Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 43
hefur verið undirrituð
EIÐITEKIN
ÚAR 2002
Morgunblaðið/Sverrir
tu viljayfirlýsinguna á blaðamannafundi í gær. F.v. Geir A. Gunnlaugsson,
d Nilsen, forstjóri Hydro Aluminium, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
óri Landsvirkjunar, og Bjame Reinholdt, framkvæmdastjóri Reyðaráls.
Byqqinq álvers í Snemma árs verður
Reyðarfirði hefst virkjun og álver tilbúin
2003 I 2004 | 2005 | 2006 I 2007 | 2008 | 2009 I
Annar áfangi álvers og
dir Fljótsdalsvirkjun tekin í notkun
sér jákvæða breytingu á matsferlinu.
Nú myndu umsagnaraðilar, eins og
Náttúruvemd ríkisins og fleiri, taka
þátt í matinu frá upphafi. Hann sagði
að innan þriggja vikna yrði haldinn
fundur þar sem matsferillinn yrði
kynntur. Landsvirkjun hefði ákveðið
að vinna að umhverfismatinu á opinn
hátt með það að markmiði að leita eftir
sem víðtækustu samráði. Hann sagði
fyrirhugað að kalla eftir aðstoð er-
lendra sérfræðinga í mati á umhverfis-
áhrifum.
Reyðarál ver 300-400
milljónum til undirbúnings
Geir A. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Hæfis hf., sem er undir-
búningsfélag í eigu Hydro Aluminium
og fimm íslenskra fjárfesta, sagðist
vera ánægður með að búið væri að end-
urskipuleggja NORAL-verkefnið.
Hann sagðist vera sannfærður um að
þetta yrði betra verkefni og arðbærara
en það gamla. Það kynni að vera að
sumum þætti undirbúningur málsins
taka langan tíma, en menn yrðu að hafa
í huga að verið væri að tala um bygg-
ingu álvers sem kostaði um 70 millj-
arða í fyrsta áfanga og 30 milljarða í
öðrum áfanga. Það væri því mikilvægt
að vanda allan undirbúning vel. Það
væri einnig Ijóst að menn yrðu að halda
vel á spöðunum ef tímaáætlanir ættu
að standast.
Geir sagði að Reyðarál og móðurfyr-
irtæki þess, Hæfi og Hydro Alumin-
ium, hyggðust verja 300-400 milljón-
um til að undirbúa málið áður en
endanleg ákvörðun yrði tekin 1. febr-
úar 2002. Um væri að ræða kostnað við
umhverfismat, verkfræðilega hönnun,
samningsgerð og fleira. Hann sagði að
þegar væri búið að leggja í umtalsverð-
an kostnað við undirbúning málsins, en
kvaðst aðspurður ekki vera með upp-
lýsingar við hendina um hve mikill
þessi kostnaður væri orðinn.
Bjarne Reinholdt, framkvæmda-
stjóri Reyðaráls hf., sagði að í álverinu
yrði notast við bestu fáanlega tækni
sem völ væri á, bæði við framleiðsluna
og við mengunarvarnir. Notaður yrði
þurr- og vothreinsibúnaður. Hann
JL
sagði aðspurður að það myndi ekki
skýrast fyrr en í byrjun árs 2002 hver
skipting á eignarhaldi yrði, en hann
sagðist eiga von á að niðurstaðan yrði
sú að Hydro Aluminium myndi eiga
40% og íslenskir fjárfestar 60%. Fjár-
mögnun framkvæmda gæti þó einnig
haft áhrif á þessa skiptingu.
Bjame sagði að fjármögnun verk-
efnis af þessari stærðargráðu væri að
sjálfsögðu flókin og tímafrek, en hann
sagðist á þessu stigi ekki sjá nein stór-
vandamál í því sambandi. Reyðarál
þyrfti að setja fram ítarlega og trú-
verðuga verkefnaáætlun áður en við-
ræður við um fjármögnun hæfust, en
þær viðræður myndu hefjast á næsta
ári. Ef tækist að sýna fram á góða arð-
semi af verkefninu yrði jafnframt eftir-
sóknarvert fyrir fjármálamarkaðinn að
fjármagna það.
Austfirðingar bjartsýnir
Smári Geirsson, forseti bæjarstjóm-
ar Fjarðarbyggðar, sagðist að mörgu
leyti vera sáttur við það sem hefði verið
að gerast í málinu. Það lægi fyrir að
áhugi fjárfestanna væri meiri á þessu
nýja verkefni en því eldra. Þetta sæist
á ýmsu. Hydro Aluminium vildi eiga
stærri hlut í álverinu en áður og íslensk
stjómvöld, Landsvirkjun og fjárfest-
ai’nir hefðu ákveðið að verja miklum
fjármunum til undirbúnings.
Smári sagði að í reynd mætti segja
að fresturinn sem yrði á framkvæmd-
um væri furðu lítill. Hann sagði að
Austfirðingar hefðu verið famir að
gera sér grein fyrir að framkvæmdir
við Fljótsdalsvirkjun hæfust ekki af al-
vöm fyrr en 2001. Nú væri verið að tala
um að hefja framkvæmdir við Kára-
hnúkavirkjun 2002. Upphaf fram-
kvæmda myndi því ekki frestast nema
um eitt ár ef nýjustu áætlanir gengju
eftir.
Smári sagði að miðað við að þetta
verkefni væri miklu stæma og viða-
meira en hið fyma þá veitti Fjarðar-
byggð, austfirskum fyrirtækjum og
fleimrn ekkert af þessum tíma til und-
irbúnings. Hann sagðist því horfa á
þetta verkefni af mikilli bjartsýni fyrir
hönd Austfirðinga.
Niðurstöður ritgerðar um áfallastjórnun
og snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri
Stjórnsýslan ekki nægi-
lega undir áföll búin
Morgunblaðið/Sverrir
Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, Sólveig
Pétursdóttir dómsmálai’áðherra og Ásthildur Elva Bernharðsdóttir við-
skiptafræðingur ræða ritgerð þeirrar síðastnefndu um snjóflóðin í Súðavík
og á Flateyri fyrir fund, sem haldinn var um ritgerðina í Odda í gær.
Lærdómur án breytinga
er enginn lærdómur og
nauðsynlegt er að
uppfæra þekkinguna,
var meðal þess sem kom
fram þegar rannsókn
á áfallastjórnun í
Súðavík og á Flateyri
var kynnt í gær.
ASTHILDUR Elva Bem-
harðsdóttir viðskiptafræð-
ingm- sagði á fundi í gær um
MA-ritgerð sína um áfall-
astjómun þar sem fjallað er um snjóf-
lóðin í Súðavík og á Flateyri að íslensk
stjómsýsla væri ekki nægjanlega und-
ir það búin að takast á við slík áföll. Sól-
veig Þorvaldsdóttir, framkvæmda-
stjóri Almannavama ríkisins, sagði á
fundinum að lykilatriði væri að tryggja
að sá lærdómur, sem draga mætti af
björgunarstörfum í áföllum á borð við
snjóflóðið í Súðavík, færi inn í kerfið í
stað þess að treysta á minni þeirra,
sem að aðgerðunum stóðu, því að menn
kæmu og færa, en almannavamakerfið
þyrfti ávallt að vera til staðar.
Ásthildur var í fundarlok spurð
hvemig hún teldi að stjómsýslan á ís-
landi væri í stakk búin að bregðast við
áfóllum.
„Við þurfum að sýna að við aðlögum
kerfið okkar og uppfæram þekking-
una, sem við þurfum að gera svo miklu
betur,“ sagði Ásthildur. „Ég veit ekkd
hvað á að segja um stjómsýsluna, en ef
við horfum fyrst á höfuðið í gegnum
tíðina má segja að stjómmálamenn
hafa ekki sinnt þessum hluta í raun-
inni. Það er óþægilegt og ekki vinsælt
fyrir stjómmálamenn að einbeita sér
og hugsa um áfoll - eitthvað, sem ekki
er orðið. Þessu hefur verið haldið til
hliðar og hefur ekki fengið þann styrk
frá okkar æðstu stjómvöldum eða
stjómmálamönnum."
Brugðist of seint við
Hún sagði að í ritgerð sinni kæmi
fram ákveðið mynstur.
„Það er brugðist við þegar áföllin
eiga sér stað,“ sagði hún. „Þetta sést
svo skýrt á Alþingi. Ef ég tek tímann
frá því að Almannavamir áttu að taka á
náttúrahamföram árið 1967 er bragð-
ist við þegar snjóflóðin falla. Það fer
allt á fullt, það á að taka málinu og það
er eins og stefnugluggi opnist. Allir era
tilbúnir að leysa vandamálið. En við
höldum athyglinni allt of stutt þannig
að það þarf ekki að bíða lengi þangað
til umræðan í fjölmiðlum þagnar og
umræðan á Alþingi fer að snúast um
annað.“
Sólveig Þorvaldsdóttir kvaðst von-
ast til þess að skýrslan og umræða,
sem skapaðist í kringum hana, gæf!
tækifæri til að móta stefnuna í al-
mannavamarmálum og nýta þann lær-
dóm, sem af henni mættí draga: „Ég
vona að skýrslan ýti við þeim, sem taka
mikilvægar ákvarðanir."
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, ávarpaði fundinn
í upphafi og sagði að hjá fámennri þjóð
eins og íslendingum væri hvert líf dýr-
mætt og menn létu sig náungann raun-
verulegavarða.
„Af þessum sökum hefur ávallt
reynst fremur auðvelt að virkja sjálf-
boðaliða til starfa við leit og björgun úr
lífsháska hér á landi,“ sagði hún. „Þjóð-
in býr við mikinn auð úr þessum mönn-
um. Við höfum séð afrek íslenskra
björgunarsveitarmanna, löggæslu-
manna og starfsmanna Landhelgis-
gæslunnar og ótal fleiri aðilar hafa lagt
hönd á plóginn þegar um er að ræða
lífsháska við erfið skilyrði."
Hún sagði að fyrr á öldum hefðu þeir
valist tíl forustu, sem höfðu reynslu, en
formlegt skipulag hefði ekki verið til.
Almenn skynsemi og hyggjuvit hefðu
dugað býsna vel, en með tímanum og
þéttari byggð hefði skilningur á því að
vinna þyrfti skipulega að málum auk-
ist. Almannavamir ríkisins hefðu verið
settar á stofn samkvæmt lögum frá
1962. Athyglin hefði í upphafi beinst að
hemaðarvá, en síðan hefðu Almanna-
varnir einkum beitt sér að eflingu við-
búnaðar og varrúðarráðstafana gegn
náttúruhamföram og umfangsmeiri
hættum og tjóni en vænta mætti í dag-
legu lífi við eðlilegar aðstæður.
„í neyðarskipulagi Almannavama
er gert ráð fyrir hvers kyns vá,“ sagði
dómsmálaráðherra. „Til skamms tíma
byggðist vá vegna snjóflóða á hættu-
mati, sem unnið hafði verið fyrir sér-
staklega fyrir hvert landsvæði á veg-
um Almannavama. Á Austfjörðum og
Vestfjörðum svo og á fleiri stöðum á
landinu hafa sjávarþorpin verið reist
undir bröttum hh'ðum fjalla þar sem
veraleg hætta er oft og tíðum á snjó-
flóðum. Á síðustu áram hefur komið í
ljós hversu ófullkomið hættumatið var
því fjöldinn allur af snjóflóðum var alls
ekki skráður á spjöld sögunnar því
snjóflóð höfðu ekld verið talin með ef
ekki hafði orðið eignatjón eða mann-
tjón í þeim.“
Skilningur vaxið
á mikilvægi upplýsinga
Sólveig sagði að fengur væri að rit-
gerð Ásthildar. Þar væri snjóflóðin í
Súðavík og á Flateyri tekin til faglegr-
ar og gagnrýninnar skoðunar, allt frá
viðbúnaði til lokahreinsunar, áfalla-
hjálpar og endurappbyggingai’.
„Stjómvöld og aðrir aðilar hafa
dregið margvíslegan og gagnlegan
lærdóm af snjóflóðum," sagði hún. ,Af
þeim fjölmörgu atriðum, sem áunnist
hafa, finnst mér ef til viU hvað ánægju-
legast hversu skilningur hefui’ vaxið á
mikilvægi glöggra upplýsinga á við-
búnaðarstigi. Vöktun hefur verið stór-
efld, ekki aðeins vegna snjóflóðahættu,
heldur einnig vegna jarðskjálfta og
eldgosa."
Sólveig sagði að sem dæmi um það
væri að nýlega hefði í fyrsta skipti tek-
ist hér á landi að segja fyrirfram til um
jarðskjálfta. Hún tiltók að snjóaeftir-
litsmönnum hefði fjölgað mjög, starfs-
mönnum hefði fjölgað umtalsvert á
Veðurstofu íslands og einnig hefði orð-
ið fjölgun í starfsliði Almannavama
ríkisins.
„Hjá ríkisvaldinu er stöðugt verið að
forgangsraða verkefnum," sagði hún.
„Sífelld togstreita er um það takmark-
aða fjármagn, sem til skiptanna er.
Snjóflóðin árið 1995 urðu til þess að
auknu fé var varið til ýmissa þátta, sem
hafði verið áfátt. Ég nefni sem eitt
dæmi af mörgum vamargarða, sem
komið hefur verið upp við Flateyri, en
við höfum líklega eldd hugað nægilega
að forvömum hér á landi með sama
hætti og aðrar þjóðir hafa hingað til
gert og það kann ef tíl vill að skýra
hvers vegna ekki var veitt meira fjár-
magn tíl þessara verkefna."
I ritgerð sinni kemur Ásthildur víða
við. í ávarpi hennar kom fram að sér-
staða íslands lægi í því hvað sjálfboða-
liðar gegndu stóra hlutverki í björgun-
ai’störfum, enda væri hér til dæmis
enginn her. Vægi einstaklinga hefði
verið meira í ákvarðanatöku en þeir
hefðu oft gert sér grein fyrir sjálfii’. Þá
hefði komið upp togstreita í stjómsýsl-
unni meðal annars milli sýslumanns og
sveitarstjóra. Ákvað sýslumaður að
breyta grenndarstjómun, en almanna-
vamamefnd Súðavíkur var hins vegar
óvirk líkt og gerðist á Flateyri og því
ekki afgerandi í ferlinu.
Ásthildur sagði að þegar horft væri
á einstakar aðgerðir mættí nefna
brottför varðskipsins Týs frá Reykja-
vík. Skipið hefði ekki lagt úr höfn fyrr
en níu tímum eftir að snjóflóðið var til-
kynnt og mönnum hefði til dæmis ekki
borið saman um hvaða tæki ættu að
fara um borð. Klukkan 11 hefðu Al-.
mannavarnir ákveðið að skipið ætti að
fara klukkan tvö, en þá hefði enn átt
eftir að setja tæki um borð.
Hún benti einnig á togstreitu milli
slökkviliðs Reykjavíkur og björgunar-
sveita í Súðavík og hefðu björgunar-
sveitarmenn sagt að aðkoma slökkvi-
liðsins gæti kæft starfsemi sveitanna,
þótt í viðtölum við sig hefðu fulltrúar
hvorra tveggja viljað undirstrika að
margt gott hefði komið fram í sam-
starfinu og ástæðan fyrir ágreiningn-
um ætti sér dýpri rætur.
Engin tvö áföll eins
Ásthildur sagði að á Flateyri hefðu
hlutimir gengið betur fyrir sig, en
hættulegt væri að segja að það hefði.
verið vegna þess að menn hefðu lært af
reynslunni í Súðavík vegna þess að að-
stæður hefðu verið ólíkar. Hún sagði
að áfallahjálp hefði sannað sig í snjó-
flóðunum 1995 og fengið byr inn í ís-
lensktþjóðfélag.
Ein af niðurstöðum Ásthildar er að
hér sé of mikil tilhneiging til að horfa á
síðasta áfall og reikna með að það end-
urtaki sig. Menn verði að gera sér
grein fyrir því að engin tvö áföll séu
eins, en leita hins vegar fanga sem víð-
ast til þess að koma á kerfi, sem geri
kleift að bregðast við.
Sólveig Þorvaldsdóttir bentí á að
áföll á borð við snjóflóð gerðust það
sjaldan að skoða þyrfti hvert þeirra ná-
kvæmlega og því væra rannsóknir
nauðsynlegar. Til dæmis væra bílslys
það tíð að oft þyrftí að klippa fólk út úr
bílum og í þeim efnum skapaði æfingin
meistarann. Hins vegar þyrfti að nýta
hvert áfall. Rannsóknir á almanna-
vamakerfinu snerast hins vegar ekki
um að fmna sökudólg heldur bæta
kerfið.
Sólveig sagði að rannsóknir einar og
sér væru gagnslausar ef ekki væri unn-
ið úr þeim, lærdómur án breytinga
væri enginn lærdómur. Hér á landi
væri mikil þekking, en henni væri ekki
til skila haldið fyrir næstu kynslóð.
Hún sagði að nú væri verið að koma.
á nýju vettvangsstjómarskipulagi og
unnið með almannavarnanefndum á
hveijum stað að því að koma því á.
Sólveig sagði að Almannavarnir
þyrftu ekki aðeins að vera sterk stoð í
áfóllum, heldur sýna styrk milli áfalla
og viðhald almannavamakerfisins
þyrfti að vera stöðugt. Nauðsynlegt
væri að efla almannavamir í landinu. <