneke, austurríski leikstjórinn sem olli mikilli hneykslan í Cannes fyrir þremur árum með myndinni ofbeldisfullu Funny Games, er að þessu sinni með franska mynd ut- an keppni á hátíðinni, Unknown Code, með Juliette Binoche. Hátíðin stendur yfir frá 10. til 21. maí, en þá verður verðlaunaaf- hendingin. Franski leikstjórinn Luc Besson er forseti dómnefndar- innar sem samanstendur af frönsku leikkonunni Nicole Garcia, indverska rithöfundinum Arundh- ati Roy, spænsku leikkonunni Ait- ana Sanchez-Gijon, ensku leikkon- unni Kristin Scott-Thomas, þýsku leikkonunni Barböru Sukowu, bandaríska leikstjóranum Jon- athan Demme, ítalska leikstjóran- um Mario Martone, franska rithöf- undinum Patrick Modiano og breska leikaranum Jeremy Irons. Sporlaust sýnd í Sjónvarpinu annan í páskum Jddsson ieiKsyoii. „oc. * •> „ n af því að kynna ný andlit til sogunnar. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur eitt aðalhlut- verkanna í Sporlaust. MYNDIN var gerð að frum- kvæði Sveinbjörns I. Baldvinssonar, sem er höf- undur handritsins. Hann fékk styrk frá Norræna kvikmyndasjóðnum til þess að skrifa handrit að kvikmynd sem bar að höfða sérstaklega til yngri áhorfenda. Hann fékk mig í lið með sér og útkoman varð Spor- laust,“ segir Hilmar Oddsson, leik- stjóri myndarinnar. Myndin fjallar um vinahóp í Reykjavík nútímans sem kemst í hann krappan þegar þau sitja uppi með ókunnugt lík eftir gleðskap í foreldrahúsum eins þeiina. Þar með hefst örvæntingar- full tilraun þeirra til þess að losa sig við líkið, sanna sakleysi sitt og fínna rnorðingjann. Hvað vakti áhuga þinn á þessu verkefni? „Eg hafði þangað til aðeins feng- ist við stærri verkefni sem höfðu hlotið langa meðgöngu innra með mér. Því þótti mér spennandi að tak- ast á við hugmynd og handrit sem var nánast var fullskapað.“ Vildi forðast samanburð við Tár úr steini Myndin er mjög ólík öðru sem þú hefur gert. „Já, mér fannst gott að geta fylgt 'jl’ári úr steini eftir með gjörólíkri mynd þannig að fólk gæti ekki borið verkin saman, sem reyndar kom ekki á daginn því menn féllu samt of djúpt í þá gryfju. Þessar myndir eru samt ekki sambærilegar. Sporlaust var unnin á mun skemmri tíma. Hún var þar að auki mun ódýrari og í raun eins ólík og hugsast getur. Þetta er lítil og heiðarleg mynd úr- Heiðarleg mynd úr Reykjavík samtimans Reykjavík samtímans." Hvernig fannst þér að gera svona nútíma krimma? „Það var mjög gaman. Samstarfs- fólkið var bæði áhugasamt og skemmtilegt og tökustaðir voru óvenjulegir að því leytinu til að við notuðumst við hið raunverulega um- hverfí en ekki einhverjar sviðs- myndir. Það gefur myndinni skemmtilegan hráleika og raunveru- legri blæ. Þetta er spennumynd í víðri merkingu því spennan og hrað- inn einskorðaðist ekki við sjálf efnis- tökin heldur réði einnig ríkjum við gerð hennar. Tökutíminn var stutt- ur og ákvarðanir allar mjög skjótar og tilfinningabundnar. Vonandi skil- aði sá andi sér í sjálfa myndina." Myndin skartar leikaraliði sem þá var bæði ungt og nær óreynt; hvers vegna? „Já og sumir voru meira að segja óútskrifaðir. Vanalega reyni ég að vinna með fagfólki en í þessu tilfelli kölluðu hlutverkin á unga leikara og því varð ég að velja þennan máta. Þar að auki hef ég sem leikstjóri gaman af því að kynna ný andlit til sögunnar en þó einungis ef viðkom- andi standa undir því.“ Heldurðu að Sporlaust komi vel útí sjónvarpi? „Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki enn séð hana í sjónvarpi en já, ég hef frekar trú á því. Þegar maður horfír á sjónvarp þá skiptir mjög miklu máli í hvaða stellingar maður setur sig. Þótt hið sanna heimili kvikmyndarinnar verði ávallt bíósalurinn þá komast sumir þættir hennar stundum betur til skila í sjónvarpi. Einhverjum þótti söguþráðurinn í Tári úr steini t.d. skýrast þegar þeir sáu hana í sjón- varpinu.“ Ætlarðu að horfa á myndina ann- an í páskum ? „Eg var reyndar búinn að gera aðrar ráðstafanir en verða að viður- kenna að ég er nokkuð spenntur fyr- ir því að sjá hvernig hún kemur út.“ Hvað ertu með í farvatninu þessa dagana? „Maður er náttúrlega alltaf að undirbúa næstu mynd og núna er ég með þrjár myndir í maganum. En þetta er eins og að leggja út net, maður veit aldrei hvar fiskast. Ég hef líka verið að þreifa fyrir mér í leikhúsinu sem er afar lærdómsrík reynsla. Nærtækasta verkefnið er þó heimildarmynd sem er einhver sú viðamesta sem gerð hefur verið hér- lendis. Þetta er myndaflokkur sem saminn er og framleiddur af Páli Benediktssyni og kallast Aldahvörf, en þar fjallar Páll um okkar helsta atvinnuveg, sjávarútveginn, stöðu hans á mótum alda og framtíð. Það hefur verið lögð gríðarmikil vinna í þessa mynd og upptökur farið fram í um 20 löndum. Afraksturinn eru átta þættir sem sýndir verða í Sjónvarpinu í október og nóvember á þessu ári.“ Hljómsveit með sérþarfir „VIÐ viljum hvetja áhorfendur til að henda hlutum í okkur,“ segir Conrad Keely einn með- lima hljómsveitarinnar „You Will Know Us By The Trail Of Dead“ sem er á leiðinni hingað til lands og spilar í Þjóðleikhús- kjallaranum annan í páskum. „I heimabænum okkar Austin í Texas er það að spýta bjór upp á svið leið fyrir áhorfendur til að sýna að þeir séu sáttir við hljómsveitina. Við reynum allt- af að kynna þennan sið á þeim stöðum fyrir utan Texas sem við spilum á. Svo ef þeir eru virkilega ánægðir þá fara þeir að kasta hlutum upp á svið.“ Það er greinilegt að Conrad gerir sér enga grein íýrir því hvað bjórinn er dýr hér á ís- landi. En hafa hljómsveitar- meðlimir aldrei fengið hluti of harkalega í sig? „Við höfum aldrei fengið neina hluti í okkur, áhorfendumir kasta bara hlutum upp á svið.“ Þegar hljómsveitin er að spila á tónleikum skipta meðlimir sveitar- innar nokkrum sinnum um hljóðfæri. „Þrír okkar eru trommuleikarar og við kunnum líka að spila á gítar og syngja. Lögin eru þess eðlis að við verðum sífellt að skipta um hljóðfæri. Við erum allir lagasmiðir og sá sem semur eitthvert ákveðið lag vill alltaf fá að syngja það. Því það getur eng- inn túlkað lagið betur en lagahöfund- urinn.“ Nýjasta plata þeirra félaga er skírð í höfuðið á poppgyðjunni Madonnu. „Hún er vinkona okkar og við veðjuð- um við hana að Spice Girls stúlkunum myndi ganga betur sem einstakling- um en hljómsveit. Sá sem tapaði þyrfti svo að skíra næstu plötu sína í höfúðið á sigurvegaranum. Við töpuð- um,“ segir Conrad Keely að lokum. Morgunblaðið/Golli Jóna Heiðar var kát í Perlunni á afmælisdaginn. Henni á hægri hönd sátu Guðrún dóttir hennar og Jónina Hermannsdóttir stórvinkona. Jóna Heiðar frá Stóru-Vatnsleysu 99 ára ÞAÐ VAR glatt á hjalla í Perlunni í fyrradag þar sem Jóna Heiðar frá Stóru-Vatnsleysu fagnaði í faðmi vina og ættingja 99 ára afmæli sínu. Jóna býr nú á clliheimilinu Grund en hún fluttist aftur heim fyrir 12 árum eftir að hafa búið í Ameríku í heil 30 ár þar sem bæði börn hennar, Guðrún og Helgi Heiðar læknir og fiðluleik- ari, eru búsett. Á sinum yngri árum gat Jóna sér gott orð fyrir mynda- saum. Hún lifir eiginmann sinn Salómon Heiðar sem féil frá árið 1967. Það var sérlega létt yfir af- mælisbarninu á deginum góða en dóttirin Guðrún Heiðar kom séstaklega til landsins frá Banda- ríkjunum til þess að samgleðjast móður sinni. Fagnaði afmælinu í Perlunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.