Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verkfall Sleipnismanna hefur staðið í mánuð
20 þúsund krón-
ur ber á milli
Þegar slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila í
Sleipnisverkfallinu höfðu Samtök atvinnu-
lífsins boðið að gera samning um að hæsti
taxti rútubílstjóra hækkaði úr 96 þúsund
krónum í 107 þúsund krónur við upphaf
samnings, en Sleipnir krafðist þess að taxt-
inn færi í 127 þúsund krónur.
Á MORGUN er liðinn einn mánuður
frá því að verkfall Bilreiðastjórafé-
lagsins Sleipnis hófst. Snemma í gær-
morgun slitnaði upp úr viðræðum
deiluaðila og hefur nýr fundur ekki
verið boðaður. Flest bendir því til
þess að verkfailið haldi eitthvað
áfram enn, en það er í höndum ríkis-
sáttasemjara að taka ákvörðun um
boðun næsta fundar. Síðasta stóra
verkfall Sleipnis, árið 1995, stóð í tíu
daga.
Ari Edvald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagði að það
væru sér mikil vonbrigði að ekki hefði
tekist að ljúka gerð samninga í þess-
ari lotu, en hún hófst fyrir viku og
stóð samtals í tæplega 70 klukku-
stundir. Arangur hefði náðst í þessari
viðræðulotu því búið væri að ná sam-
komulagi um nær öll ágreiningsatiðin
nema sjálf launin. Samkomulag hefði
einnig tekist um að lágmarkslaun
yrðu 90 þúsund krónur á mánuði við
upphaf samnings. Ágreiningur hefði
hins vegar verið um hærri taxtana.
Vinnuveitendur hefðu boðið að
hækka hæsta taxta úr 96 þúsund
krónum í 107 þúsund, en Sleipnis-
menn hefðu krafíst 127 þúsund króna,
sem væri um 30% upphafshækkun.
Hann sagði að í sáttaumleitunum
sáttasemjara hefðu báðir aðilar sýnt
samningsvilja og sagt að þeir kynnu
að vera tilbúnir að hvika frá þessum
tölum, en það hefði ekki dugað til að
menn næðu saman.
Ari sagðist hafa áhyggjur af fram-
haldinu. Verkfallið hefði reynt mikið á
fyrirtækin og raunar mætti segja að
þau gætu ekki þolað þetta verkfall
öllu lengur. Það segði hins vegar sína
sögu um kröfur Sleipnismanna að íyr-
irtækin teldu sig ekki geta orðið við
þeim því það myndi gera þau óstarf-
hæf. Áfkoma fyrirtækjanna væri ekki
það góð að þau þyldu svona miklar
kostnaðarhækkanir.
Óskar Stefánsson, formaður
Sleipnis, sagði eins og Ari að niður-
staðan á samningafundinum ylli sér
vonbrigðum. Hann sagðist hins vegar
telja að það væri ekki mikið sem bæri
á milli. Tekist væri á um 20 þúsund
krónur. Krafa Sleipnismanna um 127
þúsund króna laun eftir 15 ára starf
gæti vart talist ósanngjöm. Hann
sagði mikilvægt að búið væri að ná
samkomulagi um flestöll önnur
ágreiningsmál í viðræðunum. Þau tvö
atriði sem út af stæðu væri ekki hægt
að leysa fyrr en samkomulag hefði
tekist um launaliðinn. Mjög ólíklegt
væri að þessi tvö atriði myndu tefja
undirritun samninga.
Nokkuð hefur verið rætt um samn-
inga sem Sleipnir hefúr gert við ein-
stök rútufyrirtæki. Óskar sagði að
þetta væru þrettán fyrirtæki, sem
ýmist stæðu innan eða utan við Sam-
tök atvinnulífsins. Ari sagði að þetta
væru gervisamningar því að með
þeim fylgdi bókun um að ef um annað
semdist í samningi Samtaka atvinnu-
lífsins og Sleipnis yfírtæki sá samn-
ingur samning rútubílafyrirtækjanna
við Sleipni hvort sem í honum fælust
rneiri eða minni hækkanir. Hann
sagði að þetta sýndi að ekki væri mik-
ið að marka þessa samninga, enda
störfúðu hjá þessum fyrirtækjum ein-
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Ferðir rútubfla eru strjálar meðan Sleipnismenn eru í verkfalli.
ungis 10-15 félagsmenn í Sleipni í
fúllu starfi.
Óskar sagði að þessi bókun hefði
verið sett inn í samningana að ósk fyr-
irtækjanna. Sleipnismenn hefðu ekki
séð ástæðu til að setja sig á móti því.
Hann sagði að ef fáir Sleipnismenn
kæmu til með að vinna eftir þessum
samningum væri það vegna þess að
fyrirtækin ætluðu sér ekki að ráða fé-
lagsmenn í Sleipni í vinnu. Samning-
urinn næði hins vegar til tuga hóp-
ferðabfla og það þyrfti fleiri tugi
manna til að aka þeim.
Lögbannskröfur teknar
fyrir í héraðsdómi
Óskar sagði að nokkur íslensk
verkalýðsfélög hefðu veitt Sleipnis-
mönnum stuðning í verkfallinu. Raf-
iðnaðarsambandið hefði gefið félag-
inu eina milljón, Hlíf í Hafnarfirði 500
þúsund og Félag bókagerðarmanna
100 þúsund. Þá ætti félagið von á
fjárstuðningi úr verkfallssjóðum
verkalýðsfélaga á Norðurlöndunum.
Fjórar lögbannskröfur á verkfalls-
aðgerðir Sleipnismanna voru sam-
þykktar í upphafi verkfallsins. Fyrir-
tækjunum ber að höfða mál innan við
viku eftir að krafan hefur verið sam-
þykkt. Samþykkt hefúr verið að tvö
þessara mála fái flýtimeðferð og
verða þau tekin íyrir í Héraðsdómi
Reykjavfluir nk. mánudag. Nú er tal-
ið allt eins lfldegt að dómur falli í
þessum málum áður en tekst að leysa
verkfallið.
Pétur Fenger, framkvæmdastjóri
Almenningsvagna, en það fyrirtæki
sér um almenningsvagnaþjónustu í
Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og
Bessastaðahreppi, sagði að farþegar í
þessum sveitarfélögum væru orðnir
þreyttir og pirraðir á því að eiga ekki
kost á strætisvagnaþjónustu. Hann
sagði að það væri ákveðinn hópur far-
þega sem ætti mjög erfitt með að vera
án hennar. Þetta væri t.d. gamalt fólk
sem ekki keyrði bfl. Böm og ungling-
ar eru einnig stór viðskiptamanna-
hópur íyrirtækisins og sagðist Pétur
gera ráð fyrir að foreldrai' keyrðu
böm sín milli staða í verkfallinu.
Pétur sagðist hafa áhyggjur af
langtímaafleiðingum verkfallsins.
Verkfallið væri orðið það langt að
hætt væri við að einhverjir, sem fram
Hörður Guðjónsson (t.v.) og Eiías V. Jensson huga að seglinu.
Islendingur
nálgast Grænland
ÍSLENDINGUR siglir nú í vest-
norðvesturátt að austurströnd
Grænlands. Skipið er statt um
180 sjómflur frá Grænlandi og
siglir á fimm til sex mflna hraða.
Þrátt fyrir dhagstæð veður-
skilyrði hefur Islsndingur haldið
gdðum hraða í átt að viðkomu-
stað sfnum á Grænlandi.
„Það er mjög frábrugðið sigi-
ingu annarra skipa að sigla vík-
ingaskipi. Engu að sfður þarf
stöðugt að huga að svipuðum
hlutum eins og reipum og öðrum
siglingabúnaði. En þdtt skipverj-
ar verði stöðugt að vera á verði
gefst tími til afslöppunar undir
lok vakta. Sumir skipverja vinna
þá leður eða lesa og svo fara
fram kröft.ugar samræður yfir
sterkum bolla af kaffi. Átta Vest-
mannaeyingar um borð fögnuðu
mjög í gær þegar Vestmannaeyj-
ar unnu leik í Coca Cola bikarn-
um en það fdr minna fyrir fagn-
aðarlátum í eina Reykvíkingnum
um borð. En hvort sem er við
skyldustörf eða á stundum sem
þessum una skipverjar hag sínum
vel og eru ánægðir með að vera
lagðir upp í þennan fyrsta hluta
leiðangursins yfir Atlantshafið,“
segir í fréttaskeyti sem blaðinu
barst í gær frá Ellen Ingvaddttur
úr áhöfn íslendings.
Hægt verður að fylgjast dag-
lega með ferðum íslendings á
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is.
Hæst verð í Reykja-
vík af 5 borgum
SAMKVÆMT verðkönnun sem
Neytendasamtökin gerðu í sam-
vinnu við samtök neytenda í fjórum
evrópskum borgum þann 20. júní
síðastliðinn er matvöruverð hæst í
Reykjavík en niðurstöður könnunar-
innar voru kynntar á blaðamanna-
fundi í gær. Borið var saman verð á
48 algengum matvörum í Reykjavík,
Kaupmannahöfn, Stokkhóimi, Lon-
don og Brussel og var verð hæst eða
næsthæst í Reykjavík, eða í 39 tilvik-
um af 48.
43 vörutegundanna voru fáanleg-
ar í öllum borgunum og voru þær
samtals 4.452 kr. dýrari í Reykjavík
en í þeirri borg sem næst kom.
Vörumar 43 kostuðu 16.450 kr. í
Reykjavík, 11.998 kr. í Kaupmanna-
höfn, 9.962 kr. í Stokkhólmi, 9.353
kr. í London og 8.850 kr. í Brussel.
86% munar á verðinu í Reykjavík og
Brussel.
Að sögn Jóhannesar Gunnarsson-
ar, formanns Neytendasamtakanna,
var tekið mið af sambærilegum vör-
um í sambærilegum verslunum.Verð
í iágvöruverslunum var ekki kannað.
Jóhannes sagði að niðurstöðui’ könn-
unarinnar sýndu að íslenskt land-
búnaðarkerfi hefði algjörlega brugð-
ist neytendum en verð á
mjólkurvörum, kjöti, grænmeti og
ávöxtum var í langflestum tilvikum
hærri en í hinum borgunum.
Sé heildarverð borið saman án
virðisaukaskatts er verðið samt
hæst í Reykjavík samkvæmt könn-
uninni. Þetta sagði Jóhannes óviðun-
andi fyrir íslenska neytendur. Að-
spurður sagði hann litla samkeppni á
vörumarkaði vera meginorsök þess
hve vöruverð er hátt í Reykjavík og
að sameining matvöruverslana, sem
ætti að kalla á aukið hagræði, hafi
ekki skilað sér til neytenda.
í niðurstöðum könnunarinnar
kemur m.a. fram að 600 g fransk-
brauð kosti 200 krónur í Reykjavík
en 13 krónur í London. Munurinn er
1481%. Heiihveitibrauð kostaði 173
kr. hér en 39 kr. í London og munar
þar 342%. Hvítmygluostur kostaði
139 kr. í Reykjavík en 25 kr. í Bruss-
el og er munurinn 460% á hæsta og
lægsta verði. Blómkál kostaði 425
kr. í Reykjavík en 70 kr. í Brussel og
er munurinn 507%. Mjólkurlítrinn
kostar 76 kr. í Reykjavík en 28 kr. í
Brussel.
2 kg. pakkning af heilhveiti vai’
hins vegar ódýrust í Reykjavík,
kostaði 85 krónur. Heilhveitið var
dýrast í Kaupmannahöfn þar sem
það kostaði 164 kr. Roðflett frosin
ýsuflok voru einnig ódýrust hér a
landi; kostuðu 635 kr/kg en 829 í
Kaupmannahöfn þar sem þau voru
dýrust.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jdhannes Gunnarsson og Jón Magnússon kynntu verðkönnun
Neytendasamtakanna í gær.
Réðust fjórir
á einn og
veittu áverka
F JÓRIR menn um tvítugt gistu
fangageymslur lögreglunnar í
Reykjavík í gær eftir að hafa
gengið í skrokk á manni í Þing-
holtunum í fyrrinótt.
Að sögn lögreglunnar er lítið
sem ekkert vitað um tilefni
líkamsárásarinnar en sá er fyr-
ir henni varð hlaut nokkra
áverka, m.a. nefbrotnaði hann,
og var fluttur á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi. Eng-
inn árásarmannanna var alis-
gáður en atburðurinn átti sér
stað um tvöleytið.