Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ pltfguwMalíilí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ný viljayfirlýsing um NORAL-verkefnið ÁKVÖRÐUN VEl FYRIR 1. FEBR OGN ARKR AFTUR FLÓTTA AFLSIN S VIÐ skólaslit Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra- dag flutti Hjalti Jón Sveinsson skólameistari ræðu þar sem hann sagði m.a.: „Nú er svo komið að við þurfum að spyrna af öllu afli við flóttaaflinu sem hrífur nú íbúa landsbyggðarinnar af ógn- arkrafti til Reykjavíkursvæðisins." Undir þessi orð má taka en meiri spurning er hvernig sporna eigi gegn þessari þróun. Allt það mikla fjármagn, sem lagt hefur verið í að vinna gegn henni, hefur í mesta lagi dugað til þess að hægja á henni en það er fullkomið álitamál hvort það hefur jafnvel þjónað þeim tilgangi. Það er alveg ljóst að íbúum landsbyggðarinnar fækkar stöðugt og íbúum suðvesturhornsins fjölgar að sama skapi. Það hlýtur því að vera mikil brotalöm í þeirri stefnu sem rekin hefur verið fram að þessu í landsbyggðarmálum. Það er stefna sem hefur ekki skilað nokkrum árangri en kostað mikla fjármuni. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun að það væri tímabært að snúa alveg við blaðinu í landsbyggðarmálum og marka nýja stefnu á nýjum forsendum. Fólk velur sér í sumum tilvikum búsetu af tilfinninga- legum ástæðum en í langflestum tilfellum vegna hags- muna sinna. Það er að mörgu leyti hagkvæmt að búa á landsbyggð- inni. Ekki sízt vegna þess að húsnæðiskostnaður er mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Þar munar miklu. í öðru lagi er áreiðanlega að verða hagstæðara að ala börn upp utan Reykjavíkursvæðisins; Þau njóta meira frjálsræðis í fámennari byggðarlögum. I þriðja lagi er sá mikli þrýst- ingur, sem er í daglegu lífi borgarbúans, ekki jafn mikill í dreifbýli og þannig mætti lengi telja. Það þarf að búa þannig í haginn að fólk hafi aðra hags- muni af því að nýta sér þessa kosti fámennisins. Þar kem- ur Netið til sögunnar. Fjölmargir Islendingar geta nú stundað vinnu sína án þess að búseta skipti máli vegna til- komu Netsins. Þess vegna er langstærsta landsbyggðarmálið nú, sem jafnframt ætti að vera kjarninn í nýrri byggðastefnu Al- þingis og ríkisstjórnar, að tryggja að hvar sem er á land- inu bjóði fjarskiptakerfið upp á sömu tækifæri til að nýta Netið og á Reykjavíkursvæðinu. Að gagnaflutningakerfið sé jafn hraðvirkt o.s.frv. Með markvissri stefnu í uppbyggingu slíks fjarskipta- kerfis mundu þeir sem geta stundað vinnu sína á Netinu óháð því hvar þeir eru staddir áreiðanlega nýta sér kosti dreifbýlisins til búsetu í stórauknum mæli. Þessi netupp- bygging ásamt batnandi samgöngum með hverju árinu sem líður gæti snúið núverandi byggðaþróun við á ótrú- lega skömmum tíma. Alþingi og ríkisstjórn verða að reyna nýja nálgun að þessu vandamáli sem hefur þvælst of lengi fyrir öllum sem að því hafa komið. ÍSRAELAR OG LÍBANON ÞAÐ er jákvætt að ísraelar eru að yfirgefa Líbanon. Þetta stríðshrjáða land hefur verið tætt í sundur síðustu ára- tugi af nágrannaríkjum sínum og þá fyrst og fremst Israel og Sýrlandi. Hins vegar hefði verið æskilegt vegna stöðugleika í Miðausturlöndum að brottflutningur herja ísraelsmanna hefði farið fram með skipulegri og yfirvegaðri hætti en gerzt hefur síðustu daga. ísraelum hefur tekizt að ná friðarsamningum við bæði Egypta og Jórdaníu og samningar þeirra við Palestíumenn eru langt á veg komnir. Þótt erfiðlega hafi gengið að koma á samningum á milli þeirra og Sýrlendinga eru þó meiri vonir bundnar við það en áður. Þessir samningar hafa náðst m.a. vegna styrkleika ísraels- manna. Þess vegna stuðlar það ekki að friði í Miðausturlönd- um að þeir yfirgefi hernumin landsvæði með heldur niður- lægjandi hætti fyrir þá sjálfa eins og hefur nú gerzt. Það getur gefíð ranga mynd af styrkleikahlutföllum á milli deilu- aðila í þessum heimshluta. Friðarsamningar í Miðausturlöndum eru hins vegar komn- ir svo langt, ekki sízt fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna, að ótrúlegt er að sú þróun stöðvist úr þessu. Nú, þegar her ísra- elsmanna er að hverfa frá Líbanon, verða væntanlega ekki sömu rök og áður fyrir því að Sýrlendingar ráðskist með þetta sundurtætta land eins og þeir hafa lengi gert. Það er tími til kominn að Líbanar fái að lifa.í friði. Stefnt er að því að ákvörðun um hvort ráðist verður í byggingu álvers á Reyðarfírði og virkjun við Kárahnúka verði tekin fyrir 1. febrúar 2002. Hydro Aluminium hefur lýst sig reiðubúið til að eiga allt að 40% í álverinu. Egill Ólafsson fór á blaðamannafund þar sem fram kom að Landsvirkjun er að skoða þann möguleika að stofna sérstakt hlutafélag um byggingu og rekstur virkjunarinnar. FULLTRÚAR íslenskra stjórnvalda, Reyðaráls, Hydro Aluminium, Lands- virkjunar og Hæfis hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi undirbúning byggingar álvers á Reyðarfirði og virkjana sem því tengjast. Miðað er við að endanleg ákvörðun um hvort ráðist verði í fram- kvæmdir verði tekin fyrir 1. febrúar 2002, en þá eiga að liggja fyrir allar for- sendur m.a. um hagkvæmni verkefnis- ins. í viljayfirlýsingunni er vísað í yfir- lýsingu sem sömu aðilar undirrituðu á Hallormsstað 29. júní 1999, en sú yfir- lýsing byggðist á því að kanna hag- kvæmni þess að byggja 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði sem fengi orku frá Fljótsdalsvirkjun. Sem kunn- ugt er var tekin sú ákvörðun í vetur að hverfa frá þessum hugmyndum og skoða í staðinn stærra álver, en það þýddi jafnframt að Kárahnúkavirkjun yrði tekin fram fyrir Fljótsdalsvirkjun. Sú virkjanaröð þýðir einnig að ekki þarf að búa til lón við Eyjabakka, en hörð andstaða var við það meðal stórs hluta þjóðarinnar. Staðfesta áhuga á verkefninu „Þessi nýja yfirlýsing er gefin út til þess að staðfesta áhuga og skuldbind- ingu allra aðila til að leggja mat á hag- kvæmni verkefnisins og þann ásetning að komast að endanlegri niðurstöðu um það hvort ráðast skuli í verkefnið fyrir 1. febrúar 2002,“ segir í inngangi að viljayfirlýsingunni sem undirrituð var í gær. Yfirlýsingin hefur að geyma lýsingu á NORAL-verkefninu. Stefnt er að því að Reyðarál hf. byggi álver á Reyðar- firði með 240 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári. Áformað er að hefja byggingu þess árið 2003 og að því verði lokið snemma árs 2006. Aætlun Reyð- aráls gerir ráð fyrir því að álverið verði stækkað upp í 360 þúsund tonn og að annar áfangi verði tekinn í notkun 2-3 árum á eftir seinni áfanganum. Þá seg- ir í yfirlýsingunni að álverið kunni að lokum „að verða stækkað í 480 þúsund tonn á ári ef og þegar nægjanlegt raf- magn og tilskilin leyfi liggja fyrir“. Gert er ráð fyrir að 450 manns starfi í álverinu og að 140 menn bætist við þegar seinni áfanginn er tekinn í notk- un. Gert er ráð fyrir að álverið kaupi mikla þjónustu af verktökum og fyrir- tækjum og að um 300 manns hafi vinnu við þjónustu við álverið, þar af um 150 sem starfa á Austurlandi. Reyðarál reiknar með að greiða rúman milljarð árlega í laun til starfsmanna álversins. Útflutningsverðmæti áls sem álverið framleiðir er áætlað 30 milljarðar á ári að jafnaði, en það svarar til um 15% af heildarútflutningi íslands á vöru og þjónustu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði að á undir- búningstímanum yrði skoðað sérstak- lega hvort hægt væri að hraða fram- kvæmdum þannig að hægt yrði að hefja framleiðslu árið 2005. Hún sagði að í viljayfirlýsingunni tækju stjóm- völd á sig ýmsar skuldbindingar. Stjómvöld myndu leitast við að halda í lágmarki óhagstæðum efnahagslegum áhrifum meðan framkvæmdir við virkjun og álver standa sem hæst. Rík- isstjómin myndi leggja til breytingar á orkulögum í því skyni að tryggja að Landsvirkjun eða dótturfélög Lands- virkjunar geti gert ráðstafanir til að afla tilskilinna heimilda til þess að ráð- ast í virkjanaframkvæmdimar. Jafn- framt myndi ríkisstjómin tryggja að ekki yrðu tafir á mati á umhverfisáhrif- um og rekstrarleyfi virkjana og álvers vegna skorts á mannafla eða annarra verkefna. Þá myndi ríkisstjómin leit- ast við að ábyrgjast að tiltækt verði nauðsynlegt fjármagn til fjárfestinga í opinberum framkvæmdum, þ.m.t. framkvæmdum í Fjarðarbyggð. Norðmenn tilbúnir að eiga allt að 40% í álverinu Jon Harald Nilsen, forstjóri málm- deildar Hydro Aluminium, sagði að bygging álvers á Reyðarfirði væri ögr- andi verkefni fyrir Hydro Aluminium. Fyrirtækið hefði upphaflega tekið þátt í að skoða byggingu 120 þúsund tonna álvers. Um hefði verið að ræða flókið og áhættusamt verkefni og því hefði ekki þurft að koma á óvart þó að menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þessi stærð á álveri væri ekki heppileg. Þessi niðurstaða hefði eðlilega valdið vonbrigðum hjá Austfirðingum og þess vegna sagðist hann skilja að spurt væri um raunvemlegan vilja og áhuga Hyd- ro Aluminium á að reisa álver á Reyð- arfirði. Því væri til að svara að fyrir- tækið ætlaði sér að skoða ítarlega þetta verkefni frá öllum hliðum með það að markmiði að taka þátt í því. Tekin hefði verið ákvörðun um að setja í þennan undirbúning umtalsverða fjármuni og vinnu. Hann sagði að þegar farið væri af stað með svona stórt verkefni væri eðlilegur þáttur í undirbúningnum að skoða alla kosti. Það að Hydro Alumin- ium ætlaði að gera það ætti að sýna hversu mikil alvara lægi að baki. Jon Harald sagði að sú stærð af ál- veri sem nú væri til skoðunar, 240 þús- und tonn, væri sú stærð sem almennt væri byggð í heiminum í dag. Menn yrðu hins vegar að hafa skilning á því að þetta verkefni kallaði á mjög miklar fjáríestingar og þess vegna yrðu eig- endur álversins að undirbúa það mjög vel og hafa 100% trú á því. Það væri af- ar mikilvægt að hafa fjárhagslega traustan gmnn undir verkefninu. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að ísland væri rétti staðurinn fyrir álver. Ástæðan fyrir því væri náttúm- legar auðlindir landsins, orkan, efna- hagslegur stöðugleiki og staðsetning sem færði góðan aðgang að mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Jón Harald sagði að Hydro Alumin- ium hefði upphaflega rætt um að eiga 25% eignarhlut í Reyðaráli, en fyrir- tækið væri nú tilbúið til að eiga allt að 40% í fyrirhuguðu álveri á Reyðarfirði. Sérstakt félag stofnað um virkjun við Kárahnúka? Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að Landsvirkj- un áformaði að verja um 1.100 milljón- Fulltrúar NORAL-verkefnisins kynn framkvæmdastjdri Hæfis, Jon-Haral herra, Friðrik Sophusson, forstj Tímaáætlun Ákvörðun tekin um framkvæmdir Undirbúningur—► ^ I 2000 I 2001 [ 2002 | i Um mitt ár byrjar Landsvirkjun framkvæm um í undirbúning og rannsóknir á Kárahnúkavirkjun fram til 1. febrúar þegar tekin verður endanleg ákvörðun um hvort ráðist verður í framkvæmdfr, þar af 300 milljónir á þessu ári. Búið væri að rannsaka þennan virkjanakost í um 20 ár, en mikil vinna væri enn óunnin. Nýjar hugmyndir um virkjanir norðan Vatnajökuls gerðu ekki ráð fyr- ir lóni á Eyjabökkum því gert væri ráð fyrir að Hálslón miðlaði vatni bæði til Kárahnúkavirkjunar og Fljótsdals- virkjunar. Aðrennslisgöngin yrðu um sjö metrar í þvermál svo að þau gætu tekið við vatni frá Jökulsá á Fljótsdal sem síðar yrði virkjuð. Jafnframt yrði að byggja stíflu við Kárahnúka í fullri hæð strax í upphafi. Friðrik sagði að Kárahnúkavirkjun yrði eingöngu reist til að framleiða raf- magn til stóriðju og það einfaldaði út- reikninga ó arðsemi virkjunarinnar. Erlendir og innlendir sérfræðingar yrðu fengnir til að meta arðsemina, en það væri að sjálfsögðu forsenda Landsvirkjunar fyrir því að fara út í þessar framkvæmdir að þær skiluðu arði. Um væri að ræða gríðarlega mikla fjárfestingu, en gróflega áætlað væri kostnaður við Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsvirkjun um 90 milljarðar. Inn í þehri tölu væru raflínur og vaxta- kostnaður. Valgerður sagði ljóst að gera þyrfti breytingar á skipulagi raforkumála. Tilskipun Evrópusambandsins, sem tæki gildi 2002, gerði slíkt óhjákvæmi- legt. Nefnd væri nú að störfum um þessi mál, en mjög líklegt væri að breytingar yrðu gerðar á Landsvirkj- un m.a. eignarhaldi. Friðrik sagði að eitt af því sem Landsvirkjun væri með til skoðunar væri að stofna sérstakt félag um bygg- ingu og rekstur Kárahnúkavirkjunai’. Aðspurður útilokaði hann ekki að er- lendir aðilar ættu í slíku fyrirtæki. Hafa þyrfti í huga að fjárfestingin í Kárahnúkavirkjun og Fljótsdalsvirkj- unar væri 90 milljarðar, en heildar- skuldir Landsvirkjunar í dag væru um 60 milljarðar. Friðrik sagði að ný lög um umhverf- ismat, sem samþykkt voru í vor, fælu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 119. tölublað (25.05.2000)
https://timarit.is/issue/132907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

119. tölublað (25.05.2000)

Aðgerðir: