Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
ÆJLARW Ab ETA HANA
Et)A SKAUTA HENNI?
Hundalíf
Smáfólk
Bon soir monsieur flugás úr fyrri „Steiktar
heimstyrjöldinni. Á matseðlinum f froska-
dag er „Des Cuisses de Grenouilles lappir".
Sautées".
Hmm,
Guð
minn...
Áttu ekki
morgunkorn ?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Sumarvinna
í prentverki
fyrir ungt fólk
Frá Hirti Guðnasyni:
í SUMAR verður ungu fólki boðið að
kynna sér störf í prentun og bókb-
andi með sumarvinnu, samhliða
skipulagðri kynningu á möguleikum
í námi í prentiðnaði. Þetta átak sem
er samvinnuverkefni Prenttækni-
stofnunar, Samtaka iðnaðarins og
Félags bókagerðarmanna er skipu-
lagt þannig að nokkrar prentsmiðjur
á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri
bjóða sumarstörf fyrir takmarkaðan
fjölda þátttakenda, sem verða að
hafa náð 18 ára aldri. Hinir ungu
sumarstarfsmenn verða í sérstakri
umsjón bæði fulltrúa fyrirtækisins
og Prenttæknistofnunar og er hug-
myndin að þeir kynnist sem flestum
þáttum bókbands og prentunar.
Tilgangurinn með þessu er sá að
kynna ungu fólki prentiðnaðinn og
þá með það í huga að það geti hugsað
sér að starfa þar í framtíðinni.
Þetta átak er sem sagt til að opna
augu ungs fólks fyrir því að í prent-
iðnaðinum eru spennandi tækifæri
og framtíðarstörf. Þrátt fyrir allt
umtal um að tölvutækni sé að gleypa
allt er ekkert sem bendir til annars
en að prentverk eigi eftir að lifa góðu
lífl um ókomin ár. Prentun og bók-
band krefst sífellt betur menntaðs
fólks því að þar eins og í mörgum
öðrum iðngreinum er góð grunn-
menntun ásamt góðu verklagi nauð-
synlegur þáttur í starfinu.
Prentverk á íslandi er mjög vand-
að og getur státað af sérlega vönduð-
um vinnubrögðum sem hafa hlotið
viðurkenningar og verðlaun erlend-
is. Til að sá gæðastaðall haldist er
nauðsynlegt að fá starfsfólk í grein-
ina sem er tilbúið að leggja á sig nám
og síðan að viðhalda þeirri menntun
með sí- og endurmenntun. Prent-
verkið er gífurlega fjölbreytt og er
ekki bara bundið við bækur og blöð.
Ekki þarf nema að líta í kringum sig
til að sjá allskonar prentverk sem er
orðið daglegur þáttur í lífi fólks án
þess að það taki beinlínis eftir því.
Stafræn prentun er í miklum upp-
gangi og verður spennandi að sjá
hvaða áhrif hún kemur til með að
hafa á prentverk.
Þar leynast vafalaust tækifæri
sem ekki er búið að sjá fyrir og lík-
legast að þar bætist við fleiri og fjöl-
breyttari starfsmöguleikar.
Næsta haust verður væntanlega
hleypt af stokkunum nýju námi í
upplýsinga- og fjölmiðlagreinum í
nokkrum framhaldsskólum og er þar
m.a. boðið upp á nám í prentun og
bókbandi. Það er því tilvalið að nota
sumarið til að kynnast prentverki.
Umsóknarfrestur er til 15. maí og
hjá Prenttæknistofnun er hægt að fá
nánari upplýsingar.
HJÖRTUR GUÐNASON,
framkvæmdastjóri Prenttækni-
stofnunar.
Vegna umræðu um
stjúpættleiðingar
samkynhneigðra
Frá áhugamannahópi
um velferð bama:
„í tilefni af ummælum formanns
samtakanna 78, þriðjudaginn 2. maí
í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, skal
eftirfarandi tekið fram.
Þorvaldur Kristinsson hélt því
fram í umræddum þætti að and-
stæðingar stjúpættleiðinga sam-
kynhneigðra kæmu með rakalausar
fullyrðingar um samkynhneigða
sem foreldra. Hann sagði þá vitna í
rannsóknir sem bentu til neikvæðra
áhrifa þess á börn að alast upp hjá
samkynhneigðum. Þegar þeir væru
beðnir um að koma fram með þess-
ar rannsóknir, gætu þeir það ekki.
Þessar fullyrðingar Þorvalds eru
ósannindi. Mikið er til af greinum
eftir sálfræðinga, lækna og aðra
sérfræðinga sem fullyrða að í sam-
búð samkynhneigðra séu börnum
ekki sköpuð æskileg uppeldisskil-
yrði. Einnig eru til rannsóknir sem
benda til þess sama.
Nýverið sendi Áhugamannahóp-
ur um velferð barna öllum alþingis-
mönnum Islands eina slíka rann-
sókn, Homosexual parents, eftir
Dr. Kirk Cameron et al. Þessi rann-
sókn var birt í Adolescence, Vol. 31,
No. 124, Winther 1996. Í þessari
rannsókn kemur fram að börn þurfi
á foreldrum af báðum kynjum að
halda til að geta mótað sér heil-
brigða kynferðislega sjálfsmynd og
kynímynd. Einnig var þingmönnum
send greinargóð umfjöllun um þær
rannsóknir sem gerðar hafa verið á
samkynhneigðum og börnum
þeirra: „Homosexual parenting:
Bad for children, bad for society"
http://www.frc.org/insight/is94e3-
hs.html. Þessi grein er gefin út af
einum virtustu fjölskyldusamtök-
um í Bandaríkjunum, Family Res-
earch Council. í henni kemur m.a.
fram að 47% barna sem ólust upp
hjá samkynhneigðu foreldri sögð-
ust ekki vera alfarið gagnkyn-
hneigð.
Vonandi munu fjölmiðlar lands-
ins sjá sér fært að fjalla faglega um
þetta mál sem og önnur hagsmuna-
mál barna.“
F.h. Ahugamannahóps um vel-
ferð barna,
HELGA S. SIGURÐARDÓTTIR.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.