Morgunblaðið - 07.07.2000, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mikill viðbúnaður á Norður-Irlandi
••
Ofgamenn sagðir
undirbúa árásir á
lögreglumenn
Bclfasl. Rcuters, AFP, The Daily Telegraph.
ORYGGISVIÐBUNAÐURINN á
Norður-írlandi var aukinn í gær eftir
að breskum hersveitum var beitt þar
gegn óeirðaseggjum í fyrsta sinn í
tvö ár. Grunur leikur á að liðsmenn
skæruliðahreyfinga mótmælenda
hafi staðið fyrir óeirðunum síðustu
daga og lögreglustjóri Norður-ír-
lands segir að þeir séu að undirbúa
sprengju- og skotárásir á öryggis-
sveitirnar.
Herinn sagði að í Belfast hefðu
verið meiri óeirðir á miðvikudag en
allt síðastliðið ár. Hermt er að 30 lög-
reglumenn hafi særst í átökunum.
Óeirðaseggimar settu víða upp veg-
artálma, stálu strætisvögnum og bíl-
um og kveiktu í þeim.
Óeirðir blossuðu einnig upp í þorp-
inu Drumcree þar sem ein af hefð-
bundnum göngum Óraníureglu mót-
mælenda hefur verið bönnuð.
Hermenn í Drumcree settu upp víg-
girðingar úr stáli og gaddavír á ýms-
um stöðum til að koma í veg fyrir
frekari óeirðir.
Her- og lögreglumönnum hefur
verið skipað að framfylgja banni við
fyrirhugaðri göngu Óraníureglunnar
á sunndaginn kemur frá Drumcree
og inn í hverfi kaþólskra í bænum
Portadown.
Yfirvöld bönnuðu einnig í gær
göngu sem Óraníumenn hafa ráðgert
í suðurhluta Belfast á miðvikudaginn
kemur.
Óeirðimar hafa ekki einskorðast
við svæði mótmælenda á Norður-ír-
landi. Kaþólsk ungmenni réðust á
lögreglumenn í bænum Lurgan, suð-
vestur af Belfast, köstuðu í þá grjóti,
flöskum og golfkúlum þegar þeir
fjarlægðu 200 málningarsprengjur
sem fundust í auðu húsi. Lögreglu-
menn fundu einnig 17 bensínsprengj-
ur í hverfi kaþólskra í bænum.
Sir Ronnie Flanagan, lögreglu-
stjóri Norður-írlands, sagði í fyrra-
kvöld að öfgamenn úr röðum mót-
mælenda hygðust gera fleiri árásir á
öryggissveitirnar eftir skotbardaga
mÚli lögreglumanna og liðsmanna
skæruliðahreyfingar mótmælenda í
norðurhluta Belfast á þriðjudag.
Skotið var þá úr byggingu, sem er á
valdi Johnnys Adairs, leiðtoga
skæruliðahreyfingarinnar UFF.
Lögreglustjórinn bætti við að
öfgamennimir hygðust beita byssum
og sprengjum í árásunum. Hann
skoraði á Óraníumenn að fordæma
slíkar aðgerðir og koma í veg fyrir að
„illgjamt fólk“ gæti notfært sér deil-
rma um göngur reglunnar til að
tendra ófriðarbál á Norður-írlandi.
Ekki væri nóg að Óraníureglan lýsti
því yfir að hún bæri ekki ábyrgð á of-
beldinu.
Reuters
UNGMENNI í Belfast grýta lögreglumenn til að mótmæla banni við göngu Óraníureglunnar um helgina.
Prodi í heimsókn á Grænlandi
Nuuk. AFP.
ROMANO Prodi, forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusam-
bandsins (ESB), kom í fjögurra
daga heimsókn til Grænlands í
gær. Heimsókninni er ætlað að
styrkja tengsl milli ESB og Græn-
lands, sem eins og kunnugt er til-
heyrir ESB-ríkinu Danmörku en
er samt utan sambandsins.
Það var Jonatan Motzfeldt, for-
maður grænlensku landstjórnar-
innar, sem bauð Prodi til Græn-
lands og munu þeir ræða tengsl
landsins við ESB. Samningar um
fiskveiði í grænlenskri lögsögu
verða einnig á dagskrá, en fiski-
skipum ESB-ríkja er nú heimilt að
veiða í lögsögu Grænlands gegn
greiðslu og gegn því að grænlensk
vara hljóti vissa forgangsmeðferð á
mörkuðum Evrópu.
Endumýja þarf samningana fyr-
ir 1. janúar á næsta ári og segja yf-
irvöld á Grænlandi skrifræði innan
ESB hafa tafið fyrir gerð þeirra.
Með nýjum samningum vilja græn-
lensk yfirvöld gjaman sjá að innan
ESB verði sett upp sérstök deild
sem sjái um málefni er varði norð-
urskautsvæðið þannig að unnt
verði að taka sérstakt tillit til
þeirra aðstæðna sem ríki í ná-
grenni Grænlands.
Svartagaldrar
Tonys Blair
Það hefur lengi tíðkast í stjórnmálum að elta manninn
og ekki boltann og þá líka í breskum stjórnmálum. En í
kjölfar reiðilesturs ýmissa stuðningsmanna Tonys
Blair velta ýmsir því fyrir sér hvort forsætisráðherrann
beiti fremur slúðri en stefnumálum í stjórnmálabarátt-
unni og þá slúðri gegn eigin flokksmönnum, skrifar
Sigrún Davíðsdóttir frá London.
Rithöfundurinn Ken Follett er ekki
óvanur því að skapa spennu. Það
tókst honum líka meistaralega um
helgina með grein í The Observerþar
sem hann ásakaði Tony Blair forsætisráðherra
um að hafa gert „illgjamt slúður að daglegu
verkfæri" í breskum stjómmálum og kallaði
spunalæknana hlaupatíkur sem bæru út slúður
og róg. Sama dag og greinin birtist kom hann
fram í öllum helstu útvarps- og sjónvarpsstöðv-
um og hikaði ekki við að fullyrða að Blair bæri
ábyrgðina. ,,Já, hann er yfimiaðurinn. Það er
hann sem getur stoppað þetta.“ Næst kom
Frank Field, fyrrum aðstoðarfélagsmálaráð-
herra. Hann segist sjálfur hafa orðið fyrir barð-
inu á rógsvélinni og fræddi Blair og aðra á því að
yrði þessu ekki hætt þegar í stað birti hann bók
sem hann hefur skrifað um ráðherratíð sína og
reynsluna af verunni í innsta hring Verka-
mannaflokksins.
Sé slúðrinu komið á framfæri með velþóknun
Blairs beinist athyglin að þeim sem framkvæma
verknaðinn, spunalæknunum svokölluðu. Þetta
eru aðstoðarmenn sem ekki fást aðeins við að
spinna þráðinn áfram í pólitísku skyni og í glím-
unni við andstæðingana heldur vinna gegn
flokksmönnum sem hafa fallið í ónáð. „Köllum
hlutina sínum réttu nöfnum,“ sagði hlustandi í
bréfi til BBC í vikunni. „Spunalæknar mega með
réttu kallast lygarar."
Dropinn sem fyllti mælinn
Ken Follett hefur að öllum líkmdum reynst
Verkamannaflokknum drýgri við fjársöfnun en
flestir aðrir. Sagt er að fyrirframgreiðslur út-
gefenda fyrir bækur hans nemi um fimm milij-
ónum punda, nálægt 600 milljónum íslenskra
króna. Auk þess sem hann lagði sjálfur í kosn-
ingasjóðina beitti hann sér og frægð sinni fyrir
málstaðinn og kona hans Barbara situr á þingi
fyrir fiokkinn. En nú er Follett nóg boðið.
Með greininni er Follett að mótmæla því
vinnulagi sem virðist vera orðin árátta hjá Blair
og nánustu fylgismönnum hans. Ónefndir innan-
búðarmenn Verkamannaflokksins fræða blaða-
menn á óþægilegum upplýsingum um ráðherra
eða aðra sem eru Blair þymir í augum. Þar með
er upplýsingunum komið á framfæri en það er
líka heilmikið af slúðri og rógi sem fómarlömbin
fá að heyra úr öllum áttum án þess að Ijóst sé
hvaðan ófognuðurinn komi. Það er grafið undan
trausti á þeim og allir fjarlægjast þá líkt og í sov-
éskum hreinsunum.
Það sem þykir sennilegasta ástæðan fyrir
gusunni frá Follett er að góð vinkona hans, Mo
Mowlam, fyrrverandi N-Irlandsmálaráðherra,
varð illilega fyrir barðinu á svona áróðri.
Mowlam varð að víkja úr sæti fyrir sérlegum vini
Blairs, Peter Mandelson, þegar honum var kippt
inn í hlýjuna aftur eftir smáhneyksli er hann
hafði fengið að láni stórfé til að kaupa sér viðeig-
andi húsnæði. Hún situr þó enn í stjóminni og á
miklu persónufylgi að fagna, enda alveg sérstak-
ur kvenmaður, en fellur ekki í kramið hjá Blair.
Þegar Mowlam lét þau orð fjúka í blaðaviðtali
fyrir nokkm að réttast væri að konungsfjöl-
skyldan fyndi sér látlausara húsnæði en Buck-
inghamhöll var tækifærið notað og hún ausin
Tony Blair
nafnlausum svívirðingum. Þessar árásir kunna
að vera ástæðan fyrir gusu Folletts en ef svo var
þá kunni Mowlam ekki að meta hjálpina því hún
þvertók fyrir að hún hefði orðið fyrir ómaklegum
árásum.
Follett beindi spjótum sínum mjög að tals-
manni Blairs, Alastair Campbell, sem einmitt
sannaði orð Folletts með því að svara honum í
þeim tón sem Follett gagnrýndi. Campbell sagði
að halda mætti að Follett væri á leið með bók
sem þyrfti dálitla athygli. ,fylvarlega þenkjandi
fólk tekur gusu hans með þeirri fyrirlitningu
sem hún á skilið," klykkti Campbell út með. F oll-
ett skemmti sér yfir að benda á að hann kæmi
ekki aftan að neinum og keyrði rýting í bakið
eins og spunalæknamir. Hann kæmi framan að
Blair.
Slúður í stað steftiu
Það dettur engum í hug að orð Folletts muni
hafa langtímaáhrif en þau hafa ýtt enn frekar
undir spunaumræðuna sem var fyrir. Þeir eru
nefnilega ekki ófáir ráðheirar sem hafa orðið
fyrir því að hæfileikar þeirra og geta hefur verið
dregin í efa af ónafngreindum aðilum nálægt
stjóminni. Næsta skref er venjulega að þeir hafa
orðið fyrrverandi ráðherrar. Einn þeirra er
Frank Field, sem nú hótar með bókaskrifum láti
Blair ekki af þessu háttalagi.
Field virtist annars upprennandi stjama í
stjóm Blairs 1997 þegar Blair sagði að Field ætti
að „hugsa hið óhugsandi" um velferðarmál. A
endanum fékk Field á sig ónafngreindar árásir í
fjölmiðlum um að hann kæmi engu í verk.
Þar með var hans ráðherraskeið á enda. Um
leið og hann gekk út úr ráðuneytinu sem fyrr-
verandi ráðherra vatt hann sér að næstu sjón-
varpsmyndavél og sagði sína skoðun skýrum
orðum. Skýring hans var að hefði hann ekki hætt
hefði rógsvélin strax farið af stað aftur og hrakið
hann út í hom.
Annar maður er Ken Livingstone sem í vik-
unni tók við sem fyrsti borgarstjórinn sem kjör-
inn er beinni kosningu. Hann neyddist á endan-
um til að bjóða sig fram sem óháður því hann
hlaut ekki náð fyrir flokkseigendunum þrátt fyr-
ir miklar vinsældir. Hann þótti hættulega rót-
tækur á mælikvarða þeirra.
En er þetta þá ekki aðeins eðli stjómmála?
Vissulega, svara margir, en benda jafnframt á að
Blaii- og stuðningsmenn hans gangi lengra en
áður hafi sést. Meðal annars hafa þefr hrúgað
inn „sérfræðingum" í ráðuneytin, sem skáki
embættismönnum til hliðar í skjóli endurskipu-
lagningar. Þessir sérfræðingar séu síðan iðnir
við að rækta samband við fjölmiðla og láta ósóm-
ann renna áfram. Menn skelfast þau völd sem
kosnir stjómmálamenn fá í hendur mönnum
sem enginn hefur kosið.
Fjölmiðlamir kynda undir
Ástæðan fyrir öflugu staríi spunalækna í
breskum stjómmálum er ekki aðeins að þar sé
meira lagt upp úr yfirborðinu en innihaldinu og
bresk stjómmál séu grimmari en annars staðar.
Þau eru meðal annars eins og þau eru af því blöð-
in nota hikstalaust ónafngreinda heimildar-
menn. Það gera reyndar einnig fjölmiðlar í öðr-
um löndum en þeir bresku hika ekki við að vitna í
ónafngreind persónuleg ummæli um menn.
Á stórblaði eins og New York Times er það til
dæmis yfirlýst regla að nafnleysi eigi aldrei að
nýtast til að fela persónuárásir. Það kemur
óvönum óneitanlega á óvart að bresk blöð, sem
era annars að ýmsu leyti afar vönduð, skuli á svo
takmarkalausan hátt leyfa ónafngreindum við-
mælendum sínum að ráðast á nafngreinda ein-
staklinga af fantalegum krafti.
Strax eftir kosningamar sagði William Hag-
ue, leiðtogi íhaldsflokksins, að aðdáunin á
Verkamannaflokknum ætti eftir að breytast í
hrifningu og síðan í vonbrigði. í vikunni sagði
hann að nú væri komið að næsta stigi, fyrirlitn-
ingunni. Hague er vissulega ekld óvilhallur
gagnrýnandi en það er margt sem bendir til að
það sé að verða Blair til trafala að stjóm hans er í
vaxandi mæli álitin einn allsherjarspuni án
nokkurra stefnumála.