Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 07.07.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 2 5 Olía hækk- ar aftur OLÍUVERÐ hækkaði nokkuð í gær en dagana þar áður hafði það lækkað töluvert vegna yflr- lýsinga olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, um aukna fram- leiðslu. Sagði hann, að fram- leiðslan yrði aukin um 500.000 föt á dag og hugsanlega í sam- vinnu við önnur ríki í Opec. Hu- go Chavez, forseti Venesúela, er hins vegar andvígur nokk- urri aukningu og hann skoraði á Saudi-araba að láta ekki und- an þrýstingi frá iðnríkjunum. Brent-olía var seld í gær á 29,85 dollara fatið og hafði þá hækk- að um 47 sent frá fyrri degi. Blairsonur drukkinn AÐEINS nokkrum dögum eftir að Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafði heitið að herða tökin á drukknum ribböldum var sonur hans, Eu- an, 16 ára gamall, tekinn fyrir ölvun á almannafæri. Var hann tekinn í fyrrakvöld á Leicester- torgi þar sem hann var fölur og fár að selja upp veigunum. Hafði hann verið að halda upp á skólalok með félögum sínum. Verður hann ekki ákærður fyr- ir eitt né neitt en talsmaður for- sætisráðherrans sagði, að þótt atvikið væri vissulega leitt, myndi Blair í engu hvika í að- gerðum gegn drykkjulýðnum. Iðrakveisa veldur afsögn FORSTJÓRI Snow Brand Milk, stærsta mjólkurvöru- framleiðanda í Japan, kvaðst í gær mundu segja af sér vegna þess, að rúmlega 12.000 manns veiktust eftir að hafa drukkið léttmjólk frá fyrirtækinu. Lýstu veikindin sér með iðra- kveisu og uppsölum. Hefur einni af 35 verksmiðjum fyrir- tækisins verið lokað en veikind- in eru rakin til bakteríu, sem fékk að þrífast í loka á mjólkur- tanki. Hafði hann ekki verið þrifinn sem skyldi. Kjörtímabilið stytt? JACQUES Chirac, forseti Frakklands, kom fram í sjón- varpsávarpi í gær og lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðslu um styttingu kjörtímabils for- setans muni fara fram þann 24. september nk. Bað hann þjóð- ina um að greiða því atkvæði að kjörtímabilið verði stytt úr sjö árum í fimm ár sem sé meira í takt við nútímann og að slíkt muni auka lýðræði í landinu. Sinfóníuleik- arar felldir SEXTÍU af 101 hljóðfæraleik- ara í ungversku sinfóníuhljóm- sveitinni féllu nýlega á prófi, sem fyrir þá var lagt og átti að skera úr um hæfileika þeirra. Voru dómaramir sjö virtir hljóðfæraleikarar en fyrirfram hafði aðeins verið búist við, að 10 til 15 féllu á prófinu. Hinn kunni ungverski konsertpían- isti Kocsis sagði, að útkoman hefði komið öllum á óvart en prófinu var ekki síst ætlað að skilja þá frá, sem sinntu lítt æf- ingum og „líta aðeins á tónlist- ina sem aðferð við að þéna pen- inga“ eins og Kocsis hefur sagt. Mannfall Rússa í Tsjetsjníu Pútín ávítar ráðherra Moskvu. JleuJers. VLADIMIR Pútín, forseti Rúss- lands, hefur ávítað ráðherra og embættismenn, sem stjórna barátt- unni gegn tsjetsjneskum skærulið- um, vegna sprengjuárása sem hafa kostað rúmlega 30 manns lífið frá því um helgina. „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannfallið. Til þess þurfum við aga, fagmennsku og ábyrgð," sagði Pútín í herstöð nálægt Tsjetsjníu í fyrrakvöld þegar hann hafði þar viðkomu á leið sinni til Moskvu eftir leiðtogafund Rússlands, Kína og þriggja Mið-Asíuríkja í Tadjíkistan. Forsetinn bætti þó við að því færi Vladímír Pútfn fjarri að ástandið í Tsjetsjníu væri jafnslæmt og árið 1996 þegar rúss- neskar hersveitir voru fluttar það- an eftir auðmýkj- andi ósigur. Voru varaðir við árásunum Pútín kvaðst ekki kenna neinum um mannfallið að undanförnu en minnti Igor Sergejev varnarmála- ráðherra á að hann hefði enn yfir- umsjón með aðgerðunum i Tsje- tsjníu og öðrum embættismönnum bæri að hlýða honum. Hann skipaði einnig Vladímír Rúshailo innanrík- isráðherra að flýta því að byggja upp öryggissveitir skipaðar Tsje- tsjenum í stað þess að reiða sig á lögreglumenn frá öðrum svæðum. „Fólk frá Tsjetsjníu veit betur hverjir eru stigamenn og hermdar- verkamenn," bætti forsetinn við. Níkolaj Patrúshev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sagði í fyrradag að yfirmenn hers- ins hefðu verið varaðir við sprengju- árásum skæruliða um helgina en látið hjá líða að gera ráðstafanir til að hindra þær. Tveir menn biðu bana í sprengju- tilræði í Dagestan, grannhéraði Tsjetsjníu, í gærmorgun og talið er að tsjetsjenskir skæruliðar hafi ver- ið að verki. Hh /;v.',u .u ' PRIMUS Fylltu skottið ó Select Ekki tefja þig í stórmarkaðnum. Á Select-stöóvunum færöu grill- kjötiö, kartöflurnar, grilliö, salatiö, leikföngin, veiöivörurnar og ab sjólfsögöu allt fyrir bílinn! '4*r - í ’ * ■ . — ;'' 'f>■:v• %. ■ . CJuipa icfam ...... m ■ 5 lw i 1 * ' < f ^ 11 -Hðppa tappijÁ ---——--- Mfá \ 1 korn \ W •o&í'. •<niiwwir"- - - J....... www.shell.is í farangurinn fró Select Kit Kat stórt........................49 kr Chupa steikjó....................1 9 kr Maryland kex.........................98 kr Pringles 300 g.................1 98 kr Pepsi og diet pepsi..................98 kr Loftpumpa.......................... 598 kr Útilegudýna 193 x74 cm.......1 690 kr Kodak Aqua myndavél................ 890 kr Primus lukt.................... 2990 kr Primus gashella....................9990 kr Grilltangasett......................990 kr Trópí appelsinu, 3 í pakka..... 1 99 kr ö Alltafferskt... Select

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.