Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Bók um stjörnulaga smábæ s Islenskir listamenn eru við nám víða um lönd. Sunna Ósk Loga- dóttir ræddi við við Karlottu Blöndal sem nemur í Svíþjóð en er aðallega með hugann við franska sjómenn þessa dagana. Karlotta ásamt listamanninum Jimmie Durham. LISTAKONAN Karlotta Blöndal er við nám í Listaakademíunni í Malmö í Svíþjóð. Hún er um þessar mundir að ljúka öðru ári sínu við skólann og er vorsýning framundan þar sem hinir 65 nemendur skólans opna vinnustofurnar sínar í skólan- um og sýna verk sín. „Skólanum er ekki skipt niður í deildir," segir Karlotta. „Því getur maður valið áfanga sína eftir áhugasviði en öll aðstaða í skólan- um er mjög góð og hingað koma margir kennarar. En í rauninni er ekkert nauðsynlegt að velja ákveðna áfanga, það er undir manni sjálfum komið. Skólinn er mjög metnaðarfullur. “ Er skólinn ekki persónuiegur þar sem nemendur eru svona fáir? „Jú, maður þekkir auðvitað alla, við erum eins og ein stór fjölskylda. *"En af því að við erum svo fá eru ekki mjög margir í skólanum í einu. En skólabyggingin er stór og mað- ur getur auðveldlega týnst ef mað- ur vill.“ Hefur þú farið inn á eitthvert ákveðið svið íþínu námi? Qlroaf útsftrifiargjafa „Ég hef verið svoh'tið í vídeógerð og ljósmyndun en í rauninni hef ég samt ekki verið að gera neitt eitt fremur en annað.“ Listaakademían í Malmö vill gefa sig út fyrir að vera alþjóðlegur skóli en Karlotta segir þó að nemendurn- ir komi aðallega frá Skandinavíu þótt einnig stundi þar nám skipti- nemar frá öðrum löndum. Hvers vegna valdir þú þennan skóla? „Af því að ég vissi að það var mikið að gerast hérna, skólinn er nýr, aðeins fimm ára gamall, og skólastjórinn er hörkukona og mjög drífandi. Hún hefur fengið mjög margt fólk til að heimsækja okkur, ég hefði t.d. ekki kynnst Jimmie Durham ef ég hefði ekki verið í skólanum.“ Fjórir ólíkir listamenn Segðu mér frá Jimmie Durham. „Hann kemur nokkrum sinnum á ári í skólann til að spjalla við nem- endurna. Hann heimsótti mig eitt sinn á vinnustofuna og við urðum fínir vinir. En hann er amerískur indíáni búsettur í Berlín." „Jimmie fékk tilboð frá franska smábænum Gravelines, sem er pínulítill fiskimannabær, um að skrifa bók. Hann fékk mig, brasi- líska listakonu og finnskan um- hverfisvísindamann til liðs við sig til að gera bókina. Okkur er síðan boðið að fara til bæjarins í viku í september til að kynnast honum og í kjölfarið munum við gefa bókina út á frönsku.“ Bókinni verður skipt í fjóra kafla en Karlotta segir að þau séu ekki enn búin að ákveða hvernig hún komi til með að líta út. „Þessi bær tengist Islandi því á sínum tíma sigldu margir franskir sjómenn þaðan og að íslandsströndum. Það er til margt skemmtilegt um það, ég hef heyrt margar skemmtilegar sögur.“ Kjarnorkuver í stað fiskveiða Karlotta hitti frú Vigdísi Finn- bogadóttur að máli í Kaupmanna- höfn og ræddi um bókina. „Hún er alveg frábær kona,“ segir Karlotta. „Hún segir svo skemmtilega frá og hún sagði mér margar mjög skemmtilegar sögur sem ég á ör- ugglega eftir að nota.“ Safn í bænum Gravelines hyggst gefa bókina út á næsta ári. En Kar- lotta segir sögu bæjarins um margt merkilega. „Þetta er pínulítill fiski- mannabær sem varð fátækur þegar tekjur af fiskveiðunum minnkuðu. Þá byggðu bæjarbúar kjarnorkuver og efnuðust á því. Þar eru nú haldn- ar menningarhátíðir og fullt af fólki boðið í heimsókn. Mér skilst að fyrr á öldum hafi verið byggður múr í kringum bæinn og því sé hann eins og stjarna í laginu." Karlotta hefur sýnt á nokkrum sýningum, nú síðast í Stokkhólmi fyrir jólin. I ágúst verður hún með á samsýningu í Nýlistasafninu og einnig í Kaupmannahöfn. Hún seg- ist ekki alveg búin að ákveða hvað hún muni sýna í Nýlistasafninu en í Stokkhólmi sýndi hún ljósmyndir og skúlptúra. Náminu í listaskólanum lýkur með lokasýningu og ritgerð en Kar- lotta er ekki viss um hvenær hún útskrifast. „Ég er ekki búin að ákveða það ennþá. Ég veit ekki í hvaða landi ég verð í haust.“ FOS opnar sýningu í oneoone á laugardag Grunnur lagður að nýj- um samfélagsstoðum DANSKA listamanninum FOS, öðru nafni Thomas Poulsen, er ýmislegt til lista lagt. Þegar hann er ekki að þeyta skífur sekkur hann sér ofan í myndlistina en hann býr og starfar í Kaupmanna- höfn. Opnuð verður sýning á verk- um hans í Galleríi oneoone á laug- ardaginn og kallast hún „Milli svarta hússins", eða „Between the black house“. FOS útskýrir sýn- ingu sína á þessa leið: „Þessi sýn- ing fjallar um leyndan hreyfan- leika rýmisins [e. spaces], sérhver staður hefur falið samræmi sem verkar á félagslega hegðun okkar og öfugt, sem þýðir að samræður ykkar innihalda þessi földu form.“ FOS fæst mikið við umhverfis- list en á sýningu sinni á laugar- daginn freistar hann þess að færa þá list inn í ákveðið lokað rými, þ.e. sýningarsal. Hann tengir nán- asta umhverfi og tónlist myndum sínum og verkum til að skapa heild. Umhverfishönnun og um- hverfis-endurhönnun FOS er fæddur árið 1971. Hann skiptir list sinni í tvær greinar: Önnur er „umhverfishönnun" sem felur í sér allsherjaráætlun um hvernig megi þróa nýja staði og rými. Umhverfishönnun miðar að því að leggja grunn að nýjum sam- félagsstoðum og fellur því greini- lega langt fyrir utan hin hefð- bundnu svið myndlistar. Hin greinin sem FOS fæst við er „um- hverfis-endurhönnun". Með innsetningum, skúlptúrum, klippimyndum, málun og graf- ískri hönnun kynnir listamaður- inn myndrænan heim sem skapast þegar umhverfið hinu persónulega. FOS vinnur mikið sem plötusnúður eins og áður segir og notar oft tónlist í verk sín. Sýningin í Galleríi on- eoone, Laugavegi 48b, verður opnuð á laugardaginn kl. 17 og stendur til 27. júní. og notar oft tónlist í verk sín. Þessi teikning lýsir vel hvem- ig Fos samtvinnar ýmsa þætti í verkum sr'num. MYNDBOND Fríða stendur í stappi Töfraheimur Fríðu T e i k n i m y n <1 ★★ Framleiðandi: Walt Disney. ís- lenskt tal. (90 mín) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Öllum leyfð. HÉR er kominn eins konar við- auki við hina vinsælu Disney-teikni- mynd Fríða og Dýrið. Hann samans- tendur af þremur stuttum sögum sem lýsa dvöl Fríðu í höll Dýrsins. Hver saga hefur álcveðinn boðskap um traust, virð- ingu, fyrirgefningu og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra. Það er ekki síst Dýrið sem þarf að læra þessa hluti enda bölvaður durttu- í samskipt- um við Fríðu. En með hjálp hinna spræku húsmuna hallarinnar, nær hún þó að draga fram það besta í Dýrinu. Þótt Töfraheimur Fríðu sé sómasamlega unnin teiknimynd, er hún langt frá því að vera af sama gæðastaðli og frummyndin. Um mun ódýrari mynd er að ræða sem fram- leidd er fyrir sjónvarp. Islenska tal- setningin er á heildina litið sæmileg þó hún verði stundum stirð eða yfir- drifin. í samanburði við margt af því myndefni sem framleitt er fyrir börn er Töfraheimur Fríðu alveg yfir meðallagi. Heiða Jóhannsdóttir Mafíu- mambó Mambókaffi (Mambo Café) GAMAIVMYIVD ★★ Leikstjórn og handrit: Reuben Gonzalez. Aðalhlutverk: Raul Rodr- iguez, Danny Aiello, Thalía. (94 mín.) Bandarikin 1999. Háskólabiö. ÖUum leyfð. LISTAMENN af rómönsku bergi brotnir hafa rutt sér til rúms upp á síðkastið, sérstaklega í tónlistar- heiminum. Þetta rómanska æði hef- ur einnig sett svip sinn á kvikmynda- heiminn og sífellt fleiri rómanskir leikarar hafa stimplað sig inn sem stórstjörnur í henni Hollywood. Paul Rodriguez þekkir maður hins- vegar frá því fyrir rómönsku bylting- una. Þessi lúmski grínari hefur verið að nokkuð lengi, bæði sem uppistandari og aukaleik- ari í kvikmyndum en nú fær hann loksins færi á að njóta sín í aðalhlut- verki og leysir ágætlega af hendi. Mambókaffi er lítil og meinlaus gam- anmynd um innflytjendur frá Puerto Rico sem eru að reyna að fóta sig í nýja heiminum. Rodriguez rekur þar Mambókaffi en gengur ekkert of vel. Ekki fyrr en hann kemur í kring þeirri ótrúlegu auglýsingabrellu að þekktur mafíósi sé drepinn á staðn- um. Það er margt skondið í þessari léttu mambómynd. Hún ristir ekki djúpt en er engu að síður dægileg kvöldskemmtun og ekki spillir fyrir ef suðrænu tónamir sem svífa yfir vötnum heilla. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 119. tölublað (25.05.2000)
https://timarit.is/issue/132907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

119. tölublað (25.05.2000)

Aðgerðir: