Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Frá sýningu Jóhönnu Sveinsddttur á Hótel Eldborg.
Listsýning á
Hótel Eldborg
Eyja- og Miklaholtshreppur. Morgunblaðið.
NÚ stendur yfir sýning á verkum
Jóhönnu Sveinsdóttur í Hótel
Eldborg á Snæfellsnesi. Jóhanna
útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1991 og er
þetta sjötta einkasýning hennar.
Hún hefur einnig tekið þátt í
mörgum samsýningum hér á
landi, í Noregi og í Danmörku.
Verk hennar munu vera til sýnis
og sölu meðan Hótel Eldborg
verður opið í sumar.
Aö sögn hótelstjóranna, Mar-
grétar Jóhannsdóttur og Þórdísar
Eiríksdóttur, hafa hótelgestir lýst
ánægju sinni með sýninguna.
Nokkrar myndir hafa þegar selst.
Þær segja einnig að mikið hafi
verið að gera á hótelinu sfðan
það var opnað enda staðsetning
og aðstaða góð.
Ættarmót eru nánast um
hverja helgi og talsvert um er-
lenda hópa enda hótelið í ná-
grenni við flestar náttúruperlur
Vesturlands.
Ljósblik á firðinum
Ljósmynd/Jón Proppé
Frá sýning-u Halldórs Ásgeirssonar í Ljósaklifi.
MYJVDLIST
L j 6 s a k I i f,
Hafnarfirði
HALLDÓR ÁSGEIRSSON
BLANDAÐEFNI
Sýningin er opin alla daga
frá 14 til 18 og stendur til 9. júlí.
í HRAUNINU vestan við Hafnar-
fjörð, neðan við veginn sem liggur út
að Garðakirkju og áfram vestur
Álftanesið, hafa hjónin Einar Már
Guðvarðarson og Susanne Christen-
sen komið upp eins konar listamið-
stöð þar sem Halldór Asgeirsson
sýnir nú. Staðurinn er einstakur,
gömul byggð í friðuðu hrauni þar sem
víða má sjá minjar um útróður Hafn-
firðinga eins og hann var stundaður
áður en vélvæðing og verksmiðjur
umbreyttu íslenskum sjávarútvegi.
Örlitlu ofar í hrauninu stendur síð-
an dvalarheimili aldraðra sjómanna
þar sem hitta má mennina sem
stunduðu þennan útróður. Út frá
þessari nálægð gengur Halldór á
sýningu sinni og rekur þar á tákn-
rænan hátt samband manns, lands og
sjávar.
í sýningarsalnum hefur hann
dregið upp skuggamyndir af gömlum
sjómönnum og hengt upp með göml-
um ljósmyndum af skipum í sjávar-
háska eða hættulegum augnablikum
til sjós. Fyrir utan stendur mikil
gegnsæ súla, fyllt lituðu vatni, sem
aftur leiðir athygli áhorfandans niður
að fjörunni þar sem Halldór hefur
tekið til gagns hræið af gömlum báti
og skreytt það pokum með lituðu
vatni sem glóa eins og gimsteinar í
sólinni. Með sýningunni tekst Hall-
dóri sérstaklega vel að tengja mynd-
mál sitt sögunni og umhverfinu svo
úr verður sterk og falleg heild. Litað
vatnið sem hann notar gjarnan í
verkum sínum hefur út af fyrir sig
takmarkaða tilvísun, en tekur sér
merkingu af samhenginu, af um-
hverfinu, leik ljóssins í vatninu og
þeim merkingarlegu tengingum sem
listamaðurinn býr til. Hér er það
sjórinn, sjósóknin og sjómennirnir
sem mynda umgjörð sýningarinnar
og verkin eru sérstaklega áhrifarík á
þessum stað, í hrauninu og fjörunni
þaðan sem menn hafa sótt sjóinn um
aldir.
Verk Halldórs eru alltaf viðkvæm
og varfæmislega framsett, háð birtu
og oft ekki varanleg. Auk þess að
nota litað vatn hefur hann gjaman
unnið í hraun sem hann bræðir svo úr
leka svokölluð nornahár, fínlegir og
brothættir þræðir. Nú vinnur Hall-
dór með hraunið sem umgjörð án
þess að eiga neitt frekar við það, en
tekst aftur á móti að virkja það með
einfoldum innsetningum sem stýra
upplifun áhorfandans á umhverfinu
og sögu þess. Litað vatnið verður
eins og linsa sem áhorfandinn horfir
gegnum og sér þá aftur í söguna sem
gömlu sjómennimir á elliheimilinu
íyrir ofan lifðu.
Ljósaklif er sérstaklega hentugur
sýningarstaður fyrir verk sem unnin
era út frá umhverfinu og vinna með
því, enda er það meiningin að þarna
verði vinnuaðstaða fyrir gestalista-
menn, innlenda og erlenda, sem geti
sótt innblástur í hraunið og fjörðinn
fyrir utan.
Jón Proppé
SKEMMTUN, FJÖR, BLÓMASALA, TÓNLIST O.FL. O.FL.
20% afsláttur
af öllum vörum
LAUGAVEGI 32 • SlMI S52 3636
ÚTSflLfl - ÚTSflLfl
20-70%
6FSLÁTTUR
Dragtir frá 5.990
Kápur frá 7.990
Kjólar frá 2.990
Bolir - blússur - peysur
Mikið úrval
af brjósta-
Tilboð höldum.
í gulu og oranage
B-C-D-E
Verð 3.950.-
Tveir á 6.900.-
Buxur 1.490.-
Laugavegi 24, sími 562 4235