Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kraftar í kögglum Mola
HLÝTT hefur verið í veðri í Mosfellsbænum jafnt og
víðast hvar um landið síðustu daga. Þyrpast lands-
menn þá gjaman út til að njóta veðurblíðunnar meðan
hún varir. Ekki er það þó aðeins mannfólkið sem nýtur
sín á góðviðrisdögum. Hundurinn Moli telur augljós-
lega sjálfur, að hann hafi mikla krafta í kögglum.
Impala klæðaskápur úr kirsubeijaviði/melamíni með
fellihurðum. B231 x D60 x H255 sm kr. 69.410,-.
HUSGAGNAHOLUN
Bíidshöfða, 110 Reykjavík
sími 510 8000 www.husgagnahollin.is
Trio klæðaskápur
úr kirsubeijaviði/melamini. B207
x D60 x H226 sm kr. 59.680,-.
A Þjóðlagahátíð á Siglufirði
Gamlir sálmar
o g áhrif þeirra
Smári Ólason
AÞjóðlagahátíðinni á
Siglufirði mun
Smári Ólason tón-
listarfræðingm' halda tvö
námskeið og tvo fyrirlestra
18. til 23. júlí nk. Hann var
spurður hvað hann ætlaði
að fjalla um í fyrfrlestrum
sínum?
„Fyrsti fyrirlesturinn er
um það sem kallað er
borbún í íslenskri tónlist,
eða liggjandi bassatónn.
Við þekkjum þetta best í
sekkjapípuleik Skota þar
sem drynur alltaf með fast-
ur bassatónn. Þetta er hefð
sem var til á Islandi, bæði í
hljóðfæraleik og í dánsi. Is-
lenska langspilið og ís-
lenska fiðlan eru báðar með
borbún-streng en það má
gera ráð fyrir að þessi hefð
hafi týnst í lok 18. aldar. Einnig eru
til fjölmargar lýsingar á sönghætti
vikivakanna þar sem er sungið með
borbún eða liggjandi bassatóni. Eg
mun sýna fram á þessa glötuðu
hefð með heimildum sem ég hef
undir höndum.
Hinn fyrirlesturinn verður um
munnlega geymd og sálmalög og
þá sérstaklega þau sálmalög sem
fyrirfinnast nú á dögum í sálma-
söngsbókum íslensku þjóðkirkj-
unnar og teljast vera íslensk þjóð-
lög, það er arfinn eins og hann er í
dag.“
- A hverju byggist þessi arfur?
„Þetta eru smáleifar af þeirri
arfleifð sem til var á nítjándu öld en
glataðist þá. Þetta glataðist af því
að það kom þá inn ný tónlist, sér-
staklega gerðist þetta í kjölfar þess
að í kirkjur landsins komu hljóð-
færi - það er orgel og harmoníum."
- Hvað ætlar þú að fjalla um á
námskeiðunum?
,Á fyrra námskeiðinu skoða ég
þær upplýsingar sem til eru um
mjög foma kirkjutónlist og út frá
því hvemig þróast miðaldahymnar
(sálmalög), og þá hvemig söng-
háttur á þessum tíma hefur verið á
annarri tónlist, t.d. hugsanlega
hvemig galdur hefur verið galaður
og hvemig sönglag í-ímnanna
þróast út frá þessari fomu tónlist-
arhefð.
Hitt námskeiðið er um sálmalög
eftir siðaskipti - eða gömlu lögin
sem kölluð vora. En það era lög
sem þróuðust frá mið-evrópskum
sálmalögum en tóku breytingum
og urðu að íslenskum þjóðlögum.
Hingað bárast í lok 16. aldar með
dönskum og þýskum bókum
sálmalög siðbreytingarinnar sem
skráð vora í sálmabók 1589 og í
Grallara 1594. Þessi lög tóku
breytingum og þróuðust og urðu
að íslenskum þjóðlögum eins og
fyrr sagði. Það era þau lög sem
týndust á 19. öldinni."
- Var þessi tónlist mjög frá-
brugðin því sem við þekkjum
núna?
„Hún var fornlegri og byggist á
miklu eldri tónlistararfi
en sú tónlist sem við lif-
um og hrærumst í í dag
- þess vegna mjög
framandi fyrir „skóluð"
eyra. Nær öll tónlist
sem við heyram núna er
hljómræn tónlist, byggist á
ákveðnu hefðbundnu hljómakerfi,
þetta á við um nánast alla tónlist
nema nútímatónlist sem kölluð er.
- En hvað um gömlu þjóðlögin ?
„Sú tónlist byggist meira upp á
laglínuuppbyggingu og allt öðru
hljómakerfi eða módalisma. Hún
varðveittist hér á landi þannig að
þegar þjóðlegur fróðleikur var
hljóðritaðurmestáárunum 1960 til
1974 á vegum Ámastofnunar og
Ríkisútvarpsins þá flaut með tals-
► Smári Ólason fæddist í Reykja-
vík 10. júlí 1946. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1967 og stundaði
nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík og framhaldsnám við
Hochschule fiir Musik und dar-
stellende Kunst í Vínarborg í tón-
fræðagreinum og tónvísindum,
kirkjutónlist og hljómsveitar-
stjórn. Hann stundaði einnig
framhaldsnám í tónvísindum við
háskólann í Lundi. Þá hefur
Smári einnig stundað nám í þjóð-
fræði við Háskóla íslands. Hann
hefur starfað sem organisti og
kennari. Kona Smára er Ingi-
björg Styrgerður Haraldsdóttir
veflistakona og eiga þau þrjú
börn og eitt bamabarn.
vert af rímum og sálmalögum,
mest af lögum við Passíusálma
Hallgríms Péturssonar. Eftir 1974
var þetta nær útdauð hefð, þá voru
flestallir þeir látnir sem höfðu lært
þessa tónlist á heimilum sínum í
æsku.“
- Er þessi gamla tónlist notuð
eitthvað núna?
„Það er vaxandi áhugi á bæði
fomri þjóðmenningu íslendinga og
eins er fólk miklu opnara nú á dög-
um fyrir annarri hefð heldur en
endilega þeirri sem það er vaxið
upp í. Segja má að aÚt annað við-
horf ríki í dag gagnvart þessari
gömlu tónlist heldur en ríkti þegai'
ég hóf að rannsaka hana 1974. Það
er alltaf að aukast að gamla tónlist-
in sé notuð af nútímamönnum. Eg
hef til dæmis sungið alla Passíu-
sálmana með þessum „gömlu“ lög-
um og nú fyrir síðustu páska flutti
ég ásamt ungri söngkonu, Eyrúnu
Jónasdóttur, útsetningar mínar á
tólf af þessum lögum, bæði á tón-
leikum og í útvarpinu."
- Er eitthvað til sem heitir sérís-
lenskt í tónlist?
„Það er ekkert uppranalegt í
heiminum, allt byggist á annarri
hefð. En það sem er sérstakt og
séríslenskt við þessa gömlu tónlist
er sá flutningsmáti sem
hver og einn viðhafði á
þessum gömlu sálma-
lögum. Við fengum inn á
16. öld þýsk sálmalög og
þróuðum þau á eigin
sérstaka hátt, bæði
tóntegundina og flutningsmátann."
- Hvemig var tóniistin fyrir
siðaskipti?
„Við vitum nær ekkert um
hvemig tónlistin var þá, en ég hef
með getgátum leitt líkur að hvem-
ig hún gæti hafa verið. Af ítekuðum
árásum Guðbrands biskups í bók-
um sínum á alþýðutónlistina má
glöggt sjá að hún hefur verið mikið
iðkuð meðai almennings. Besta
heimildin er því árásir biskupsins á
tónlist alþýðunnar.
Vaxandi
áhugi á
gamalli
tónlist
I