Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 25 LISTIR Ulrika Davidsson í hlutverki Fríðu í Grandavegi 7. Benedikt Erlingsson og Magnea Valdimarsdóttir í Sölku-ástarsögu. Hilmar Jónsson leikstjóri ekki við eina fiölina felldur á leiksviðum Tvær sýningar í Stokkhólmi SÝNING Hilmar Jónssonar á leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmunds- dóttir á skáldsögunni Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð í vor. Hilmar setti sýninguna upp með fyrsta útskriftarárgangi nýs leik- listarháskóla í Luleá í Norður-Sví- þjóð og voru margir spenntir að fylgjast með hvernig til hefði tek- ist með skólun fyrsta árgangsins að sögn Hilmars. Höfundur leik- myndar og lýsingar er Sven-Erik Liljegren, búninga gerði Mona Knutsdotter og tónlist samdi Christer Engberg. „Það er ekkert annað hægt að segja en að sýningin hafi slegið í gegn. Við frumsýndum í byrjun mars og þau sýndu fyrir fullu húsi nær 30 sýningar fram að páskum. Borgarleikhúsið í Stokkhólmi bauð svo skólanum að koma með sýninguna til höfuðborgarinnar og þar sýna þau tvisvar nú um helg- ina, 7. og 8. maí,“ segir Hilmar. Þegar litið er á heimasíðu Stadsteatern í Stokkhólmi kemur í ljós að löngu er uppselt á báðar sýningar og hafa færri komist að en vildu. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og gaman að hafa svona gott íslenskt verk til að vinna með erlendis. Verk Vigdísar Gríms- dóttur eru mjög vel þekkt í Sví- þjóð og áhugi er mikill fyrir þeim.“ Aðspurður segir Hilmar að vel- gengni þessarar sýningar hafi þegar skilað sér í tilboðum um önnur verkefni og hann sé að velta þeim fyrir sér. „Þetta var óvænt tækifæri sem nýttist vel og nú er að skoða sinn gang og vinna úr af- rakstrinum,“ segir hann. Salka-ástarsaga í Stokkhólmi Hilmar er þó ekki við eina fjöl- ina felldur á leiksviðum Stokk- hólms í næstu viku því Hafnar- fjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör mun sýna Sölku-ástarsögu á Sænskum leiklistardögum sem Riksteatern stendur fyrir árlega. Þetta er orðin ein stærsta nor- ræna leiklistarhátíðin þar sem stefnt er saman því besta og for- vitnilegasta úr leikhúsum Norður- landanna ásamt úrvali af sænsk- um leiksýningum sem vakið hafa athygli í vetur. Á leiklistardögun- um verða einnig námskeið og um- ræður um leikhús og tengd efni alla dagana, frá miðvikudegi til sunnudags og m.a. mun Kjartan Ragnarsson leikstjóri og leikskáld taka þátt í umræðum um leikgerð- ir fyrir leiksvið. Ásamt honum mun sænski leikritahöfundurinn Per-Olof Enquist taka þátt í um- ræðunum. Sýningarnar á Sölku- ástarsögu verða í Riksteatern fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. maí. Tákn um ljósið og vonina I nýrri kapellu bráða- móttöku Landspítalans í Fossvogi hefur verið sett upp glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur. Á DÖGUNUM var vígð ný kapella, bænahús, á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi. Biskupinn yfir íslandi, herra Karl Sigurbjömsson, vígði kapelluna og flutti blessunar- orð en við þetta tækifæri var af- hjúpað glerlistaverk eftir Ingunni Benediktsdóttur sem hún vann sér- staklega í glugga kapellunnar. „Ég var beðin um að vinna þetta verk á haustdögum 1999 og sá strax að mér væri mikill vandi á höndum," sagði Ingunn Benediktsdóttir gler- listamaður í samtali við Morgun- blaðið. „Á bráðamóttökunni er tekið á móti slösuðum og sjúkum og þar er linun sársauka bæði af líkamleg- um og tilfinningalegum toga dag- legt hlutskipti þeirra sem þar starfa. Þessi vettvangur reynir því mjög á sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk og vandi minn mótaðist af þessu. I kapellu sjúkrahússins leitar fólk sér hugkyrrðar og friðar, það leitar að ljósi í myrkri og sorg og ég var að leita leiðar til huggunar og nýrrar vonar með þessu verki." Hún kveðst hafa haft ákveðnar ritningargreinar í huga við gerð verksins. Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa Ijós lífsins. (Jóh. 8.12) og hin ritningargreinin mun standa hjá verkinu. Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni. (Markús 9.24.) Um verkið sjálft segir Ingunn að litir þess séu hefðbundnir í samspili birtu dags og nætur og í innra formi verksins má finna hringinn sem tákn eilífðar og um leið sólar og Morgunblaðið/Golli Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, vígir kapellu Landspítalans í Fossvogi. Lista- verk Ingunnar Benediktsdóttur er að baki honum. Ijóss. „Krossinn yfir verkinu er úr tæru gleri svo segja má að horft sé í gegnum tákn þjáningarinnar á ljós- ið og vonina. Krossinn er líka tákn upprisunnar." Kársneskórinn með tónleika í Salnum, Kópavogi Drengjakór Kársnesskóla ásamt stjómandanum Þórunni Björasdóttur. Vorhátíð 280 ungra söngradda KÁRSNESKÓRINN heldur tvenna tónleika f Salnum, Tónlist- arhási Kópavogs í dag, sunnudag. Kl. 14 syngja börn úr Litla kór, Miðkór og Stúlknakór Kársnes- skóla en kl.17 syngur Drengjakór Kársnesskóla og Skólakór Kárs- ness. Á tónleikunum koma fram um 280 börn á nldrinum 8-16 ára. Skólakór Kársness flytur hluta af dagskrá sem kórinn mun syngja í Kanada í sumar og m.a. verða fjögur ný tónverk sungin á þess- um tónleikum. Stúlknakórinn tek- ur þátt í norrænu barnakóramóti sem haldið verður hér á landi um næstu mánaðamót og er af því til- efni með mörg norræn lög á efn- isskránni. Litli kór mun spreyta sig á fs- lenskum söngperlum og Miðkór er að feta sín fyrstu skref í rödd- uðum söng, og flytur keðjusöngva og fjölbreytta gleðisöngva. Á efn- isskrá Drengjakórsins má heyra hefðbundna karlakóratónlist. Þetta mun vera í 24. sinn sem Kársneskórinn efnir til vortón- leika. Verð aðgöngumiða er kr. 1000, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Aðgöngumiði sem gildir á hvora tveggju tónleikana kostar 1.500. Stjórnandi Kársneskórsins er Þórunn Björnsdóttir og undir- leikari Marteinn H. Friðriksson. Sértilboð til Costa del Sol 25. maí frá kr. 29.955 I Flug alla mánudaga og fimmtudaga Aðeins ibúðlr 10 iboði i sumar Heimsferðir hafa nú tryggt sér viðbótargistingu á hinu vinsæla E1 Pinar hóteli á hreint frábæru verði. Hér getur þú valið um stúdíóíbúðir eða íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum. Allar með eldhúsi, baði, stofu, sjónvarpi og síma, einfaldar og þægilegar íbúðir. Sameiginleg þjónusta er rnikil á hótelinu. 3 veitingastaðir, stór og góður garður, 2 sund- laugar, tennisvellir, íþróttaaðstaða og bamaleiksvæði. Og að sjálfsögðu nýmr þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 25. maí, vikuferð, íbúð með 1 svefnherbergi. Verð kr. 39.990 E1 Pinar Hvenær er laust M.v. 2 í studíó, 25. maí, vikuferð. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í studio, 25. maí, 2 vikur. 18. ma( 22. maí 25. maí 29. maí 1. júní 5. júní 8. júní 6 sæti 8 sæti 28 sæti uppselt 11 sæti 18 sæti 14 sætí HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.