Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SAN FRANCISCO-BALLETTINN
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 33
Úr uppfærslu San Francisco-ballettsins á Svanavatninu.
San Francisco-ballettinn
SAN FRANCISCO-ballettinn er
elsti atvinnuballettflokkurinn í
Bandaríkjunum og hann á að baki
langa og auðuga hefð í listrænu
frumkvæði. Flokkurinn var stofnað-
ur 1933, sýndi undir nafninu San
Francisco Opera Ballet og kom
einkum fram í íburðarmiklum, heils
kvölds óperusýningum, en stóð
einnig af og til fyrir sýningum þar
sem einungis dans var á dagslo-á.
Þegar árið 1939 skapaði Willam
Christensen, listrænn stjórnandi
flokksins, fyrstu óstyttu sýninguna
á Coppelíu og fylgdi því eftir 1940
með fyrstu óstyttu amerísku upp-
færslunni á Svanavatninu. Arið 1942
keyptu bræðurnir Willam og Harold
Christensen San Fz-ancisco Opera
Ballet og gáfu flokknum nafnið San
Francisco Bailet. Þá þegar hafði
flokkurinn tekið við forystuhlut-
verki í Bandaríkjunum við að skapa
heilskvölds ballettverk, þar á meðal
fyrstu uppfærsluna á Hnotubrjótn-
um 1944.
Lew Christensen, fyrsti „premier
danseur" Bandaríkjanna, var skip-
aður stjórnandi San Francisco-ball-
ettsins 1951. Flokkurinn sýndi fyrst
á austurströnd Bandai-íkjanna undir
hans stjórn á Jacob’s Pillow Dance
Festival árið 1956, en 1957 var farið
í sýningarför um ellefu Asíulönd og
var það í fyrsta skipti sem banda-
rískur ballettflpkkur sýndi í Austur-
löndum fjær. Árið 1958 sýndi flokk-
urinn í Suður-Ameríku og 1959 í
Austui'löndum nær, en sama ár fór
flokkurinn einnig í fyrstu sýningar-
förina um Kaliforníu.
San Francisco-ballettinn hafði
sýnt í ýmsum leikhúsum í San
Fi-ancisco, en fékk loks fast leikhús í
War Memorial Opera House árið
1972. Michael Smuin var skipaður
listrænn stjórnandi ásamt Lew
Christensen 1973 og hófst samstarf
þeirra á sýningu í fullri lengd á ball-
ettinum Óskubusku. Sýning Smuins
á Rómeó og Júlíu hlaut Emmy-verð-
laun sem fyrsti ballettinn í fullri
lengd sem sýndur hafði verið í þátt-
aröðinni „Dance-In-Amei'ica“ á
PBS-sjónvarpsstöðinni. Sýning
hans á Tempest hlaut einnig Emmy-
verðlaun þegar hún var sýnd beint í
sjónvarpi um öll Bandaríkin í „Live
from the Opera House“.
Gjaldþrot blasti við San
Francisco-ballettinum 1974 en
flokkurinn og boi'garbúar brugðust
við því með einstöku grasrótarátaki
sem nefnt var „SOB“, eða „Save Our
Ballet". Atakið vakti athygli alþjóð-
ar á flokknum og vanda hans og
tókst að koma í veg fyrir að illa færi.
Sama ár var Dr. Richard E.
LeBlond Jr. skipaður formaður og
framkvæmdastjói’i San Francisco
Ballet Association og komst þá jafn-
vægi á fjármál flokksins og vaxtar-
möguleikarnir jukust verulega.
Helgi Tómasson tekur við
stjórntaumunum
Nýtt tímabil hófst hjá San
Francisco Ballet í júlí 1985 þegar
Helgi Tómasson tók við sem list-
rænn stjórnandi. Líkt og Lew
Christensen hafði Helgi dansað
undir leiðsögn Georges Balanchine,
brautryðjanda nútímaballetts í
Bandaríkjunum. Á 54. leikári ball-
ettflokksins, innan við tveimur árum
eftir að Helgi kom til sögunnar, var
glæsileg uppfærsla á Hnotubrjótn-
um frumsýnd. Árið 1988 sviðsetti
Helgi Svanavatnið í fullri lengd og
fylgdi því eftir með nýrri uppfærslu
á Þyrnirós í fullri lengd 1990. Á leik-
ái'inu 1994 bauð Heigi síðan upp á
nýja uppfæi'slu í fullri lengd á ball-
ettinum Rómeó og Júlíu, við tónlist
eftir Sergei Prokofév.
Árið 1991 sýndi San Francisco-
ballettinn í New York-borg í fyrsta
skipti í 26 ár og sótti borgina heirn
aftur á árunum 1993,1995 og 1998. í
öll fjögur skiptin hlaut flokkurinn
mikið lof gagnrýnenda og almenn-
ings. Anna Kisselgoff, aðalgagn-
rýnandinn við The New York Times,
skrifaði eftir fyrstu heimsóknina:
„Hr. Tómassyni hefur tekist það
sem engum hefur áður tekist: Hann
hefur lyft svonefndum landshluta-
bailettflokki á stall með þeim bestu
sem þjóðin á, ogþað hefur hann gert
með því að beina dönsurunum að
kröftugum og tærum klassískum stíl
sem vekur undrun og aðdáun. Undir
leiðsögn Helga Tómassonar er San
Francisco-ballettinn einhver glæsi-
legasti sigur bandarísks listalífs."
í maí 1995 bauð San Francisco-
ballettinn til sín tólf ballettflokkum
víðsvegar að úr heiminum til að taka
þátt í „UNited We Dance“, alþjóð-
legri hátíð sem haldin var til að
fagna fimmtíu ára afmæli undirrit-
unar stofnskrár Sameinuðu þjóð-
anna, sem hafði átt sér stað í Per-
forming Arts Center í San
Francisco. Á meðal þeizra ballett-
flokka sem Helgi Tómasson bauð að
sýna þarna voru The Australian
Ballet, Ballet British Columbia,
Shanghai Ballet Company, Þjóðar-
ballett Kúbu, Konunglegi danski
ballettinn, Leipzig Ballet, Aterball-
etto, Tokyo Festival Ballet, Hol-
lenski þjóðarballettinn, Bolshoi-bal-
lettinn, Rambert Dance Company
og Þjóðarballettinn í Caracas, en ali-
ir flokkarnir sýndu verk eftir helstu
danshöfunda þjóða sinna. Hátíðin
stóð í tvær vikur og aldrei fyrr hafði
dansviðburður sameinað krafta yfir
150 alþjóðlegra listamanna sem
skiptust á skapandi hugmyndum og
veittu hver öðrum innblástur. A.
þessari fyrstu danshátíð stóð San
Fi'ancisco-ballettinn fyrir heims-
frumsýningu á Pacific, eftir dans-
höfundinn Mark Morris, sem hlaut
hástemmt lof gagnrýnenda. Clive
Bai'nes skrifaði í Dance Magazine:
„... San Francisco-ballettinn kom
sjálfur rósum prýddur út úr þessu.
Ef Helgi Tómasson hefur skipulagt
San Francisco-ævintýrið sitt til þess
að sýna að hans eigin flokkur væri
nú án efa í heimsklassa og gæti auð-
veldlega staðið fyrir sínu á meðal
þeizra bestu hvar sem væri í heimin-
um hefði hann naumast getað gert
betur.“
Eftir sýningu flokksins á Hnotu-
brjótnum á gamlái'skvöld 1995 var
War Memorial Opera House lokað í
átján mánuði vegna viðgerða á
jarðskjálftaskemmdum og gagn-
gerra endurbóta. Ballettflokkurinn,
San Francisco-óperan, borgaryfir-
völd og endurbygginganefnd stóðu
fyrir fjáröflun vegna endurbygging-
arinnar og öðlaðist húsið þá upp-
runalegan glæsileika á ný. Svið-
stæknibúnaður var jafnframt
endurbættur og færður til nútíma-
horfs fyrir upphaf nýrrar aldar. Á
sama tíma réðst San Francisco-ball-
ettinn í metnaðarfyllsta
_ fjáröflunarátakið í sögu flokksins.
Átakið bar yfirskriftina „Preserving
a San Franciseo Jewel“ og söfnuð-
ust 31,3 milljónir dala sem tryggðu
fjárhagslegt öryggi flokksins á með-
an hann var utan óperuhússins og
juku við stuðningssjóðinn til að
mæta kostnaði vegna næstu leikára.
Á meðan ópei’uhúsið var endur-
byggt á árunum 1996 og 1997 sýndi
flokkurinn í Palace of Fine Arts og í
Center for the Arts Yerba Buena
Gardens, en báðir staðirnir eru í
San Fi-ancisco-borg, og einnig í Zell-
erbach Hall í Berkeley handan við
flóann.
Um hundrað sýningar á ári
San Francisco-ballettinn er einn
þriggja stæi'stu ballettfiokka
Bandaríkjanna. Hann hefur vaxið
síðan hann var stofnaður 1933 og nú
ei-u sextíu og þi-ír dansarar á launa-
skrá. San Francisco-ballettskólinn
laðar til sín nemendur hvaðanæva
úr heiminum og hijóta um það bil
325 nemar þjálfun þar ár hvert.
Nemarnir hafa síðan ýmist komið tii
liðs við San Fi'ancisco-ballettflokk-
inn, eða orðið meðlimir virtra ball-
ettflokka víðsvegar um heiminn.
Húsnæði með æfingaaðstöðu fyrir
flokkinn og starfsemi skólans var
tekið í notkun 1983 og var kostnaður
við það tæpir 14 milljónir dala. Þar
ei’u hátt í 19 þúsund fei'metrar lagð-
ir undir æfingar flokksins og skól-
ans, en þetta var fyrsta húsnæðið
sem nokkurn tíma hafði verið byggt
séi'staklega til að hýsa starfsemi
meiriháttar dansstofnunar. Þar ei'u
jafnframt skrifstofur stofnunarinn-
ar, en aðstaða til ballettþjálfunar og
-æfinga er á meðal þess sem er best
og nútímalegast í landinu.
San Fi'ancisco-ballettinn heldur
áfram að auðga og bæta við verk-
efnaskrá sína. Á fjórða áratugnum
sýndi flokkurinn sjaldan, en núna
eru um það bil hundrað sýningar ár-
lega. Á sýningarferðum hefur flokk-
urinn meðal annars sýnt á hinni
virtu Edinborgarhátíð, í Tívolí í
Kaupmannahöfn og unnið mikla
sigra með sýningum í New York
City Center. Haustið 1999 sýndi
flokkurinn í fyrsta skipti í London (í
Sadler’s Wells-leikhúsinu) og í Bel-
fast. Á verkefnaskránni 1999 var
meðal annars frumsýning á Giselle,
fjórða heilskvölds ballettinum sem
Helgi Tómasson semur fyrir flokk-
inn, auk heimsfrumsýninga á nýjum
verkum eftir Mark Morris og Stan-
ton Welch. Helgi Tómasson hefur
pantað sjö ný ballettverk fyrir leik-
árið 2000, þar af sex eftir efnilega
danshöfunda sem eru að koma fram.
Þá munu sviðsetning Rudolfs Nur-
eyevs á þriðja þætti Raymondu og
uppfærsla Nataliu Markovu á öðr-
um þætti La Bayadere koma inn á
verkefnaskrána.
Dansarar og listrænir
stjórnendur
Tónlist: Pjotr Íljítsj Tsjajkovskí.
Dansgerð: Helgi Tómasson. Pas
de deux Svai'ta svansins og 2.
þáttur byggt á dansgerð Marius
Petipa og Lev Ivanov.
Leikmynd og búningar: Jens-
Jacob Worsae.
Lýsing: David K.H. Elliott.
Aðstoðarmaður Helga Tómas-
sonar við þessa uppfærslu: Irina
Jacobsen.
Hljómsveitarstjóri: Emil de Cou.
Dansarar í aðalhlutverkum:
Odette/Odile: Yuan Yuan Tan,
Joanna Berman, Tina LeBlanc.
Sigfried: Vadim Solomakha,
Yuri Possokhov og Roman Ryk-
ine.
Von Rothbart: Jorge Esquivel.
Drottning: Anita Paciotti.
Wolfgang, kennari Sigfrieds:
Ashley Wheater.
Ails koma fram um 50 dansarar
San Francisco-ballettsins auk 12
ungra nemenda úr Listdansskól-
anum.
^fmœlisþakkir
Öllum þeim, sem glöddu mig á 95 ára afmæli
mínu, þann 11. maí sl., með heillaóskum, í
samtölum og með símskeytum og gjöfum, fœri
ég hjartans bestu þakkir mínar.
Sérstakar þakkir eru til barna minna, tengda-
barna og barnabarna, sem áttu með mér ynd-
islega samverustund á Cafe-Riis á Hólmavík
þann 14. maí, þar sem þaufærðu mér blóm og
fagra mynd úr heimahögum. Það var yndisleg
stund og gleymist ekki meðan ég held sönsum.
Einnig eru þakkir til Sigurðar Sigurðssonar,
dýralæknis, og konu hans, Halldóru Einars-
dóttur, sem færðu mér dýrmœta bókagjöf með
eftirfarandi ávarpsorðum, sem ég leyfi mér að
birta hér (af hégómagirnd):
Þökkin streymir þúsundföld,
þú varst krýndur œðstu dyggðum,
og hefur bráðurn heila öld,
haldið vörð í nyrstu byggðum.
Sveitungum mínum, sem búa heima í Árnes-
hreppi og burtfluttum, sendi ég mínar innileg-
ustu þakkir fyrir vináttu og samfylgd á liðnum
árum.
Guð blessi ykkur öll.
Hólmavík í maí 2000.
Guðmundur P. Valgeirsson.
k-....■' ■ -... -Á