Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 55

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 55 FÓLK í FRÉTTUM Miðasala á Tónlistarhátíðina í Reykjavík hefst á morgun Fyrsta flokks tónlistarhá- tíð á alþjóða mælikvarða Miðasala hefst á morgun fyrir Tónlistar- hátíðina í Reykjavík sem haldin verður um hvítasunnuhelgina 10. og 11. júni Skarp- héðinn Guðmundsson fékk tvo af aðstand- endum hátíðarinnar, þá Steinar Berg frá Norðurljósum hf. og Skúla Helgason frá menningarborginni, til þess að lýsa því sem í boði verður. Morgunblaðið/Árni Sæberg , Steinar Berg og Skúli Helgason eru mjög sáttir við Laugardalinn sem vettvang fyrir tónlistarhátíð. „HUGMYNDIN að þessari fyrstu alþjóðlegu tónlistarhátíð í Reykjavík varð til fyrir um ári eftir að menn- ingarborgin leitaði samstarfs við fólk úr tónlistariðnaðinum um að gera eitthvað veglegt á sviði dægurtónl- istar á menningarárinu,“ segir Skúli. Varalltafhorft til Laugardalsins? Skúli: „Við höfum fyrirmyndir að tónlistarhátíðum utan úr heimi en við urðum vitanlega að taka tillit til íslenskra aðstæðna og þá varð strax ljóst að hentugustu aðstöðuna var að finna í Laugardalnum, sérstaklega með tilkomu Skautahallarinnar.“ Þarf að hafa áhyggjuraf veðrinu ? Skúli: „Veðrið mun ekki skipta neinu lykilmáli. Tónleikarnir sjálfir munu alfarið fara fram innandyra, í höllunum og tjaldinu Síðan er spum- ingin hvað gerist á opnu svæðunum.“ Þar fer kannski leðjuslagurinn fram sem tíðkastjafnan á öllum betri tónlistarhátíðum ? Skúli: Glottir. „Ja, kannski, hver veit.“ Steinar: „Svæðið er reyndar alveg afskaplega gróið í heild sinni og vel frá gengið. Því tel ég litla möguleika á því að við munum verða vitni að leðjuböðum á borð við hin frægu á Woodstock og Glastonbury.“ Hugsiðþiðþetta sem annars kon- ar hátíð en t.d. þær eða mega menn búast við slíkri stemmningu? Steinar: „Það er ekkert því til fyr- irstöðu að menn taki með tjaldið og gisti í dalnum. Það má t.d. búast við að gestir utan af landi og erlendis frá muni nýta sér það. Þannig að það verður vissulega „alvöru" hátíðar- stemmning." Hvernig verður dagskrá ogmiða- sölunni háttað? Skúli: „Verðinu hefur verið stillt mjög í hóf miðað við allt það sem er í boði. Það kostar 3.900 kr. hvem dag, sem er svipað og hefur kostað inn á tónleika með einni erlendri sveit, en 7.000 kr. fyrir báða dagana. Síðan verður bryddað upp á þeirri nýjung að hafa sérstakt verð, 1.900 kr., fyrir börn innan 12 ára.“ Steinar: „Við höfðum að markmiði að finna eitthvað við allra hæfi báða dagana. Það verður einhver áherslu- munur milli daganna og milli tón- leikastaðanna en þó ætíð að því gætt að fjölbreytnin ráði ríkjum." Nýtt og ferskt efni skilyrði Höfðuðþið einhverja stefnu til hliðsjónar við val tónlistarmanna? Skúli: „Við settum upp dagskrárn- efnd sem komst að þeirri niðurstöðu að halda bæri fjölbreytta tónlistar- hátíð þar sem öllum helstu tónlistar- stefnum samtímans yrðu gerð skil. Einnig yrði lögð rík áhersla á að fá listamenn sem getið hafa sér gott orð um heiminn fyrir tónleikahald og hefðu nýtt og ferskt efni í farteskinu. I stuttu máli var markmiðið að halda fyrsta flokks hátíð á alþjóðlegan mælikvarða." Hvað um íslcnsku listamennina semkomafram? Steinar: „Við vildum gjaman gefa innsýn í fortíð, nútíð og framtíð. Flestir em fulltrúar nútíðar og fram- tíðar, ungir og upprennandi lista- menn. Þursaflokkurinn er síðan aug- ljós skýrskotun til fortíðarinnar en jafnframt nútíðar því Egill Ólafsson er með nýtt efni í farteskinu. Sálin hans Jóns míns vísar síðan í allar tíð- ir en hún mun flytja sína ótrúlega vinsælu órafmögnuðu dagskrá í hinsta sinn.“ Skúli: „Það er jafnframt söguleg- ur viðburður að Þursaflokkurinn kemur saman og áhuginn fyrir því er gríðarlegur. Við lögðum mjög mikið upp úr sterku, íslensku sjónarhorni. Hópur erlendra fjölmiðlamanna mun sækja hátíðina og því mikilvægt að geta boðið upp á brot af því besta í ís- lenskri tónlist." Hvað verðurfleira í boði en títt- nefnd tónlistarveisla? Skúli: „Það verður sett upp tjald á milli hallanna tveggja þar sem gras- rótin í íslenskri tónlist fær að njóta sín til fulls. Síðan verður haldið al- þjóðlegt hjólabrettamót þar sem þátt taka nokkrir að frægustu hjóla- brettaköppum heims. Við reynum að nýta alla þá aðstöðu sem dalurinn býður upp á til hlítar, eins og Fjöl- skyldugarðinn og Húsdýragarðinn. Þessi aðstaða gerir okkur kleift að vera með ýmsar uppákomur eins t.d. götuleikhús, hina og þessa tónlistar- menn sem munu koma fram í görð- unum, andlitsmálningu fyrir börnin margt margt fleira. Dalurinn mun því allur iða af hátíðarstemmningu." Nú er þetta alþjóðleg hátíð; hver hefur áhuginn verið erlendis? Fleira á döfinni síðar á árinu Er Tónlistarhátíðin íReykjavík komin til að vera? Steinar: „Það er sannarleg von okkar en veltur vissulega á viðtökun- um sem við fáum við þeirri fyrstu.“ Skúli: „Það er kannski vert að geta þess í þessu samhengi að af hálfu menningarborgarinnar var lykilatriðið að taka þátt í að skapa eitthvað nýtt sem gæti blómstrað á næstu árum. Ég lít því að sumu leyti á hátíðina sem fjárfestingu til framtíðar og er sannfærður um að ef vel gengur verðihinar næstu enn blómlegri." Stendur eitthvað meira til íinn- flutningi erlendra listamanna? Steinar: „Þau sambönd sem við höfum náð við undirbúning hátíðar- innar munu án efa nýtast okkur til þess að efna til fleiri tónlistar- viðburða síðar á þessu ári og því næsta.“ Að lokum. Hverja eru þiðpers- ónulega spenntastir að sjá? Skúli: „Ég hef fylgst með Youssou N’Dour lengi og er ny'ög spenntur að sjá hann í fyrsta sinn. Asian Dub Fondation þykir eitt albesta tón- leikabandið í heiminum í dag og ég er spenntur að sjá það. Svo má ekki gleyma Kent sem virðist vera að slá í gegn hér heima.“ Steinar: „Ég hef séð Ray Davies, Chumbawamba og Youssou N’Dour og get sagt fyrir mína parta að þar eru á ferð frábærir tónleikahaldarar. Af því sem ég hef ekki séð er ég spenntastur fyrir Asian Dub Foundation og Laurent Garnier." Misstu ekki af þessu tækifæri - aðeins örfáar sýningar Leikhópurinn Á senunni f iii Jinn fullkomni jafningi snýr aftur - í síðasta sinn á íslandi! Höfundur og leikari Felix Bergsson Leikstjóri Kolbrún Halldórsdóttir Verkið er sýnt í íslensku óperunni *Föstud. 12.maí kl. 20.00 *Laugard. 13. maí_____kl. 16.00 Miðvikud. 17. maí kl. 20.00 » Fimmtud. 18.maí kl. 20.00 * Laugard. 27. maí kl. 20.00 Hátíðarsýning í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík ♦ Sunnud. 28. maí kl. 20.00 Sýningin ieikin á ensku Að loknum sýningum verður boðið ______sýning______________ upp á umræður á Sólon íslandus. Kíktu á heimasíðurnar www.on-the-scene.net og www.this.is/gaypride Úr erlendum dómum: „Textinn er beittur og skemmtilegur ... Leikstjórn (Kolbrúnar) er áreynslulaus og frumleg... Felix leikur ÖU hlutverkin af smekkvísi og skiptir á milli þess að ögra, sýna sársauka og skemmta áhorfendum." Hettie Judah, Evening Standard, London „Leikrit sem hittir beint í mark... Felix leikur hlutverkin fimm af snilld..." Simon Button, Attitude, London „Felix hefur fullt vald á frásagnartækninni og túlkar vel hverja persónu. í tvær kiukkustundir tekst þessum íslenska leikara, einum á sviðinu, að halda áhorfendum föngnum á glæsilegan hátt... höfundur segir söguna af þessum fimm mönnum með húmor, kærleika, hnyttni, sorg og hæðni...“ Stein Fredriksen, Nordlys, Noregi „Þetta er ögrandi Ieikhús!“ Stuart Who, Time Out, London Miðasala í íslensku óperunni, sími 551 1475. Miðaverð 1.800 kr. v- y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.