Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Stúdentspróf - Hópur nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð kýs að taka alþjóðlegt stúdentspróf. Kennt er á ensku í tvö ár og eru nemendur búnir undir námið í eitt ár. Gunnar Hersveinn kynnti sér námið og ræddi við stallara þess, kennara og nemanda um reynsluna af IB-stúdentsprófí, en þeir fyrstu útskrifast á næstu dögum. Prófin eru alþjóðleg. Nokkrir af IB-nemendunum í lokaprófi í MH. og kennsla á ensku J• „Það kom manni í koll að fresta hlut- unum. Ég lærði að vinna sjálfstætt." • „Það er auðveldara að vera fyndinn og skemmtilegur á móðurmálinu.“ IBO (Intemational Baccalaur- eate Organisation) eru form- leg samtök skóla sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sam- tökin hafa höfuðstöðvar sínar í Sviss og bjóða upp á fjölþættar námsleiðir: Diploma Programme, IB stúdents- próf, sem er viðurkenndur undirbún- ingur undir háskólanám, Middle -Jfears Programme, unglingadeild, Tyrir nemendur á aldrinum 11-16 ára og Primary Years Programme, grunnskóladeild, fyrir nemendur þriggja til tólf ára. Flestir sem fá inngöngu í IB-nám hér á landi stunda fyrst nokkuð hefð- bundið nám við Menntaskólann við Hamrahlíð í eitt ár þar sem áhersla er lögð á að styrkja þekkingu þeirra á séríslenskum námsþáttum sem ekki er lögð áhersla á í IB-greinum. „I vor útskrifum við fyrstu IB-stúd- entana okkar,“ segir Wincie Jóhannsdóttir, sem hefur verið IB- stallari í MH. Núna útskrifast 13, en nokkrir í viðbót taka lokapróf í stökum grein- 'iUm í IB-náminu og verður það nám metið sem hluti af íslenska stúdents- prófinu þeirra. Peir sem hingað til hafa helst sótt í þetta nám eru: 1) Nemendur sem eru sérstaklega góðir námsmenn og langar að flýta námi eða bara takast á við spennandi verkefni. 2) Islenskir nemendur sem hafa búið lengi erlendis með foreldr- um sínum. 3) Útlendingar sem eru hér t.d. vegna vinnu foreldra sinna. Peir hafa t.d. verið frá Mongólíu, Rúmeníu og Kína. „Nemendur í skól- anum geta einnig tekið einn og einn áfanga á ensku í IB náminu til að kynnast orðaforða greinanna og und- irbúa sig betur fyrir háskólanám," segir Wincie og að almennt sé vax- andi áhugi á þessu námi, t.d. spyrji oft foreldrar, sem ætla að flytja heim eftir nám og störf í útlöndum og eru með stálpaða krakka, um námið. Hún segir að fjórtán kennarar hafi farið utan á námskeið í kennslu sinn- ar greinar í IB-náminu, og að fimm fari nú í sumar á námskeið. „Eg held að þetta efli kennarana," segir hún, „bæði í sínu fagi og einnig í kennslu- fræðinni.“ Námsefni og mælikvarðar í IB- náminu eru endurskoðuð á fimm ára bili með þátttöku fagkennara um heim allan. Þeir sem vilja kynna sér IB-námið nánar geta farið á heima- síðuna: www.mh.is Dugar ekki að hugsa „þetta reddast“ Stefán Andri í lokaprófi í sögu. STEFÁN Andri Gunnarsson er í fyrsta hópnum sem útskrifast sem stúdent í IB-náminu í MH. Hann flutti með foreldrum sínum til íslands árið 1998 eftir dvöl í Indianafylki í Bandaríkjunum. „Ég hafði lokið High school þegar við komum heim og ég kannaði hvort ég kæmist því beint inn í Háskóla Islands, en svo var ekki,“ segir Stefán Andri og að Wincie Jó- hannsdóttir kennari hafi í framhaldi af því kynnt honum IB-stúdentspróf- ið. „Ég bjó mig undir það með því að fara í nokkra almenna MH-áfanga á vorönn 1998 og byrjaði svo strax í IB- náminu um haustið,“ segir hann en námið sjálft er tvö ár auk árs í undir- búningi. Stefán var því í fyrsta hópn- um. Hann viðurkennir að þetta hafi verið stíft nám og að það hafi verið álag að fyrsti hópurinn í IB-náminu hafi þurft að ryðja veginn. Lokaönnin var stíf því í kjölfar ritgerðaskila og lokaáfanga, sem heitir CAS og kemur í staðinn fyrir líkamsrækt, hafi loka- prófin skollið á. „Við rákum okkur strax á að ís- lenski hugsunarhátturinn „þetta reddast" dugði skammt," segir hann, „það kom manni í koll að fresta hlut- unum. Aftur á móti lærði ég að í þessu námi að vinna sjálfstætt. Þetta var góð reynsla og nemendahópurinn var þéttur þótt sumir væru aðeins eina önn eða tvær í náminu vegna þess að þeir fluttu út aftur. Tveir voru frá Kanada, einn frá Japan, annar Aíríku og sá þriðji frá Bretlandi." Stefán Andri telur að vaxandi þörf sé fyrir IB-námið bæði vegna þess að útlend- ingum fjölgar sökum starfsmöguleika og einnig vegna aukinnar heimkomu langskólagenginna foreldra. I haust býst hann við að bytja í sál- arfræði eða læknisfræði í Háskóla ís- lands. „Breytir áherslum í ann- arri kennslu hjá mér“ ÞAÐ er töluverður munur á að kenna IB- nemendum sögu og öðrum nemendum. Ekki vegna þess að þessir nemendur séu eitthvað öðruvísi, held- ur fyrst og fremst af því að ytri umgjörð kennslunar er önnur. „Eins og annað IB- nám erum við að kenna samkvæmt námskrá sem kemur frá útlönd- um, nemendur taka samræmt próf eftir henni, við kennum út- lendar kennslubækur og við tölum að mestu ensku í tímum. Fyrir mig sem kennara er auðvitað mjög fróðlegt að kynnast þessu þó að þessi fyrstu ár hafi verið erfið,“ segir Þorsteinn Þórhallsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Mér líkar reyndar vel við nám- skrána því hún er sveigjanleg og býður upp á mikið val. Helstu ákvæði hennar eru að kenna skuli valda þætti úr sögu heimsins á tut- tugustu öld og sögu einnar álfu á 19 og 20. öld. Síðan er lögð áhersla á að nemendur öðlist leikni í meðferð heimilda og læri ekki bara stað- reyndir heldur líka að skilja gang sögunnar. Það sem mér finnst kannski verra er að í þessu námi er engin saga fyrri alda og það má segja að áherslan sé frekar á pólitíska þætti sögunnar þó að um það hafi kennarar nokkuð vaf. Mér skilst að IB- sagan sæki helst fyrir- myndir til námskráa í Bretlandi. Fyrir mig persónulega er skemmtilegast að kynnast því hvað áherslan er mikil á söguskilning og heim- ildarýni vegna þess að þar hefur mér fundist ég veikastur fyrir. Kannski er það eitt- hvað í hefðinni okkar sem hefur áhrif þarna. Ég hef heyrt frá IB-mönnum úti að skandínavísk- ir sögunemar séu sterkari á sviði at- burða og frásagnar en skilnings í samanburði við aðra sögunemendur. Ég vona að ég geti nýtt kynni mín af IB til að breyta áherslunum í annarri kennslu hjá mér.“ Allt námsefni er á ensku. Þor- steinn verður að panta kennslubæk- ur frá Englandi og gæta þarf þess að hafa ítarefni á ensku á bókasafninu. Þessar aðstæður hafa bæði kosti og galla í för með sér. „Ég er ekki fasta- gestur í bókabúðum í London og hef því orðið að velja bækur eftir tillög- um annarra IB-kennara og eftir upp- lýsingum sem ég hef viðað að mér á Netinu og í bæklingum bókaútgáfa. Sumt af því efni sem ég fengið hent- ar vel til kennslu, annað miður. Ég og nemendur mínir hafa því bæði fengið að kynnast frábærum kennslubókum og öðrum heldur tyrfnari. Ég held áfram að leita enda finn ég að þegar enskukunnátta nemendanna er misjöfn, hefur kennsluefnið mikil áhrif á námsgleð- ina.“ Það er auðvitað svolítið sérstök upplifun fyrir kennara að kenna á ensku. Þorsteinn finnur það vel í samanburði við sína venjulegu kennslu, að í hugvísindagreinum eins og sögu skiptir málið mjög miklu. Málið er stór þáttur í því að skapa áhuga og stemmningu fyrir náminu. „Það er alltaf auðveldara að vera fyndinn, skýr og skemmtilegur á móðurmálinu," segir hann. „Þetta háir okkur líka svolítið í umræðum og hópvinnu, að fólk er misgott í ensku hvort sem um er að ræða ís- lendingana hér eða útlendu nemend- urna. Arangurinn af þessu verður samt alltaf sá að nemendurnir þjálf- ast í því að lesa ensku og tjá sig á ensku um sögu. Ekki er ég í neinum vafa um að það komi þeim að gagni seinna í lífinu. Sjálfur hef ég auð- vitað lært heilmargt á þessu og kom- ist í samband við það sem er að gerast í sögukennslu í nágranna- löndunum. Eg hef sjálfur farið á eitt IB-námskeið og vonast til að komast fljótlega á annað.“ Þorsteinn Þórhallsson HUiHlll Sundaborg 3 — Sími: 568 4800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.