Morgunblaðið - 07.05.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn
Hjalti Rúnar og Hans Tittus voru svangir eftir snjóflóðsatriðið.
Best að hafa sundlaug
Eftir að haf lært eitt orð í græn-
lensku og eina nefklipu ákvað blaða-
maður að fá hjálp við að spjalla við
Hans Tittus sem bara talar græn-
lensku. Hann er með túlkinn
Orto Ignatiussen með sér, og Orto
hefur Rósberg Snædal til að túlka
fyrir sig úr íslensku, og hefst þá
samtal á þremur tungumálum.
Orto segir að Hans Tittus finnist
mjög fínt að vera Islandi, og sérstak-
lega af því að það er sundlaug í bæn-
um, en í þeirra bæ, Tasiilaq á Aust-
ur- Grænlandi, er engin sundlaug.
En hvernig ætli honum finnist að
vera bíómyndaleikari?
„Mér finnst það mjög spennandi
því hann er að læra svo mikið,“ segir
Hans Tittus brosandi á skrítna mál-
inu sínu, og trúir blaðamanni fyrir
því að
Jaekie Chan sé uppáhalds leikar-
inn hans og að hann langi til að leika í
hasarmynd þegar hann verður stór.
- Verður Ikingut sýnd í bænum
ykkar?
„Það er ekki bíó í bænum okkar,“
svarar Orto, „en við erum með vídeó
og sjónvarp og fullt af stöðvum."
- Fannst Hans Tittus erfítt að
leika ívonda veðrinu?
„Nei, alls ekki. Hann er vanur
mun verra veðri og fannst þetta
ekki neitt neitt. Hann er svo hraust-
ur, verður aldrei veikur og er alltaf
heitt,“ segir Orto.
Hans Tittus segir að honum finn-
ist erfiðast að spila og syngja græn-
lenskan trommudans sem á að vera
í myndinni. „Annars er hann eitt
hamingjubros allan daginn,“ segir
Orto, og Hans Tittus bætir því við
að hann sakni hvorki mömmu sinn-
ar né pabba, og að hann vilji endi-
lega koma aftur til íslands seinna
og helst til að sjá kvikmyndina Ik-
ingut með Hjalta Rúnari og hinum
vinunum sínum hér.
SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 57
NIKE BUÐIN
Liverpool-hetja.
lan Rush
vei'ður í búðivmi í dag op cjejur
eijivthavidarántaviir wiilli
kl. 73:30 oj 14:30.
líaðvrin
yur
Lougovegi 6
Meðgöngufatnaður
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13 s. 5512136
www.heimsferdir.is
Á árinu 1999 skilaði
Séreignalífeyrissjóðurinn hœstu ávöxtun
sambærilegra sjóða samkeppnisaðila* annað
o áirið í röð. Ávöxtun er einmitt eitt afþví sem
2 skiptir meginmáli í lífeyrissparnaðiþar sem
- miklu munar um hvert prósentustigþegar
°z fé er ávaxtað til langs tíma.
•ALVÍB, Lífeyrissj. Eining, Frjálsi lífeyrissj., Islenski lífeyrissj.
Hver var ávöxtunin í þínum lífeyrissjóði? Veldu þann
sem er líkiegur til að skila mestu í vasann þinn.
Ávöxtun árið 1999
Séreignalífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður
og hentar þeim sein hafa frjálst val um í hvaða
lífeyrissjóð lögbundið 10% lágmarksiðgjald er greitt.
16,4% 33,5% 24,3%
—WBmmmrn MHBHBK
Ávöxtunarieið 1 Ávöxtunarleið 2 Ávöxtunarleið 3
BIJNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
- byggir á trausti
Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • verdbref@bi.is