Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
Sumarbúð-
irnar Ævin-
týraland á
Reykjum
SKRÁNING stendur sem hæst í
sumarbúðirnar Ævintýraland á
Reykjum í Hrútafirði. Eitt tímabil
er aðeins ætlað aldurshópnum 12-14
ára og er það nærri fullbókað. Önn-
ur tímabil, sem eru fyrir 7-12 ára,
eru óðum að fyllast.
í fréttatilkynningu segir: „Sumar-
búðimar Ævintýraland, sem eru að
hefja þriðja starfsár sitt, eru reknar
af þremur systrum, Svanhildi Sif
Haraldsdóttur sem er sumarbúða-
stjóri, Helgu Arnfríði sálfræðingi og
Guðríði sem er kynningarfulltrúi.
Afar fjölbreytt dagskrá er í boði fyr-
ir börnin þessa vikudvöl og má
nefna dagleg námskeið í myndlist,
tónlist, leiklist, íþróttum og grímu-
gerð og eru þau innifalin í verði.
Einnig er boðið upp á reiðnámskeið
en þau kosta aukalega.
Leiðbeinendur eru úr hópi mynd-
listarfólks, leikara og tónlistarkenn-
ara og annað starfsfólk hefur langa
reynslu og/eða menntun í að vinna
með börnum. Allt kapp er lagt á að
börnunum líði vel og að þau
skemmti sér konunglega."
----------------
Breytingar
á stjórn
Kvenréttinda-
félag-sins
Á AÐALFUNDI Kvenréttindafélags
íslands nýlega urðu nokkrar breyt-
ingar í framkvæmdastjórn félagsins.
Stjórnina skipa nú: Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir formaður, Hólmfríður
Sveinsdóttir varaformaður, Ólafía B.
Rafnsdóttir gjaldkeri, RagnhUdur
Guðmunsdóttir ritari og Þorbjörg
Inga Jónsdóttir meðstjórnandi.
Varastjórn er skipuð: Ásdísi Þrá
Höskuldsdóttur, Erlu Huldu Hall-
dórsdóttur og Árelíu Eydísi Guð-
mundsdóttur. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins er Kristín Þóra Harðardóttir.
„Kvenréttindafélag Islands hefur
verið leiðandi í jafnréttisumræðunni
hér á landi í hartnær heUa öld. Félag-
ið er enn mjög virkt og er nú sem fyrr
vettvangur opinnar umræðu um jafn-
réttismál. Sérstaða KRFÍ flest m.a. í
því að stjórn félagsins er skipuð full-
trúum úr öllum stjómmálaflokkum
og starfar félagið því á þverpólitísk-
um forsendum, segir í fréttatilkynn-
ingu.'
Á döfinni er ferð fulltrúa úr stjóm
félagsins á fund norrænna kvenna-
samtaka í Kaupmannahöfn.
------*-+-*-----
Þjónustumiðstöð
Símans opnuð á
Laugavegi
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Símans í
Miðbæ flutti í gær, laugardag, úr
Landssímahúsinu v/Austurvöll í nýtt
húsnæði á Laugavegi 15. Á nýja
staðnum verður lögð sérstök áhersla
á GSM-síma en jafnframt er boðið
upp á sömu vöra og þjónustu og í öðr-
um þjónustumiðstöðvum Símans.
í tilefni opnunarinnar munu fyrstu
100 viðskiptavinir, sem kaupa GSM-
síma á opnunardaginn, geta fengið
GSM-áskrift án stofngjalds. Þá
stendur Síminn fyrir leik á útvarps-
stöðinni FM á laugardaginn þar sem
nokkrir heppnir hlustendur geta
unnið GSM-síma eða heimilissíma.
Auk þess verða margvísleg tilboð á
heimilissímum, þráðlausum símtækj-
um, ISDN-búnaði, GSM-símum og
aukahlutum. Eigendur Nokia 5110
og 3210 síma geta fengið aukafram-
hlið á símann sinn í þjónustumiðstöð-
inni á Laugavegi á opnunardaginn.
Þjónustumiðstöðin verður opnuð
kl. 10 á laugardagsmorgun og verður
opin til kl. 17. Hljómsveitin Land og
synir treður upp kl. 14.
SKODIIN
BT endurgreiðir
sjónvarpstæki
ef vel gengur
Á SÍÐASTA ári hét BT því að end-
urgreiða sjónvarpstæki ef Island
færi með sigur af hólmi í Evróvis-
ion keppninni en nú ætlar BT að
bjóða endurgreiðslu á sjónvarps-
tækjum ef Island lendir í 1., 2. eða
3. sæti en íslenska laginu, „Tell
Me“ í flutningi Telmu og Einars
Ágústs, er spáð einu af fimm efstu
sætunum.
BT leggur sitt af mörkum tO að
auka á spennuna með þessu djarfa
útspili en fyrir BT vakir líka að
hvetja íslensku keppendurna til
dáða og ná verðlaunasæti í keppn-
inni, segir í fréttatilkynningu. Fari
svo að íslenska lagið hafni í 16. sæt-
inu góða fá nýir sjónvarpstækja-
eigendur 16" pizzuveislu með kók
frá Pizza 67, segir ennfremur.
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 35
AÐEINS BROT AF ÞVI
BESTA í SUMAR
General Electric
General Electric þvottavél,
WWH7209 4,5 kg.1000 snúninga,
stigalaus hitastillir,13 kerfi,
t.a.m. krumpuvörn og ullarprógrami
Verð kr. 39.900.-
General Electríc
General Electric
tövfaldur amerískur ísskápur
með klakavél
TFZ20JRB H.170 B80. D.77,5
Verð kr. 149.000.-
CHEFF hrærivél, KM 300
sem hrærir, hnoðar og þeytir.
Krafmikil, 700w
Verð kr. 23.900 -
Matvinnsluvél, FP470
með blandara og
safapressu. 470w
Verð kr. 9.900.-
Blandari, BL 300, 300w
Verð kr. 2.895.-
HEKLA
HEKLUHÚSINU • LAUGWEGl 172 • SÍMI 569 5770 • HEIMASÍÐA www.heklo.ls • NETFANG heklo@heklo.is