Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
MÓRGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
GERÐUR BRYNHILDUR ÍVARSDÓTTIR,
Brekkustíg 17,
Reykjavík,
andaðist á Landspitaianum þriðjudaginn
23. maí.
Gestur Þorkelsson,
Kristinn Gestsson, Sigríður Gröndal,
Ásta Gestsdóttir, Garðar Þorsteinsson,
Gunnlaugur Gestsson, Hulda Haraldsdóttir,
Helena Rut Gestsdóttir,
Jóhann Viðar ívarsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR V. HJALTALÍN
bóndi, Brokey,
síðast til heimilis
á Skólastíg 16, Stykkishólmi,
sem andaðist þriðjudaginn 16. maí, verður
jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugar-
daginn 27. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Narfeyrarkirjugarði.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á St. Frans-
iskussjúkrahúsið í Stykkishóimi.
Jóhanna G. Hjaltalín,
Freysteinn V. Hjaltalín,
Friðgeir V. Hjaltalín, Salbjörg Nóadóttir,
Laufey V. Hjaltalín, Þorsteinn Sigurðsson,
Guðjón V. Hjaltalfn, Ásta Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma.
GUÐJÓNA ALBERTSDÓTTIR
frá Súgandafirði,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
26. maíkl. 13.30.
Jón Valdimarsson,
Jóhannes Kr. Jónsson, Guðrún M. Hafsteinsdóttir,
Valbjörg Jónsdóttir,
Albert F. Jónsson, Julie V. Jónsson,
Sveinbjörn Jónsson, Elín Bergsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fóstur-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN ÞÓRARINN SIGURÐSSON,
Steiná,
Svartárdal,
Austur-Húnavatnssýslu,
sem andaðist á Héraðssjúkrahúsinu Blöndu-
ósi aðfaranótt föstudagsins 19. maí, verður
jarðsunginn frá Bergstaðakirkju laugardaginn
27. maí kl. 14.00.
Jóna Anna Stefánsdóttir, Ólafur Blómkvist Jónsson,
Sigurbjörg R. Stefánsdóttir, Sigurður Pálsson,
Sigurjón Stefánsson, Katrín Grímsdóttir,
Helga A. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
RAGNARS JÓNSSONAR,
Holtsgötu 39,
Reykjavík.
Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir,
Ingveldur Ragnarsdóttir, Guðmundur Theodórsson,
Hilmar Árni Ragnarsson, Guðrún Langfeldt,
Stefanía Kolbrún Ragnarsdóttir, Bernd Beutel,
Sigurður Ragnarsson, Juliana Grigorova,
barnabörn og barnabarnabörn.
MAGNÚS
G UÐJÓNSS ON
+ Magnús Guðjóns-
son fæddist í
Bakkakoti á Rangár-
völlum 17. febrúar
1919. Hann lést 20.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Guð-
björg Pálsdóttir, f.
14.5. 1886, d. 25.4.
1966, og Guðjón Guð-
laugsson, f. 14.5. 1891,
d. 25.2. 1970. Systkini
hans urðu alls tólf en
níu komust á legg.
Eina systkinið sem er
eftirlifandi er Ragnar.
Magnús kvæntist 16.
júní 1949 Önnu Margréti Þor-
bergsdóttur, f. 25.5. 1919, d. 6.6.
1972, fædd og uppalin í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1) Alda María, f.
19.12. 1949, gift Tómasi Hauks-
syni og eru börn þeirra fjögur. 2)
Sævar, f. 16.7. 1951, d. 28.9. 1994,
kvæntur Heklu Gunnarsdóttur og
Elsku pabbi minn, loks hefur þú
verið leystur frá þrautum þínum,
þetta hefur verið erfitt síðustu tvö ár-
in. Nú hefur þú fengið hvíldina og ert
farinn til mömmu, Sævars og hans
Magnúsar míns. Elsku pabbi, viljið
þið mamma passa bamið mitt vel
þangað til ég kem. Það sætir mestu
undrun hjá mér að Gunnar bróðir
skyldi taka sér frí frá sjónum einmitt
þessa viku sem þú varst svona veikur.
Mikið er ég þakklát fyrir að hann
skyldi vera með mér hjá þér þessa
daga og nætur enda sagðir þú að þú
vildir hafa okkur hjá þér.
Þetta verður hálftómlegt hjá okkur
núna eftir þessi þrettán ár sem þú
hefur búið hjá okkur. Við vorum svo
heppin, þú og ég, að fá Margréti þína
sem hjúkrunarkonu til að annast þig á
mánudögum heima og allt þetta frá-
bæra fólk á Vífilsstöðum sem annað-
ist þig. Og þökkum við fyrir það og
ekki má gleyma þeim hjá Súrefnis-
þjónustunni á Reykjalundi.
Elsku pabbi, þá er komið að leiðai--
lokum. Guð veri með þér, elskan mín.
Þegar ég leystur verð þrautum frá
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Lárus Halldórsson.)
Þín dóttir,
Alda María.
Nú kveðjum við þig, elsku afi, í
hinsta sinn. Við vitum að nú líður þér
betur, því síðustu dagar reyndust þér
erfiðir. Við þykjumst vita að amma
hefur tekið vel á móti þér er þú komst
yfir móðuna miklu.
Er við hugsum til þín koma margar
minningar upp í hugann. Eins og þeg-
ar við áttum heima í Seljalandi þá átt-
um við yndislega sunnudaga saman.
Þú komst í heimsókn og færðir okkur
krökkunum nammi, mamma bakaði
pönnukökpr eða eitthvað annað, síðan
drukkum við síðdegiskaffið saman og
svo fóru allir inn í stofu til að horfa
saman á Húsið á sléttunni. Þetta voru
okkar helgistundir þá. Stundir ykkar
Guðbjargar urðu svo fleiri þegar hún
fór að vinna í sumarvinnu hjá Bæjar-
útgerðinni. Hún vann við að hreinsa
og pakka fiski en þú sást um að brýna
eru börn þeirra fjög-
ur. 3) Gunnar Daníel,
f. 21.9. 1952, kvæntur
Margréti Sigurðar-
dóttur og eru börn
þeirra fjögur. Barna-
barnabörn hans eru
orðin ellefu. Dætur
Önnu Margrétar fyrir
hjónaband eru Hjör-
dís Magnúsdóttir, f.
29.1. 1939, gift Krist-
manni Magnússyni,
og Guðrún Egilsdótt-
ir, f. 27.11. 1944, í
sambúð með Richard
Guðmundi Jónassyni.
Magnús stundaði sjómennsku til
fjölda ára, einnig vann hann við
húsaflutninga hjá Sveinbirni Páls-
syni. Síðustu starfsárin vann hann
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hnífa og sinna vélunum eins og þú
hafðir gert í mörg ár. Þá kom það oft
fyrir að þú bauðst henni að koma með
þér heim í hádegismat, því þú bjóst
inni á Meistaravöllum og því stutt að
fara. Það voru góðar stundir. En
nokkrum árum seinna fluttist þú
heim til mömmu og samvera okkar
jókst. Við áttum margar góðar stund-
ir þar og gaman var þegar við sátum
saman í sólbaði ásamt mömmu og
röbbuðum um daginn og veginn. Svo
þegar við vorum búin að sitja í ein-
hvem tíma vildir þú endilega bjóða
stelpunum upp á þinn uppáhalds-
drykk, irish mist, blandað í ískalt vatn
og þú sagðir að það væri fínt að fá sér
eitt svona í hitanum. Þú kunnir vel við
hitann, því síðustu árin fórst þú til
Spánar með eldri borgurum og komst
svo heim svo brúnn að við vorum eins
og svart og hvítt. Þú varst svo mynd-
arlegur maður, svona sólbrúnn og
með þitt fallega gráa hár. Þú varst
líka svo fróður um landið og lagðir
mikið upp úr því að við lærðum svolít-
ið um það og að við skyldum alltaf
hafa með okkur landabréf og helst
vegahandbókina á okkar ferðalögum.
Þú vaktir hjá okkur strákunum
áhuga á veiðiskap á unga aldri því þú
varst svo duglegur að fara með okkur
í Elliðavatn eða í vötnin hér í nágrenni
Reykjavíkur. Þótt aflinn væri ekki
mikill fórum við alltaf ánægðir heim
því við höfðum átt góðan dag og við
vorum svo ánægðir yfir því að þú
skyldir taka okkur með. Guðbjörg var
þitt elsta bamabam og þegar hún
eignaðist svo dóttur sína varð hún þitt
fyrsta langafabarn, en þér fannst eng-
in þörf á því að þú yrðir kallaður lang-
afi, enda hafa krakkarnir alltaf kallað
þig bara afa eða Magnús afa. Krökk-
unum fannst alltaf gaman að koma til
þín enda var þrekhjólið þitt alltaf svo
spennandi og þú gaukaðir alltaf að
þeim góðgæti. Þú varst þeim alltaf
svo góður. Þú eignaðist svo þrjú ný
langafaböm núna frá byrjun desem-
ber og fram í miðjan janúar, en þessir
litlu ungar ná aldrei að kynnast þér,
elsku afi, nema í gegnum minningar
okkar og munum við halda þeim á
lofti.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt
og allai- okkar stundir.
Blessuð sé minning þín.
| ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
J
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku mamma, Gunnar Daníel og
íjölskyldur, megi guð styrkja ykkur í
þessari sorg.
Guðbjörg Kristín,
Haukur og Valur.
Nú ertu farinn frá okkur, elsku afi
minn, og fjarvera þín skilur eftir stórt
tómarúm í hjarta mínu því að þú varst
mér svo kær og alltaf svo góður við
mig. Ég minnist þess að þegar ég kom
í heimsókn til þín þá tókstu alltaf svo
vel á móti mér og í hvert skipti sem ég
hitti þig eða talaði við þig þá gastu
alltaf sagt mér eitthvað nýtt og leið-
beint mér ef ég var í einhvers konar
vandræðum. Ég sakna þín svo mikið
og það er svo margt sem mér finnst
ég eiga eftir að segja þér og sýna. Það
verður erfitt að geta það ekki en sér-
staklega verður erfitt að geta ekki
farið inn til þín og spjallað við þig þeg-
ar ég kem í heimsókn til Öldu frænku.
Ég veit samt að ég get þá bara talað
við þig í huga mér og hjarta og vonað
að þú heyrir í mér. Eg vona að þú sért
kominn á góðan stað núna og amma
sé með þér til að leiðbeina þér á nýj-
um stað. Ég veit það innst í hjarta
mér að Anna amma kom að sækja þig
og er með þér núna og ég vona að þið
getið endumýjað kynni ykkar og
byrjað nýtt líf. Allt það sem ég vildi
segja við þig er víst of seint núna og
öll orðin eru til staðar en þú ert ekki
hér til að geta hlustað á þau þannig að
ég ætla að segja þér í mínu hjarta hve
mikið ég sakna þín og þykir vænt um
þig. Afi, þú ert og verður um allt al-
vitur og viska þín er mér allt.
Þín
Hulda.
Afi, nú ertu farinn til ömmu á himn-
um og vonandi líður þér vel þar. Það
verður erfitt fyiir mig að koma tii
Öldu frænku og geta ekki byrjað á því
að fara til þín. Þú vildir alltaf geta
boðið manni nammi þegar maður kom
og fórst jafnvel sérstaka ferð í Nóa-
tún eftir því. Þú komst nú ekki oft í
heimsókn til mín en þú varst orðinn
svo gamall og veikur að ég skildi það
vel. Pabbi reyndi að fara sem oftast til
þín og ég var latur við að fara með og
tók þér sem sjálfsögðum hlut en nú
veit ég að þú varst það ekki. Þú bjóst
svo lengi sem ég man hjá Öldu
frænku og hún var alltaf góð við þig,
þó að þú hafir oft verið skapvondur en
það er bara í ættinni. Þú horfðir mikið
á sjónvarp og gast varla hætt að horfa
þegar ég kom til þín. Vonandi á þér
eftir að líða betur á himnum þar sem
þú ert núna með ömmu. Vonandi
verður þú hamingjusamur með ömmu
á himnum. Ég vona að þú vakir yfir
mér í framtíðinni.
Rúnar.
Jæja, elsku afi minn. Nú ertu far-
inn frá okkur og kominn til ömmu og
pabba. Ég veit að þau eiga eftir að
taka vel á móti þér og þér á eftir að
líða vel. Ég á eftir að sakna allra góðu
stundanna sem ég átti með þér.
Ég man þegar þú komst stundum
til okkar og bauðst okkur íjölskyld-
unni í góða sunnudagsbíltúra, eða
þegar við fórum í útilegur. Þér fannst
svo gaman að ferðast. Það var alltaf
gaman að koma í heimsókn á Meist-
aravelli í pönnukökur. Svo áttir þú svo
mikið af dóti að alltaf hlakkaði maður
til að koma til þín. En síðustu árin þín
bjóstu hjá Öldu frænku. Það verður
tómlegt að fara þangað í heimsókn og
geta ekki skroppið niður til þín.
Elsku afi, mig langar að kveðja þig
og þakka þér fyrir allt.
Anna Margrét.
Elsku afi, ég ætla að kveðja þig. Nú
ertu farinn á góðan stað til ömmu og
pabba. Þér á eftir að líða vel þar.
Alltaf þegar ég kom til þín í heim-
sókn þá laumaðir þú alltaf einhverju
gotteríi að mér.
Elsku afi, ég á eftir að sakna þín.
Eyrún.
V