Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-t
LISTIR
Malborg 24. júní 2000
FARÞEGAR Bókmenntahrað-
lestarinnar eru nú staddir í
pólsku borginni Malbark,
sem er níundi viðkomustaður lestar-
innar á 7000 km ferðalagi um
Evrópu. Að baki eru borgirnar: Lisa-
bon, Madrid, Bordeux, Paris, Lille,
Brussels, Dortmund og Hannover.
Móttökuundirbúningur og aðbún-
aður hefur verið æði misjafn eftir
borgum.
Þann 4. júní kom hópurinn saman
á fimm stjörnu hótelinu Alfta í Lissa-
bon þar sem móttökuhátíð var hald-
in. Dr. Thomas Wohlfahrt fram-
kvæmdastjóri „Literatur
WERKstatt berlin“ setti hátíðina.
Hann er hugmyndasmiðurinn að
bókmenntahraðlestinni og hefur
staðið að undirbúningi ferðarinnar í
þrjú ár. Rakti hann fyrir áheyrend-
um hvemig Bókmenntahraðlestin
þróaðist frá hugmynd að vemleika.
Næstur tók til máls menntamála-
ráðherra Portugal Carrilho. Síðastur
ræðumanna var nóbelsverðlaunahöf-
undurinn Jasé Saramajósen, talaði
um menningarauð Evrópu, álfunnar
sem aldrei yrði að fullu uppgötvuð.
í Portúgal gátu höfundar valið á
milli margvíslegra dagskráratriða.
Boðið var upp á gönguferðir um
Lisabon þar sem komið var við á
stöðum er tengdust lífi höfunda eða
bókmenntaverkum. Eitt sinn valdi
ég að heimsækja smábæinn Cascais
sem er í nágrenni Lisabon.
Þar settist ég í litla, rauðmálaða
lest sem brunaði um götur bæjarins.
Sá túr var ágætis upplifun fyrir
þaullangt og strangt ferðlag sem
beið okkar næstu vikumar. Byrjað
var í að sýna okkur klettótta strönd
sem kölluð er „Munnur helvítis".
Aþeim stað hefur fjöldi manna
ýmist farist af slysförum eða
tekið líf sitt. Vom okkur
sagðar sögur af þessum örlagareiti.
Að því liðnu brenndi iestin með okk-
ur að ráðhúsi bæjarins þar sem bæj-
arstjórinn hélt tölu og minntist allra
þeirra milljóna manna sem létust í
heimsstyrjöldinni síðari. Að endingu
sagði hann okkur að Stefan Zweig
hefði dvalist í Cascais áður en hann
hélt til Brasilíu og framdi sjálfsmorð.
Eftir ræðuna var okkur boðið til veg-
legrar veislu sem endaði með
klukkutíma tónleikum þar sem leikin
vora tregafull vers. Þegar ég sneri
aftur til hótelsins var ég daufur í
bragði, hjartað mitt var fullt af þeirri
hryggð sem menn finna aðeins þegar
þeir hafa fylgt góðum félaga.
Ég kom mér þægilega fyrir í rúmi
fimm stjörnu hótelsins og reyndi að
hugsa um eitthvað fallegt, eitthvað
mannbætandi en sálin var undirlögð
af vangaveltum um óendanleikan,
einmanaleikann, dauðleikann, hverf-
ulleikann.
Næsta dag stigum við um borð
í lestina sem branaði með
hópinn til Madrid þar sem
mér var komið fyrir á gistiheimili
þrettán km fyrir utan borgina í fimm
km fjarlægð frá allri nýmenningu.
Gistiheimilið stóð eitt og sér í auðn-
Bréf úr bókmenntahraðlestinni
Með vegabréf frá
Ríki Manneskjunnar
inni. Þjónusta var eng-
in, t.a.m. óskaði ég einu
sinni eftir kvöldverði
og var mér þá sagt að
ég gæti ekki fengið mat
þann daginn því búið
var að ráðstafa mat-
salnum til veisluhalda
fyrir hóp þroskaheftra
bama. Mér gafst þá
kostur á að kaupa kalda
samloku í matstofu
starfsfólksins.
Einn eftirmiðdag
þurfti ég að komast úr
borginni til hótelsins.
Ég stöðvaði leigubíl,
settist inn og útskýrði
fyrir bílstjóranum
hvert ferðinni væri
heitið. Bílstjórinn var
eldri maður, afar las-
legur að sjá. Er hann
hafði ekið fáeina kíló-
metra stöðvaði hann á
rauðu ljósi, þegar ná-
lægir bílar óku af stað
varð mér ijóst að bíl-
stjórinn hafði dottað og
tók ekki við sér fyrr en
ég hnippti í öxl hans.
Mér leið skelfilega í
aftursætinu þar sem
leigubíllinn geýstist
eftir hraðbrautinni.
Það greip mig óraun-
veraleikakennd. Ég tók
ekki augun af bílstjóranum og bað sí-
felit til Guðs um að hann tæki sál
mína strax eða léti það vera.
Almennt var móttökuundirbún-
ingur lélegur í Madrid. Höfundar
röltu um götur og höfðu lítið fyrir
stafni. Einn morgun var róið til
minnisvarða rússneska skáldsins
Púskins. Ekki veit ég hvort hann hafi
nokkru sinni komið til Madrid. Ein-
hverjir Rússar belgdu sig út og
fluttu ljóð hans af slíkum innblæstri
og íþrótt að þeim lá við yfirliði.
Eg átti þá því láni að fagna að hitta
rithöfundinn og blaðamanninn Krist-
inn R. Ólafsson. Hann mætti á braut-
arpallinn þegar lestin kom til Madrid
og bauð mig velkominn. Kristni R.
hafði verið falið af finnskum aðilum
að þýða tvo kafla úr skáldsögu minni,
Tár Paradísarfuglsins. A þriðja dval-
ardegi í borginni var upplestur nor-
rænna rithöfunda í finnskri menn-
ingarmiðstöð. Fyrst las ég stuttan
kafla og þar næst las finnskur höf-
undur þýðingu á textanum. Að lok-
inni dagskrá óskaði grindhoraður
maður með sítt grátt hár og skegg
eftir að fá orðið. Hann vildi vekja at-
hygli allra viðstaddra á að tii væri
„Ríki Manneskjunnar“ sem aðeins
fáeinum auðnaðist að komast inn í.
Einar Örn
Gunnarsson
Þar er lögð áhersla á að
rækta eiginleika hins
ómenntaða, óspillta
manns og öllum hé-
góma er þar úthýst.
Ríkið á sér engin landa-
mæri, þar era allir jafn-
ir og ástin er ofar öllu.
Kærleikurinn vex líkt
og falleg jurt í garði
himnaföðurins. Ræðu-
maðurinn var þó ekki
trúrri hugsjóninni en
svo að þegar þýsk
stúlka mótmælti hon-
um tók hann hamskipt-
um og ætlaði að berja
hana. Sem betur fer
hafði ég skipst á orðum
við hann fyrir upplest-
urinn þar sem fram kom að hann
kannaðist við verk íslenska tón-
skáldsins Atla Heimis. Til að ná at-
hygli hans spurði ég óvænt hvers
vegna hann þekkti til verka íslenskra
tónskálda. Við spuminguna róaðist
hann niður og fór að segja mér frá
löngu liðnum dögum í Þýskalandi.
Hann hafði drukkið kaffi með tón-
skáldinu Atla Heimi og fannst mikið
til þess koma. Maðurinn fylgdi mér á
næstu brautarstöð og áður en við
kvöddumst rétti hann mér pappírs-
snepil sem átti að vera vegabréf í
„Riki Manneskjunnar".
A
París var yfirgripsmikil bóka-
messa þar sem m.a. bækur allra
höfunda Bókmenntahraðlestar-
innar vora tO sýnis. Ég las upp á litlu
kaffihúsi í miðborg Parísar ásamt
nokkram öðram höfundum.
Brassel var ekki sjálfri sér lík þar
sem fótboltabullur höfðu lagt undir
sig borgina með óskapar látum.
Er ég var á göngu sá ég hvar lög-
reglulið handtók hóp æstra fót-
boltaáhangenda sem voru til ófriðar í
veijtingahúsi.
í Dortmund var aðbúnaður ein-
staklega góður. Gist var á fyrsta
flokks hóteli í miðborginni. Norræn-
I
um höfundum var boðið að lesa upp
úr verkum sínum í garði lítils listhúss
sem rekið var af sænskri konu á sext-
ugsaldri. Ég las kafla úr Tári Para-
dísarfuglsins og í kjölfarið var lesin
þýðing á sama texta. Eftir lestur
þýðingarinnar flýtti kynnirinn sér
fram fyrir áheyrendur og lýsti yfir
vanþóknun sinni á verkinu. Sagðist
hann ekki geta skilið af hvaða hvöt-
um menn skrifuðu svo óhuggulegan
texta. Hún setti upp fyrirlitningar-
svip, horfði á mig og fullyrti að eng-
inn áheyrenda áttaði sig á þessum
skrifum. Kom til nokkuraa orða-
skipta okkar á milli. Danska ljóð-
skáldið Nicolaj Stockholm, sem
staddur var á staðnum, kallar hana
Drottningu Brjálseminnar og rithöf-
undurinn Nicolaj Lecca gerði uppá-
komunni skil í ítalska blaðinu L’un-
ita.
I Hannover gisti ég í gömlu Pelik-
an-blek- og pennaverksmiðjunni við
PelikanstraBe en búið er að breyta
verksmiðjubyggingunni í gistihús.
Rússnesk skáldkona sem skrifar
draumkenndar sögur og ævintýri fór
út að skoða borgina eitt kvöld. Þegar
hún ætlaði að snúa til baka fann hún
ekki leiðina að hótelinu. Hún var án
allra skilríkja og það sem verra var
hún talaði hvorki orð í þýsku né
ensku. Úrræðalaus leitaði hún að-
stoðar lögreglu sem reyndi í fyrstu
að sýna henni nöfn hótela en það
dugði skammt þar sem hún er aðeins
læs á rússnesku.
Eftir fjölda símtala til Rússlands
og innan Þýskalands náði hún sam-
bandi við starfsmenn Bókmennta-
hraðlestarinnar.
Það voru mikil viðbrigði og jafn-
framt vonbrigði að koma til
pólsku borgarinnar Malbark
þar sem gist var á hörmulegum stað.
Hótelið var alls hljóðeinangrað og
mátti heyra umgang berast úr næsta
herbergi. Það brakaði í hverri spýtu
þegar gengið var á parketinu og
handklæðin lyktuðu.
Eitt kvöldið kveikti ég á sjónvarp-
inu og á skjánum var kvikmyndin
Gaukshreiðrið. Mér til mikillar furðu
var myndin hvorki hljóðsett á pólsku
né textuð heldur var notast við sögu-
mann sem talaði fyrir allar persón-
umar. Atakanleg myndskeið urðu
bráðfyndin svo sem þegar aðal sögu-
persónan reynir að kyrkja hina
mannvondu hjúkranarkonu undh’
frásögn djúpraddaðs sögumanns.
Ferðin hefur verið ánægjuleg en
afar krefjandi. Þvælingurinn er mik-
ill og erfitt er að skipta sífellt á milli
tungumála. Stundum er ég úrvinda
afþreytu.
Um borð era ólíkar persónur svo
sem miðaldra mussukerling sem ótt-
ast úrkynjunaráhrif veraldarvefsins,
mestu árásar á sálina í sögu manns-
andans. Þegar hún talar ensku grett-
ir hún sig eins og henni sé bumbult.
Meðal farþega er ljóðskáld með
langa upphafna ásjónu og nóbels-
draum í augum, bráðgáfaður ein-
hleypur háskólakennari sem þráði
það eitt í París að sjá Ritz-hótelið og
göngin þar sem Díana pinsessa
mætti örlögum sínum. Hér er líka
miðaldra kona sem er alltaf upptekin
og á hraðferð. þegar við mætumst
segii’ hún gjarnan: „We have to talk“.
Hún hefur spurt mig í þrígang hvort
ég þekki Thor Vilhjálmsson en ég hef
aldrei náð að svara henni. Ég veit
hins vegar að hún las eftir hann bók
og heillaðist. Ekki hvaða verk það er
því hún var horfin áður en ég náði að
spyrja. Eitt er víst að ég verð ekki
uppiskroppa með sögupersónur í
næstu bók. A ferðalaginu hafa flestir
höfundar algjörlega tapað tímaskyni
auk þess sem þeir eiga erfitt með að
einbeita sér. Éinhverjir mættu með
ókláruð verkefni í farteskinu, fullvis-
sir um að ljúka því en ekkert hefur
orðið úr slíkum áformum.
Hér hafa menn því ávallt eitthvað
fyrir stafni.
Það er fróðlegt að íhuga hvaða
hugmyndir erlendir höfund-
ar hafa um ísland og íslenska
menningu. Flestir þekkja til fornrita
okkai’, einhverjir hafa lesið verk eftir
Laxness en nær allir þekkja tónlist
Bjarkar Guðmundsdóttur.
Skáldsagnahöfundurinn Lenco
Jan frá Slóvakíu þekkir vel til ís-
lenskra bókmennta. Hann kynntist
íslenskum skáldsagnaheimi sem
drengur er hann las Nonnabækurn-
ar eftir Jón Sveinsson. Áhugi á Is-
landi hefur fylgt honum síðan og
ferðaðist hann til Islands fyrir tíu ár-
um. Lenco Jan ver vel kunnugur
verkum Laxness, Gunnars Gunnars-
sonar, Kristjáns Guðmundssonai’,
Guðmundar Kamban o. fl. Það er
mikils virði fyrir mig að kynnast rit-
höfundum frá ólíkum mál- og menn-
ingarsvæðum. Margir höfundar frá
Austur-Evrópu voru starfandi á
meðan ritskoðun var við lýði. Ar-
mennska skáldið Davíð Muradian
sagði mér að á tímum ritskoðunar
hefði hann iðulega lesið ólöglegar
skáldsögur sem gefnar höfðu verið
út á dagblaðaformi. Skáldsöguna
1984 eftir George Orwell las hann í
sérstakri útgáfu þar sem fyrirmynd-
in var PRAVDA.
í slíkum samfélögum hafa rithöf-
undai’ margvíslegu og þýðingar-
miklu hlutverki að gegna. Þeir era
rödd og vitund fólksins. Á írlandi
hafa menn iðulega spurt hvert hlut-
verk rithöfunda sé. Einhvern tíma
var mér sagt að hlutverk rithöfunda
væri að vera á móti stjórnvöldum á
hverjum tíma og láta aðra höfunda í
friði. Ég hygg að farsælast sé fyrir
ýmsa höfunda að láta allt í friði,
stjórnvöld, aðra höfunda og ekki síst
lesendur.
Á eftir leggur lestin af stað til
rássnesku borgarinnar Kaliniugrad.
Kveðja,
Einar Orn Gunnarsson.
Nágrannar og
hraðbankar
SJONVARP
Skjár 1
LIFANDI
HVUNNDAGSSÖGUR
Sunnudagur 2. júlí. Handrit Brian
Fitzgibbon. Leikstjórn Ásgrímur
Sverrisson. Leikendur: Bergur Þór
Ingólfsson, Sveinn Þ. Geirsson,
Aino Freyja Jarvela, Sigurþór Al-
bert Heimisson, Jóhann Arason.
TVÆR reykvískar hvunndagssög-
ur, bráðlifandi og óundirbúnar. Það
kemur á óvart hversu öraggir leikar-
arnir era frammi fyrir myndavélun-
um án nokkurs nema söguþráðar og
persónulýsingar. Samtölin era
spunnin á staðnum enda hafa engar
æfingar farið fram áður en útsend-
ing hefst. Þátturinn sl. sunnudags-
kvöld bar greinileg spunamerki að
því leyti að spuninn hikstaði á stöku
stað og leikararnir vora fremur sein-
ir að grípa boltann. Það kom þó ekki
veralega að sök en olli nokkram end-
urtekningum og mismælum. Að-
stæður voru einfaldar, náungi sem
vinnur á skattstofunni hefur haft sig
upp í að bjóða samstarfskonu sinni
út að borða. Hann getur ekki borgað
með kreditkorti og verður að fara í
hraðbankann. Þar hittir hann fyrir
furðufugl sem tefur hann og eltir síð-
an til baka þar sem stúlkan er komin
í innilegar samræður við ókunnan
karlmann. Hann reynist vera bróðir
hennar og eftir hefðbundinn mis-
skilning halda þau áfram út í kvöldið
með furðufuglinn á eftir sér.
Allt er þetta gott og blessað og
leikararnir vora ekki í neinum vand-
ræðum með að koma þessu til skila.
Þó er einn galli við svona spunnin
samtöl sem ekki verður auðveldlega
upprættur og hann felst í textanum
sjálfum, því sem leikaramir láta út
úr sér. Textinn verður aldrei betri en
málkennd og orðaforði leikaranna
sjálfra leyfir, sumir era sterkari á
svellinu í þessu efni en aðrir en út-
koman verður býsna sundurleit.
Mál- og rökvillur, einfalt orðalag og
enskuslettur era fylgikvillar spunn-
ins texta.
Myndvinnslan er að vonum hrá en
gefur efninu eins konar tráverðug-
leikablæ sem er yfirlýstur tilgangur
aðstandenda. Þetta eiga að vera sög-
ur úr raunveruleikanum, skyndi-
myndir úr Iífinu í borginni, þar sem
myndavélin var nánast á staðnum
fyrir tilviljun. Sögumar eiga sér
heldur ekki beint upphaf eða afger-
andi niðurlag. Við erum klippt inn í
aðstæður og út úr þeim aftur nokki’u
síðar og eigum að geta hugsað okkur
hvert framhaldið verður.
Sunnudagur 25. júní. Handrit og
leikstjórn Ragnar Bragason. Leik-
endur: Björk Jakobsdóttir, Bergur
Þór Ingólfsson, Stefán Jónsson,
Inga María Valdimarsdóttir.
í þessum bráðfjöraga þætti sagði
af konu og manni sem bjuggu í hús-
um hlið við hlið. Þau höfðu átt í ást- ||
arsambandi sem er lokið þegar sag-
an hefst. Þau era að bauka í
garðinum og greinilegt að margt er «
óuppgert á milli þeirra. Þriðja pers-
ónan er annar nágranni, drykkfelld-
ur fótboltasjúklingur sem liggur yfir
Evrópukeppninni. Fjórða persónan
er eiginkona mannsins sem birtist í
lokin og er elskulegheitin uppmáluð
enda veit hún ekkert hvað er eða hef-
ur verið í gangi.
Af þeim fjórum þáttum sem undir-
ritaður hefur séð þá hefur þessi
sterkust einkenni hins hefðbundna
gamanleiks. Fléttan er í aðalatriðum 8
sígild en jafnframt kunnugleg og
skemmtilega klaufaleg að íslenskum
hætti. Stefán Jónsson átti frábærar
innkomur sem hinn síblauti nágr-
anni. Þrátt fyrir augljósa (og óhjá-
kvæmilega) vankanta á þessari ís-
lensku „dogrna"
sjónvarpsmyndagerð þá er full
ástæða til binda vonir við framhald-
ið.
Hávar Sigurjónsson 1