Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDÁGUR'25. MAÍ 2000 11
FRÉTTIR
Bandarískur hjúkrunarprófessor segir ofbeldi gegn
konum aðkallandi heilbrigðisvanda
Samfélagið þarf að
taka höndum saman
Morgunblaðið/Sverrir
Nancy Fugate Woods er einn af aðalfyrirlesurum á alþjdðlegri rann-
sóknarráðstefnu hjúkrunarfræðinga, sem hefst í Reykjavík í dag.
NANCY Fugate Woods, prófessor
og forstöðumaður hjúkrunarskóla
háskólans í Washington, er meðal
aðalfyi'irlesara á alþjóðlegri rann-
sóknarráðstefnu hjúkrunarfræð-
inga sem hefst í Reykjavík í dag.
Á ráðstefnunni kynnir Nancy
niðurstöður viðamikilla rannsókna
á heilbrigði kvenna. Hverjar eru
merkustu niðurstöður þeirra, að
hennar mati? „Það sem ég tel að
skipti konur almennt mestu máli
er könnun á afleiðingum ofbeldis
gagnvart konur og rannsóknir á
leiðum til að koma í veg fyrir það.
Ofbeldi gagnvart konum er vanda-
mál í flestum ríkjum heims og hef-
ur að miklu leyti verið hunsað
fram að þessu. En með ráðstefnum
Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi sé
nefnt, hefur komið í ljós að ofbeldi
tengist fæðingum fyrir tímann og
fleiri heilbrigðisvandamálum sem
fylgja í kjölfarið," segir Nancy.
Sameiginlegs átaks er þörf
Að mati hennar er ofbeldi
vandamál sem verður að leysa með
sameiginlegu átaki. „Að sjálfsögðu
snertir þetta ekki einungis hjúkr-
un, en hjúkrunarfólk hefur sýnt
því mikinn áhuga þar sem hjúkr-
unarfræðingurinn er oft sá sem
uppgötvar ofbeldið. Réttarkerfið
verður að sjálfsögðu einnig að
glíma við þetta vandamál. Eg er
þeirrar skoðunar að breyta þurfi
lögum til að vernda konur og börn
þeirra. Þá er ekki sama hvernig
lögreglumenn meðhöndla ofbeldis-
mál gegn konum þar sem fram-
ganga þeirra getur haft áhrif á
hegðan ofbeldismannsins í framtíð-
inni,“ segir Nancy.
Samvinna réttar- og heil-
brigðiskerfis mikilvæg
Nancy segist vera þeirrar skoð-
unar að aukinnar samvinnu sé þörf
milli réttarkerfisins og heilbrigðis-
kerfisins við aðgerðir gegn ofbeldi
á konum. „Ég held að þetta sé
jafnt samfélags- sem heilbrigðis-
vandamál."
Aðspurð um önnur aðkallandi
vandamál fyrir heilbrigðisgeirann
nefnir hún öldrun. „Heilsukvillar
miðaldra og aldraðra kvenna verða
sífellt meira vandamál enda verða
aldraðir sífellt stærri hópur í sam-
félaginu. I vinnu minni hef ég á
síðasta áratugnum hefur einblínt á
heilsu kvenna við tíðahvörf. Við
tíðahvörf á kona eftir um þriðjung
lífs síns og við höfum lítið beitt
okkur í að tryggja heilbrigði þeirra
á þessu æviskeiði. Leggja ætti
áherslu á hvernig tryggja megi
heilbrigða öldrun, frekar en ein-
blína á úrræði við heilsukvillunum
þegar þeir koma upp á síðustu ár-
um ævinnar,“ segir hún.
Nancy segir vera þörf á að
rannsaka í auknum mæli hvað það
sé sem gerir fólki kleift að lifa
löngu og heilbrigðu lífi. „Sem
dæmi má nefna rannsóknir á lík-
amsþjálfun. Konur sem stunda
líkamsrækt eru ekki aðeins sterk-
byggðari en hinar, heldur er jafn-
vægið betra og því eru þær ekki
eins líklegar til að detta og meiða
sig. Beinin eru líka sterkari en ella
og því eru þær til að mynda ekki
eins líklegar til að mjaðmar-
brotna,“ segir Nancy.
Auka þarf rannsóknir
í næringarfræðum
Þá þarf einnig að auka rann-
sóknir í næringarfræðum. Konur
sem fá beinþynningu á efri árum
hafa í flestum tilfellum ekki neytt
nógu kalkríkrar fæðu. „í stað þess
að meðhöndla þetta vandamál sem
heilbrigðisvandamál eldri kvenna
ber okkur að leggja áherslu á fyr-
irbyggjandi aðgerðir; hvetja konur
til að drekka mjólk eða taka kalk-
töflur,“ segir Nancy Fugate
Woods.
F ramkvæmdastj óri Samtaka iðnaðar-
ins vill skýrari regiur um einkaleyfí
Vernda þarf
hugverka-
réttindi betur
VAXANDI þörf er fyrir vernd
einkaleyfa og skýrar reglur þar
að lútandi hér á landi. Þetta
kom fram í erindi Sveins Hann-
essonar, framkvæmdastjóra
Samtaka iðnaðarins, á ráðstefn-
unni Hugvit til fjár sem haldin
var í gær. Ráðstefnan fjallaði
um tillögu starfshóps á vegum
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis-
ins, undir formennsku Baldurs
Hjaltasonar.
Sveinn skýi'ði frá skýrslu sem
Samtök iðnaðarins sendu frá sér
í fyrra, en hún fjallaði um frum-
kvöðla og starfsskilyrði þeirra.
„Þar kom meðal annars fram
að við Islendingar eyddum um
7.000 krónum á hvert manns-
barn í rannsóknir og þróunar-
starf í menntastofnunum, en það
er svipað og í Japan,“ segir
hann.
Hagfræðingar UNICE,
stærstu samtaka atvinnurek-
enda í Evrópu, leggja hins vegar
mat á árangur slíkra fjárveit-
inga með því að telja einkaleyf-
isumsóknir. „Þá kemur í ljós að
þótt við séum mjög framarlega í
að veita fjármagn í rannsóknir
og þróunarmál, erum við afar
neðarlega þegar kemur að því
að sækja um einkaleyfi," segir
Sveinn.
Hvata vantar til að
nýta rannsóknir
Sveinn segist draga þá álykt-
un af þessu að hvata hljóti að
vanta til að breyta rannsóknun-
um í markaðshæfa vöru og þjón-
ustu. „Sá hvati hlýtur að verða
að vera fjárhagslegur. Setja þarf
skýrari reglur um einkaleyfi og
þá eignarrétt hugverka og af-
rakstur þeirra. Sveinn segir að
eins og kunnugt sé hafi upp-
bygging í atvinnulífi Islendinga
verið mjög mikil allar götur frá
árinu 1994. „Framleiðsla okkar
er að verða þróaðri og úrvinnsla
meiri. Þetta kallar á öðruvísi
launakerfi og persónubundna
samninga, frekar en heildar-
samninga. Verið er að vinna að
slíkum samningi hjá Samtökum
atvinnulífsins og í honum verður
ákvæði um hugverkaréttindi
starfsmanna," segir Sveinn.
Vandamálum
fjölgar
Að sögn Sveins eru sífellt að
koma upp fleiri vandamál á
þessu sviði. Menn þrói vöru og
þjónustu sem kaupandinn kaupi
síðan annars staðar á grundvelli
vinnunnar. „Annað vandamál er
þegar starfsmenn færa sig á
milli fyrirtækja, eða hefja eigin
rekstur, og taka upp þráðinn
þar sem frá var horfið. Þetta
þarf að leysa með samningum,"
segir Sveinn.
Sveinn segir Samtök iðnaðar-
iris ekki hafa mótað afstöðu til
þess hvort lagasetningu þurfi til,
sérstaklega á almenna markað-
inum. „Við höfum gert ráð fyrir
að þetta mál verði leyst með
samningum. Ég er þó ekki frá
því að lagasetning verði að koma
til þegar starfsmenn háskóla- og
rannsóknarstofnana eiga í hlut,“
segir Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins.
SÉRVERSLUN
MEÐ ALLT í SJÓSTANGAVEIÐINA
1 SPÓLUM GIRNI Á HJÓL, SETJUM UPP FLUGULÍNUR, BJÖRGUNARVESTI, VEIÐIJAKKAR, STÍGVÉL,
! GIRNI, FLUGULÍNUR, VEIÐISTANGIR, STANGARPOKAR, VÖÐLUJAKKAR, MAÐKAVESKI O.FL. Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
Stangaveiðibúnaðurinn á góðu verði
Veiðikassar frá 923-, spúnabox frá 385-
(7.990
Veioi-leourhattur
(10.800)
Veiðivesti frá 2.890-
Jensen-spinnerar, Balance Lippa o.fl.
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Fluguhjól frá Cortland, Daiwa og Scientific Anglers.
Flugustangir frá Cortland, Daiwa og Eagle.
Flugulínur frá 3.700-
Rennslishjól, Evulation.
Spinnhjól frá Browning og Mitchell.
Klofstígvél á aðeins 4.550-
Vöðlur á aðeins 5.990-
Seít á tilboði
Bakpoki
Gormavogir frá 407-
NEOPRENE-vöðlur