Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 6

Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Þessir krakkar hrifust mjög af bási Sambands garðyrkjubænda, en hann fékk einmitt viðurkenningu fyrir að vera fallcgasti bás sýningarinnar. Landbúnaðarsýning’in Bú 2000 hófst í Laugardalshöll í gær „Landbúnaðurinn er kominn til borgarinnar“ Landbúnaðarsýningin er að þessu sinni haldin í höfuðborginni en markmið hennar er að varpa ljósi á mikilvægi landbúnaðar í nútíma- þjóðfélagi og glæða skilning þéttbýlisbúa á hlutverki hans í vexti og velferð íslensks sam- félags. Búist er við 15 til 20 þúsund gestum á sýninguna sem stendur fram á sunnudag. FJÖLMARGIR lögðu leið sína á landbúnaðarsýning- una Bú 2000, sem hófst í Laugardalshöll í gær, en 13 ár eru síðan landbúnaðarsýning var haldin í höfuðborginni síðast. Um 70 fyrirtæki, búgreinafélög og menntastofnanir í landbúnaði eru með kynningu á vörum sínum og þjónustu á sýningunni, sem verður opnuð almenningi á hádegi í dag. Sýningin stendur fram á sunnudag oger hún opin á milli klukkan 12 og 18. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Islands, opnaði sýninguna formlega og sagði að á þessum tíma- mótum, þegar aldir og árþúsundir mættust, stæði landbúnaður styrk- um fótum og að íslenskar búvörur væru vaxandi þáttur í neyslu þjóðar- innar, þrátt fyrir aukinn innflutning búvara síðustu misseri. Hann sagði að sú ákvörðun að halda sýninguna í Reykjavík væri táknræn. Morgunblaðið/Ami Sæberg Á Bú 2000 kynna margir matvælaframleiðendur vörur sínar og bjóða gestum að bragða á þeim. „Sagt hefur verið að gjá hafl myndast á milli þéttbýlis og dreifbýl- is síðustu ár og að íbúar þessara svæða hafi fjarlægst hver annan,“ sagði Ari. „Þessa gjá viijum við brúa því það er bara pláss fyrir eina þjóð í þessu landi. Bú 2000 er framlag land- búnaðarins til Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000.“ Borgarbúar geri sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðar Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra flutti erindi við opnun sýning- arinnar og gerði hann togstreitu þéttbýlis og dreifbýlis einnig að um- talsefni. „Landbúnaðuiinn er kominn til borgarinnar,“ sagði Guðni og vísaði til sýningarinnar og landsmóts hestamanna inni í Víðidal. „Þessir tveir atburðir eru til þess fallnir að efla vináttu og tengsl dreifbýlis og skerpa vitund okkar um það að við erum ein þjóð í einu iandi.“ Morgunblaðið/Kristinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendir Sigrúnu Siguijóns- dóttur, framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga, fyrstu plöntuna í nýju bændaskógaverkefni. Jón Loftsson skógræktarstjóri fylgist með. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir orð Guðna og sagði m.a. mikilvægt að höfuðborgarbúar gerðu sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðar. Guðni sagði að landbúnaðarsýn- ingar hefðu verið haldnar með reglu- legu millibili allt frá árinu 1921, er í Reykjavík var haldin búnaðarverk- færasýning. „Þar voru sýnd ýmiss konar áhöld og verkfæri, ný og gömul, innlend og erlend og má segja að sú sýning marki að vissu leyti upphafi tækni- aldar í íslenkum landbúnaði. Slíkar sýningar eru mikilvægar fyrir land- búnaðinn, því þar gefst færi á að meta stöðuna, íhuga hvað vel hefur tekist og hvað miður, skoða nýjungar og horfa til framtíðar. Fyrir neyt- endur eru landbúnaðarsýningar einnig mikilvægar því þar gefst tækifæri til þess að skoða hið fjöl- breytta úrval framleiðsluvara og kynnast nýjungum á því sviði.“ Hollusta og hreinleiki Guðni sagði að á sýningunni kæmi vel í ljós hvað íslendingar væru gæfusöm þjóð, að eiga öflugan land- búnað sem framleiddi hollar og heil- næmar afurðir. „Fyrir nokkrum dögum fengum við enn sannanir fyrir því hversu hollar og ómengaðar íslenskar land- búnaðarafurðir eru, þegar umhverf- isráðherra kynnti niðurstöður könn- unar á hreinleika íslenskra garð- yrkjuafurða, borið saman við inn- fluttar vörur. I þeirri könnun höfðu íslensku afurðimar algera yfirburði. Við eigum að nýta okkur sterka stöðu landbúnaðarins á þessu sviði, þar liggja sóknarfæri okkar. Ég vil láta á það reyna á næstu misserum hvaða möguleika við eigum á útflutn- ingi búvara undir merkjum hollustu, hreinleika og gæða og þá jafnframt láta skoða hvaða umbætur þarf að gera á rekstrarskilyrðum landbún- aðarins svo þetta sé mögulegt.“ Landbúnaðarráðherra afhenti skógarbændafélögum plöntur Guðni gerði skógrækt einnig að umtalsefni og sagði mikinn áhuga þjóðarinnar á henni vera gleðilegan vott um hug fólks til landsins. Síðar um daginn fór hann að bás Lands- samtaka skógareigenda, en samtök- in hafa stuðlað að skógrækt á bújörð- um víða um land og stofnað félög } hveijum landhluta um ræktina. I básnum tók Guðni við plöntum frá Jóni Loftssyni skógræktarstjóra og afhenti fulltrúum þriggja skógar- bændafélaga þær og markaði það upphafið að þremur nýjum bænda- skógaverkefnum. Við plöntunum tóku Einar Oddur Kristjájisson, for- maður stjórnar Skjólskóga Vest- fjarða, Sigvaldi Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vesturlandsskóga, og Sigrún Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga. í i B Búist við 15 til 20 þúsund gestum Sigurrós Ragnai-sdóttir, sýningar- stjóri Bú 2000, sagði í samtali við Morgunblaðið að undirbúningur sýningarinnar hefði staðið í um eitt ár og að megináherslan væri á fram- tíðina og nýjungamar í landbúnaðin- um. „Þessi sýning er fyrir fjölskyld- una, hingað getur hún komið og *" skoðað allt um landbúnaðinn," sagði Sigurrós. „Hér er mikið að sjá og hér er verið að kynna marga spennandi hluti, bæði nýjungar í matvælum sem og í vélbúnaði sem notaður er í landbúnaði. Þá verður einnig sérstök skemmtidagskrá fyrir börnin alla sýningardagana.“ Sigurrós sagðist ekki búast við | öðru en aðsóknin á sýninguna yrði | góð og sagðist hún eiga von á að fá j um 15 til 20 þúsund gesti. Á sýningunni afhenti Sigurrós for- svarsmönnum þriggja fyrirtækja eða samtaka, sem voru með bás á staðnum, sérstakar viðurkenningar. Samband garðyrkjubænda fékk viðurkenningu fyrir fallegasta bás- inn. íslenski mjólkuriðnaðurinn fékk viðurkenningu fyrir besta kynning- arbæklinginn, barnabæklinginn | „Heill og sæll“, og Datek - ísland ehf. fékk viðurkenningu fyrir athyglisverðustu nýjungina, vökva- 1 knúna rafstöð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.