Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7: MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Skráning: 0 533 4567 - www.stjornun.is
íbúðatánasjóður verður lokaður
mánudaginn 8. mai vegna flutninga.
Vió opnum dyrnar á nýjum stað,
Borgartúni 21r þriðjudaginn 9. maí.
Verið velkomin.
LISTIR
s
Ibúðalánasjóður
Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800
www.ibudalanasjodur.is
Stálsleginn
Stamp
Arnaldur Indriðason
KVIKMYIVPIR
BÍðBORGINN
„The Limey“
★ ★ ★ 'h
Leiksljóri: Steven Soderbergh.
Handrit: Lem Dobbs. Aðalhlutverk:
Terence Stamp, Peter Fonda, Les-
Iey Ann Warren. Artisan 1999.
SÍÐASTA helgi var helgi Steven
Soderberghs í bíóhúsunum. Frum-
sýndar voru tvær myndir eftir hann,
metsölumyndin Erin Brochovich
með Julia Roberts, og þessi, „The
Limey“, með Terence Stamp; ef þú
nennir ekki að horfa á Roberts er hún
nákvæmlega rétta myndin fyrir þig.
„The Limey“ er einstaklega safarík
og frábærlega samansett frásögn af
gömlum krimma sem setið hefur inni
í Bretlandi meiri hluta ævinnar en
heldur til Los Angeles vegna þess að
dóttirin, sem hann alltaf vanrækti, dó
þar fyrir skemmstu við dularfullar
kringumstæður.
I eðli sínu er myndin aðeins enn
eitt ódýrt hefndardramað og kallar
fram í hugann fjölda slíkra frá blóma-
skeiði hefndardramans á áttunda
áratugnum. Þannig flokkast hún
undir b-myndir en Soderbergh og
handritshöfundurinn Lem Dobbs
taka klisjuna og vinna með hana á
undursamlegan hátt þar til á ein-
hvem hátt hefndin verður minna at-
riði en sjálft lífshlaup hefnandans og
hvemig hann hefur spilað úr því til
góðs eða iils þangað til eftir stendur
spumingin: Hvar liggur ábyrgð hans
sjálfs í því hvernig fór?
Kannski helsti kosturinn við
myndina, fyrir utan góðan leik Ter-
ence Stamps, sé sá að Soderbergh er
óhræddur að leika sér með frásagn-
arformið. Það er eins og hann hafi
sett atburðarásina í spilastokk,
hrært ærlega í honum og raðað svo
atriðunum saman eins og þau komu
upp úr stokknum. Hann fer fram og
aftur í tíma og ekki aðeins innan þess
tíma sem myndin gerist á heldur
klippir hann sig langt aftur í lífshlaup
mannsins. Svo langt reyndar að hann
getur notað svart/hvíta filmubúta úr
gamalli Ken Loach-mynd þar sem
Stamp, ungur mjög, fór með aðal-
hlutverkið, hét Wilson, eins og per-
sóna hans í „The Limey“, átti dóttur
og sat í fangelsi. Þetta gerir hann af
kunnáttu- ogútsjónarsemi án þess að
áhorfandinn missi nokkm sinni þráð-
inn þar til heildarmyndin skellur á
okkur í sínum dramatíska þunga.
Aðferðin á mjög vel við í þessu til-
felli vegna þess að myndin fjallar um
tíma mannsævinnar og jafnvel sóun
hennar án þess að höfundunum detti
þó nokkumtíma í hug að predika. Það
er lítið pláss fyrir þjáninguna. Ter-
ence Stamp gefur ekki upp tilfmning-
ar sínar nema í einstaka brosgrettu,
hann ætlar ekki að fara að sjá eftir
neinu kominn á gamals aldur. Örlög-
in hafa sent hann í þessa för vestur
um haf og hann hikar aldrei. Stamp
er stálsleginn í hlutverkinu, meira að
segja skallinn fer honum vel, og tygg-
ur upp hverja senuna á fætur annarri
eins og forsöguleg skepna sem á
hvergi heima í nútímanum.
Lesley Ann Warren er ágæt sem
hjálparkokkur og Peter Fonda, sem
aldrei hefur getað leikið neitt,
skemmir engin atriði. Eftir stendur
glæsileg, brotakennd og blúsuð frá-
sögn af lífi sem kannski hefði mátt
lifa betur en hverjum er ekki sama?
Námstefna á Hótel Loftleiðum 12. maí kl. 9:00 - 11:00:
STÖRF STJÓRNARMANNA
- hlutverk, skyldur, ábyrgð
Hvert er hlutverk stjórnarmanna? Er þeirra eina hlutverk að ráða og
reka framkvæmdastjórann? Hvernig geta stjórnir haft áhrif til aukins
árangurs? Má draga stjórnarmenn til ábyrgðar ef illa fer? Hver er
siðferðileg skylda stjórnarmanna?
Fyrirlesarar:
• Frosti Bergsson.stjórnarformaður Opinna kerfa hf.
• Páll Skúlason, lögmaður
• Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Eimskipafélags íslands hf.
• Dr. Bjarki Brynjarsson, framkvæmdastjóri nýsköpunarsviðs Nýherja
Almennt verð kr. 12.900, SFl verð kr. 9.900.
Innifalin í námstefnugjaldi er bók Páls Skúlasonar, Hugvekja, handbók
fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra í félögum.