Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Önnur innrás líkamsþjófa Þegar stórt er spurt... SJÓNVAPS- MYJVD Rfkissjonvarpið HVAÐ LEYNIST í SNÆFELLSJÖKLI? Leikstjóri, handrit shöfundur og tónskáld Ásgeir hvítaskáld. Kvik- myndatökumaður Adam Morris Philip. Dönsk heimildarmynd. Framleiðandi Silver Sound Film með styrk frá Det Danske Film- institut, Filmværksted 1988. Sjónvarpið 2000 FRÁ upphafi hefur Snæfellsjökull orðið skáldum yrkisefni. Frá skrá- setjurum íslendingasagna hafa margir mætir menn ort til hans á skinn, blað, stein, tré og filmu. Mönn- um orðið tíðrætt um orkuna sem í honum býr og yfirnáttúrlega krafta. í fyrsta lagi býður ímynd hans upp á lotningu þar sem hann stendur fag- urmótaður og svipmikill yst á útnesi. I öðru lagi hefur hann verið sveipað- ur ævintýraljóma Jules Veme en það sem mestu máli skiptir; dulúð einnar eftirtektarverðastri íslendinga- sagna, Bárðar sögu Snæfellsáss. Hún liggur í loftinu undir jökli, ná- tengd íbúunum í fjölda ömefna. Ekki aðeins þeim Bárði og Helgu dóttir hans, heldur mörgum öðrum sögu- persónum einsog Gróu og Skildi, Rauðfeldi og Sölva. Um miðja öldina var ungdómnum kennt að henda ekki grín að sögunni, gott ef hann drakk það ekki í sig með móðurmjólkinni. Þannig hafði það verið og er vonandi enn. Menn voru örlítið heiðnir, ekki frítt við að heitið væri á Snæfells- ásinn, a.m.k. allt gert til að styggja hann ekki. Öld eftir öld hugsuðu menn til sagnarinnar af Ingjaldi á Skinnfeldi ef gaf á bátinn í ólögum. Skáldjöfurinn Jules Verne skrifaði annan, merkilegan kafla um hinn fjarlæga jökul, þau skrif hafa orðið útbreidd og áhrifarík, ekki síst hvað snertir dulmögnunarímyndina. Ann- að gott skáld og Jöklari, Þórður Hall- dórsson frá Dagverðará, hefur drápu sína til Snæfellsjökuls svo skýrt og skorinort: „Ég lít til þín Jökull, í ljóma frá minningum fornum...“ Dregur saman þungamiðju goð- sagnarinnar í einni hendingu og talar fyrir munn allra Jöklara. Einn af yngri skrásetjurum Jök- ulsins er Ásgeir hvítaskáld, rithöfundur og kvikmyndagerðar- maður sem hefur unnið lengst af í Danmörku. Kemur því með nokkuð nýstárlega sýn á jöklasjólann. Virð- ist nýbúinn að uppgötva hann þegar hann skellir sér vestur með tæki sín og tól. Ber upp á einkum hjá nýju landnámsfólki þar vestra og er það út af fyrir sig forvitnilegur flötur. Þannig fáum við nútímalega mynd af afstöðu manna til jökulsins í bland við sögu Bárðar. íslandssagan er ein- att í smíðum. Ásgeir hefur tekist sitt ætlunar- verk, að festa brot af goðsögninni á filmu og njóta sjálfur þeirrar ólýsan- legu upplifunar að komast að fótstalli og á kórónu konungsins. Er hann eða aðrir einhverju nær um viðfangsefn- ið? Þeirri spurningu er erfitt að svara. Ásgeiri tekst að komast inn á þetta einstaka samband íbúanna og náttúrunnar, það er efamál að ann- ars staðar á íslandi sé landið og sag- an jafnsamofin og það á svo jákvæð- an hátt er dæmin sanna. Þar kemst hann næst sannleikanum. Myndin er því vel þegið innlegg í endalausa um- ræðu um hið óræða náttúrufyrir- brigði, Snæfellsjökul. Yfirnáttúru- legt, eitt af undrum veraldar eður ei, við því eiga ekki að finnast svör en myndin ætti að brýna fyrir mönnum að sýna sögunni virðingu og rjúfa ekki samspilið milli fortíðar og nútíð- ar. ERLENDAR RÆKUR Spennusaga „INHUMAN BEINGS“ Eftir Jerry Jay Carroll. Ace Fiction 1999.250 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöf- undurinn Jerry Jay Carroll hefur skrifað þrjár bækur. Tvær hinar fyrstu voru um verðbréfasala á Wall Street að nafni William Ingersol sem breyttist í hund. Sagan hét „Top Dog“. Framhaldssagan hét „Dog Eat Dog“. Svo að þegar mað- ur sest niður með nýjustu sögu höf- undarins, „Inhuman Beings“, getur maður í raun átt von á hverju sem er. I ljós kemur að um vísindaskáld- skap er að ræða, einskonar nútíma- útgáfu af „Innrás líkamsþjófanna" sagða með orðum einkaspæjara sem á erfitt með að fá fólk til þess að trúa sér þegar hann heldur því fram að geimverur séu að taka völdin. Gömul hugmynd Innrás líkamsþjófanna eða „The Invasion of the Body Snatchers" hefur getið af sér ótal eftirlíkingar, kvikmyndir og bækur enda hug- myndin góð. Geimverur taka sér bólsetu í fólki svo það tekur að hegða sér einkennilega, verður fjar- rænt og vélrænt, öll gleði hverfur úr því, allar tilfinningar yfirleitt, það verður eins og heilaþvegið. Þannig stefna geimverumar á heimsyfirráð án þess að nokkur taki eftir. Hugmyndin varð til í Kalda stríðinu og féll í kramið þegar óvin- urinn var Sovétið og kommúnistar. Handverk í Listhúsi NÚ stendur yfir sýning á hand- verki Valbjargar B. Fjól- mundsdóttur (Vallý) í Listhús- inu í Laugardal í Reykjavík. Vallý sækir efnivið sinn að mestu í íslensku náttúrana og sýnir jafnt þaraskreytingar, þurrblómamyndir, leðurgrímur og álrósaskreytingar. Vallý hefur haft verk sín til sýnis og sölu á handverkssýn- ingum bæði í Hrafnagili og Laugardalshöll. Auk þess rak hún Vallerý á Hofsósi í nokkur ár. Vallý opnar handverksstofu með eigin verkum í Hafnar- stræti 83 á Akureyri undir nafninu Náttúralist um miðjan júlí. Sýningin í Listhúsinu stend- ur til 22. júlí. Geimverur vora bara annað orð yfir Rússa. I dag era aðrir tímar en hug- myndin stendur fyrir sínu og Jerry Jay Carroll virðist gæta þess að fylgja formúlunni mjög nákvæm- lega. Aðalpersóna hans er fyrrver- andi lögga sem orðin er einkapæjari sem býr í San Francisco og sagan byrjar eins og hver önnur spæjara- saga á mjög léttum og spaugsömum nótum. En brátt taka að gerast at- burðir sem ekkert er gaman að og spæjarinn gerist æ alvarlegri eftir því sem fólkið í kringum hann verð- ur undarlegra. Hann heitir Goodwin Armstrong og er fráskilinn, missti allt sitt eftir framhjáhald. Hann rekur spæjara- stofu ásamt vini sínum og þangað kemur roskin kona einn daginn sem segist vera miðill og finna fyrir ná- vist geimvera í kiingum sig. Arm- strong hefði sagt henni að leita sér lækningar og hent henni út ef hún borgaði ekki svona vel og hann fer á stúfana í leit að geimveram. Með hálfum huga í fyrstu en smám sam- an taka gransemdir að vakna. Jafnvel í San Francisco Goodwin hefur séð myndir í bók- um og veit að geimverur era lág- SKAGAFJÖRÐUR - HÓP Búðirnar í Hópi - Hópkvöld Skagfirðingar hafa reist tjaldbúðir sem ætlað er að sýna lifnaðarhætti landkönnuðanna og bjóða upp á mat, líkan þeim sem ætla má að hafi verið á borðum þeirra. ídag er loka- dagur hátíðarhaldanna. Ávarp flytur Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Með- al annarra sem fram koma eru Andri Sigurðsson trúbador, Reflex, DjTon- ik, Blygðun, Súrefni ogSóldögg. Boð- ið upp á grísaveislu við búöirnar. www.skagafiordur.is SKÁLHOLT KL. 17 Coilegium Musicum Samtökin Collegium Musicum hafa um tæpt 15 ára skeið unnið að rann- sóknum á þeim menningararfi, sem fólginn erí sönglögum fyrri alda. Um er að ræða fyrstu heildarrannsókn á nótum sem fundist hafa í íslenskum handritum. Á kirkjutónlistarráðstefnu í Skálholti verða niðurstöður rann- sóknanna lagðar fram en þær verða enn fremurgefnar út á árinu. Sex ung tónskáld hafa verið ráðin til að gera nýjar útsetningar á nokkrum þessara fornu tónverka og fá gestir vaxnar með stóran haus og stór, möndlulaga augu „sem fólk hlyti að taka eftir, jafnvel í San Francisco". Nema hvað þetta eru annarskonar verar. Þær era ósýnilegar og þú verður ekki var við þær nema þú takir eftir smávægilegum hegðunar- breytingum í fólki, sem geta verið hinar eðlilegustu. Sagan er byggð þannig upp að lesandinn veit ekki, frekar en fólkið sem Goodwin Arm- strong reynii- að sannfæra, hvort hann er að ímynda sér hlutina eða ekki. Hvort hann hafi bilast í seinni tíð og sé kominn með geimverar á heilann eða hvort um raunveralega innrás sé að ræða. „Inhuman Beings" er í sjálfu sér ágætis sumarafþreying en það sem kemur kannski mest á óvart er að Jerry Jay Carroll skuli ekki reyna að finna nýja fleti á gamalli hug- mynd heldur notast við hana næst- um óbreytta hálfrar aldar gamla. Það sýnir að góðar hugmyndir era ódrepandi en það sýnir einnig að þrátt fyrir skemmtilegt hugarflug á stundum tekst höfundinum ekki að gera sér nægilegan mat úr sögunni til þess að hún virki framleg og fersk. Arnaldur Indriðason Kústarnir fengu að fínna fyrir því. ráðstefnunnar að heyra afraksturinn. Verkefnið er unnið í samstarfi við kristnihátíð og Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn ogstendur tll 13. Júlf. www.bok.hi.is www.reykjavik2000.is, wap.olis.is HÁSKÓLABÍÓ KL. 20.30. STOMP STOMP er alþjóölegur hópur lista- manna sem farið hefur vítt og breitt um heiminn og vakið geysilega hrifn- ingu. STOMP verður hér á landi tll 9. júlíog verðurmeð átta tónleika á tímabilinu. Miðasala verður í verslun- um Skífunnarí Kringlunni ogá Laugaveginum. www.stomponline.com Rósalngólfsdóttirer yfir sig hrifin Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir að þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera þau á húðina þegar maður er þreyttur, því þau eru endurnær- andi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun, að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinn- ar.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland ><M-2000 Föstudagur 7. júlí FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 29 S \ veiðitúrinn, línudansinn, hestamennskuna, sumar- fríið, útihátíðina, golfið og til daglegra nota. Alvöru hattar úr ekta leðrif Póstsendum samdægurs. JT JT %j*i'triim #f GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Sæbjörn Valdimarsson I EINN, TVEIROG ÞRlR 179.098
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.