Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 07.05.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ CITRÉi Nature's Prescription For Shine og hárió glampar ogglansar!!! Nú eru þær komnar til íslands amerísku úrvals CITRÉ SHINE hársnyrtivörurnar sem m.a. eru unnar úr safa og berki sérvalinna sítrusávaxta sem stuðla að auknum gljáa hársins og gefa því heilbrigt og lifandi útlit. CITRÉ SHINE vörurnar eru á sérlega hagstæðu verði, en í háum gæðaflokki og standast fyllilega samanburð við aðrar dýrari tegundir hársnyrtivara. CITRÉ SHINE hársnyrtivörurnar fást á yfir 50.000 sölustöðum í Bandaríkjunum einum saman, auk þess sem þær eru fáanlegar víðar um heim, svo sem í Suður-Ameríku, Kanada, Ástralíu, Evrópu, þar á meðal á hinum Norðurlöndunum, í Austurlöndum - og nú á íslandi! Margir íslandingar kannast við suma þekkta sölustaði CITRÉ SHINE í Bandaríkjunum og má þar t.d. nefna risafyrirtækin K-Mart, Walgreens, Revco, Eckard, Rite Aid, CVS og Albertsons. Nttuf Pftftcrtptíon For SWm revitalizing SHAMPOO McgaVitsmm FotmuU Noutishes & Sttongtlum* iRTYPES SÖLUSTAÐIR: ■Æ033211 Þverholti 2, Mosfellsbæ Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi Smáratorgi 1, Kópavogi Spönginni 13, Reykjavík Kringlunni 8-12, Reykjavík Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði Iðufelii 14, Reykjavík Smiðjuvegi 2, Kópavogi Njarðvíkum Apótek Garðabæjar, Garðatorgi, Garðabæ Norðurbæjarapótek, Miðvangi 41, Hafnarfirði Skipholtsapótek, Skipholti 50C, Reykjavík Garðs Apótek, Sogavegi 108, Reykjavík Apótek Sauðárkróks Akraness Apótek Apótek Vestmannaeyja Hjá Maríu-Amarohúsinu, Akureyri Pétursbúð, Ránargötu 15, Reykjavík Verslunin Kjötborg, Hofsvallagötu 19, Reykjavík Verslunin Áskjör, Ásgarði 22, Reykjavík \Co4*hCÍ*> Síðumúla 17 • 108 Reykjavík Sími: 588 3630 • Fax: 588 3731 Netfang: kosmeta@kosmeta.is Netverslun (Amerísku undrakremin): www.kosmeta.is I FÆÐINGAR- OG FORELDRAORLOF UNDIRRITAÐUR hefur í umboði ríkis- stjórnarinnar lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um fæð- ingar- og foreldraor- lof. Þetta er í sam- ræmi við fyrirheit sem gefin voru til að greiða fyrir lausn yf- irstandandi kjara- samninga. Lagasetning þessi markar tímamót í fjöl- skyldu- og jafnréttis- málum. „Markmið laga þessara er að tryggja barni sam- vistir bæði við föður og móður. Þá er lögum þessum ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnu- líf,“ eins og segir í markmiðsgrein frumvarpsins. Þegar lögin eru að fullu komin Félagsmálaráðuneytið hefur í umboði ríkis- stjórnarinnar, segir Páll Pétursson, rekið mjög markvissa fjölskyldu- stefnu allt frá 1995. til framkvæmda eiga konur og karlar sama rétt til fæðingarorlofs hvort heldur þau eru á opinberum eða almennum vinnumarkaði éða sjálfstætt starfandi. Hvort foreldri um sig á rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs og er sá réttur sjálfstæður og ekki framseljanleg- ur. Þá eiga foreldrarnir sameigin- legan rétt á þriggja mánaða orlofi til viðbótar og ráða sjálfir hvernig þeim rétti er skipt. Gert er ráð fyrir að lenging á sjálfstæðum rétti föður taki gildi í áföngum þannig að hið nýja kerfi verði að fullu komið til framkvæmda 1. jan- úar 2003. Sveigjanleiki er á töku fæðing- arorlofsins og skal það tekið á fyrstu 18 mánuðum eftir fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Þá er foreldrum heimilt með samkomulagi við vinnuveitanda að teygja á fæðing- arorlofí með því að vera í hluta- starfi. Nokkur umræða hefur orðið um að réttur barna einstæðra foreldra væri ekki tryggður til 9 mánaða sólarhringssamvista við foreldri. Sé svo ekki eru það einungis und- antekningartilfelli. Hjón, sambýlis- fólk og foreldrar með sameiginlega forsjá, þótt ekki búi saman, hafa sjálfkrafa rétt á samtals 9 mánuð- um. Einnig á foreldri án forsjár rétt á þriggja mánaða fæðingar- orlofi enda komi til skriflegt sam- þykki forsjárforeldris. Falli annað foreldri frá áður en það hefur tekið fæðingarorlof öðl- ast eftirlifandi foreldri rétt til 9 mánaða, enda séu ekki liðnir 18 mánuðir frá fæðingu eða ættleið- ingu. Það er einungis í þrenns konar tilfellum sem barn á ekki kost á 9 mánaða sólarhringssamvistum við foreldri. Það er í fyrsta lagi ef móðir kýs að feðra ekki barn sitt, í öðru lagi ef forsjárforeldri neitar því foreldri sem er án forsjár um fæðingarorlof og í þriðja lagi ef annað foreldri er í útlöndum. Hvað fleirburafæðingar áhrærir bætast 3 mánuðir við tímann, samtals 12 mánuðir vegna tvíbura og 15 vegna þríbura. Vernd heilsu og réttinda Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum meðan á meðgöngu stendur eða eftir fæðingu er tryggt sérstaklega. Ennfremur á þunguð kona rétt til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði í leyfi frá störfum sé ekki unnt að tryggja henni örugg og heilsu- samleg vinnuskilyrði. í frumvarpinu er foreldrum tryggð uppsöfnun og vernd réttinda. Á meðan á fæðingarorlofi stendur greiðir foreldri áfram í líf- eyrissjóð og gert er ráð fyrir að fæðingarorlofssjóður greiði að lág- marki 6% af fæðingarorlofsgreiðsl- um. Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengd- um réttindum, s.s. réttindum til orlofstöku, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta. Réttur til að hverfa að sama starfi eða sambærilegu er einnig tryggður. Fjármögnun greiðslna í fæðingarorlofí Þá er rétt að gera grein fyrir því hvernig áformað er að fjármagna fæðingarorlofskerfið. Það er að mestu vinnumarkaðstengt en þeir sem eru í námi eða í minna en 25% starfi njóta bóta. Fæðingarorlofssjóður sem stofn- aður verður samkvæmt lögum þessum mun fá hlutdeild í trygg- ingagjaldi. Svo háttar til að mjög hefur dregið úr atvinnuleysi og er það nú innan við 2%. Sá hluti tryggingagjalds sem runnið hefur til atvinnuleysistryggingasjóðs hefur þó ekki verið lækkaður, eins og e.t.v. hefði verið rökrétt. Áformað er að 0,85% af trygginga- gjaldsstofni renni í fæðingarorlofs- sjóð en greiðslur til atvinnuleysis- trygginga lækki að sama skapi, enda er sá sjóður orðinn mjög gildur. Gert er ráð fyrir að kostn- aður vegna fólks á vinnumarkaði verði fjármagnaður með trygg- ingagjaldi. Eftir standa greiðslur til þeirra sem eru utan vinnumark- aðar og er kostnaður við þá áætl- aður 600 m.kr. og greiðist beint úr ríkissjóði. Kostnaður árið 2001 gæti orðið 2 milljarðar en 3 millj- arðar árið 2003. Með þessari útfærslu leggst enginn nýr kostnaður á atvinnu- lífið, kostnaður ríkis eykst um 300 milljónir en sparnaður sveitarfé- laga yrði 300 milljónir árlega. Greiðslur í fæðingarorlofi Fæðingarorlofssjóður mun greiða 80% af meðaltali heildar- launa eða reiknaðs endurgjalds. Mjög kom til álita að hafa hámark á mánaðargreiðslum en það varð þó ekki að ráði. Líklegt þótti að hærra launaðir mundu þá ekki taka fæðingarorlof og jafnréttis- markmiðum milli kynja yrði síður náð. Ein skýringin á kynbundnum launamun, sem því miður við- gengst hér ennþá, er sú að konur séu meira bundnar heimili en karl- ar og frátafir þeirra frá vinnu vegna barneigna meiri en karla. Því þarf að gera það aðgengilegt fyrir alla feður að taka fæðingar- orlof ef þeir kjósa. Sumir vilja að greiðslur í fæðingarorlofi séu þær sömu og í vinnunni. Það þykir mér ofrausn enda fylgir því ótvirætt einhver kostnaður að sækja vinnu og auk þess ætti að vera einhver sparnaður að annað foreldrið sé heima. Fæðingarstyrkur verður greidd- ur heimavinnandi og þeim sem eru með minna en 25% starfshlutfall. Greiðsla í fæðingarorlofi foreldris í 25-49% starfi skal aldrei vera lægri en 54.021 kr. á mánuði og lágmark til þeirra sem eru í meira en 50% starfi eða í námi 74.867 kr. Foreldraorlof er nýmæli Þá er í frumvarpinu ákvæði um að leiða í lög svokallað foreldraor- lof. Það er ólaunað, en heimilað er hvoru foreldri að hverfa úr vinnu allt að 13 vikum til að annast barn sitt eða vera samvistum við það á fyrstu 8 árunum í ævi þess. Sam- tals misseri á barn. Þetta er sjálf- stæður óframseljanlegur réttur hvors foreldris. Starfsmanni er heimilt að taka foreldraorlofið í einu lagi eða haga því með öðrum hætti með samkomulagi við vinnu- veitanda. Rétt er að geta þess einnig að félagsmálaráðherra hefur flutt frumvarp um starfsfólk með fjöl- skylduábyrgð. Það felur í sér að óheimilt er að segja starfsmanni upp þótt hann hverfi úr vinnu tímabundið til að sinna fjöl- skylduábyrgð sinni, svo sem að annast veika aðstandendur. Stórkostlegt jafnréttisskref Með lögum þessum er ekki ein- ungis jafnaður réttur kynjanna heldur einnig er réttur starfs- manna á almennum vinnumarkaði gerður jafn rétti starfsmanna hins opinbera en þeir hafa notið mun betri réttinda. Karlar á vinnu- markaði hagnast verulega á nýju kerfi. Þeir fá sjálfstæðan ófram- seljanlegan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs á 80% meðallaun- um og sameiginlegan þriggja mán- aða rétt með móður barns. Þetta er mikil réttarbót þar sem réttur- inn var áður að hámarki tvær vik- ur. Þá er réttur heimavinnandi karla og námsmanna til fæðingar- styrks tryggður á sama hátt og kvenna en þess hafa þeir ekki not- ið áður. Fjölskyldan er í fyrirrúmi Félagsmálaráðuneytið hefur í umboði ríkisstjórnarinnar rekið mjög markvissa fjölskyldustefnu allt frá 1995. Langflestar laga- breytingar sem við höfum staðið fyrir miða að því að bæta skilyrði fjölskyldnanna til betra lífs. Nægir þar að nefna vinnulöggjöfina, vinnumarkaðsaðgerðir, húsnæðis- löggjöf, sem stórbætir stöðu hinna tekjulægri, ný sveitarstjórnalög og endurskoðun laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga, ályktun Alþing- is um mótun opinberrar fjöl- skyldustefnu, endurskoðaða jafn- réttisáætlun, ný jafnréttislög og nú síðast frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Það er ekki á færi hins opinbera að tryggja öllum börnum umhyggju og ástúð í uppveksti. Það er hins vegar mikilvægt að einskis sé látið ófreistað til þess að skapa þau ytri skilyrði að börn geti átt sem áhyggjulausasta æsku og notið samvista við báða foreldra. Frum- varpið á að stuðla að því að skapa öllum foreldrum tækifæri til að vera með börnum sínum á mesta mótunarskeiði þeirra. Með þessum nýju lögum eru konur og karlar einnig gerð jafnsett á vinnumark- aði. Höfundur er félagsmálaráðherra. Páll Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.