Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 70
70 FÍMMtUDÁGÍJR 25. MÁf2000 nM(jRGlJNDl.AÐÍÐ Dýraglens EGFÆEKKJTRJAt) PVÍAb msÉUM EKKIKOMNIR LENGRA Á ÞRÓUNAR BRAUTINNI! ■^ÍV^ Grettir Ljóska Mér þykir leiðinlegl að nefna það, Ef einhver skorar þrefalt, þá munu Sendu lágan bolta. en ekki er gert ráð fyrir að önnur þeir troða á hausnum á þér. höfn sé notuð sem koddi. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bindindi er orkugjafí Frá Árna Helgasyni: ÉG las fyrir nokkru þessar setning- ar hafðar eftir forseta Bandaríkj- anna: Enginn er sá stórglæpamaður í allri sögu mannkynsins er fengið hafi gegn sér slíkan fjölda vitna sem methafi allra glæpa en það er áfeng- ispúkinn. Og ætli þetta megi ekki fullyrða enn. Þetta var talað í upp- hafi síðustu aldar og ekki er betra ástandið í dag. Við horfum daglega yfir blóði drifnar slóðir eftir áfengis- nautn sem er svo undanfari vímu- efna, sem ekki voru til þegar fyiT- greind ummæli voru höfð eftir. Ég las líka grein Arnar Clausens lögfræðings í Morgunblaðinu í vetur. En þar segir hann: Ég hef kynnst alls konar fólki á ferli mínum sem lögfræðingur. Það verður að segjast eins og er að í langflestum tilvikum eru áfengisneysla og fikniefni þar með í spilinu vegna afbrotamanna. Þetta höfum við daglega fyrir aug- um og allir tala um þennan vanda og segjast vilja vinna gegn honum. En alltaf er byrjað á öfugum enda, sem verður svo hálfkák eitt. Það er ekki unglingavandamál hvernig komið er, heldur vandamál fullorðinna, sem hægt væri að leysa með samstilltu átaki ef fólk á annað borð vildi gera það og vera þátttakandi í því. Við sjá- um alltaf vaxandi vandræði af þess- um fíkniefnum, eftir því sem slakað er á takmörkum á sölu og dreifingu þeirra. Valdamenn þjóðarinnar eru alltaf að koma þessum efnum nær og nær þegnunum með kjörorðinu að frelsi þurfi að ríkja en engin boð og bönn. Á sama tíma eni valdhafar að setja lög um umferðarmál þar sem bannaður er akstur sem valdið getur dauðsfóllum, en þá er ekki minnst á frelsi einstaklingsins til að ráða sjálf- ir sínum akstri. Þessar hömlur eru svo þverbrotnar og jafnvel áfengið sem oft er með í för fær ekki sinn rétta dóm þegar kemur að því að ölv- aður maður er stöðvaður undir þess- um vímuefnum. Ég hefi alltaf haldið því fram að eina sem gildir í þessum efnum er bindindi á áfengi og vímu- efnin, en það vilja „frelsishetjurnar“ ekki skilja. En bindindið hefir verið mér orkugjafi gegnum árin. Og því er ég alveg steinhissa þegar áfengis- og vímuvarnafulltrúi ríkisins lýsir því yfir að hún sé ekki bindindismað- ur! Hvernig getur slíkur aðili unnið á móti skaðlegum efnum ef hún neytir þeirra sjálf? Það þarf virkilega að herða á lögunum um meðferð áfengra drykkja og allra vímuefna og jafnvel þótt talað sé um brot á þeim má alls ekki slaka þar á, heldur láta almenning finna íýrir því að með þessum reglum er verið að varðveita hann bæði í umferðinni og tjóni á sál og líkama. Eina ráðið til að ráða nið- urlögum áfengispúkans er að hinir fullorðnu hætti að veita honum lið. I upphafi ætlar enginn sér að verða drykkjumaður. En þetta frelsi og all- ar þessar gyllingar sem gróða- hyggjumenn halda á lofti enda fyrir alltof mörgum í helsi. Það fer ekki milli mála. Góðtemplarar gerðu stór- virki á sínum tíma í útrýmingu áfengis. Á meðan Reglan var í önd- vegi var ekki eins ljótt að litast um og nú, en hún boðaði bindindi og bræðralag. Ef fólkið vildi fylgja þeim ráðum nú myndi birta yfir landi og þjóð. En vill þjóðin mín það eða bölv- un áfengisins og allrar vímu? ÁRNIHELGASON, Stykkishólmi. Vistvænar fískveiðar Frá Sveini Þorsteinssyni: UNDIRRITAÐUR vill gera það að tillögu sinni til „ráðamanna" að ein- göngu verði leyfðar fiskveiðar með krókum ( þ.e. handfærum og línu) á friðuðu svæði sem væri lokað fyrir veiðum með dragnót, botnvörpu og netum, frá Skagatá að vestan og að Gjögri að austan og svo langt frá landi sem sérfræðingar um fiskveið- ar telji að hagkvæmt sé. Allur fiskur sem veiddist á áður nefndu hafsvæði yrði unninn á þeim stöðum sem liggja innan þeirra land- fræðilegu marka sem að ofan grein- ir, t.d. Sauðárkróki, Hofsósi, Siglu- firði, Ólafsfirði og svo á þeim stöðum við Eyjafjörð sem hafa verið í fisk- vinnslu. Veitt verði samkvæmt sóknar- marki, sem sett verði upp að tillögu Hafrannsóknarstofnunar, með sam- þykki Alþingis. Hafsvæðið yrði sérstaklega rannsakað í byrjun framkvæmdar og þetta yrði sérstakt verkefni sem Hafrannsóknarstofnun ynni að með það að markmiði að kanna veiðiþol þessa svæðis og viðgang. Einnig til að styrkja byggð á þessu svæði sem byggir afkomu sína svo mjög á fisk- veiðum og vinnslu. Taka þyrfti mið af áður úthlutuð- um veiðiheimildum svo að þeir sem nú eru með heimildir skaðist ekki um of. Allur fiskur veiddur á svæðinu yrði merktur sem umhverfisvænt veiddur á umbúðum og tekið fram að hann sé veiddur á hreinu og ómeng- uðu hafsvæði. Með þessu móti tel ég að atvinnu- leysi á ofangreindum stöðum heyrði sögunni til og þær samgöngur sem nú er til staðar og fyrirhugaðar eru myndu nýtast til miðlunar hráefnis ef þyrfti. Ég er þess fullviss að fiskistofnar víða við land eru vannýttir. SVEINN ÞORSTEINSSON, Hvanneyrarbraut 60, Siglufirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga. safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.