Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• STEFNUMÓT - Smásögur
Listuhátíðar hefur að geyma tólf
sögur úr smásagnasamkeppni Lista-
hátíðar í Reykjavík árið 2000. Mikill
fjöldi sagna barst í keppnina og í
bókinni eru birtar verðlaunasögurn-
ar þrjár ásamt níu öðrum sögum sem
dómnefnd valdi til birtingar. Aðfara-
orð skrifar Sveinn Einarsson, for-
maður framkvæmdastjórnar Lista-
hátíðar, sem sat í dómnefnd ásamt
Þorsteini Þorsteinssyni, er tilnefnd-
ur var af Rithöfundasambandi Is-
lands, og Bergljótu Kiistjánsdóttur,
sem Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla Islands tilnefndi.
Fyrstu verðlaun fékk saga Ulfs
Hjörvar, saga Egils Helgasonar
hlaut 2. verðlaun og saga Birgis Sig-
urðssonar 3. verðlaun.
Aðrir höfundar eru Elín Ebba
Gunnarsdóttir, Hans Jón Björnsson,
Helgi Ingólfsson, Kristín Sveins-
dóttir, Kristján Þórður Hrafnsson,
Kristján Kristjánsson, Sindri Freys-
son og Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er211 bls. Prentsmiðjan Oddi
prentaði. Sigurður Ármannsson
hannaði bókarkápu. Verð 3.280 kr.
• ÞYRNAR og rósir - sýnisbók
íslenskra bókmennta á 20. öld.
í henni er að finna úrval fjöl-
breyttra íslenskra bókmenntatexta
frá aldarbyrjun og til nútímans. Efn-
ið völdu Kristján Jóhann Jónsson,
Sigríðpr Stefánsdóttir og Steinunn
Inga Óttarsdóttir, íslenskukennarar.
Bókin er einkum er ætluð til kennslu
í framhaldsskólum. Hún hefur að
geyma um 300 texta eftir tæplega
100 höfunda; ljóð, smásögur og brot
úr skáldsögum.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 410 bls. Kápu hannaði
Magnús Valur Pálsson en málverk á
kápu er eftir Tryggva Olafsson.
Prentsmiðjan Oddi prentaði. Verð
3 990 kr
• GEIMTUGG er ljóðbók eftir
Jóhann Helgason tónlistarmann frá
Keflavík. Bókin hefur að geyma 57
ljóð og örsögur í gráglettnum og súr-
realískum anda, segir í fréttatil-
kynningu. Hvert ljóð er mynd-
skreytt sérstaklega, en teikningar
gerðu myndlistarmennirnir Ágúst
Bjamason, Pétur Stefánsson og Þor-
steinn Eggertsson, auk Jóhanns.
Geimtugg er samið í Keflavík á
fyrri hluta áttunda áratugarins og
kom að hluta út í tveim fjölrituðum
heftum á árunum 1975 og 1976.
Útgefandi er Hugverkaútgáfan.
Bókin er 130 bls. Fjölritunarstofa
Daníels Halldórssonar fjölritaði.
Bókin erfáanlegí nokkrum bóka- og
ritfangaverslunum, auk þess sem
stök Ijóð munu hanga uppi í völdum
fiskbúðum og bakaríum. Verð: 1.490
kr.
• UT eru komnar þrjár kilju-
bækur: Napólconsskjölin eftir Arn-
ald Indriðason.
Napóleonsskjölin sækir efnivið
sinn í sögulega atburði og er spennu-
saga með alþjóðlegu yfirbragði, þótt
hún gerist á íslandi í samtímanum,
segir í fréttatilkynningu.
Bókin kom fyrst út árið 1999.
• Norðurijós eftir Einar Kára-
son.
Þetta er hetjusaga um alþýðupilt
sem frá bamsaldri á í höggi við
valdsmenn, þegar heimili hans er
sundrað og bróðir hans Ljótur hrak-
inn í útlegð. Eftir nokkurn þvæling
er hann tekinn í fóstur af séra Víga-
Glúmi.
• Fellur mjöll í Sedrusskógi er
eftir Guterson í þýðingu Árna Ósk-
arssonar. Sagan gerist um og eftir
seinni heimsstyrjöld á eyju úti fyrir
vesturströnd Bandaríkjanna í sam-
félagi sjómanna og bænda af jap-
önskum og evrópskum uppruna.
Einn morgun finnst hvítur sjó-
maður, Karl Heine að nafni, flæktur
í net sitt og drukknaður. Böndin ber-
ast að japönskum sjómanni sem er
loks ákærður fyrir morð. Söguþráð-
urinn spinnst í kringum réttarhöldin
sem ýfa upp vantraust og fordóma
margra eyjarbúa gagnvart fólki af
japönskum ættum.
Útgefandi er Uglan, íslenski kilju-
klúbburinn. Bækurnar eru prentað-
ar í Danmörku og kostar hver þeirra
999 kr.
Karlakórinn Stefnir.
Kristinn Sigmundsson
og Karlakórinn Stefnir
KRISTINN Sig-
mundsson syngur
með Karlakórnum
Stefni á tónleikum í
Borgarleikhúsinu
þann 3. júní nk. kl.
14 og er forsala að-
göngumiða hafin í
Borgarleikhúsinu.
Efnisskráin er fjöl-
breytt en tekur mið
af sjómannadeginum
sem er haldinn
sunnudaginn 4. júní
samkvæmt hefð. Því
verða sjómannalög í
aðalhlutverki á þess-
um tónleikum. Þar
Kristinn
Sigmundsson
má finna lög eins og
Suðurnesjamenn,
Bára blá, Sfldarstúlk-
urnar, Suður um höf-
in og Sailing. Einnig
verður frumflutt lag
fyrir einsöngvara og
karlakór, Þar sem há-
fjöllin heilög rísa, eft-
ir stjórnanda kórsins,
Atla Guðlaugsson, við
Ijóð Halldórs Lax-
ness.
Tónleikar í Reyk-
holtskirkju
Stjórnandi kórsins
er Atli Guðlaugsson,
trompetleikari og tónlistarkenn-
ari. Atli er fyrrverandi skólastjóri
Tónlistarskólans á Akureyri og
Tónlistarskóla Eyjafjarðar og
fyrrum stjórnandi Karlakórs
Eyjafjarðar og Karlakórs Akur-
eyrar. Undirleikari er Sigurður
Marteinsson píanóleikari. Krist-
inn Sigmundsson söng á dögunum
með Placido Domingo í Metropol-
itan-óperunni í New York.
Karlakórinn Stefnir er sextíu
ára á þessu ári og eru þessir tón-
leikar lokahluti af viðamiklu tón-
leikahaldi í tilefni afmælisins.
Karlakórinn heldur tónleika í
Reykholtskirkju laugardaginn 27.
maí kl. 14.
Pastel-
myndir
í glugga
NÚ stendur yfir kynning á pastel-
myndum Sigríðar Jónsdóttur í
gluggum Sneglu listhúss, á horni
Grettisgötu og Klapparstígs.
Jóna lauk námi frá Myndlista- og
handíðaskóla íslands, textfldeild, ár-
ið 1985. Hún hefur tekið þátt í sam-
sýningum, hér heima og erlendis.
Myndefnið sækir hún í heim álfa og
þjóðsagna.
Snegla listhús er opið frá kl. 12-18
mánudaga til föstudaga og kl. 11-15
laugardaga. Sýningin stendur til 13.
júní.
Jóna Sigríður Jónsdóttir með eitt verka sinna.
Efnileg söngkona
TONLIST
Y in í r
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Þórunn Stefánsdóttir,
Jón Rúnar Arason og
Claudio Rizzi fluttu
íslensk og erlend söngverk.
Þriðjudaginn 23. maí.
ÞÓRUNN Stefánsdóttir mezzo-
sópran hélt, að því er undirritaður
telur, sína fyrstu einsöngstónleika í
tónleikasal Karlakórs Reykjavíkur,
Ými, sl. þriðjudagskvöld. Áður hefur
hún komið fram í smáhlutverkum og
sem kórsöngvari en formlegu söng-
námi hér heima lauk hún fyrir tveim-
ur árum. Undirtitill tónleikanna var
,Ástin og fylgifiskai- hennar“ og var
efnisskráin miðuð við ástina sem við-
fangsefni, enda hófust tónleikarnir á
Brúðkaupskvæði eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, léttu og gamansömu lagi,
er var helst til of alvarlegt í flutningi.
Þrjú lög eftir Árna Gunnlaugsson,
Sólris, Morgunmynd og Himinn og
jörð, í eins konar syrpu, útsettri af
Eyþóri Þorlákssyni, var ílutt af
þokka þótt ekki sé um að ræða viða-
mikil lög. Það var aðeins meira um-
leikis í fjórða laginu eftir Árna, sem
var í nokkuð skautlegri en ágætri út-
setningu Guðna Þ. Guðmundssonar,
er söngkonan gerði góð skil. Vísur
Vatnsenda-Rósu eftir undirritaðan
voru ágætlega sungnar, við heldur
svona einkennilegan undirleik
Claudio Rizzi.
Það er fremur óvenjulegt að
píanóið sé „full-opið“, í samleik við
söng og jafnvel í samleik hljóðfæra,
því píanó er sérlega hljómfrekt hjóð-
færi og tónleikasalurinn Ýmir þolir
illa að leikið sé mjög sterkt á þennan
hljómmikla konsertflygil karlakórs-
ins. Þrjú lög úr ljóðaflokknum Over
the rim of the moon eftir Michael
Head söng Þórunn mjög fallega,
enda gefin falleg og góð rödd, og t.d.
síðasta lagið, A blackbird singing,
var sérstaklega vel flutt.
Habanera eftir Bizet er eitt af
þeim lögum sem allir þekkja og til að
halda slíkum lögum vel fram þarf
nokkra söngreynslu, sem Þórunn
hefur ekki enn öðlast og þótt margt
væri vel gert hjá henni vantaði hina
hrynrænu skerpu, auk þess sem lag-
ið var of hægt sungið. Undirleikur
Rizzi var á köflum einum of hamr-
andi og vantaði hina píanistísku lip-
urð. þessa gætti í öllum verkunum
eftir hlé, Soli or siamo og Non son
tuo figlio, úr Trovatore, eftir Verdi,
samsöngsatriðum með Jóni Rúnari
Arasyni og síðast tveimur atriðum úr
Cavelliria Rusticana, eftir Mascagni,
Voi lo sapete, aríu Santuzzu og
dúettinn, Áh lo vedi, rifrildi Santuzzu
og Turiddu, sem var sungin eins og
undirleikurinn væri leikin af hund-
rað manna hljómsveit. Bæði píanó-
leikarinn og söngvararnir yfirkeyrðu
hljómþol salarins og sérstaklega í
rifrildis þættinum, var hljóm- styrk-
urinn allt of mikill. þá er rétt að geta
þess, að tónleikasalurinn ýmir er
ekki hljómvænn fyrir píanó og of lítill
fyrir mikil hljómræn átök, ekki síst
þegar hamrað er á píanóið af öllu afli.
Það mátti merkja að Jón Rúnar
hefur öðlast töluverða reynslu sem
söngvari en það vantaði hins vegar
þessa reynslu í söng þórunnar. Hún
hefur fallega, þétta og hljómmikla
rödd, sem enn er nokkuð óunnin og
lítt þjálfuð. þá er framburðurinn,
samkvæmt íslenskri venju, óskýr og
vel mætti hún leggja meiri rækt við
hrynskarpari mótun tónhendinga.
þrátt fyrir þetta er þórunn efnileg
söngkona, er aðeins þarf meiri tíma
til þjálfunar, til að öðlast það öryggi
er reynslan leggur sérhverjum til í
átökum við erfið verkefni.
Jón Ásgeirsson
Völuspá
frumsynd
í London
LEIKFÉLAGIÐ Icelandic Take
Away Theatre frumsýnir mai’gmiðl-
unarsýninguna Völuspá nk. fimmtu-
dag í lista- og menningarmiðstöðinni
The Studio í SA-London. Þetta er
fimmta framsýning leikfélagsins þar
ytra á jafnmörgum áram, og sú þriðja
í The Studio, sem bauð ITAT fast að-
setur árið 1998. Leikstjóri er Bretinn
Neil Haigh, og hefur hann samið leik-
gerðina ásamt leikkonunum Ágústu
Skúladóttm’ og Clare Kirkby. Fleiri
listamenn koma að sýningunni, m.a.
Katrín Þorvaldsdóttir brúðugerðar-
kona og Júlía Katrínardótth’ kvik-
myndahöfundur. Síðar á árinu bæt-
ast við CD-ROM diskur ogvefsíða, en
sýningin er styrkt af sérstökum
þúsaldamótasjóði Lundúna sem hef-
ur samþættingu hátækni og lista að
markmiði. Undirbúningur hefur
staðið sl. hálft ár, en sjálf hugmyndin
að leiksýningu unninni úr Völuspá er
jafn gömul og leikfélagið sjálft.
Tvö ný íslensk verk
Islenskir leikhúsgestir fá dágóðan
skammt af íslenska heimsendinga-
leikhúsinu í haust, en þá verða
frumsýnd tvö ný íslensk verk á leik-
listarhátíðinni Á Mörkunum, sem er
samstarfsverkefni sjálfstæðu leik-
húsanna og Reykjavíkur, Menning-
arborgar Evrópu. Dómnefnd valdi
sex leikrit til þátttöku og reyndust
Dóttir Skáldsins eftir Svein Einars-
son og Háaloft eftir Völu Þórsdóttur
bæði úr smiðju ITAT. Verið er að
skipa í hlutverk í Dóttur Skáldsins,
leikstjóri verður Bjöm Gunnlaugsson
og hefjast æfingar í ágúst, en verkið
verður frumsýnt í Tjarnarleikhúsinu
í september. Háaloft verður á fjölum
Kaffileikhússins í október, en þar
leikstýrir Ágústa Skúladóttir Völu í
nýjum einleik.
-----------------
Nýjar bækur
• FRÆNDAFUNDUR 3 er af-
rakstur af íslensk-færeyskri ráð-
stefnu í Reykjavík 24.-25. júní 1998.
Hún var haldin til þess að efla rann-
sóknasamvinnu heimspekideildar
Háskóla íslands og Fróðskaparset-
urs F oroya.
Greinarnar í bókinni byggja á fyr-
irlestram frá ráðstefnunni og eru
ýmist á íslensku eða færeysku.
Enskur útdráttur fylgir hverri grein.
Efni þeirra er allt frá kristnitökunni
til botndýrarannsókna. Flest efnin
eru skoðuð bæði frá íslenskum og
færeyskum sjónarhóli.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er 160 bls., innbundin.
Verð2.000 kr.
Vaxtarrækt-
armenn í
toppformi
BJARNI Jónsson opnar ljós-
myndasýningu á morgun,
föstudag kl. 16, í Gallerí Sævars
Karls, Bankastræti.
Allar myndirnar á sýning-
unni era nektarmyndir teknar
á síðasta ári af íslenskum vaxt-
arræktai-mönnum í toppformi.
Á sama tíma kemur út almanak
í samvinnu við Nýjar Víddir
hannað af Kristínu Þorkels-
dóttur. Almanakið er fyrir árið
2001 og verður selt í bókabúð-
um og kemur út á íslensku,
ensku og þýsku.
Bjarni Jónsson á og rekur
Mynd í Hafnarfirði frá árinu
1982. Hann lærði ljósmyndun í
Kópavoginum hjá föður sínum,
Jóni A. Bjarnasyni, og fór í
framhaldi af því til náms í New
York. Þetta er hans þriðja
einkasýning.
Allar myndirnar á sýning-
unni eru unnar á vatnslitapapp-
ír.
Sýningin stendur til 16. júní.