Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræddi byggðamál á fundi hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar Hagsmunamál allra að sporna við fólksflótt- anum suður Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti erindi á hádegisverðarfundi á Akureyri í gær og sagði nú unnið að faglegri úttekt á flutningi ríkisstofnana út á land. Nauðsynlegt er að efla byggðakjarna, segir Val- gerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra. Hún sagði ekki vænlegt að grípa til sér- tækra aðgerða. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sagði mun meiri skilning á því nú en áður að miklir fólksflutningar af landsbyggð á höfuðborgarsvæðið væru vandi sem ekki einungis landsbyggðin stæði frammi fyrir heldur öll þjóðin. Aimenningur í landinu áttaði sig æ betur á því að um óheilla- vænlega þróun væri að ræða og þjóðfélags- lega óhagkvæma. Kostnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu væri sífellt að aukast en tekjur sveitarfélaga á landsbyggðinni drægj- ust æ meira saman. Hún sagði það sameigin- legt hagsmunamál allra að gripið yrði til að- gerða til að sporna við þessari þróun. Þetta sagði ráðherra á hádegisverðarfundi sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Há- skólinn á Akureyri og sjónvarpsstöðin Ak- sjón efndu til á Fiðlaranum í gær, en hann var sá síðasti í röð funda um atvinnu- og byggðamál og haldnir hafa verið í vetur. Nauðsynlegt að efla byggðakjarna Að mati Valgerðar er ekki vænlegt til ár- angurs að grípa til sértækra aðgerða og vill hún fara varlega í þeim efnum. Ekki væri til lengri tíma litið farsælt að veita styrki í verk- efni sem fyrirsjáanlegt væri að bæru sig ekki. Nefndi Valgerður að vænlegast væri að stuðla að því að skapa hálaunastörf úti á landsbyggðinni. Hún sagði of litla samhæfingu vera milli þeirra sem stæðu að atvinnumálum, ekki yrði ólíklegt að betri árangur næðist ef meiri sam- vinna væri á milli til að mynda atvinnumála- ráðuneytanna og nefndi Valgerður í því sam- bandi vega- og jarðgangaáætlun sem og uppbyggingu flugvalla, en á þessu sviði væri samvinna mikilvæg. Einnig mætti vera meiri samvinna milli þeirra sjóða sem veita fé til atvinnumála, eða jafnvel sameining, þannig hefði fólk betri yfirsýn og vissi hvert ætti að leita. Ráðherra ræddi um nauðsyn þess að efla byggðakjama á landsbyggðinni, en sagði tómt mál að tala um slíkt án þess að hafa op- inbera áætlun á því sviði til að styðjast við. Gott framboð menntunar á landsbyggðinni, m.a. háskólamenntunar væri forsenda þessa að líf þar yrði blómlegt. Reynsla af Háskólan- um á Akureyri sannaði að með tilkomu hans settist menntað fólk að á svæðinu. Þá nefndi Valgerður að sveitarstjórnir væru mikilvægt tæki til að viðhalda og efla byggð í landinu en sveitarfélög þyrftu að vera stærri þannið að hún lagði áherslu á sameiningu sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þannig væru þau betur í stakk búin til að taka að sér fleiri og stærri verkefni. Fagleg úttekt á flutningi ríkisstofnana Að beiðni Valgerðar er nú unnið að fag- legri úttekt á starfsemi ríkisstofnana með það að markmiði að skoða möguleika á flutn- ingi þeirra eða einstakra verkefna á þeirra vegum út á landsbyggðina. Gert er ráð fyrir að úttektinni verði lokið næsta haust og mun ráðherra í framhaldi af því kynna hana í rík- isstjórn jafnframt því sem lögð verður fram raunhæfa áætlun á hugsanlegum flutningi þeirra stofnana eða verkefna sem undir iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið heyra. Valgerð- ur sagði sömu lögmál gilda hvað opinberar stofnanir varðar og einkafyrirtæki, flutning- urinn yrði að vera hagkvæmur til að af hon- um yrði. Hún sagði einkafyrirtæki í auknum mæli leita eftir því að verkefni væru unnin úti á landi og nýttu til þess nýjustu tækni og full- yrti ráðherra að slíkt hið sama yrði gert á vegum ríkisstofnana á næstunni. Valgerður nefndi einnig í ræðu sinni að já- kvætt væri hversu vel sveitarfélög á lands- byggðinni hefðu tekið í hugsanlegan flutning RARIK til Akureyrar og sameiningu við orkufyrirtæki þar. Slík samstaða væri mikil- væg. Hún gerði möguleika á stórfelldu laxeldi í Eyjafirði að lokum að umtalsefni og sagði að þó illa hefði til tekist í fyrstu tilraun ættum við ekki að dæma okkur úr leik í þessum efn- um. Möguleikarnir væru miklir og um að gera að nýta sér þá. Reynsla Norðmanna væri sú að nú væri hægt að stunda fiskeldi í mun kaldari sjó en áður og því væri líklegt að Eyjafjörður gæti hentað undir laxeldi. Jarðgöng í Vaðlaheiði hagkvæmur kostur Hugsanleg jarðgöng í Vaðlaheiði voru á meðal þess sem spurt var um og sagði Val- gerður að þau væru kostur sem hún vildi halda inni í umræðunni enda yrði um að ræða aðgerð sem talin væri afar hagkvæm og ekki sérlega dýr miðað við margt annað. Þegar komin væru göng til Siglufjarðar væri þetta eina fjallið sem fara þyrfti yfir á stóru land- svæði, eða þaðan og allt austur í Norður- Þingeyjarsýslu. American-Scandinavian Foundation Islendingur formaður í fyrsta skipti KRISTJÁN T. Ragnarsson, endur- hæfingarlæknir, var kjörinn formaður stjórnar American- Seandinavian Found- ation á ársfundi stofnunarinnar 11. maí. Hann er fyrsti Islendingurinn, sem gegnir formennsku frá stofnun ASF fyr- ir 90 árum. Kristján hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir stofnunina um ára- bil. Árið 1999 varð hann varaformaður stjórnarinnar og í janúar formaður framkvæmda- stjórnar. Hann hefur einnig ver- ið atkvæðamikill í öðrum nor- rænum félögum, þar á meðal íslensk-ameríska félaginu þar sem hann var forseti frá 1980 til 1985. í fréttatilkynningu er haft eft- ir Kristjáni að hann geti ekki hugsað sér meira spennandi tíma til að setjast í sæti for- manns stjórnar American- Scandinavian Foundation. Nú sé byggingu Skandinavíuhússins að Ijúka óg stofnuninnar bíði það verkefni að nota húsið til að ná því markmiði sínu að ná til nýrra hópa. Um leið verði ASF áfram að efla skipti á námsmönnum, fræðimönnum, lista- mönnum og lærling- um við ýmsar menntastofnanir og fyrirtæki um gervöll Bandaríkin og á N or ðurlöndunum fimm. Stefnt er að því að Skandinavíu- húsið verði opnað í október. Kristján er pró- fessor og formaður endurhæfingardeildar Mount Sinai læknaskólans í New York- borg. Hann er fæddur Reykvík- ingur og lauk læknanámi frá Há- skóla Islands árið 1969. Hann sérhæfði sig við Rusk endurhæf- ingarstofnunina við læknamið- stöð New York-háskóla og starf- aði þar sem læknir og kennari til 1986 þegar hann tók við stöðu sinni við Mount Sinai-læknaskól- ann. Þar hefur hann sérhæft sig í umsjá fólks, sem á við vanda- mál að stríða vegna sjúkdóma og meiðsla á mænu og heila. Kristján T. Ragn- arsson endur- hæfingarlæknir. Morgunblaðið/Golli Borgarlífið skoðað ÞEGAR maður er frekar stuttur í loftinu getur verið gott að klifra upp á næsta skúr og skoða borgar- lífið þaðan. Það gerðu a.m.k. þessir snáðar og ekki ber á öðru en annar þeirra hafi komið auga á eitthvað merkilegt, kannski sá hann kött vera að veiða sér til matar, nú eða bara fugla að veiða sér til matar, eða maðk að skriða ofan í jörðina, nei svo góða sjón getur drengurinn nú varla verið með. Lambakjöts- neysla eykst um 16,2% NEYSLA á lambakjöti í apríl sl. hef- ur aukist um 16,2% miðað við sama mánuð í fyrra, segir í fréttatilkynn- ingu frá Landssamtökum sauðfjár- bænda. Á ársgrundvelli hefur neyslan aukist um 2,7% og eru það umskipti frá því sem verið hefur. Neysla á lambakjöti er langmest í prósentum talið miðað við aðrar kjöttegundir eða um 36,7% af heildarneyslu kjöts. Svo virðist sem neytendur séu farnir að láta hreinleika og áreiðan- leika matvæla ráða töluvert þegar keypt er inn. Mælingai- á þungmálm- um í íslensku lambakjöti leiddu í ljós svo lág gildi að ekki hefur verið hægt að ákvarða þau með nægjanlegri vissu. Sama má segja um blý og kvikasilfur í innmat, en rannsóknir hafa leitt í Ijós að það sem mælst hef- ur er langt undir öllum viðmiðunar- mörkum frá öðrum löndum. Einnig er þetta töluvert lægra en í öðrum kjöttegundum hérlendis, eins og fram kemur í niðurstöðum Ólafs Reykdals matvælafræðings hjá Mat- vælarannsóknum á Keldnaholti. Hannaði rafsegulbylgjuvara HREIÐAR Jónsson uppfinninga- maður hefur hannað svokallaðan rafsegulbylgjuvara og sótt um einkaleyfi fyrir uppfinningunni í Bandaríkjunum. Hreiðar segir að rafsegulbylgjur valdi skepnum og mönnum miklum skaða og sjúkdóm- um. Um það vitni mörg dæmi. Eink- um eigi þetta við um andlega og líkamlega vanlíðan. Hann segir að rafsegulbylgjur séu einnig flutn- ingslínur fyrir sýkla. Hreiðar hefur unnið að rannsóknum á þessu máli síðastliðin fimm ár. Hann segir að tækið sem hann hefur hannað geri það að verkum að rafsegulbylgjur frá jörðu eða spennistöð fari undir hús í stað þess að fara í gegnum það. Stjórn Félags hugvitsmanna í Reykjavík hefur stofnað Félag áhugamanna um varnir gegn rafsegulmengun í þeim tilgangi að vekja athygli á þeirri vá sem rafsegulmengun er. Hreiðar segir að einkaleyfisstofa Bandaríkj- anna sé búin að gefa það út að einka- leyfi fyrir rafsegulbylgjuvaranum verði gefið út. Hreiðar byrjaði að hanna tækið árið 1995 og segir að erfiðlega hafi gengið að sannfæra menn um skað- semi rafsegulbylgna en nú séu menn mun móttækilegri fyrir málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.