Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ Sumarbúð- irnar Ævin- týraland á Reykjum SKRÁNING stendur sem hæst í sumarbúðirnar Ævintýraland á Reykjum í Hrútafirði. Eitt tímabil er aðeins ætlað aldurshópnum 12-14 ára og er það nærri fullbókað. Önn- ur tímabil, sem eru fyrir 7-12 ára, eru óðum að fyllast. í fréttatilkynningu segir: „Sumar- búðimar Ævintýraland, sem eru að hefja þriðja starfsár sitt, eru reknar af þremur systrum, Svanhildi Sif Haraldsdóttur sem er sumarbúða- stjóri, Helgu Arnfríði sálfræðingi og Guðríði sem er kynningarfulltrúi. Afar fjölbreytt dagskrá er í boði fyr- ir börnin þessa vikudvöl og má nefna dagleg námskeið í myndlist, tónlist, leiklist, íþróttum og grímu- gerð og eru þau innifalin í verði. Einnig er boðið upp á reiðnámskeið en þau kosta aukalega. Leiðbeinendur eru úr hópi mynd- listarfólks, leikara og tónlistarkenn- ara og annað starfsfólk hefur langa reynslu og/eða menntun í að vinna með börnum. Allt kapp er lagt á að börnunum líði vel og að þau skemmti sér konunglega." ---------------- Breytingar á stjórn Kvenréttinda- félag-sins Á AÐALFUNDI Kvenréttindafélags íslands nýlega urðu nokkrar breyt- ingar í framkvæmdastjórn félagsins. Stjórnina skipa nú: Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir formaður, Hólmfríður Sveinsdóttir varaformaður, Ólafía B. Rafnsdóttir gjaldkeri, RagnhUdur Guðmunsdóttir ritari og Þorbjörg Inga Jónsdóttir meðstjórnandi. Varastjórn er skipuð: Ásdísi Þrá Höskuldsdóttur, Erlu Huldu Hall- dórsdóttur og Árelíu Eydísi Guð- mundsdóttur. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Kristín Þóra Harðardóttir. „Kvenréttindafélag Islands hefur verið leiðandi í jafnréttisumræðunni hér á landi í hartnær heUa öld. Félag- ið er enn mjög virkt og er nú sem fyrr vettvangur opinnar umræðu um jafn- réttismál. Sérstaða KRFÍ flest m.a. í því að stjórn félagsins er skipuð full- trúum úr öllum stjómmálaflokkum og starfar félagið því á þverpólitísk- um forsendum, segir í fréttatilkynn- ingu.' Á döfinni er ferð fulltrúa úr stjóm félagsins á fund norrænna kvenna- samtaka í Kaupmannahöfn. ------*-+-*----- Þjónustumiðstöð Símans opnuð á Laugavegi ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Símans í Miðbæ flutti í gær, laugardag, úr Landssímahúsinu v/Austurvöll í nýtt húsnæði á Laugavegi 15. Á nýja staðnum verður lögð sérstök áhersla á GSM-síma en jafnframt er boðið upp á sömu vöra og þjónustu og í öðr- um þjónustumiðstöðvum Símans. í tilefni opnunarinnar munu fyrstu 100 viðskiptavinir, sem kaupa GSM- síma á opnunardaginn, geta fengið GSM-áskrift án stofngjalds. Þá stendur Síminn fyrir leik á útvarps- stöðinni FM á laugardaginn þar sem nokkrir heppnir hlustendur geta unnið GSM-síma eða heimilissíma. Auk þess verða margvísleg tilboð á heimilissímum, þráðlausum símtækj- um, ISDN-búnaði, GSM-símum og aukahlutum. Eigendur Nokia 5110 og 3210 síma geta fengið aukafram- hlið á símann sinn í þjónustumiðstöð- inni á Laugavegi á opnunardaginn. Þjónustumiðstöðin verður opnuð kl. 10 á laugardagsmorgun og verður opin til kl. 17. Hljómsveitin Land og synir treður upp kl. 14. SKODIIN BT endurgreiðir sjónvarpstæki ef vel gengur Á SÍÐASTA ári hét BT því að end- urgreiða sjónvarpstæki ef Island færi með sigur af hólmi í Evróvis- ion keppninni en nú ætlar BT að bjóða endurgreiðslu á sjónvarps- tækjum ef Island lendir í 1., 2. eða 3. sæti en íslenska laginu, „Tell Me“ í flutningi Telmu og Einars Ágústs, er spáð einu af fimm efstu sætunum. BT leggur sitt af mörkum tO að auka á spennuna með þessu djarfa útspili en fyrir BT vakir líka að hvetja íslensku keppendurna til dáða og ná verðlaunasæti í keppn- inni, segir í fréttatilkynningu. Fari svo að íslenska lagið hafni í 16. sæt- inu góða fá nýir sjónvarpstækja- eigendur 16" pizzuveislu með kók frá Pizza 67, segir ennfremur. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 35 AÐEINS BROT AF ÞVI BESTA í SUMAR General Electric General Electric þvottavél, WWH7209 4,5 kg.1000 snúninga, stigalaus hitastillir,13 kerfi, t.a.m. krumpuvörn og ullarprógrami Verð kr. 39.900.- General Electríc General Electric tövfaldur amerískur ísskápur með klakavél TFZ20JRB H.170 B80. D.77,5 Verð kr. 149.000.- CHEFF hrærivél, KM 300 sem hrærir, hnoðar og þeytir. Krafmikil, 700w Verð kr. 23.900 - Matvinnsluvél, FP470 með blandara og safapressu. 470w Verð kr. 9.900.- Blandari, BL 300, 300w Verð kr. 2.895.- HEKLA HEKLUHÚSINU • LAUGWEGl 172 • SÍMI 569 5770 • HEIMASÍÐA www.heklo.ls • NETFANG heklo@heklo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.