Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
San Fermin hátíðin hafin
SAN Fermin hátíðin hófst í bæn-
um Pamplona á Spáni í gær að
viðstöddum þúsundum gcsta sem
veifuðu ákaft rauðum vasaklútum
sem allir hátíðargestir klæðast.
Meginviðburður hátíðarinnar er
þegar illvíg naut þeysast um göt-
ur bæjarins snemma að morgni og
hugdjarfir menn og konur reyna
að hlaupa þau af sér. Að því loknu
sameinast bæjarbúar og gestir í
miklu teiti er stendur fram á
rauða nótt. Hátíðin mun standa í
viku.
Hvítir verða
í minnihluta
Washington. The Daily Telegraph.
FÓLK með hvítan hörundslit mun
á næsta ári verða minnihluti íbúa
Kalifomíu að því er fram kemur í
nýrri skýrslu fjármáladeildar
Kalifomíuríkis í vikunni.
í rannsókn stofnunarinnar er
leitt að því líkum að hlutfall þeirra
sem teljast vera hvítir - þ.e. fólks
af evrópskum uppmna eða frá
miðausturlöndum - muni verða
minna en 50% á næstu 12 mánuð-
um. Þar með verður Kalifornía
fýrsta ríki meginlands Bandaríkj-
anna sem mun hafa hvítan minni-
hluta. Á Havaí er meirihluti fólks
af asískum eða pólýnesískum upp-
runa og í ríkjunum Texas, Flórída,
New York og Illinois fer hlutfall
þeirra sem teljast með dökkan
hörundslit æ hækkandi. Er al-
mennt talið að um árið 2070 muni
hvítir verða í minnihluta í Banda-
ríkjunum.
Fyrir þrjátíu árum síðan voru
80% Kalifomíubúa hvíth á hörund.
Miklir fólksflutningar frá Mexíkó
og Rómönsku-Ameríku hefur
breytt þessu hlutfalli en á sama
tímabili hefur hlutfall þessara
þjóðemishópa hækkað um 32%.
BiOBLAÐIÐÍ
Ágreiningur í
Bandaríkj astj órn
um eldflaugavarnir
Washmgton, Moskvu. The Daily Telegraph.
SKIPTAR skoðanir eru nú innan
Bandaríkjastjórnar um áform
hennar um að koma upp háþróuðu
varnarkerfi til að verjast hugsan-
legum eldflaugaárásum óvinaríkja.
Embættismenn í Washington segja
að áformin njóti ekki lengur víð-
tæks stuðnings í stjórninni. Nokkr-
ir embættismenn í utanríkisráðu-
neytinu segja að hættan sem
Bandaríkjunum er sögð stafa af
óvinaríkjum hafi verið ýkt.
Samkvæmt upplýsingum, sem
lekið hefur verið í fjölmiðla, er nú
nánast öruggt að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti taki ekki ákvörð-
un um að koma upp 100 gagneld-
flaugum í Alaska, eins og gert hefur
verið ráð fyrir, og láti eftirmann
sinn um að ákveða hvernig staðið
verði að eldflaugavörnunum.
Líklegt er því að deilan um eld-
flaugavarnirnar harðni í baráttu de-
mókrata og repúblikana fyrir for-
setakosningarnar í nóvember.
Varnaráætlun Clintons, sem miðar
einkum að því að verjast hugsanleg-
um eldflaugaárásum Norður-Kóreu
á vesturströnd Bandaríkjanna, nýt-
ur stuðnings Als Gores, varaforseta
og forsetaefnis demókrata.
George W. Bush, forsetaefni
repúblikana, vill hins vegar öflugra
og víðtækara varnarkerfi og hyggst
bjóða Bretum og fleiri aðildarríkj-
um Atlantshafsbandalagsins vernd
gegn kjarnorkuárásum. Ráðgert er
að lokatilraunin á varnarkerfinu
fari fram í dag og á þá að skjóta nið-
ur langdræga eldflaug í háloftun-
um. Áætlað er að varnarkerfið kosti
60 milljarða dala, andvii-ði rúmra
4.500 milljarða króna.
Vill ekki skuldbinda
næsta forseta
Embættismenn í Washington
segja að nú sé nánast öruggt að
Clinton skuldbindi ekki eftirmann
sinn til að framfylgja áætluninni
eins og hún er nú. „Hér eru nokkrir
menn sem telja að 100 eldflaugar
nægi ekki og sumir telja þær of
margar eða að engin þörf sé fýrir
þær að svo stöddu og að við höfum
tíma til að leysa deiluna við Rússa
og Kínverja [um ABM-samninginn
frá 1972 sem takmarkar varnir
gegn eldílaugum],“ sagði einn
bandarísku embættismannanna.
„Aðrir segja að forsetinn eigi aðeins
að staðfesta áætlunina í meginatrið-
um og láta eftirmann sinn um að út-
færa hana í smáatriðum."
Leiðtogar Rússlands, Kína og
þriggja Mið-Asíuríkja sögðu á fundi
sínum í Tadjíkístan í fyrradag að
Bandaríkjamenn myndu raska
„stöðugleikanum í heiminum" ef
þeir héldu áformunum til streitu.
Rússar segja að áformin gangi í
berhögg við ABM-samninginn og
hafa hótað að rifta öllum afvopnun-
arsamningum sínum við Bandaríkin
verði ekki staðið við hann. Kínverj-
ar segjast einnig ætla að fjölga
kjarnavopnum sínum ef Bandaríkin
komi upp varnarkerfinu. Þá hafa
Frakkar og Þjóðverjar gagnrýnt áf-
ormin.
Milosevic reynir að tryggja
sér völd til lífstíðar
Belgrrad, Podgorica. AP, Reuters.
Fylgismenn Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, með harðlínu-
manninn Vojislav Seselj fremstan í flokki, samþykkja stjórnarskrár-
breytingu á júgóslavneska þinginu í gær.
JUGOSLAVNESKA þingið sam-
þykkti í gær breytingar á stjórnar-
skrá landsins sem gera munu
Slobodan Milosevic, Júgóslavíufor-
seta, kleift að bjóða sig fram til for-
setaembættis á ný er núverandi
kjörtímabili hans lýkur á næsta ári.
Á þinginu var einnig samþykkt að
breyta tilhögun þingkosninga sem
leiða mun til þess að fulltrúar Svart-
fjallalands, annars sambandsríkis
Júgóslavíu, hafi minna vægi en áður.
Hefur þingheimur þar með aukið
þrýstinginn á stjórnvöld í Svart-
fjallalandi að ákveða hvort sjálfstæði
landsins verði lýst yfir. Að öðrum
kosti sé hætta á að stjórnvöld í Pod-
goriea verði undh hælnum á Milo-
sevic.
Báðar þingdeildir Júgóslavíuþings
samþykktu breytingartillöguna sem
gerir ráð fyrir að forsetinn verði kos-
inn í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu í
stað þess að þingið kjósi forsetann,
eins og raunin vai- árið 1997 er Milo-
sevic var kjörinn. Var yfirgnæfandi
meirihluti þingmanna hlynntur
breytingunum í báðum deildum.
Voru aðeins sjö þingmenn mótfallnir
tillögunni í neðri deild en enginn í
efri deild.
Samkvæmt fyrri lögum var það
aðeins þingið sem gat kosið forseta
og gat sitjandi forseti ekki gefið kost
á sér í annað sinn. Samkvæmt breyt-
ingunum getur forseti Júgóslavíu
setið í tvö kjörtímabil, fjögur ár í
senn. Núverandi kjörtímabil Milo-
sevic rennur út í júlí á næsta ári.
Svartfellingar
í slæmri stöðu
Andstæðingar Milosevic segja að
með breytingunum sé hann í raun að
tryggja sér forsetaembættið til lífs-
tíðar og þykjast margir nú sjá blikur
á lofti hvað varðar stjórnmálasam-
band Serbíu og Svartfjallalands inn-
an Júgóslavíu, en ríkisstjóm Milos
Djukanovics, sem er hlynnt Vestur-
löndum, hefur reynt að berjast ötul-
lega gegn ofríki Júgóslavíuforseta.
„Þar eð þetta jafngildir stjómarskrá
nýs ríkis, þvingar þetta Svartfellinga
til að gera óumflýjanlegar breyting-
ar,“ sagði Miodrag Vukovic, hátt-
settur embættismaður, í Podgorica í
gær.
Samkvæmt breytingunum sem
þingið samþykkti í gær er það ekki
eingöngu forsetinn sem er kosinn í
þjóðaratkvæðagreiðslu heldur einn-
ig öll efri deild þingins og er þar með
algerlega sneitt hjá vilja þings
Svartfjallalands sem á yfirstandandi
kjörtímabili kaus helming þing-
manna efri deildar. „Verið er að eyði-
leggja núverandi stjórnskipun án
nokkurrar þátttöku eða samþykkis
Svartfjallalands,“ sagði Predrag
Popovic, varaforseti þings Svart-
fjallalands í gær. Telja margir Svart-
fellingar að landið eigi litla mögu-
leika á áhrifum innan
sambandsríkisins eftir breytingarn-
ar og megi 600.000 Svartfellingar sín
lítils gegn tíu milljónum íbúa Serbíu.
Þá veldur það miklum áhyggjum
hversu mikils stuðnings Milosevic
nýtur um þessar mundir en sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun serb-
neska blaðsins VIP hefur Milosevic
yfirburðafylgi samanborið við Vuk
Draskovic, leiðtoga hinnar sundruðu
stjórnarandstöðu Júgóslavíu.
Þing Svartfjallalands mun koma
saman í dag og ræða stjórnarskrár-
breytingarnar og sagði Vukovie að
þingið mundi lýsa yfir fresti á gildis-
töku laganna í Svartfjallalandi þar
sem um stjómarskrárbrot væri að
ræða. „Á næstu dögum mun Svart-
fjallaland samþykkja lög sem munu
gera ráð fyrir sjálfstæði á öllum svið-
um.“
------------------
Gíslatökumenn
gefast upp
Kati. Reuters.
VOPNAÐUR hópur 27 malasískra
skæruliða sem haldið hafði þremur
mönnum í gíslingu gafst í gær upp
fyrir lögreglu eftir að hafa myrt tvo
gíslanna og rænt miklum birgðum af
skotfærum úr vopnabúmm hersins.
„Allir meðlimir hópsins hafa gefið
sig á vald lögreglunnar,“ sagði Najib
Razak, innanríkisráðherra Malasíu
við fréttamenn i gær.
Gíslatökumennimir em taldir til-
heyra dularfullum hópi bardagalista-
manna sem halda að þeir séu ódauð-
legir og hafi til að bera
yfimáttúrulega krafta. Tóku þeir 3
karlmenn í gíslingu eftir rán úr
vopnageymslum Malasíuhers og
myrtu tvo gíslanna eftir að hafa
haldið þeim í fimm daga.