Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 51 HESTAR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Þorkell Bjarnason og Ragnheiður Ester Guðmundsdóttir með hluta af fjölskyldunni. F.v. Ragnheiður Bjarna- dóttir, Margrét Hafliðadóttir, Bjarni Þorkelsson, Gylfi Þorkelsson, hjónin Þorkell og Ragnheiður Ester, Ari Gylfason, Þorkell Bjarnason yngri, Þorkell Þorkelsson og Bjami Bjarnason. Fannar Jónasson framkvæmdastj ór i landsmóts hestamanna „Stígandi þungi á mótinu“ Fannar Jónasson. Fimm barnabörn Þorkels Bjarnasonar keppa á landsmótinu Hestamennskan í blóðinu FIMM bamaböm Þorkels Bjarna- sonar, fyrrverandi hrossaræktar- ráðunautar, og konu hans Ragn- heiðar Esterar Guðmundsdóttur keppa á landsmóti hestamanna en flestir í fjölskyldunni em viðloð- andi hestamennsku á einn eða ann- an hátt. „Hestamennskan Iiggur nú alveg örugglega íblóðinu," segir Þorkell sem hefur þó ekki reynt að telja hversu margir af afkomendum hans stunda hestamennsku. „Það em nú margir brattari í þessum málum en ég,“ segir Þorkell. Ættgeng hestamennska Þorkell segist rekja áhugann fyr- ir hestum til foreldra sinna. „For- eldrar mínir t.d. voru bæði hest- hneigð og þekkt fyrir hestamennsku," segir Þorkell. „Föðuramma mín var vissulega hestakona því hún var Ijósmóðir. Þá var ekkert farið öðruvísi en á hesti eða gangandi. Hún reið alltaf á honum Grána sínum til þess að hjálpa konunum,“ segir Þorkell. Hestamennskan hefur síðan verið ættgeng og umræður í fjölskyldu- boðum taka mið af því. „Það verður að segja alveg eins og er að þær þykja vera svolítið einhliða. Það er helst rætt um hesta. Það er eitthvað fleira rætt en það fer alltaf út í hestana," segir Þorkell. Erfitt að fylgjast með öllum flokkum „Það er erfitt að fylgjast með þessu öllu og eiginlega útilokað. Því þegar svona mörg hross em mætt til leiks þá er ekkert hjá því komist að margir flokkar keppi í einu,“ segir Þorkell. Hann er sér- staklega hrifinn af hestakosti í barna- og unglingaflokki. „Það liggur við að maður sé dolfallinn að sjá hvað krakkarnir eru á góðum hestum. Það er hrein fyrirmynd. Ég veit að margir hafa lagt mikið í að útvega bömum sínum góða hesta. Við sem emm með heimabakaða getum samt verið ánægðir því það eru til ágætir hestar í því líka,“ seg- ir Þorkell. Saknar fjórðungsmótanna „Mér líst mjög vel á mótið. Þetta er stórfengleg aðstaða héma,“ seg- ir Þorkell. „Slfk aðstaða er hvergi til á landinu og stenst samanburð við það besta sem gerist úti í heimi. Ég held að það sé enginn vafi á því.“ Þorkell segir gæði hrossanna á landsmótinu mjög mikil. Honum finnst fjöldi hrossa á mótinu þó með mesta móti. „Það er svo sem í lagi,“ segir Þorkell en það þurfi þó að velja strangt. „Þeim fer svo fjölg- andi, góðu hrossunum. Það eru svo prýðilegar framfarir í kynbóta- starfinu," segir Þorkell. „Landsmót á að vera úrvalsmót með albestu hestunum. Ég segi fyrir mína parta að ég sakna töluvert mikið fjórð- ungsmótanna, ég segi alveg eins og er,“ segir Þorkell. „En þegar lands- mót voru fjórða hvert ár var hægt að hafa öflug mót úti í landsfjórð- ungunum." SPENNAN magnast nú á landsmóti hesta- manna en úrslit hefjast í mörgum flokkum í dag auk þess sem fyrsta yfírlitssýning kynbótahrossa á þessu landsmóti er í dag. Fannar Jónasson, framkvæmdastjóri landsmótsins, segir að þá megi búast við mikl- um fjölda gesta. Tafír vegna bilana í tölvukerfi Fannar segist sáttur við upphaf mótsins þó bilanir í tölvukerfi hafi sett strik í reikninginn. Keppni í B- flokki tafðist m.a. um 30 mínútur á fimmtudaginn vegna bilunar í tölvu- kerfi og í barnaflokki þurfti á tímabili að reikna út einkunnir á blaði og með blýanti. Sumir landsmótsgestir hafa einnig kvartað yfir því að erfitt sé að nálgast upplýsingar um úrslit o.þ.h. Fannar segir að tölvukerfið sé nýtt og það hafi orðið nokkrir byrjunar- örðugleikar í upphafi en hann vonast eftir því að þeir séu nú að baki. Fann- ar segir að eflaust megi gera betur varðandi upplýsingastreymi til móts- gesta. Hinsvegar séu upplýsingar um úrslit og dóma með svipuðum hætti og á fyrri landsmótum. „Eg kannast ekki við að það hafi verið verr staðið að þessu en á öðrum mót- um en það þýðir ekki að það megi ekki gera betur. Við hugsuðum okk- ur að hafa risaskjái til að birta ein- kunnir en það kom í ljós að það kost- aði á sjöttu milljón,“ segir Fannar. Sá kostur hafi einfaldlega verið of dýr en framvegis verða úrslit og dómar fjölrituð og seld mótsgestum. „Mótið hefur byrjað mjög vel. Það eru fleiri hér fyrstu mótsdagana en við bjuggumst við. Sérstaklega er það áberandi hversu margir útlend- ingar eru komnir,“ seg- ir Fannar. „Það er ávís- un á að mótið verði fjölmennt þegar kemur að úrslitadögunum um helgina. Það er stígandi þungi á mótinu og - smám saman grisjast hópurinn og eftir verða betri hrossin." Fannar segir erfitt að meta hversu margir gestir muni sækja mótið en mótssvæðið getur tekið við allt að tólf þúsund manns. „Skráð hross á sýningar og í keppni eru um þúsund. Því til viðbótar má kannski bæta við hópreiðarhrossunum. Efvið teljum hrossin í litasýningunni líka þá erum við að tala um að kannski tvöþúsund hross hafi verið á svæðinu yfir mótsdagana," segir Fannai'. Ekki sama tjaldbúðastemmn- * ingin í höfuðborginni Landsmót hestamanna er nú hald- ið í fyrsta skipti í höfuðborginni. Fannar segir mótsbraginn vera nokkuð frábrugðinn því sem hann hefur átt að venjast. „Yfir daginn er lítill munur þar á, þetta er hefðbund- ið keppnisform á landsmóti. Aftur á móti er ekki tjaldbúðarstemmning á kvöldin því fólk fer hvað til síns heima og útaf svæðinu. En að öðru leyti er þetta venjulegt landsmót." Framkvæmdanefnd landsmótsins leigir mótssvæðið af hestamannafé- laginu Fáki. „Við tókum við svæðinu fullbúnu og Fáksmenn hafa staðið sig mjög vel í því að undirbúa svæðið. Auk þess sýnist okkur sem langflest- ir hesthúsaeigendur hér á svæðinu hafi tekið til hendinni og snyrt og snurfusað,“ segir Fannar. Um 250 manns vinna við mótið, flestir í sjálf- boðavinnu en kostnaður við það nem- ur um 50-60 milljónum. Morgunblaðið/Halldor Kolbeins Sigrún Sigurðardéttir fylgist með því að allt fari eftir settum reglum. S „Egbara lenti í þessuu Vítamínsprauta að fá svona stórmót Bragi Ágeirsson SIGRÚN Sigurðardóttir hefur verið þulur á hestainótum frá ár- inu 1982. Sigrún er með lands- dómararéttindi en þulir þurfa að vera dómarar því starf þeirra felst líka í því að fylgjast með að allt fari eftir settum reglum og tímaáætlanir séu haldnar. „Við erum ekkert mörg sem erum með landsdómararéttindi og enn- þá færri sem vilja tala í hljóð- nema. Þannig að ég hef bara lent í þessu,“ segir Sigrún. Fyrir mótið tók mótsstjórn nýtt tölvukerfi í gagnið sem virkaði ekki sem skyldi fyrstu dagana. Sigrún segir of mikla tölvuhnökra hafa verið á mótinu. „Þetta er mjög sniðugt kerfi þegar það virkar. Það er enginn vafi á að þetta er framtíðin en það hafa verið of miklir byrjunarörðug- leikar, sérstaklega miðað við að þetta er landsmót," segir Sigrún. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fákssvæðinu fyrir landsmótið. Tveir ný- ir reiðvellir voru lagð- ir og endurbætur gerðar á eldri völlum og nýr vegur lagður inn á svæðið. Stór áhorfendabrekka sem rúmar um tíu þúsund manns var auk þess gerð við Brekkuvöll. „Þetta small allt sam- an á síðustu stundu eins og alltaf og svæð- ið orðið stórglæsi- legt,“ segir Bragi Ás- geirsson, formaður Fáks. Endurbæturnar á Fákssvæðinu hafa tekið þrjú ár og kostað um 150 miHjónir en auk þess hefur Reykja- víkurborg ráðist í endurbætur á Reiðhöllinni fyrfr um 60-70 milljón- ir. „Forsendan fyrir því að við gát- um farið í þessar framkvæmdir og haldið mótið var að fá Reykjavíkur- borg með okkur í dæmið,“ segir Bragi. „Þetta svæði hefur þá sér- stöðu, kannski umfram svæðin á landsbyggðinni, að það er í notkun allt árið. Hérna eru nýir vegir og vellir og lýsing. Á svæðinu fer fram mikil starfsemi. Mörg hesthúsanna eru í eigu atvinnutamningarmanna sem eru við þjálfun allt árið og það er mikil gróska í sýningum og móta- haldi. Svæðið er í bullandi notkun allt saman,“ segir Bragi. Um þúsund félagar eru í Fáki en Bragi seg- ir mikinn vöxt hafa færst í hestamennsku á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. „Fyrst koma krakkarnir og síð- an foreldrarnir með og hestamennskan er að vinda mikið upp á sig. Það er að verða alveg gríðarleg aukning og það sem kannski helst stoppar okkur er að það er ekki nógu mikið framboð af lóðum fyrir hesthús,“ segir Bragi. „Við höfum haft mikinn augastað á Norðlingaholtinu fyrir framtíðar- hesthúsabyggð. Reyndar er búið að skipuleggja svæðið sem íbúðabyggð og verktakar eru búnir að kaupa þar lóðir. En það gæti svosem verið hag- stætt fyrir þá að byggja hesthús þar því það er svo gríðarleg eftirspurn eftir hesthúsum og hesthúsalóðum á öllu höfuðborgarsvæðinu," segir Bragi. Bragi telur að landsmótið hafi farið vel af stað, þrátt fyrir nokkra byrjunarörðugleika. „Það hefur gífurlega mikið að segja fyrir félagið að fá svona stórmót. Það þarf alltaf svona vítamínsprautu, þetta þjappar fólki saman,“ segir Bragi. „Og þó við séum ekkert að monta okkur þá var Fákur með svona helminginn af stóru hópreiðinni.“ SABIANA HITABLÁSARAR SABIANA hitablásarar eru hentugir tll notkunar fyrlr heitt vatn og gufu. Hltaelement blásaranna eru þriggja raöa. SABIANA hltablásara eru bœðl fáanlegir með elns og þriggja fasa vlftumótor með rakavöm. Leltlð upplýslngal VAtNSVIRKINN ehf. ÁRMÚLA 21 • SlMI 533 2020 • FAX 533 2022 _____- Slöðugl rennsli i 45 ór -_ Aðsendar greinar á Netinu ýj> mbl.is _/KLLTAf= etTTHVAÐ fS/ÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.