Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 57
ÍDAG
KIRKJUSTARF
BRIDS
Umsjón Guðmuiidiir Páll
Arnarson
MAKKER þarf nauðsyn-
lega að fara í símann og
kemur því samningnum í
þína hönd með því að opnun-
ardobla í byrjun á spil sem
margir myndu frekar
strögla á spaða. Það er von-
andi í lagi þín vegna:
Vestur gefur; allir á
hættu. Norður * ÁK863 ¥ D
♦ KD5 * AG103
Suður 4. G1094 ¥862 ♦ Á82 4.754
Vestur NorOur Austur Suður
lhjarta Dobl Pass lspaði
2 hjörtu 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur tekur fyrsta slag-
inn á hjartaás og heldur
áfram með kónginn, sem þú
trompar í borði. Þú leggur
niður spaðaás og báðir mót-
herjar fylgja. Hvert er svo
framhaldið?
Greinilega er hætta á því
að gefa slag á spaðadrottn-
ingu og tvo á lauf. Hins veg-
ar er nokkurn veginn öruggt
að vestur er með annað
mannspilið í laufi, svo tví-
svining þar ætti að tryggja
samninginn. En vandinn er
sá, að þú átt aðeins eina ör-
ugga innkomu heim á tígul-
ásinn til að spila laufmu.
Norður
* AK863
¥ D
* KD5
* AG103
Vestur Austur
4.2 4. D75
¥ ÁKG1073 ¥ 954
♦ G73 ♦ 10964
4. K96 4.D82
Suður
* G1094
¥862
♦ Á82
4.754
Ef þú tekur spaðaásinn og
spilar meiri spaða svarar
austur með hjarta, sem þú
verður að trompa með síð-
asta spaða blinds. Og þá er
aðeins hægt að komast heim
einu sinni til að spila laufinu.
Leiðin framhjá þessari
ógn er að spila smáum spaða
eftir ásnum! Austur drepur
og spilar væntanlega hjarta.
Þú trompar með kóng í
borði og tekur síðasta tromp
austurs með þvi að fara
heim á spaðagosa. Þá kemur
lauf á tíu og drottningu aust-
urs, en síðan má nota inn-
komuna á tígulás til að svína
aftur í laufi.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, bniðkaup, ætt-
armót og fieira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og sfmanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heiila,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
ÁRA afmæli. í dag,
föstudaginn 7. júlí,
verður fimmtugur Orn
Gunnarsson grunnskóla-
kennari, Breiðvangi 73,
Hafnarfirði. Eiginkona
Arnar er Jóhanna Vald-
emarsdóttir sérkennari.
Þau hjónin verða á ferð er-
lendis á afmælisdaginn.
Ljósmyndastofan Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 27. maí sl. í Garða-
kirkju af sr. Braga Friðriks-
syni Sigurlaug Sverrisdótt-
ir og Gunnar Karl
Ársælsson. Heimili þeirra
er á Vesturtúni 29a.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu
kr. 2.895 til styrktar Rauða kross Islands. Þær heita
Elísa Haukdal Ólafsdóttir, Kristín Björk Lilliendahl
og Helga Björt Lilliendahl.
Árnað heiila
Hlutaveita
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 6.208
kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita
Snædís T. Brynjarsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir.
LJOÐABROT
STÓÐ EG VIÐ ÖXARÁ
Stóð eg við Öxará
hvar ymur foss í gjá;
góðhesti úngum á
Arason reið þar hjá,
hjálmfagurt herðum frá
höfuð eg uppreist sá;
hér gerði hann stuttan stans,
stefndi til Norðurlands.
Úr lundi heyrði eg, hvar
hulduljóð súngið var;
fanst mér eg þekti þar
þann sem sló kordurnar:
alheill og orðinn nýr
álfurinn hörpu knýr,
ástvinur eingum jafn
alfari úr Kaupinhafn.
Stóð eg við Öxará
árroða á fjöllin brá,
kátt tók að klíngja og fast
klukkan sem áður brast,
alskærum ómi sló
útyfir vatn og skóg.
Mín klukka, klukkan þín,
kallar oss heim til sín.
Halldór Kiljan Laxness
STJÖRNUSPA
eftir Frances Drake
KRABBI
Þú ert stórtækur og stefnir
hátt, en þarft að varast til-
hneigingu þína tii þess að
misbjóða fólíd.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Brostu framan í heiminn og
þá mun heimurinn brosa við
þér. Það hefur ekkert upp á
sig að vera með sút, slíkt
dregur menn bara niður að
óþörfu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú verður að finna tíma fyrir
sjálfan þig, að öðrum kosti
áttu á hættu að mál, sem þér
er mjög annt um, fari algjör-
lega út um þúfur.
Tvíburar .
(21.maí-20.júní) AA
Þú virðist hafa lent á vegg
með verkefni, sem þér var
falið. Þá er ekki um annað að
ræða en leita hjálpar til þess
að koma málinu aftur á
hreyfingu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Leyfðu öðrum að deila sigur-
gleðinni með þér. Þótt sigur-
inn sé þér sætur verður hann
enn dýrmætari, þegar aðrir
fá að taka þátt í honum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Láttu drauminn um frekari
menntun rætast. Það er mikil
lífsbjörg að breyta til og
leyfa sjálfum sér að taka út
aukinn þroska á sem flestum
sviðum.
Meyja -jf
(23. ágúst - 22. sept.) tfi$L
Forðastu illdeilur við náung-
ann. En þótt rétt sé að seilast
langt til friðarins, þá er engin
hemja að láta vaða yfir sig og
sín réttindi.
V-9-v-
(23.sept.-22.okt.)
Þú hefur gefið öðrum mikið
af sjálfum þér, en nú þarftu
að snúa við blaðinu og sýna
mikla eigingimi! Gerðu sjálf-
um þér eitthvað til góða.
Sporðdreki
(23. okt. -21. nóv.)
Það getur reynzt erfitt að
ákveða nokkuð í dag svo þú
skalt forðast þau mál, sem
geta dregið dilk á eftir sér.
Haltu þig bai'a á léttari nót-
unum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) nO
Stuðningur annarra er þér
mikils virði, því án hans
stæðir þú ekki í þeim sporum
sem þú ert. Gleymdu ekki
velgjörðarmönnum þínum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) áV
Nú er sko komið að því að þú
brettir upp ermarnar og
gangir í það að leysa þau mál,
sem þér hafa verið falin og þú
hefur lofað að annast.
Vatnsberi f ,
(20. jan. -18. febr.) Cfiet
Reyndu að finna einhverjar
nýjar leiðir til þess að hrinda
áhugamálum þínum í fram-
kvæmd. Það er engin ástæða
til þess að hrekjast frá við
mótbyr.
MV>
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Loksins lýst upp fyrir þér
leyndardómur, sem þú hefur
velt vöngum lengi yfir. Láttu
aðra ekki finna til þótt mál
taki stefnu þér í vil.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísind
Safnaðarstarf
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Trú
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Næstu 5 laugardaga verða samkom-
urnar með aðeins breyttu sniði. Það
verður mikill söngur og síðan biblíu-
fræðsla en prédikun sleppt. Á morg-
un sér Ragnheiður Ólafsdóttir Lauf-
dal um biblíufræðslu. Á
laugardögum starfa barna- og ung-
lingadeildir. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er með samveru á
laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík-
urskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöunda dags aðventistar á Is-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista,
Blikabraut 2, Keflavík: Biblíu-
fræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Sigi’íður Kristjáns-
dóttir.
Safnaðarheimiii aðventista,
Morgunblaðið/Þorkell
Nú er aðeins bekkur með
skreytingu neðst á tuminum.
Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Kristján Friðbergsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Guðsþjónusta kl. 9.45. Bi-
blíufræðsla að guðsþjónustu lokinni.
Ræðumaður Björgvin SnoiTason.
e.
itllATSU
Shiatsu er tækni sem ó nóttúrlegan hátt kemur jafnvægi á
orkuflæði líkamans, eykur liðleika líkamans, heilbrigði og vellíðan.
Meðferðin byggist á öndun, þrýstingi og teygjum í gegnum léttan klæðnað.
/ júlímánuði eru meðferðaraðilar frá Englandi að slörfum á Nuddslofunni Eygló,
Langholtsvegi 17.
Nánari upplýsingar og timapantanir
ísímum 553 6191 og 568 4590.
W EYGLO
Snyrti- og nuddstofa
Langhóltsvegi 1 7
20% afsláttur
á bergkristal-
klösum í dag
og á morgun
Gríptu
tækifærið!
Tarot-tímar og námskeið
Upplýsingar í versluninni
LANGUR
LAUGARDAGUR
SANDALAR
Mary B.
F A S H I O N
Teg. 3005, Stærðir 36-41
Litir: Svartur og blár
Verð áður 5.995. Verð nú 3.995
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Rvík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Rvík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
■----------------------------------y