Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 15
MÖr'g'únbLáðið FíMMtÚt)ÁGtrR'25l MM 2000 15 AKUREYRI Þórsarar slíta viðræðum við KA um sam- einingu handknattleiksdeilda félaganna Sameining flókin o g þarf lengri undirbúning ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór hefur slitið viðræðum við Knattspyrnufé- lag Akureyrar um hugsanlega sameiningu handknattleiksdeilda félaganna. Þetta er niðurstaða sameiginlegs fundar handknatt- leiksdeildar Þórs og aðalstjórnar félagsins, þar sem jafnframt er bent á að sameining deildanna sé flókin og þurfi lengri undirbún- ingstíma. Mörg atriði séu óljós og þarfnist lengri umræðu. Handknattleiksdeild Þórs og að- alstjórn útiloka þó ekki samvinnu eða sameiningu í framtíðinni og eru tilbúnar í viðræður tímanlega næsta vetur. Fjárhagsleg staða flestra íþróttafélaga landsins er mjög erfið, skuldir hafa hlaðist upp og erfiðlega gengur að fá fólk til starfa. Þórsarar fóru í gegnum nauðasamninga fyi'ir fáum árum en þrátt fyrir það hafa skuldir ver- ið að aukast á ný og þá er fjár- hagsstaðan hjá KA gríðarlega erf- ið. Nauðsynlegt að gera breytingar Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, kom fram með þá hugmynd sl. haust að félögin skoðuðu möguleika á samstarfi eða Samband ungra sjálfstæðismanna Framtíð fiskveiði- stjórnunar SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna heldur opinn fund um sjávarútvegsmál á Kaffi Akureyri í kvöld, fimmtudag- skvöldið 25. maí og hefst hann kl. 20. Yfirskrift fundarins er Framtíð fiskveiðistjórnunar. Framsögumenn verða þeir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Utgerðar- félags Akureyringa, Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra og fyrsti varaformaður SUS, Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, og Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður. sameiningu handknattleiks- og knattspyrnuliða félaganna. Bæjar- stjóri sagði aðspurður um viðræð- uslitin að þessi staða væri ekki viðunandi. „Ég hef ekki trú á því að þessi staða sem nú er uppi leiði til mik- illa breytinga á þeim veruleika sem við búum við í dag. Ef við vilj- um ná betri árangri þurfum við, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að gera einhverjar breyting- ar,“ sagði Kristján Þór. Svala Stefánsdóttir, formaður Þórs, sagði að óvissuþættirnir væru of margir og að tíminn til að koma þessu á fyrir haustið væri of skammur. Hún sagði að félagið væri að biðja um lengri frest og að hlutirnir liggi betur fyrir. „Við hefðum aldrei fengið sameiningu samþykkta á félagsfundi hjá okk- ur,“ sagði Svala. Helga Steinunn Guðmundsdótt- ir, formaður KA, sagðist líta svo á að viðræðum félaganna væri lokið, þótt foiTnlega hafi sameiningar- nefnd þeirra ekki komið saman og muni ekki gera fyrr en í næstu viku. „Og mér þykir það miður, því mér hefur fundist það í gegnum þessar viðræður sameiningar- nefndar í vetur að þetta væri góð lausn, bæði fyrir íþróttina og þessi stóru félög.“ Boltinn hjá Þór Helga Steinunn sagðist vera op- in fyrir því að hefja viðræður á ný með haustinu en þá verði menn að vinna þessa vinnu af heilindum, öðruvísi gangi hlutirnir ekki. „Mið- að við þá niðurstöðu sem nú liggur fyrir, finnst mér allt vera stopp núna. Aðalstjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það hvað hún vill gera í framhaldinu og mér finnst boltinn vera þeim megin,“ sagði Helga Steinunn. Kristján Þór sagði að það að eiga lið í efstu deildum flokka- íþrótta krefðist sífellt meiri fjár- muna og vinnu. „Hér þurfum við því að draga miklu meiri fjármuni inn í þessar greinar eða þá að end- urgera starfið og reyna þá líka að gera meira úr þeim peningum og kröftum sem menn vilja leggja fram. Ég tel hins vegar að til þess að sá draumur manna að ná árangri og vinna titla verði að veruleika, þurfi að gera breytingar á því ann- ars ágæta starfi sem verið hefur hjá þessum félögum," sagði bæjar- stjóri. Samband ungra sjálfstæðismanna Framtíð fiskveiðistjórnunar SAMBANO VNOtíA SIÁIFST/CDISMANNA Opinn fundur um sjávarútvegsmál á Kaffi Akureyri fimmtud. 25. maí kl. 20.00. Framsögumentt: Guðbrandur Sigurðsson, frvkstjóri UA, Ingvi Hrafn Óskarsson aðst.maður dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Lúðvík Bergvinsson alþingismaður. Fundarstjóri: Sigurður Kári Kristjánsson, formaður SUS. Allir velkomnir. Landsbankinn styrk- ir vímuefnavarnir LANDSBANKI fslands hf. á Akur- eyri hefur afhent Áfengis- og vúnu- vamanefnd Akureyrar 600 þúsund króna styrk til útgáfu á blaði um vúnuefnavamir sem er ætlað að ná til ungs fólks á Akureyri og ná- grenni. Blaðið, sem ber heitið Ungt fólk án vímu, er í vinnslu en ætlunin er að dreifa því í hvert hús á Akureyri og nágrenni í lok mánaðarins. Áfengis- og vímuvamanefnd Akureyrar kost- ar útgáfú og dreifingu blaðsins að hluta en ofangreint framlag Lands- banka íslands á Akureyri vegur langþyngst og gerir nefndinni í raun kleift að ráðast í svo viðamikið verk. Forsvarsmenn Landsbankans á Akureyri segja ánægjulegt að geta stutt gott og verðugt málefni. Af fréttum megi ráða að magn fíkn- iefna í umferð og þar með neysla þeirra fari vaxandi á Akureyri sem annars staðar á landinu og því full ástæða til að spoma við fótum. Vilja forsvarsmenn bankans skora á önn- Frá afhendingu styrks Landsbankans. Aftari röð f.v.: Sigurður Sigur- geirsson, Þórður Harðarson og Lárus Sverrisson. Fremri röð f.v.: Andri Rúnar Karlsson, Hrönn Helgadóttir og Kristín Sigfúsdóttir. ur fyrirtæki í bænum sem og bæjar- búa alla að taka höndum saman gegn þeim vágesti sem fíkniefni era. Stuðningur bankans gerir draum nefndarmanna í áfengis- og vímu- efnanefnd að gefa út blað að vem- leika, en útgáfunni er ætláð að hvetja fólk til að vera á varðbergi gagnvart allri vímuefnaneyslu og að sýna samstöðu. 3 daga tilboð fimmtudag - föstudag - laugardag á öllum dömuskóm! VII 50% afsláttur Mikið úrval af merkjavöru t.d. GABOR, ECCO, SIGNATURE, VIVALDI, CATWALK BY AEROSOLES, JENNY, J.K. ACID, ROHDE, FILANTO, OSWALD, ROOTS og INTENZ. Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420 Bókaðu ísíma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 119. tölublað (25.05.2000)
https://timarit.is/issue/132907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

119. tölublað (25.05.2000)

Aðgerðir: