Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 20

Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 20
20 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Arfleifð alræðiskerfís Austur-Þýzkalands veldur sameinuðu Þýzkalandi nútímans margvíslegum vanda Uppgjörinu við fortíð- ina hvergi nærri lokið Persónunjósnaupplýsingar um fleiri en sex milljónir manna er að fínna í skjalasafni Stasi, austur-þýzku leyniþjónustunnar. Miriam Tang lýsir hér þeim vanda sem arfleifð austur-þýzku kommúnista- stjórnarinnar veldur þýzku þjóðlífi eftir sameiningu landsins. Reuters Herbert Ziehm, starfsmaður Gauck-stofnunarinnar í Berlín, flettir Stasi-skjölum, sem þar eru varðveitt. [ í m « l {77 SBí1 í M : f. W: ' p | V' , f! 1 ; 1 i I ;i j| AÐ eru til tvær leiðir til að umgangast æxli: að skera það burt eða láta það þorna upp.“ Þetta segir eitt hinna ótal fórnarlamba austur-þýzku leyni- þjónustunnar fyrrverandi, Stasi. Maðurinn er einn fölmargra Þjóð- verja, sem hafa litið í skjalamöpp- una, sem öryggismálaráðuneyti Austur-Þýzkalands, MfS, tók sam- an um þá. Hann valdi uppskurðar- aðferðina, þ.e. að fjarlægja óviss- una með þekkingu til þess að lækna sár DDR fortíðarinnar. Fyrir Þýzkaland í heild er það ekki gerlegt að skera snyrtilega á drauga Alþýðulýðveldisfortíðarinn- ar. Frá falli Berlínarmúrsins og sameiningu landsins 1989-1990 vekja sífellt nýjar fréttir af því að flett hafi verið ofan af einum Stasi- uppljóstraranum enn almenning til meðvitundar um þennan vanda. Um þessar mundir er heit umræða í gangi um það hvort nota megi hlerunarskýrslur Stasi í tengslum við rannsókn fjármálahneykslis Kristilega demókrataflokksins (CDU) og hlutverk Kohls í því. A síðustu tíu árum hefur það komið æ betur í ljós hve þéttriðið persónunjósnanet Stasi var, sem náði til Þýzkalands alls, austurs sem vesturs. Það er fjarri því að búið sé að ljúka uppgjörinu við Stasi- fortíðina; 3.100 starfsmenn hinnar svokölluðu „Gauck-stofnun- ar“ hafa í umsjá sinni meira en 35 milljónir spjaldskrárspjalda og hundruð þúsunda ljósmynda og hljóðupptakna, sem fylla meira en 180 kílómetra hillupláss í húsnæði stofnunarinnar í Berlín. Vilji einhver vita hvort hans eig- ið nafn sé að finna í persónu- njósnaskrá Stasi, sem nær til yfir sex milljóna manna, leggur hann inn umsókn þarað lútandi hjá Gauck-stofnuninni. Sé orðið við beiðninni getur viðkomandi litið sjálfur í Stasi-skjölin: Hver njósn- aði um mig? Var bezti vinur minn uppljóstr- ari? Hvað fundu snuðrararnir í skúffunum hjá mér, undir rúminu, í dagbókinni? Hátt í 200.000 uppljóstrarar En það verða ekki til fórnarlömb án gerenda. Samkvæmt könnun Gauck-stofnunarinnar njósnuðu um 170.000 Austur-Þjóðverjar um samborgara sína - nágranna, vini, vinnufélaga eða jafnvel maka. Jámtjaldið var jafnvel engin hindrun fyrir Stasi - um 20-30.000 Vestur-Þjóðverjar njósnuðu fyrir „fyrirtækið“ (die Firma), eins og innanbúðarmenn Stasi tíðkuðu að kalla MfS. Uppljóstraraskarinn var miklu fjölmennari en austur- þýzki herinn. Öryggismálaráðherr- ann Erich Mielke vildi „vita allt um alla“. Útsendarar Mielkes komu sér á hinum 40 tilvistarárum MfS þægilega fyrir úti um allt. Nokkur dæmi: í ríkisprentsmiðju V-Þýzkalands, samkeppnisstofnun V-Þýzkalands, vestur-þýzka heil- brigðismálaráðuneytinu, í höfuð- stöðvum vestur-þýzka verkalýðs- sambandsins, hjá Rias-útvarps- stöðinni í V-Berlín, og hjá v- þýzkum stórfyrirtækjum á borð við Siemens, AEG og Schering. Stjórnsýslan í Berlín sagði eftir sameininguna um 2.400 starfs- mönnum upp vegna Stasi-fortíðar þeirra. Yfir 1.500 yfirmenn úr austur-þýzka hernum, sem höfðu verið teknir inn í her sameinaðs Þýzkalands, voru látnir víkja úr honum. Tveir blaðamenn „Bild- Zeitung>‘, þess dagblaðs í Þýzka- landi sem prentað er í stærstu upplagi, urðu að hætta í fyrra af sömu ástæðu. Jafnvel fólk sem annars hafði at- vinnu af háði eins og Gisela Oechelhauser, fyrrverandi leikhús- stjóri hins þekkta kabarettleikhúss „Distel“ í Austur-Berlín, lét sig hafa það að njósna um samstarfs- fólk sitt fyrir Stasi. Hún fullyrðir, eins og flestir aðrir fyrrverandi Stasi-uppljóstrarar sem flett hefur verið ofan af, að hú hafi ekki ljóstr- að neinu misjöfnu upp um neinn. Embættismenn Stasi áttu enn- fremur í samstarfi við vestur- þýzku innanríkisleyniþjónustuna „Verfassungsschutz“. í síðasta mánuði komst upp um þriðja yfir- manninn úr röðum Stasi, sem vest- ur-þýzka „stjórnarskrárverndin" átti sannanlega í samstarfi við. Stjórnmálamenn í eldlínu Stasi-ásakana Fyrst og fremst voru það stjórn- málamenn, sem eftir sameininguna urðu að láta sér lynda að þeir væru bendlaðir við samstarf við Stasi. Sérstök lög voru sett um meðferð skjala MfS árið 1991, sem kváðu á um aðheimilt væri að kanna hvort í Stasi-skjölunum fyndust vísbend- ingar um Stasi-samstarf ráðherra og þingmanna, án þess að sam- þykkis þeirra þyrfti við til slíkra rannsókna. Kjörnir fulltrúar hins sameinaða þýzka lýðveldis áttu ekki að komast upp með að hafa verið hjálparhellur alræðiskerfis- ins í austurhluta landsins, að minnsta kosti ekki án þess að kjós- endur væru upplýstir um slíka for- tíð þeirra. Einn af fyrstu stjórn- málamönnunum, sem gamlar syndir af þessu tagi urðu að falli, var Wolfgang Schnur, en hann var meðal þekktustu frammámanna umbótahreyfingar Austur-Þýzka- lands, meðstofnandi austur-þýzka „Borgararéttindaflokksins" og virtur lögmaður. Þegar kosið var í fyrsta sinn til austur-þýzka þings- ins (Volkskammer) eftir fall Berlínarmúrsins árið 1990 þótti hann koma til greina sem leiðtogi fyrstu lýðræðislega kjörnu ríkis- stjórnar Austur-Þýzkalands. Fallið var því hátt, þegar upp komst að hann hafði verið mikilvægur upp- ljóstrari Stasi. Hann var meira að segja sviptur lögmannsréttindum árið 1993 á þeirri forsendu að með gerðum sínum í þágu Stasi hefði hann fyrirgert þessum réttindum. Enn í dag er óljóst hvaða hlut- verki Manfred Stolpe, forsætisráð- herra sambandslandsins Branden- burg, lék á áttunda áratugnum. Þá var hann háttsettur fulltrúi lút- ersku kirkjunnar í Austur-Þýzka- landi og tvennum sögum fer af því hvernig það kom til að austur- þýzka ríkið sæmdi hann heiðurs- orðu. Stolpe, sem er í Jafnaðar- mannaflokknum (SPD), segir að hann hafi þegið orðuna úr hendi Hans Steigewasser, sem var æðsti fulltrúi austur-þýzku kommúnista- stjórnarinnar í kirkjumálum en er nú látinn. Hins vegar heldur fyrr- verandi Stasi-liðsmaðurinn Klaus Rossberg því fram að Stolpe hafið þegið orðuna úr sinni hendi í ein- býlishúsi í eigu Stasi. Ríkissak- sóknaraembættið í Potsdam lét rannsókn málsins niður falla í fyrra; orð standi á móti orði. Stolpe, sem nýtur persónulega mikilla vinsælda „í sinni sveit“ seg- ir sjálfur að hann hafi í krafti embættis síns verið í 20 ár í sam- bandi við Stasi, hann hafi hins veg- ar aldrei gert neitt sem skaðað hefðu hagsmuni kirkjunnar. Fyrst og fremst eru það stjórn- málamenn PDS, arftaka austur- þýzka kommúnistaflokksins, sem hafa þurft að verjast ásökunum um Stasi-tengsl. Einn helzti frammá- maður PDS, Gregor Gysi, fór með þær ásakanir af þessu tagi sem bornar höfðu verið fram á hendur honum alla leið fyrir hæstarétt Þýzkalands - án þess þó að fá sig hreinsaðan af áburðinum. Gysi er lögmaður og var verjandi margra Austur-Þjóðverja sem færðir voru fyrir rétt í Austur-Þýzkalandi fyrir gagnrýni á stjórnvöld. I nýrri rannsóknarskýrslu sem unnin var á vegum Sambands- þingsins kemur fram að PDS-þing- maðurinn Klaus Grehn, sem auk þingmennskunnar er formaður samtaka atvinnulausra í Þýzka- landi, var mjög virkur uppljóstrari Stasi á árabilinu 1970-1974. Flokkssystir þeirra Gysis og Grehns, Almuth Beck, var fyrsti kjörni fulltrúi PDS sem var svipt embætti vegna Stasi-samstarfs. Meirihluti þings austur-þýzka sambandslandsins Þyringjalands (Thúringen) ákvað að hún væri þess ekki verðug að eiga sæti á þinginu. Háskólafólk í vestri í þjónustu Stasi Háskólar í Vestur-Þýzkalandi voru vinsælt „skotmark" Stasi. Austur-þýzku leyniþjónustumenn- irnir gerðu sér vonir um að finna viljuga nýliða meðal vestur-þýzkra námsmanna. Frá þessu segir í bók sagnfræðingsins Hubertus Knabe um starfsemi Stasi í Vestur- Þýzkalandi („Die unterwanderte Republik - Stasi im Westen"). Á námsárunum áttu nýliðanjósnar- arnir að fá þjálfun í „faginu“ og koma síðan Stasi að fullum notum þegar þeir væru komnir í mikil- vægar stöður að námi loknu. „Þeir sem með þessum hætti voru fengn- ir til samstarfs við Stasi gegndu oft því hlutverki að miðla Stasi ábendingum um eitt og annað, skil- uðu meðal annars reglulega mati á einstaklingum úr umhverfi sínu, persónulegu, stjórnmálalegu og innan háskólanna. Þeir komu líka með uppástungur um nýliða," skrifar Knabe. Mjög svæsið dæmi um mann sem lék tveimur skjöldum með þessum hætti er Ludwig Bress, fyrrverandi prófessor í viðskipta- fræði við háskóla í Kassel. Hann snuðraði fyrir Stasi í 30 ár, fyrst innan félagsskapar kaþólskra stú- denta í Berlín, þá um hið virta kaþólska bókaforlag Herder í Freiburg, og loks um háskólalífið í Vestur-Þýzkalandi. Samstarfið gekk sem smurt alveg frá upphafi. Nýliðanjósnarinn var iðinn: Gögnin sem Stasi safnaði frá Bress á njósnaraferli hans frá 1957 til 1987 fylla tæpar 4000 síður. Um félags- skap kaþólskra stúdenta, Unitas, handskrifaði hann 29 síðna skýrslu fyrir Stasi og þáði 300 mörk að launum. Fyrir þetta fé keypti hann sér svört jakkaföt til að geta farið á árshátíð Unitas. Bress lærði að skrifa með ósýni- legu bleki og að dulkóða skeyti. Jafnvel ástarlífi sínu hagaði hann þannig að það hentaði Stasi - hann trúlofaðist vinkonu sinni í Berlín til að hafa trúverðuga ástæðu til að eiga oft erindi til hinnar skiptu borgar, annað en að hitta vini sína í austur-þýzka öryggismálaráðu- neytinu. Úr ritstjórnarskrifstofu Herder- forlagsins stal hann höfundaspjald- skránni svo að hægt væri að afrita hana í Austur-Berlín. Hann ljóstraði upp um bóka- sendingar, sem smyglað var til prestaskóla í Erfurt; hann reyndi að komast á spor fólks sem hjálp- aði Austur-Þjóðverjum að flýja land og snuðraði um austur-þýzka konu sem starfaði hjá Herder- forlaginu, en hún hafði áður verið virk körfuknattleikskona í Aust- ur-Þýzkalandi unz hún flúði vest- ur. Fleiri ófögur lífshlaup bíða dagsljóssins Fleiri lífshlaup á borð við þetta grunar starfsmenn Gauck-stofnun- arinnar að sé að finna í þeim 15.000 sekkjum, sem allir eru fullir af óflokkuðum Stasi-skjölum. Stór hluti skjala þessara fór í gegnum pappírstætara áður en sameining Þýzkalands komst til fram- kvæmda. Eftir að Berlínarmúrinn féll undan þrýstingi austur-þýzkra borgara sem kröfðust frelsis gerði æstur múgur umsátur um höfuð- stöðvar hins hataða Stasi-ráðu- neytis í Austur-Berlín. Viðbrögð starfsmanna Stasi voru að senda eins mikið af skjölum og þeir gátu í gegnum 100 pappírstætara áður en múgnum tækist að ráðast til inngöngu. Þegar tætararnir biluðu undan álaginu rifu Stasi-mennirnir afurðir verka sinna með höndun- um. Inni á milli gagnanna í Gauck- stofnuninni sem bera vitni um svikráð og persónulega harmleiki er þó, þrátt fyrir allt, smáglætu að finna: Þrír af hverjum fjórum, sem Stasi hafði fengið til að liðsinna sér, neituðu á lokaskeiði tilvistar austur-þýzka alþýðulýðveldisins að eiga nokkurt samstarf við stofnun- ina. Höfundur er þýzkur blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.