Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 34
34 FÍMMTUÐAGUR 25. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ SAN FRANCISCO-BALLETTINN Að vera trúr hjarta sínu I Listdansskólanum eru dansarar San Francisco-ballettsins á sinni fyrstu æfíngu eftir að hópurinn kom hingað til lands. Tveir af aðaldönsurunum í Svana- vatninu, þau Joanna Berman og Roman Rykine, gefa sér tíma til að setjast niður með blaðamanni eitt augnablik í hléi áður en dansinn hefst á ný. JOANNA Berman er ein af þremur dönsurum sem skipta með sér hinu tvöfalda hlut- verki Odette/Odile og Roman Ryk- ine er sömuleiðis einn af þremur dönsurum sem dansa hlutverk Sig- frieds prins. Þau dansa þó ekki sam- an, „því miður - ég gæti annars vel hugsað mér að dansa með þér“, seg- ir hún og beinir orðum sínum til hans. Joanna Berman hefur dansað með San Franciseo-ballettinum all- an sinn feril eða allt frá árinu 1984. Það eru hins vegar ekki nema fjögur ár síðan Roman Rykine gekk til hðs við flokkinn, árið 1996. Þar áður hafði hann dansað með English Nat- ional Ballet í tvö ár en hann er upp- runninn í Rússlandi. Meira návígi í Borgarleikhúsinu Bæði segjast þau vera orðin spennt að stíga á svið Borgarleik- hússins en þegar viðtalið fer fram á þriðjudegi eru þau enn ekki farin að sjá það. Segjast þó vita að húsið sé mun minna en óperuhúsið í San Francisco sem þau eru vön að dansa í og því verði návígið meira, sem þurfi þó alls ekki að vera verra. Aðspurð um hvað skýri hinar miklu vinsældir Svanavatnsins um allar jarðir á öllum tímum nefnir Joanna fyrst tónlistina, sem hægt sé að lýsa í einu orði: Yndisleg. „Svo er þetta auðvitað sagan um valið milli góðs og ills og um það að vera trúr hjarta sínu - nokkuð sem allir verða að kljást við,“ segir hún. Roman bætir við að Svanavatnið sé fyrir löngu orðið einn af frægustu klass- ísku ballettum sögunnar og nái ekki síður til þeirra sem minna þekki til danslistarinnar. Bæði eru þau líka á því að Helga Tómassyni hafi tekist einstaklega vel til með endursköpun sína á verkinu. Helgi gefur dönsurunum mikið frelsi í túlkun Ekki er hægt að sleppa þeim aft- ur á æfingu án þess að varpa fram spurningunni hvernig stjórnandi Helgi sé. Roman verður fyrri til að svara: „Eg hef náttúrulega ekki þekkt hann nema í þessi fjögur ár sem ég hef verið við San Franciseo- ballettinn en hann hefur reynst mér mjög vel og hefur gert verulega margt gott fyrir flokkinn. Ég sé meira að segja miklar breytingar á þessum fáu árum.“ Hann kveðst líka kunna vel að meta að Helgi gefur dönsurunum gífurlega mikið frelsi til að túlka sjálfir. Joanna tekur heilshugar undir - og hún hefur samanburðinn, því hún réðst til flokksins ári áður en Helgi tók þar við stjórninni. „Hann er líka snillingur í að velja saman fólk úr ólíkum áttum og að fá hæfa danshöf- unda til liðs við flokkinn," segir hún. Beint flug til Þrándheims í Noregi ÍSLANDSFIUG Flugverð 25.900,- Afsláttur fyrir böm kr. 4.000 Nú býðst einstakt tækifæri á að fljúga beint til ÞRÁNDHEIMS. Vikuferð frá 23.-30.júní. Dagflug, brottför frá Keflavík kl. 09:00 Komið til baka 30.júní kl.15:00. Sérferð 23.06-30.06: Vika um Firðina FararstjórTheodór Blöndal Verð 78.200 á mann f 2m. herb. Innifalið: Flug, flugvallarg. gisting, akstur og ísl.farastj. Upplýslngar hjá sölum. Flogið verður með glæsilegri Boeing-þotu Islandsflugs. Aukagjöld: Flugvallargjöld kr.4.550 bætast við. Þú getur pantað sumarbækling TERRA N0VA á heimasíðu okkar, www.terranova.is. ^ TERRA NOVA W ryj -Spennandi valkostur- Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik Simi: 587 1919 & 567 8545 Fax: 587 0036 ■ www.terranova.is Morgunblaðið/Golli Joanna Berman er ein af þremur dönsurum sem skipta með sér hinu tvöfalda hlutverki Odette/Odile og Roman Rykine er sömuleiðis einn af þremur dönsurum sem dansa hlutverk Sigfrieds prins. Ferill Helga Sendiherra Bandarfkjanna á íslandi, Barbara J. Griffiths, bauð Heiga Tómassyni og dönsurum San Francisco-ballettsins til móttöku í sendi- ráðinu á þriðjudag. Milli Helga og Barböru J. Griffiths stendur eigin- kona Helga, Marlene. HELGI Tómasson fæddist í Reykja- vfk árið 1942. Hann hóf listdans- nám ungur að árum og gekk meðal annars í Listdansskóla Þjóðleik- hússins. Fimmtán ára gamall hélt Helgi til Kaupmannahafnar þar sem hann var tekinn í læri hjá Tív- olíballettinum og tveimur árum síð- ar fékk hann styrk til náms við New York School of American Ballet, fyrir milligöngu Jeromes Robbins. Skömmu sfðar hóf Helgi feril sinn sem atvinnudansari í Bandarikjunum. Fyrst dansaði hann hjá The Joffrey Ballet en síð- an The Harkness Ballet, þar sem hann var einn af aðaldönsurunum. Árið 1969 tók Helgi þátt í fyrstu alþjóðlegu listdanskeppninni f Moskvu sem fulltrúi Bandaríkjanna og hreppti silfurverðlaun. Gull- verðlaunin féllu Mikhail nokkrum Baryshnikov í skaut. Ári síðar gekk Helgi til liðs við New York City Ballet sem aðal- dansari, þar sem hann dansaði i fimmtán ár við frábæran orðstír - var ein helsta skrautfjöður flokks- ins. Er Helgi almennt talinn einn fremsti klassiski ballettdansari sinnar kynslóðar. „Hann er einfald- lega einn fárra klassfskra listdans- ara sem hægt er að segja að séu sannarlega framúrskarandi,“ skrif- aði Anna Kisselgoff í New York Times árið 1979. Sérstaklega gat Helgi sér gott orð fyrir túlkun á dansverkum George Balanchines og Jeromes Robbins, en báðir höfundar bjuggu til mörg hlutverk með Helga í huga. Árið 1980 samdi Helgi sinn fyrsta ballett, Thetne and Variat- ions, Polonaise, Op. 65, fyrir School of American Ballet Workshop. Féll verkið í fijóa jörð og hvatti læri- meistarinn Balanchine hann til að halda áfram á sömu braut. Helgi lagði skóna á hilluna árið 1985 til að taka við starfi listræns stjórnanda elsta atvinnudansflokks Bandaríkjanna, San Francisco- ballettsins. Hefur hann hafið flokk- inn til vegs og virðingar og fært hann f fremstu röð dansflokka í heiminum. Helgi hefur samið 29 dansverk fyrir San Francisco-ballettinn, meðal annars Giselle, Svanavatnið, Þyrnirós og Rómeó og Júlíu. Hann hefur byggt á klassískum grunni og þykja dansarar hans búa yfir mikilli breidd og valda óiíkustu stíl- um og verkum. Auk þess að semja sjálfur hefur Helgi virkjað krafta margra af fremstu danshöfundum heims í þágu flokksins, svo sem David Bint- ley, Val Caniparoli, William For- sythe, James Kudelka og Mark Morris. Þá hefur hann einnig sett á svið verk eftir menn á borð við Frederick Ashton, George Balanchine, August Bournonville, Flemming Flindt, Agnes de Mille, Jerome Robbins og Antony Tudor. Þá hafa verk Helga sjálfs verið flutt víða, meðal annars hjá New York City Ballet, Houston Ballet, Ballct Arizona, Finis Jhung’s Chamber Ballet USA og Konung- lega danska ballettinum. San Francisco-ballettinn hefur gert víðreist í tíð Helga. Ber hæst sýningar í New York City í fjór- gang, Kaupmannahöfn, París og síðast í Lundúnum og Belfast. Helgi Tómasson er margverð- launaður fyrir framlag sitt til danslistarinnar í Bandaríkjunum, á Islandi og víðar. í 21 ÁRS afmælisveislu Sigfrieds prins tilkynnir drottningin, móðir hans, að nú sé mál að hann kvæn- ist. Honum fellur illa sú tilhugsun að þurfa að velja sér brúði eftir ráðagerð móður sinnar, dregur sig í hlé frá veisluglaumnum og fer á veiðar, dapur í bragði. Hópur svana flýgur yfir og prinsinn fylgist heillaður með glæstu flugi þeiiTa. Skyndilega umbreytist einn svananna í undur- fagra konu. Þetta er Odette, drottning svananna, en hún er í álögum sem ekkert fær leyst nema Sögu- þráður einlæg ást og tryggð mennsks manns. Sigfried sver henni þegar í stað eilífa ást sína en hinn illi seið- maður Von Rothbart leikur á hann með því að láta dóttur sína, Odile, dulbúast sem meysvan en Sigfried áttar sig á svikunum. Hann er harmi lostinn, snýr aft- ur til vatnsins og sárbænir Odette um fyrirgefningu. Hún sýnir hon- um skilning og fyrirgefur honum en skelfileg mistök Sigfrieds hafa dæmt hana til að vera svanur um alla eilífð. Hún kýs þess í stað að deyja. Von Rothbart reynir að hrekja Sigfried frá því hann vill hafa Odette fyrir sjálfan sig, en elskendurnir hafa betur. Odette fleygir sér í vatnið og Sigfried fer að dæmi hennar. Staðföst ást Sig- frieds og Odette afléttir álögunum - elskendurnii- ná saman að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.