Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 39

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 39 hann sífellt að mennta sig meira til þess að vera betur í stakk búinn til þess að hjálpa öðrum. Hann lagði sig allan fram í starfi, enda naut hann þess að geta látið gott af sér leiða. Og hann var alltaf fyrstur til þess að bjóða fram hjálp ef eitt- hvað bjátaði á hjá ættingjum hans eða vinum. Því skal engan undra að hann hafi verið vinamargur og vel liðinn af öllum sem honum kynntust. Hann skilur eftir sig stórt skarð í tilveru allra sinna ættingja og vina, og enginn getur nokkurn tím- ann komið í hans stað. Hann var mjög barngóður og átti alltaf mikið í okkur frændsystkinunum. Berg- ný var auðvitað alltaf hans upp- áhald og sá maður augljóslega á þeirra samskiptum að sambandið á milli þeirra var gott og var auðséð hvað þeim þótti vænt hvoru um annað. Baddi var alltaf glaðlegur, hreinskilinn og opinn, tók hann ósjaldan utan um okkur krakkana og sýndi okkur mikla væntum- þykju sem svo sannarlega var gagnkvæm. Þessar ásamt svo mörgum öðrum góðum minningum eigum við eftir um hann frænda okkar sem við munum aldrei gleyma, og er hans sárt saknað. Elsku Iða Brá, Bergný, amma og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur i verki var gjðf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Baddi, við viljum þakka þér innilega fyrir allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina, og fyrir allar góðu minningarnar sem við munum geyma í hjörtum okkar svo lengi sem við lifum. Sandra og Oddný Ósk. Elsku Baldur minn. Það er ótrú- legt að það skuli vera kominn tími til að kveðja þig, en aðeins á blaði. Því þó að við sjáumst ekki munt þú alltaf vera til staðar og minningin um þig mun lifa áfram í hjörtum okkar allra sem þekktum þig. Það er sjaldan á ævinni sem maður hittir einhvern og finnst vænt um þá strax. Þú varst einn af þeim og þegar ég var í kringum þig og fjöl- skylduna þína leið mér virkilega vel. Ég hélt að vinskapur okkar allra væri rétt að byrja. Enda vor- um við að plana sumarfríin okkar fyrir svo stuttu. Ég og Ásgeir vor- um staðráðin í því að reyna að hitta ykkur í Danmörku og jafnvel reyna að draga ykkur í sólarlanda- ferð með okkur. Draumar um það að þú og Ásgeir færuð að kafa og á meðan myndum við stelpurnar kíkja á markaði og versla saman. Þú sem varst nýbúinn að kaupa þér köfunargræjur agalega stoltur. En slysin gera ekki boð á undan sér og því kveð ég þig nú með sorg og trega. Ég hugsa um góðu stundirnar sem við áttum saman og reyni að finna huggun í þeim. Eg var virkilega heppin að fá að kynnast þér og góðmennsku þinni. Ég heiti þér því að ég og Ásgeir munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að styrkja Iðu og Bergnýju í gegnum þessa erfiðu tíma. Megir þú hvíla í friði. Elsku Iða Brá og Bergný vin- konur mínar, ég bið fyrir ykkur og hugur minn er stöðugt hjá ykkur. Þið munuð alltaf eiga mig að. Ég bið einnig fyrir fjölskyldunni hans Baldurs og vona að þið finnið styrk hjá hvert öðru og Guði til að takast á við þennan mikla missi og votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Guðfinna Hinriksdóttir. Engin orð fá því lýst hve þung fréttin var af fráfalli þinu, Baddi minn. í blóma lífsins. Fallinn frá. En ótímabært. Fallinn frá Iðu þini Brá yndislegri eiginkonu og Berg- nýju dóttur þinni sem alla tið hef- ur verið allra manna hugljúfi og augasteinninn þinn. Þú sem alltaf varst svo duglegur, jákvæður og fram úr hófi fyndinn og orðhepp- inn. Örlæti þínu, trausti og góð- mennsku voru engin takmörk sett. Þú varst alla tíð forvitinn og fróð- leiksfús og settir markið hátt. Með endalausum dugnaði og elju voruð þið hjónin búin að byggja upp heil- mikinn rekstur. En þótt þú hafi þurft að vinna mikið hafðir þú allt- af tíma fyrir vini og ástvini hvort sem þeir þurftu á hjálp þinni að halda eða bara skemmtilegum fé- lagsskap. Þegar ég læt hugann reika minnist ég svo margra góðra stunda með ykkur hjónum. Hvort sem við sóttum ykkur heim eða þið komuð til okkar, hvort sem það var yfir lönd og höf eða bara í næstu götu þá var gleðin yfir nærveru þinni alltaf jafnmikil. Baddi minn, þú kunnir að njóta lífsins en það gerðirðu ávallt þannig að þú leyfð- ir öðrum að njóta þess með þér. Þú lifðir lífinu vel, fórst vel með tíma þinn, mér finnst að þú hafir lifað lífinu eins og hver dagur væri þinn síðasti því allt sem þú gerðir var af hinu góða, þú sýndir öllum áhuga, lést fólki finnast það skipta þig máli og lést aldrei tækifæri úr höndum renna ef þú gast látið því líða vel og síðast en ekki síst þá tókst þér alltaf að koma öllum til að hlæja. Elsku Baddi minn, þakka þér fyrir vináttu þína og félagsskap. Minningin um öðlingsdreng sem féll alltof fljótt frá mun lifa í hjört- um okkar á meðan okkur endist ævin og jafnvel lengur því sagan af góðum dreng ferðast víða og lifir lengi. Elsku Iða Brá og Bergný, um leið og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð biðjum við góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sigríður, Jóhannes og Iðunn. Kveðja frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna Það er sárt að kveðja góðan vin og starfsfélaga eins og Baldur var en við vitum að hann mun áfram verða meðal vor í anda. Baldur hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja árið 1983 og fór snemma að hafa afskipti af félagsmálum. Á fyrstu árum Landssambands slökkviliðs- manna var Baldur kosinn í stjórn félagsins og starfaði hann í henni í nokkur ár. Hugur Baldurs leitaði mjög til sjúkraflutninga og árið 1993 var Baldur kosinn í stjórn Landssambands sjúkraflutninga- manna. Síðan hefur Baldur starfað ötullega að baráttumálum sjúkra- flutningamanna, verið í stjórn Sjúkraflutningaskólans fyrir sjúkraflutningamenn og verið einn af kennurum skólans. Á þeim vett- vangi hefur Baldur skapað sér afar gott orð og verið virtur af félögun- um. Á síðasta ári sameinuðust Landssamband slökkviliðsmanna og Landssamband sjúkraflutninga- manna og var Baldur einn af hvatamönnum þeirrar sameining- ar. Við andlát Baldurs vann hann að trúnaðarstörfum fyrir félagið, meðal annars í stjórn Fagdeildar sjúkraflutningamanna. Baldur var mjög úrræðagóður og rökfastur, það var gott að leita til hans og hann var alltaf tilbúinn til starfa þegar eftir var leitað. Þegar erfið verkefni blöstu við bauðst Baldur iðulega til að taka þau að sér. Baldur sá um útgáfu á blaði sjúkraflutningamanna, Spelk- unni, og var mjög annt um að blað- ið væri í senn fræðandi og mál- svari sjúkraflutningamanna. Eru honum þökkuð sérstaklega þau störf. Baldur hætti störfum hjá Brunavörnum Suðurnesja nú í vet- ur en hann var þá í starfi vara- slökkviliðsstjóra. Þrátt fyrir það hafði hann boðist til að vinna áfram fyrir landssambandið eins og kostur var. Við sjúkraflutninga- menn og slökkviliðsmenn færum Baldri þakkir fyrir það mikla og fórnfúsa starf sem hann hefur unn- ið fýrir okkur. Við sendum eiginkonu hans, dóttur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi drottinn blessa ykkur og varðveita. Knútur Halldórsson. Ég var á leiðinni heim úr sumar- bústað og var glöð og hress eftir góða og afslappaða helgi, þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að það hefði orðið slys og að Baldur væri dáinn. Hressleikinn og gleðin hvarf eins og dögg fyrir sólu og yf- ir mann þyrmdi skuggahliðin. Af hverju í ósköpunum Baldur? Leið- in heim til Keílavíkur var löng og þögul. Minningarnar streymdu fram og allt hringsnerist. Ég sem var nýbúin að ræða við hann um sumarið. Hann sem var svo spenntur fyrir sumrinu, það átti að gera svo margt. Hann var t.d. búinn að ákveða að bjóða kúnnun- um sínum í Lífsstíl upp á nýjan óvissutíma sem hann áætlaði að byrja með núna um helgina. Það leikur enginn vafi á því að það hefði verið líf og fjör í þeim tíma. Ég kynnist Baldri fyrir tæpum tveimur árum, í Lífsstíl. Hann var einn af þeim kúnnum, sem manni fannst frábært að fá í tíma hjá sér, því hann var ávallt í stuði og til- búinn til að taka vel á. Skömmu síðar fór hann að kenna sjálfur spinning og að sjálfsögðu var það gert 100%. Það er enginn kennari sem er eins og Baldur var. Baldur var einstakur. Ennþá finnst manni þetta vera hálf óraunverulegt. Maður á mjög auðvelt með að telja sér trú um það, að þú sért bara í fríi og þú eigir eftir að birtast inn um dyrnar í Lífsstíl, á leiðinni að spinna svolítið. Baldur var svo kraftmikill og ávallt allur af vilja gerður til að gera allt fyrir mann. Það var sama hvenær maður hringdi í hann, alltaf var svarið já- kvætt. Síðasta sumar fórum við í hópferð niður Hvítá og tjölduðum svo í Þrastarskógi, það var hreint frábær ferð. Baldur, Iða og Berg- ný voru að sjálfsögðu með í ferð- inni. Þar var mikið spjallað, hlegið, dansað, farið á trampólín og svo punkturinn yfir i-ið var auðvitað sumarbústaðarkakóið hans Bald- urs. Baldur var mjög lánsamur að eiga Iðu Brá og Bergnýju að. Oft talaði maður um það hversu frá- bær fjölskylda þau væru. Elsku Iða Brá og Bergný, að ganga í gegnum slíka þrautagöngu tekur mikið á. En dugnaður ykkar og sú jákvæðni og góðmennska sem þið búið yfir, hjálpar ykkur að komast aftur á rétta braut. Baldur lifir áfram í minningu okkar allra, því sá sem kynntist Baldri, gleym- ir honum aldrei. Fjölskyldum ykkar, Kidda og öllum öðrum sem þekktu Baldur, sendi ég samúðarkveðjur. Elsku Baldur! Ég veit að við sjáumst síðar, hvenær sem það verður, en það er eitt sem víst er, að það verða fagnaðarfundir. Hvíl þú í friði. Kristjana H. Gunnarsdóttir. Það er stórt skarð höggvið í okkar hóp hér í líkamsræktarstöð- inni Lífsstíl. Erfitt verður að fylla í það. Baldur var spinningkennari hjá okkur. Reyndar er ekki rétt að segja að hann hafi aðeins verið spinningkennari hjá okkur, því hann var svo miklu meira. Ef upp komu vandamál í tölvunum hjá okkur, þá bjargaði Baldur ekki svo sjaldan hlutunum. Ef okkur vant- aði eitthvað, þá var alltaf svo gott að ræða málin við Baldur, þvl hann hafði ávallt skýr svör á reiðum höndum. Jákvæður, duglegur, blíð- ur, hress, eru lýsingarorð sem lýsa Baldri vel. Baldur var hér áður það sem maður kallar anti-sportisti, en síð- an kynnist hann spinning og þá varð ekki aftur snúið. Á hjólinu gat hann verið lengur en nokkur ann- ar. Hann munaði sko ekki um það að hjóla í nokkra tíma og alltaf var hann til í að taka eitt lag enn, ef einhver óskaði þess. Hann var starfsmaður sem alla vinnuveit- endur dreymir um, því hann var ávallt tilbúinn að gera eilítið meira en ætlast var til af honum. Það eru ófáir sem hann hefur náð að draga inn í líkamsræktina. Það var mjög gott að senda nýja viðskiptavini til Baldurs, því hann hafði svo ein- stakt lag á því að nálgast nýtt fólk. Iðu Brá, Bergnýju og fjölskyld- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur, missir ykkar er mikill. Við alla þá sem Baldur hefur liðsinnt hér í Lífsstíl viljum við segja: „Geymum þá góðu minningar sem við eigum um Baldur, verum já- kvæð, þó á móti blási, það hefði Baldur gert!“. Baldur, við þökkum þér sam- fylgdina. Kveðja. Starfsfólk Líkamsrækt- arst. Lífsstfis. Okkur langar að kveðja kæran vin og vinnufélaga, hann Baldur „okkar“, sem hvarf svo sviplega úr lífl okkar langt um aldur fram og skil- ur eftir sig stórt skarð og tóma- rúm. Það má segja að Baldur hafi leitt okkur inn í tölvuöldina á sín- um tíma þegar stofnunin tölvu- væddist árið 1994 og allar götur síðan höfum við leitað til hans með öll okkar vandamál hvað tölvu og hugbúnað varðar og nýlega tókum við því fagnandi þegar hann réð sig í fasta stöðu hér við stofnunina sem „yfirtölvunörd“, eins og hann gjarnan kallaði sig. Baldur var maður sem geislaði af lífsgleði og starfsorku. Oft velt- um við því fyrir okkur hversu margar klst. væru í hans sólar- hring. Aldrei var hann óþolinmóð- ur, sama hve mörg verkefni hann þurfti að leysa af hendi og alltaf glaðvær. Okkur finnst enn að hann eigi eftir að svipta upp hurðinni hjá okkur, setjast á næsta skrifborðs- horn og segja: „Jæja, stelpur, er ekki allt í lagi hér?“ Við kveðjum Baldur nú með söknuði og þökkum honum sam- fylgdina en minningin um þennan góða, glaðværa dreng mun lengi lifa í huga okkar. Iðu Brá, Bergnýju og öllum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorg- arstundu. Læknaritarar hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Fallinn er frá langt um aldur fram góður félagi og samstarfs- maður, Baldur Baldursson, sjúkra- flutningamaður. Það er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans með hlýhug og þakka um leið fyrir öll þau góðu störf er hann innti af hendi í tengslum við menntunar- mál sjúkraflutningamanna. Stórt skarð er höggvið í hóp leiðbeinenda Sjúkraflutningaskól- ans en Baldur var hluti af þeim hópi allt frá stofnun skólans árið 1996 og sat hann einnig í stjórn skólans frá 1999. Baldur var alla tíð trúr og tryggur þeim markmið- um sem skólinn setti í upphafi, að efla og bæta menntun þeirra sem starfa við sjúkraflutninga, og starfaði ötullega og af fagmennsku að þeim markmiðum alla tíð. Sjálf-. . ur vann hann við sjúkraílutninga í mörg ár og gat því miðlað af þeirri reynslu sem hann bjó yfir. Það hafa ófáir nemendur skólans notið góðs af þeirri þekkingu sem hann hafði fram að færa. Störf Baldurs einkenndust af áhuga og eljusemi. Til kennslu kom hann ávallt vel undirbúinn og lagði metnað sinn í öll þau störf sem honum voru falin. Mun framlag hans til menntunar- mála sjúkraflutningamanna lifa innan veggja skólans um ókomna tíð. Fjölskyldu Baldurs eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd RKÍ, Svanhildur Þengilsdótt- ir, skólastjóri Sjúkra- flutningaskólans. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. A Kafl Vesturgöt ÓSKA Bjargræð Ómars R Sun. 7. n Mið. 10. Kvöldveré iLeihhasið u 5 ■■:ivdiv/dii7d«unB LÖG LANDANS liskvartettinn með lög agnarssonar. naí kl. 21. maí og fim. 18.5 kl. 21 I urkl. 19.30 MIÐAPANTANIR í S. 551 9055 Miðasala opin fös.-sun. kl. 16-19 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 %> ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen úlfararsljóri, simi 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ..............—.■■«■■■■■■■.. ............. .................■■■■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.