Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 84
Ptarjgmiliffifeifr Traust, ELGO)| íslenska I CM^ ZJ muruarui Siðan 1972 Leitið tilboða! steinpi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Tölvunefnd svarar Ljósmyndasafni Reykjavíkur um mannamyndir á Netinu Einkamál sem fara eiga leynt TOLVUNEFND telur að sú hug- mynd Ljósmyndasafns Reykjavíkur að gera mannamyndir aðgengilegar á Netinu teljist til upplýsinga um einkamálefni sem sanngjamt sé að . ■•leynt fari. Leggur hún til að Ljós- myndasafnið geri mannamyndir ekki aðgengilegar á Netinu. For- stöðumaður safnsins og deildar- stjóri myndadeildar Þjóðminja- safnsins hyggjast leita álits Lagastofnunar Háskóla Islands á málinu. Forsaga málsins er sú að Ljós- myndasafn Reykjavíkur óskaði eftir áliti Tölvunefndar á aðgangi al- mennings að myndrænum gögnum. „Ætlunin er að gera textalegar skrár aðgengilegar í leitargrunni á heimasíðu safnsins, sem og að bjóða upp á leit að ljósmyndum í gagna- gmnni. Þessir gmnnar em tvenns- konar, annars vegar mannamyndir og hins vegar mannlífsmyndir," seg- ir m.a. í bréfi Sigurjóns Baldurs Hafsteinssonar, fyrrverandi for- stöðumanns safnsins. Mat Tölvunefndar er að manna- myndir, svo sem passamyndir, fermingarmyndir, brúðkaupsmynd- ir og þess háttar, teljist til upplýs- inga um einkamálefni sem sann- gjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og vísar í lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Leggur Tölvu- nefnd til með hliðsjón af því og grundvallarreglu stjórnarskrárinn- ar um friðhelgi einkalífs að manna- myndir verði ekki gerðar aðgengi- legar með þessum hætti nema að aflað hafi verið samþykkis viðkom- andi manna séu þeir á lífi. María Karen Sigurðardóttir, sem nýlega tók við forstöðu Ljósmynda- safnsins, tjáði Morgunblaðinu að í samráði við Ingu Láru Baldvins- dóttur, deildarstjóra myndadeildar Þjóðminjasafnsins, hefði verið ákveðið að leita sameiginlega eftir áliti Lagastofnunar Háskóla ís- lands. Þjóðminjasafnið á gífurlegt magn mannamynda og þar hefur verið uppi hugmynd um að skrá þær í gagnagrunninn Sarp. Þær María Karen og Inga Lára segja að fá þurfi skýrt fram hvernig fara eigi með höfundarrétt ljósmyndara í þessum tilvikum. Svo virðist sem höfundarréttarlög gætu stangast á við lögin um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Hafnar- húsið opnað FYRSTI áfangi húsakynna Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu var tekinn í notk- un í gær við hátíðlega athöfn og fyrstu tvær sýningamar í húsinu opnaðar. Áætlaður kostnaður við hönnun, hús og búnað er 665 millj- ónir miðað við verðlag í nóvember 1999. Arkitektar breytinganna eru Margrét Harðardóttir og Steve Christer, Studio Granda, og aðal- verktakar eru ístak. ■ Pakkhús breytist/36 17 manns ákærðir fyrir fíkni- efnalaga- brot ■■ftÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur sautján sak- borningum í hinu svokallaða stóra fíkniefnamáli eftir sex vikna ákæru- meðferð. Allar ákærurnar varða fíkniefnalagabrot en þær hafa ekki verið birtar sakborningunum. Lög- reglan í Reykjavík kærði 20 manns til ríkissaksóknara og að auki sættu 9 manns kæru eftir rannsókn efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjórans á stórfelldum eignatil- færslum. Ríkissaksóknari fékk málið til meðferðar í byrjun marsmánaðar að lokinni 10 mánaða rannsókn lög- reglunnar í Reykjavík. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni í maí ^^^999 og leiddi til þess að tollgæslan og lögreglan lögðu hald á sex þús- und e-töflur, 24 kg af hassi, 4 kg af amfetamíni og eitt kg af kókaíni sem átti að smygla til landsins með tyrknesku leiguskipi Samskipa. Talið er að smyglleiðin sem notuð var hafi verið opin i eitt ár áður en lögreglan og tollgæslan lokuðu henni. Á þeim tíma er líklegt að á annað hundrað kg af ýmiss konar fíkniefnum hafi verið smyglað inn í landið. Morgunblaðið/Kristinn Hjörleifur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Eiríkur Þorláksson, Olafur Ragnar Grímsson, Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason viröa fyrir sér verk Katrínar Sigurðardóttur, The Green Grass of Ilome, á sýningunni Myndir á sýningu í Hafnarhúsinu. Formaður samninganefndar flugvirkja segir höfnun ekki koma á óvart MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 26. apríl. Yfír páskana verður frétta- þjónusta á fréttavef Morgun- blaðsins, www.mbl.is. Sumum fínnst ekki nóg greitt fyrir hagræðingu Frelsið er yndislegt - fyrir atvinnulífið Láttu ekki ferðakostnaðinn sliga fyrirtækið þitt. Bókunarsfmi 569 1010 www.samvinn.is Samvinnuferðir Landsýn A vmrOJ fyrlr þlgl FLUGVIRKJAR hjá Flugleiðum felldu kjarasamning sem skrifað var undir hjá ríkissáttasemjara að kvöldi miðvikudags 12. apríl. Kemur verkfall þeirra því til framkvæmda kl. 11 að morgni 3. maí, hafi ekki samist þá. Samningafundir hófust strax í gær og annar fundur milli deiluaðila hefur verið boðaður næst- komandi þriðjudag og á miðvikudag er ráðgert að fundur verði hjá ríkis- sáttasemjara. Alls höfðu 156 flugvirkjar hjá Flugleiðum kosningarétt við at- kvæðagreiðslu um samninginn og kusu 132. Af þeim sögðu 79 nei en 53 já. Engir seðlar voru auðir eða ógildir. Emil Þór Eyjólfsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags íslands, sagði niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar ekki endilega hafa komið sér á óvart en hún væri hon- um vonbrigði. „Ýmsum atriðum í kjarasamningi okkar var breytt og við samþykktum að taka á okkur ákveðna hagræðinu sem var erfitt fyrir suma að kyngja og finnst þeir ekki fá nóg greitt fyrir,“ sagði Emil. Hann sagði launalið samninganna hafa verið í samræmi við aðra samn- inga stéttarfélaga að undanförnu og væri hér fyrst og fremst verið að tala um ýmis sératriði varðandi vinnutilhögun og hagræðingu. Einar Sigurðsson, aðstoðarfor- stjóri Flugleiða, sagði það vera von- brigði að flugvirkjar hefðu ekki samþykkt kjarasamninginn. Að- spurður um það hvort hann sæi ein- hvern samningsflöt í málinu nú sagði hann enga leið að segja nokk- uð um það. „Við munum hitta fulltrúa flug- virkja eftir helgina og þá verður far- ið yfir málin sameiginlega,“ sagði Einar. „Við töldum okkur hafa teygt okkur langt í þeim samningi sem var lagður fyrir, en við sjáum til hvað gerist eftir helgina." Samningur flugvirkja hjá Flugfé- lagi íslands verður kynntur félags- mönnum á Akureyri og í Reykjavík á fundum næstkomandi þriðjudag. Verða greidd atkvæði um samning- ana að loknum þeim fundum. Verk- falli þess hóps var frestað til 8. maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.