Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR Miklar umræður um stjórnmálaályktun og ESB-tillÖRu frjálslyndra og ungra jafnaðarmanna Morgunblaðið/Porkell Fjöldi þingfulltrúa fylgdist með umræðum í gær um stjórnrnálaályktun og tók þátt í kosningu ritara, fulltrúa í framkvæmdastjórn og flokksstjórn á stofnfundi Samfylkingarinnar en fundinum lauk síðdegis í gær. Leggja til mildara orða- lag um aðild að ESB UMRÆÐUR hófust um stjórn- málaályktun Samfylkingarinnar á stofnfndinum í gærmorgun. 8 breytingartillögur komu fram við tillöguna, m.a. frá Félagi frjáls- lyndra jafnaðarmanna og Ungum jafnaðarmönnum sem leggja nú til mildara orðalag um aðild að Evrópusambandinu en gert var í þeim tillögum félögin lögðu upp- haflega fyrir fundinn. Hófust miklar umræður um stjórnmálaályktunina og Evrópu- mál skömmu fyrir hádegi á fundin- um í gær og var þeim ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Nauðsynlegt að hefja þann feril að sækja um aðild að ESB Auk upphaflegrar tillögu FFJ um að Samfylkingin taki af tví- mæli um að sótt verði um aðild að ESB lá fyrir tillaga frá Ungum jafnaðarmönnum sem gengur í sömu átt og yfirlýsing frá Gísla Gunnarssyni og Kristni Karlssyni um að þeir styddu þessar tillögur. Mikill ágreiningur er um hversu langt fundurinn á að ganga í Evrópumálinu en við upphaf um- ræðunnar í gær kom hins vegar fram í máli Eiríks B. Einarssonar, formanns FFJ, að félagið hefði ákveðið að milda orðalag tillögunn- ar. „Við höfum orðið vör við að sumum finnst þetta bera heldur brátt að,“ sagði Eiríkur. Hann benti á að þrotlaus umræða hefði farið fram um Evrópumálin und- anfarin 11 ár og ekkert nýtt kæmi fram í skýrslu utanríkisráðherra. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er mjög viðkvæmt mál í þessum hópi og því leggjum við til að í stað þess að sagt verði hreint út að sækja skuli um aðild, þá höfum við í Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna og ungir jafnaðar- menn komist að því samkomulagi að vera heldur hógværari," sagði Eiríkur. Leggja FFJ og Ungir jafnaðarmenn nú til að í stað setn- ingar um að stjórnvöldum beri að sækja um fulla aðild að ESB komi eftirfarandi setning: „í ljósi þess er Islendingum nauðsynlegt að hefja þann feril að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Niður- stöður samninga verði lagðar fyrir þjóðina í atkvgæðagreiðslu." „Þegar við tölum um að hefja þann feril að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þá eigum við það, eins og formaðurinn [Össur Skarphéðinsson] sagði, að fara að skilgreina samningsmarkmiðin, en við bætum því við að við viljum að endapunkturinn verði aðild Islands að Evrópusambandinu, ef um semst og ef þessi undirbúnings- ferill leiðir til þeirrar niðurstöðu. við verðum að þora að taka afstöðu til stórmálanna," sagði Eiríkur. Andstæðingar komnir í mikla vörn Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, lýsti yfir ánægju með kafla stjórnmálaályktunarinnar um Evr- ópumál og jafnframt andstöðu sinni við að strax yrði sótt um að- ild. „Við sjáum strax að andstæð- ingar okkar eru komnir í mjög mikla vörn. Leiðari Morgunblaðs- ins í morgun fjallar um að Sam- fylkingin sé með eitt sérmál sem sé öðruvísi en hjá öðrum stjórn- málaflokkum. Og þeir segja i Morgunblaðinu, og Styrmir hefur greinilega verið spurður þar, Evrópumálin eru átakapunktur. Ég held að þetta bendi til þess að okkur er mjög mikill vandi á hönd- um að fara vel með þennan mála- flokk, vegna þess að þetta er og verður okkar málaflokkur," sagði Ari. „Við eigum að láta koma fram hér frá þessum fundi jákvæðan tón í þessu sambandi en jafnframt að geta um nauðsyn mikillar kynning- ar og umræðu. Ég hef í mörg ár skilið orð Margareth Thatcher vel þegar hún hélt því fram að Evrópusambandsaðild væri tilraun til þess að smygla sósíalismanum um bakdyrnar í Bretlandi. Glenda Jackson var spurð um þetta í mál- stofu í gær og hún lýsti sig al- gerlega sammála þessu og sagði að ESB-aðild skipti miklu máli fyrir vinnandi fólk og almenning í Bret- landi. Ég veit það líka vel að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæð- inu hefur skipt mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk, almenning og neytendur hér á landi. Við sjáum það líka, sérstaklega í dag, að Morgunblaðið er sammála þessu sjónarmiði Thatcher. Sjálfstæðis- flokkurinn er líka sammála þessu sjónarmiði Thatcher,“ sagði Ari. Stærsti hluti aldraðra er stóreignafólk Stefán Jón Hafstein fjallaði m.a. í ræðu sinni um endurnýjun jafn- aðarstefnunnar og sagði m.a. að Samfylkingin þyrfti að stilla sér upp við hlið fólksins gegn kerfinu og gegn því að einstakir litlir hóp- ar væru útilokaðir frá megin- straumi samfélagsins. „Við vitum að það er smáhópur sem á undir högg að sækja. Við eigum að standast þá pólitísku freistingu að tala um þetta sem risavaxið vanda- mál og tengja saman aldraða og öryrkja í einhverjum klisum um að þetta fólk búi við óendalega mikla fátækt. Svo er ekki. Stærsti hluti aldraðra í okkar samfélagi er stór- eignafólk," sagði Stefán Jón. Hann sagði að leggja ætti áherslu á jöfn tækifæri fyrir alla og að engin réttindi væru án ábyrgðar. „Við eigum að gera þá kröfu í velferðarþjóðfélaginu að fólk taki sig á. Við eigum að skapa því farveg til að njóta menntunar, heilsugæslu o.s.frv. en innbyggður í þetta kerfi á að vera möguleikinn til að taka sig á og standa á eigin fótum. Annað skapar ölmusukerfi. Við erum á móti því. Sjálfsbjarg- arviðleitni er mikilvæg og við eig- um ekki að tala sífellt um jöfnuð á kostnað hennar," sagði Stefán Jón m.a. Drögin að stjórnmálaályktun og breytingartillögur sem fram komu var vísað til umfjöllunar í stjórn- málanefnd þar sem leita átti sam- komulags um endanlegan texta eftir hádegi í gær. Var síðan gert ráð fyrir að umræður héldu áfram og að stjórnmálaályktun stofn- fundarins yrði afgreidd í lok þings- ins síðdegis. Á fimmta hundrað fulltrúa tók þátt í kosningum á stofnfundinum í gær en skv. upp- lýsingum aðstanenda fundarins hafa nálægt 600 þingfulltrúar skráð sig á fundinn. Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir bera fram stefnulýsingu Samfylkingar Viljum beita almanna- valdinu með hófsemd TILLAGA um stefnulýsingu var lögð fram á stofnfundi Samfylking- arinnar í gær og átti að samþykkja hana síðdegis. Þar segir að flokkur- inn aðhyllist markmið og leiðir jafn- aðarstefnunnar og byggist stefna hans og störf á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð. I samræmi við þá stefnu hyggist flokkurinn eiga náið samstarf við verkalýðshreyfinguna og fijáls fé- lagasamtök og vinna með öðrum jafnaðarmannaflokkum á alþjóða- vettvangi. Sérstaklega er til þess tekið að almannavaldinu skuli beita með hófsemd. Margrét Frímannsdóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, og Sig- hvatur Björgvinsson þingmaður báru stefnulýsinguna fram og mælti Ágúst Einarsson, formaður fram- kvæmdastjómar flokksins, fyrir henni. Þegar komu fram breytingar- tillögur, en gert er ráð fyrir að af- greiða stefnulýsinguna og fjalla um breytingar fram að fyrsta landsfundi hins nýja flokks. Frelsi einstaklingsins í stefnulýsingunni segir að það sé grundvallarsjónarmið Samfylking- arinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða. „Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórn- málaskoðunum, félagslegum upp- runa eða öðrum mun manna,“ segir þar. „Við teljum að frelsi fylgi ábyrgð gagnvart frelsi annarra, ábyrgð sem ber að tryggja með mót- un heilbrigðra félagstengsla. Við viljum samfélag sem gerir sérhverj- um einstaklingi kleift að njóta fjöl- breyttra lífstækifæra og að læra um leið að veita öðrum slíkt hið sama.“ Segir að jöfnuð skuli tryggja með samhjálp og „allir þegnar samfélags- ins [eigi] rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri samfélagslegri þjónustu óháð efnahag11. Öllum þurfi að tryggja mannsæmandi lífsviður- væri óháð möguleikum til tekjuöfl- unar: „Samhjálp á aldrei að vera ölmusa og á ekki að gera þá sem hana þiggja að annars flokks samfé- lagsþegnum, heldur efla sérhvem einstakling til að nýta hæfileika sína sér og öðrum til hagsbóta." I stefnulýsingunni segir að Sam- íylkingin vilji „beita almannavaldinu með hófsemd, með áherslu á að tryggja mannréttindi og lífstækifæri allra einstaklinga og gegn hvers kon- ar misrétti“. Þá er lögð áhersla á fyrirheit um að „hver einstaklingur geti notið sín á samleið með áherslu á efnahags- legar framfarir", mannauður sé lyk- ilatriði á öllum sviðum samfélagsins og menntakerfi framtíðarinnar eigi því að þjóna hlutverki nýs jöfnunar- tækis. Stefnulýsingunni er skipt niður í nokkra kafla sem bera nöfn á borð við „Opin sýn til umheimsins“, „Jafn- rétti", „Frelsi“ og „Samábyrgð". í niðurlagi, sem ber heitið „Grunn- gildi á nýjum tímum“ segir að grund- völlurinn sé baráttan fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi, en Samfylk- ingin muni móta aðferðafræði sína og afstöðu í einstökum atriðum í samræmi við aðstæður, framfarir í þekkingu, vísindum og tækni og samkvæmt tiltækum úrræðum hverju sinni og síðan er klykkt út með: „Grunngildi okkar verða hins vegar ávallt þau sömu.“ : I P f i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.