Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJAN
HA UKSSON
+ Kristján Hauks-
son fæddist í
Reykjavík hinn 10.
október 1944. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 25. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Haukur Sveinsson f.
2.9. 1917, d. 12.7.
1999. Hólmfríður
Sölvadóttir, f. 21.9.
1917. Kristján var
næstelstur af fjórum
systkinum. Þau eru:
Sveinn Þórir Hauks-
son, f. 17.10. 1940, d.
12.6. 1967. Guðmundur Valur
Hauksson, f. 10.10. 1952, eigin-
kona hans er Nanna Ásgrímsdótt-
ir og eiga þau fimm börn. Þau eru
Haukur, Ásgerður
Helga, Sveinn Þórir,
Sigurður Valur og
Hartmann Kristinn.
Edda Björk, eigin-
maður Hartmann Ás-
grímsson, eiga þau
átta börn. Þau eru
Ásgrímur, Illugi,
Kristfn, Guðlaug,
Þórgunnur, Hólmfríð-
ur, Helga Sigríður og
Björn Virgill. Hálf-
bróðir samfeðra,
Hreinn H. Nflsen.
Hinn 12. aprfl 1969
kvæntist Kristján
eftirlifandi eiginkonu sinni ísfold
Aðalsteinsdóttur, fædd 20.3.1946.
ísfold er dóttir hjónanna Aðal-
steins Þorgeirssonar, f. 17.1.
1916, d. 27.2. 1987 og Svanlaugar
Þorkelsdóttur, f 19.1.1919. Dætur
Kristjáns eru: 1) Kristín, f 19.7.
1968, eiginmaður Kristján Viðar
Bárðarson, f. 5.1. 1964. Börn
þeirra eru Ágúst Viðar, Jóhanna
Maggý og Hjalti Snær.2) Hólm-
fríður, f. 22.7. 1974, eiginmaður
Lee Wallace, f 13.5. 1969, sonur
þeirra Jack. 3) ísfold, f. 18.2.1986.
Dóttir Kristjáns og Sigríðar
Skarphéðinsdóttur er Fanney, f.
31.1.1968, eiginmaður Brynjólfur
Gunnarsson, f. 27.9. 1966, börn
þeirra: Jóhanna Lind, ívar Atli,
Árný Björk og íris Dröfn.
Kristján lærði flug ungur að ár-
um og var það honum ætíð mjög
hugleikið. Kristján var mikill
lista- og handverksmaður og fékk
listamaðurinn í honum að njóta
sín þegar hann vann í fyrirtækinu
sínu sem sérhæfði sig í gler og
postulínsinnbrennslu.
Útför Krisljáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
• _>
vinmngarnirfájst (SlCIO
HAPPDRÆTTI
Vinningaskrá
10. útdráttur 6. júlí 2000
Bifreiðavinningur
Kr. 1.000.000 Kr. 2.000.000 (tvðfaldur)
4 7 0 5
29796 34934
6 16 18
7 9 2 7 3
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
252 1 1
40840
40912
505 19
Ferðavinningur
Kr. 50.000
6553 13640 28448 38805 59740 72817
7452 20054 37631 57450 65010 76232
Húsbúnaða
Kr. 10.000
rvinnmgur
Kr. 20.000 (tvöfaldu
696 12901 23188 35976 44898 52864 60122 73107
1222 14046 23559 36578 44972 53130 63371 75258
1537 15095 23696 36964 45687 54019 64104 75867
2417 15345 24294 36968 45833 54202 65792 76365
3087 15723 25536 37319 45935 54736 66311 76402
4 290 16893 26013 37487 46606 55203 67764 76647
4979 17129 29081 38154 48197 56599 67805 76900
7046 19654 29430 38344 48860 56859 67938 77989
7465 20275 29629 40842 49315 58198 68633 79610
7595 21402 32223 42674 49599 58614 70028
9485 21440 32921 44204 51465 58923 70716
10791 22475 33821 44513 52260 59152 71814
12752 22671 35337 44607 52786 59784 73007
Húsbú
Kr. 5.000
naðarvinningur
451 12241 20439 33020 41817 52053 64783 73448
543 12493 21947 33034 42608 52524 64921 73496
996 12510 23214 33290 42731 52623 64995 73727
1016 12666 23537 33339 43042 52919 65145 74349
2075 12905 23576 34080 43558 53552 65297 74483
2106 13075 23653 34513 44205 v53572 65387 74498
2613 13116 23755 34697 44338 53730 65591 75873
2965 13170 24420 35132 44429 •S4215 65871 76403
4309 13441 24445 35269 44559 54238 66186 76517
4346 13548 24712 35658 45049 54733 66577 76638
4858 14145 24811 36018 45336 55415 66633 76943
6390 14264 25446 36075 45443 55878 66762 77003
6501 14282 25726 36119 45564 56152 66851 77147
6523 14509 26088 36304 460Ó0 56480 67330 77575
6645 15152 26701 36894 46134 56563 67483 77610
7713 15567 27934 37373 46286 56748 68220 78370
7719 16442 28218 37509 46341 57532 68755 78450
7933 16778 28636 38123 46396 57727 68758 78880
8503 17405 28704 38717 46683 58101 69502 79499
8574 17596 28776 38758 46757 58990 69857 79500
8632 18249 28937 38765 47389 60617 69865 79676
8794 18346 29084 38945 47724 60664 69968 79731
8800 18645 29433 39288 48080 60744 70498 79750
9500 18646 29977 39301 48112 60861 70563 79821
10473 18734 30155 39437 48596 62094 70931 79868
10591 18745 30651 40045 48849 62147 71050 79897
11078 18835 30943 40144 49160 62764 71290
11358 18846 31765 40237 49615 63607 71316
11691 19403 31806 40469 51313 63739 72846
11734 19573 31837 40570 51579 63782 72968
12043 19653 31979 40859 51668 64170 73137
12188 19657 32675 41102 51829 64422 73439
Næstu útdrættir fara fram 13. júli, 20. júlí 27. júlt & 3. ágúst 2000
Heimasfða á Intemetí: wivw.das.is
Elsku pabbi okkar. Við systumar
sitjum hér saman við eldhúsborðið,
og minningarnar streyma. Það er erf-
itt að trúa því að þú eigir aldrei eftir
að sitja við eldhúsborðið, hlusta á út-
varpið og drekka bleksterkt kaffi úr
merktri könnu. Kveðja litlu dóttlu í
skóla, „komdu svo beint heim“.
Hringja í uppáhaldsdóttur sem beið
eftir sínu venjulega morgun-góðan
daginn símtali. Vaktir vandræðadótt-
ur með góðum bolla af Bassakafíi.
Morgnarnir verða aldrei samir án
þín. Alltaf gátum við komið til þín
með vandamál okkar og vonir. Þú
gafst okkur góð ráð en leyfðir okkur
að blómstra hverri á sinn hátt og þú
studdir okkur í einu og öllu. Þú
kenndir okkur margt um lífið og til-
veruna og þín orð eiga eftir að fylgja
okkur um vegi lífsins.
Margar vísur og mörg ljóð sagðir
þú okkur, bæði þín eigin skrif og skrif
okkar bestu Ijóðahöfunda. Þar á með-
al þetta litla ljóðakom eftir Stein
Steinarr:
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið
(og allt með glöðu geði
ergjamasettaðveði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekki til,
þvi það er nefnilegavitlaust gefið.
Við söknum þín sárt, við minnumst
þín með gleði. Þínar dætur,
Kristín Hólmfríður og ísfold.
Bassi bróðir er látinn. Hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu, Bassa-
stöðum í Mosfellsbæ, sunnudaginn
25. júní síðastliðinn. Hinn 10. október
1952 á afmælisdegi Bassa kom ég
undirritaður í þennan heim. Það var
mikill happadagur fyrir Bassa að ég
skyldi byija líf mitt með því að eyði-
leggja átta ára afmælisveislu hans.
Mótaðist líf okkar oft í takt við það.
Við Bassi vomm æði oft ósammála
enda höfðum við ekki sömu skoðun á
lífinu og tilverunni. Það kom oft fyrir
að það slettist upp á vinskapinn en
alltaf sættumst við að lokum þessi
tæp 48 ár sem við áttum samleið.
Bassi var mjög fróður og greindur
maður jafnhliða því að vera afar list-
hneigður. Það var sama hvort hann
málaði myndir eða samdi vísur, hvort
tveggja fórst honum vel úr hendi.
Sem betur fer gat Bassi stundað
þannig vinnu í mörg ár þar sem hann
fékk útrás fyrir þeim listhæfileikum
sem honum höfðu hlotnast. Á okkar
yngri ámm var margt brallað enda
vomm við miklir gleðinnar menn að
okkar mati þó aðrir hafi haft allt aðra
skoðun á þeim málum.
Rúmlega tvítugur lærði Bassi flug
í flugskólanum Þyt sem góður vinur
okkar og félagi Björgvin Hermanns-
son rak. Þar náði hann sér í réttindi
atvinnuflugmanns þó það hafi ekki
orðið hans ævistarf þrátt fyrir brenn-
andi áhuga hans á flugi og flugvélum.
Bassi var mjög góður flugmaður og
hafði hann mikinn áhuga á listflugi
sem hann stundaði mikið og oft var
teflt á tæpasta vað á því sviði sem og
mörgum í hans lífi. Lífið er erfiður
leikur og oft kom það fyrir að við lék-
um ekki rétt en oftast komum við nið-
ur á lappimar í þessum leik. Ég á eft-
ir að hitta þig, vinur, aftur hvar sem
þú ert núna staddur því ég veit að við
lendum á sama stað. Að lokum kveð
ég þig með þeim orðum sem þú sagð-
ir við alla er gengu út úr þínu húsi:
„Farðu varlega."
Á sandölum eins og sjálfur Kristur
skakkiappastéginn
þunnur, þreyttur, sveittur, þyrstur
þambandi bjórinn minn.
(K.H.)
Þinn bróðir,
Guðmundur Hauksson.
Besti afi minn. Manstu þegar við
vorum að bera kassana frá ofninum
yfir í prentherbergi? Þú leyfðir mér
alltaf að sitja frammí þegar við vor-
um að keyra glös og könnur til prins-
pólókarlsins.
Manstu þegar við fórum út á
Reykjavíkurflugvöll að horfa á flug-
vélamar? Þegar ég var fjögurra eða
fimm ára fómm við á litla súbarún-
um, sem er spíttkerran okkar, upp á
Sandskeið þar sem var keppni í svif-
flugi. Stebbi var á rauðri vél og þú
talaðir við hann. Svo fóram við heim á
Bassó og fengum okkur ristað brauð.
Manstu þegar fuglinn flaug inn í
stofu og þú komst alla leið frá Bassó
því að mamma var svo hrædd við
hann?
Afi minn og amma mín uppi á
Bassó búa, þau era bæði góð og fín,
þangað vil ég fljúga. Bless, bless og
takk fyrir lífið. Þinn
Hjalti Snær.
Með þessari grein vil ég kveðja í
hinsta sinn Bassa föðurbróður minn.
Fyrir tæplega ári sat ég líkt og nú og
ritaði kveðjuorð til afa, föður Bassa,
og á þeirri stundu hvarflaði ekki að
mér að ég ætti eftir að kveðja næst-
elsta son afa svo fljótt. Bassi var
mjög Ijóðrænn og glettinn maður.
Það var alltaf gaman að ræða við
Bassa og einstakt að hlusta á hann
segja frá liðinni tíð. Það var ófátt sem
þeir bræður brölluðu í æsku og vora
þeir grallarar miklir og bera
fjölmargar sögur þess vitni. Á mínum
yngri áram var ég tíður gestur á
heimili þeirra hjóna og fór ófáar helg-
ar upp á Bassastaði og ætlaði að fara í
heimsókn til dóttur þeirra, hennar
Hólmfríðar. En þegar þangað var
komið kom það oftar en ekki í Ijós að
hún væri ekki heima. Það endaði því
svo að ég gisti hjá Bassa og Foldu og
hafði það mjög notalegt. Þá var legið
fyrir framan sjónvarpið og ef heppn-
in var með mér fór Bassi eftir ís.
Þetta vora dásamlegar helgar og
mun ég ávallt minnast þeirra með
bros á vör. Á stundu sem nú hrannast
upp minningar og það gerir manni
Ijóst að það er ekkert gefið í lífinu.
Lífið er stutt og það er aldrei að vita
hvenær dauðinn bankar upp á, hann
skýtur upp kollinum hvar og hvenær
sem er. Nú er Bassi kominn yfir móð-
una miklu, líkami hans og sál hafa
yfirgefið okkm-. Eftir sitja minningar
sem við munum öll geyma okkur í
hjarta stað. Þessar minningar munu
hlýja okkur um hjartarætur um
ókomin ár. Elsku Folda, amma,
Fanney, Kristín, Hólmfríður, Folda,
pabbi, Edda og fjölskyldur, ég bið
Guð almáttugan að styrkja okkur öll
á þessum erfiðu tímamótum í lífi okk-
ar allra.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Briem)
Ásgerður Helga
Guðmundsdóttir.
Bassi frændi minn er dáinn. Leið
mín lá nokkuð oft uppá Bassastaði og
hvergi hefur mér fundist ég velkomn-
ari en þar. Ég mun sakna skemmti-
legra, fróðlegra og Ijóðlegra samtala.
Ég mun sakna einstakra kenninga og
sérstæðra tilgátna. Ég mun sakna
sérvisku og visku og gátna um allt á
milli himins og jarðar. Ég mun sakna
lymskuglotts og tvíræðra auglita. Ég
mun sakna Bassa frænda míns.
Bassi var góður maður eins og allir
vita. Hannvaralþýðuheimspekingur,
skáld og lífskúnstner. Bassi var góði
dátinn. Hann var einstakur karakter,
eftirminnilegri en frægustu skáld-
sagnapersónur. Bassi var vinur
minn.
Hugur minn er allur hjá eiginkonu
hans og dætram. Megi Guð vera sálu
hans miskunnsamur og líta eftir þeim
sem eftir lifa.
Snögglega hann gekk til náða.
Ég syrgi brottfór bráða.
Enguðimirþeirráða.
(K.H.)
Vertu blessaður, Bassi. Ég bið að
heilsa.
Haukur Guðmundsson.
Nú er rannin upp kveðjustundin,
Bassi okkar, og við vitum öll að þín
verður sárt saknað því þú varst þessi
manngerð sem var alltaf tilbúin að
snúa öllu upp í grín alveg sama hvað
það var og það gaf tilveranni nýjan
lit. _
Ofáar vora ferðimar upp á Bassa
staði. Það var alveg sama hvenær við
komum, við voram alltaf velkomin til
ykkar hjónanna. Alltaf var á boðstól-
um kaffi og kók. Og við gátum setið
tímunum saman, drakkið kaffi og
reykt sígó og talað saman. Það var al-
veg sama hvað var rætt um, Bassi
vissi alltaf allt og hann hafði skoðanir
á öllu.
En nú á þessum erfiða tímapunkti í
lífi fjölskyldu þínnar viljum við láta
þig vita að við munum gera allt sem
við getum til að hjálpa henni í gegn-
um sorgina. En nú ertu farinn til
himna þar sem faðir þinn og stóri
bróðir bíða þín.Við munum sakna þín
og samverastunda okkar. Við biðjum
að heilsa eða eins og þú sagðir alltaf:
„Fariði varlega, elskumar mínai'.“
Sveinn Þórir Guðmundsson
og Magnea Helgadóttir.
Bassastaðir verða aldrei samir því
að aldrei mun maður sjá hann Bassa
þar framar.
En ég veit að hann verður samt á
meðal okkar í anda. Ósjaldan varstu
að horfa á sjónvarpið þegar ég labb-
aði inn og þá næstum undantekning-
arlaust einhvern flugþátt. Þá kall-
aðirðu á mig og byijaðir að fræða mig
um allar flugvélamar og í ófá skiptin
vissirðu hvað flugvélin myndi gera
næst því að þú hafðir séð næstum alla
þættina tvisvar eða oftar. Mjög oft
sagðirðu mér sögur af seinni heims-
styijöldinni og kafteinum og svoleiðis
köllum sem vora eitthvað að dútla úti
móa og skelfilegustu draugasögu
sem ég hef heyrt heyrði ég frá þér,
einhver kafteinn sem dó sást í vindin-
um og einhvem veginn ímyndaði ég
mér það og átti erfitt með að sofna
þegar ég svaf þama upp frá þegar
vindurinn blés. í seinni tíð þegar þú
varst kominn í tölvustússið hringd-
irðu mjög oft í mig og byrjaðir að tala
um tölvur og forrit. Ég hafði mjög
gaman af því og lærði margt. Það era
ekki margir sem hafa átt svona góðan
frænda sem vildi engum illt. Bassi
frændi, nú kveð ég þig í hinsta sinn,
og vona að þú berir afa gamla og
Sveini bróður þínum, sem ég aldrei
sá, kveðju mína. Vertu blessaður.
Sigurður Valur
Guðmundsson.
Minn besti frændi er dáinn. Ég
þakka honum fyrir allan harðfiskinn
sem hann gaf mér. Það var gaman að
vera með Bassa. Nú ertu hjá Guði.
Hartmann Kristinn
Guðmundsson.
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.