Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 56
5.6 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Gæði hjúkrunar
J VARLA þarf að fara
mörgum orðum um
mikilvægi gæða í heil-
brigðisþjónustu því
gæði snerta alla þætti
þeirrar þjónustu. Gagn-
rýnt hefur verið að
gæði heilbrigðisþjón-
ustunnar séu í of mikl-
um mæli skilgreind af
þeim sem veita þjónust-
una en ekki af þeim sem
nýta hana. Skjólstæð-
ingar heilbrigðiskerfis-
ins eru vel færir um að
--•Vneta gæði þeirrar þjón-
ustu sem þeir verða að-
njótandi og viðhorf þeirra er mjög
mikilvægur þáttur þegar verið er að
skoða gæði þjónustunnar. Hvort þeir
hafa rétt fyrir sér eða ekki varðandi
gæðin skiptir í raun ekki máli; það
sem skiptir máli er upplifun þeirra,
því hún er vísbending um gæðin.
Það hefur því verið ögrandi verk-
efni margra rannsakenda að meta
gæði heilbrigðisþjónustu frá sjónar-
hóli skjólstæðinga. Undirrituð gerði
rannsókn á upplifun og skynjun ein-
staklinga með langvinna sjúkdóma,
sem dvalið höfðu á Landspítala,
Fossvogi eða Landspítala Hring-
braut á árunum 1997-1998, á gæðum
^ijúkrunar.
Niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu að í heild voru þessir einstakl-
ingar að mestu ánægðir með störf
hjúkrunarfræðinga.
Þær sýndu einnig að
gæði hjúkrunar voru
samofin hjúkrunar-
fræðingunum sem
hjúkrunina veittu og
því var persónulegum
eiginleikum þeirra iðu-
lega lýst. Sem dæmi
voru nefnd atriði eins
og að hjúkrunarfræð-
ingarnir væru velviljað-
ir, elskulegir, um-
hyggjusamir, hefðu
góða framkomu, sýndu
faglega fæmi o.s.frv.
Sérstaka athygli vakti
að margir hjúkrunarfræðingar virt-
ust beita kímni við störf sín og kunnu
einstaklingarnir, sem tóku þátt í
rannsókninni því vel; „næring fyrir
sálina“ sagði einn þeirra. Þeim hjúkr-
unarfræðingum, sem ekki voru taldir
veita gæðahjúkrun, var lýst sem
áhugalausum, frumkvæðislausum og
með litla þjónustulund.
Við mat á gæðum, skiptu ytri þætt-
ir, s.s. vistarverur, aðbúnaður og
matur, einstaklingana minna máli en
eiginleikar og framkoma hjúkrunar-
fræðinganna.
Einstaklingarnir lýstu áhrifum
þess að vera veitt gæðahjúkrun m.a.
á þann hátt að þeir fyndu við það til
öryggis og vellíðanar.
Segja má að niðurstöður rann-
sóknarinnar gefi vísbendingu um að
Hjúkrun
Einstaklingarnir lýstu
áhrifum þess að vera
veitt gæðahjúkrun, seg-
ir Laura Sch. Thor-
steinsson, m.a. á þann
hátt að þeir fyndu til
öryggis og vellíðanar.
það sem skipti sjúklinga mestu máli
sé það sem flokkast undir faglega
umhyggju. Ennfremur má telja lík-
legt að niðurstöðumar geti gefið vís-
bendingar um gæði heilbrigðisþjón-
ustu almennt. Þá geta þær haft
margvíslegt notagildi fyrir hjúkrun,
kennslu, stjómun og rannsóknir á
sviði hjúkrunar.
Rannsókn þessi verður kynnt nán-
ar, ásamt á annað hundrað annarra
rannsókna og nýjunga í hjúkmn, á al-
þjóðlegri ráðstefnu hjúkrunarfræð-
inga sem stunda rannsóknir (Work-
shop of European Nurse
Researchers), sem haldin er í Há-
skólabíói dagana 25.-27. maí.
Höfundur er hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri gæðamála
Landspítala Fossvogi.
Laura Scheving
Thorsteinsson
Af beljum og börnum
LOKSINS kom að
því að stuðningsmenn
nýsamþykkts frum-
varps um fæðingar- og
^&reldraorlof þorðu að
stinga niður penna og
leyfa okkur hinum, sem
gagnrýnt höíúm frum-
varpið, að heyra þeirra
sjónarmið. Fyrir það vil
ég þakka Kristínu Pét-
ursdóttur og tek gagn-
rýni hennar strax til
mín.
Kristín spyr í grein
sinni 19. maí s.l. hvort
beljumar séu mikilvæg-
ari en bömin vegna þess að lítið
heyrðist í andstæðingum aukinna rík-
isútgjalda þegar nýr búvörusamning-
ur var samþykktur. Ég vil svara
þessu svona: Auðvitað eru beljur ekki
^nikilvægari en bömin og Heimdell-
ingar hafa oft og iðulega gagnrýnt nú-
verandi fyrirkomulag
landbúnaðarins. Hins
vegar er eðlilegt að það
heyrist hátt í okkur
þegar verið er að læða í
gegnum þingið, um-
ræðulaust, nýrri löggjöf
sem felur í sér milljarða
útgjaldaaukningu ár
hvert um ókomin ár.
Þess vegna hafa m.a. fé-
lagsmenn í Heimdalli
talið nauðsynlegt að Ijá
máls á þessu bæði í
blöðum og á frelsi.is -
það gerir það enginn
annar.
Ég vil benda á að með núverandi
fyrirkomulagi er orlofið launatengt,
sem þýðir að hátekjufólk mun sækja
hlutfallslega mun hærri félagslegar
bætur í fæðingarorlofssjóð en lág-
tekjufólk. Fólk sem hefur svigrúm til
þess að leggja fyrir fær mun hærri
Byrðar
Hér er því verið að
leggja byrðar á alla, seg-
ir Björgvin Guðmunds-
son, til að greiða mest til
þeirra launahæstu.
bætur en fólk sem hefur h'tið sem ekk-
ert svigrúm til þess. Hér er því verið
að leggja byrðar á alla til að greiða
mest til þeirra launahæstu. Af hverju
segir verkalýðshreyfingin ekki neitt?
Hvað með Samfylkinguna? Vill hún
ekki ,jafna leikinn" í samfélaginu?
Það er deginum ljósara að trúverðug-
leiki þeirrar forystu er enginn.
Höfundur er varaformaður
Heimdallar og ritstjóri frelsi.is.
Björgvin
Guðmundsson
Stúdentar
skila árangri
ÞANN 18. og 19. apríl fór há-
skólafundur Háskóla ísiands fram í
annað sinn. Umræður um skólagjöld
í MBA-námi vöktu at-
hygli, en þar var til-
laga stúdenta um að
leita annarra fjár-
mögnunarleiða fyrir
námið felld. Niðurstað-
an er vonbrigði bæði
fyrir Háskólann og
menntakerfið, enda
virðist sem yfirvöldum
menntamála hafi tekist
að svelta Háskólann til
hlýðni með ónógum
fjárveitingum til
margra ára. Athyglis-
vert er þó að innan við
helmingur fundar-
manna greiddu skóla-
gjaldahugmyndinni at-
kvæði sitt og er það til marks um
þann mikla efa sem ríkir um það
hvort leiðin sem á að fara sé eðlileg
og lögum samkvæm. Stúdentar
Árangur
Með skipulegum og
samstilltum málflutn-
ingi, segir Eiríkur
Jónsson, tókst stúdent-
um að fá flestar tillögur
sínar samþykktar.
munu áfram berjast fyrir því að
námið verði fjármagnað með öðrum
hætti og funda með Alþingismönn-
um í því skyni.
Á háskólafundinum í síðustu viku
var einnig rætt um ýmislegt annað
en skólagjöld í MBÁ-námi og með
skipulegum og samstilltum mál-
flutningi tókst stúdentum að fá
flestar tillögur sínar samþykktar.
Tel ég rétt að minnast á nokkrar
þeirra.
Prófnúmerakerfi
í öllum deildum
Stúdentaráð hefur lengi barist
fyrir því að prófnúmerakerfi verði
tekið upp í öllum deildum Háskól-
ans. Hingað til hafa deildirnar ráðið
því hvort þær noti slíkt kerfi. Að til-
lögu stúdenta samþykkti háskóla-
fundur að eðlilegt væri að taka upp
prófnúmer eða nemendanúmer í öll-
um skriflegum prófum við Háskóla
Islands og að einkunnir birtist undir
þeim auðkennum. Hér
náðist því langþráð
takmark, enda erfitt að
sjá rök fyrir því að próf
skuli einhvern tímann
merkt nafni eða kenni-
tölu. Persónuleg tengsl
milli nemenda og
kennara eiga ekki að
hafa áhrif á einkunnir
og notkun prófnúmera
eða nemendanúmera
er besta tryggingin
fyrir algjörri hlutlægni
í einkunnagjöf.
Auglýstar
prófsýningar
Undanfarin ár hafa
prófsýningar í Háskólanum ekki
verið með skipulegum hætti. Ekki
hefur verið mælt fyrir um neinar
auglýstar prófsýningar í reglum
Háskólans, en nemendur getað
krafið kennara um að fá að skoða
próf sín og fá útskýringar innan 15
daga frá birtingu einkunnar. Þetta
fyrirkomulag hefur ýmsa ókosti og
að mati stúdenta er æskilegast að
prófsýningar séu með sem opnust-
um hætti. Stúdentar fengu því sam-
þykkt að innan 15 daga frá birtingu
einkunnar skuli kennari halda
auglýsta prófsýningu þar sem stúd-
ent á rétt á útskýringum. Stúdent á
einnig rétt á að hitta kennara utan
auglýstra prófsýninga og fá útskýr-
ingar ef hann æskir þess. Breyting-
arnar eru til mikilla bóta fyrir nem-
endur, enda eru skipulegar og
auglýstar prófsýningar sjálfsögð
réttindi þeirra, auk þess sem þær
ala á öryggi og eyða tortryggni.
Umhverfismál í öndvegi
Stúdentar lögðu mikla áherslu á
að umhverfismál fengju aukið vægi
innan háskólasamfélagsins. Til eru
drög að umhverfisstefnu Háskólans
sem aldrei hafa verið samþykkt.
Drögin eru að mörgu leyti ágæt, en
þau má gera markvissari og mæla
fyrir um skipulegar aðgerðir í um-
hverfisátt. Stúdentar lögðu því til að
skipaður yrði fjögurra manna
starfshópur nemenda og kennara
sem endurskoði og endurbæti þau
drög sem liggja fyrir. Tillagan var
samþykkt einróma og er stefnt að
því að skýr umhverfisstefna verði
samþykkt á háskólafundi í haust.
Eiríkur
Jónsson
- k
Sumarferðir 2000
Blaðauki Morgunblaðsins laugardaginn 10. júní
Meðal efuis:
Ferðir • Undirbúningur útilegu • Rétta nestið í ferðina
Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir
Gönguferðir • Sundstaðir • Söfn • Kajaksiglingar
Grillmatur • Krossgátur • Veiði • O.fl.
Skilafrestur auglýsingapantana er til
Id. 12 föstudaginn 2. júní
AUar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111
AUGLYSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Byggingu Háskólatorgs
hraðað
Stúdentar hafa lengi lagt mikla
áherslu á að byggt verði svonefnt
Háskólatorg miðsvæðis á háskóla-
svæðinu. Það verði þjónustumiðstöð
eins og víða finnst í erlendum há-
skólum sem sameinar stúdenta,
kennara og annað starfsfólk. Stúd-
entar lögðu fram tillögu um að
byggingu slíks torgs yrði hraðað og
á markvissan hátt farið að móta til-
lögu um fjármögnun húsnæðisins.
Fyrirséð er að reynt verði að fá
einkafjármagn til byggingarinnar,
enda meiningin ekki að ganga á það
litla fé sem Háskólinn hefur til
byggingar kennsluhúsnæðis. Tillaga
stúdenta fékk mikinn stuðning og
munu þeir fylgja því eftir af krafti
að Háskólatorgið verði sem fyrst að
veruleika.
Samstaða skilar árangri
Stúdentar geta fagnað þeim já-
kvæðu breytingum sem náðust fram
á háskólafundi. Hver einasta tillaga
stúdenta var lögð fram í sameiningu
af öllum fulltrúum þeirra á fundin-
um. Þeir höfðu skýra stefnu, mæltu
einum rómi og sldluðu umtalsverð-
um árangri. Stúdentaráð mun fylgja
hinum samþykktu tillögum fast eftir
og halda áfram kröftugri baráttu
fyrir betri hag stúdenta.
Höfundur er formaður Stúdentaráðs
Háskóla íslands.