Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Verkaskipting Sumir eyða sumrinu innandyra fyrir framan tölvu og og njóta útiverunnar við umhirðu gróðurs í góðu veðri. skrifa texta í Morgunblaðið. Aðrir eru í bæjarvinnunni Svona er mannlífið fjölbreytt. 5-32% vita um áfengis- neyslu barna sinna GALLUP kannaði nýlega fyrir ísland án eiturlyfja, samstarfsnefnd Reykja- víkurborgar um afbrota- og fíkniefna- vamir, og Tóbaksvarnanefnd viðhorf foreldra til ýmissa þátta er varða unglinga. Markmið rannsóknarinnar er að athuga viðhorf fólks á aldrinum 23-65 ára til vímuefnaneyslu og tóbaksreyk- inga meðal unglinga. M.a. var spurt um útivistartíma, ferðir á útihátíðir, áfengiskaup fyrir unglinga, reykingar og annað sem snýr að forvömum. Ur- takið var 800 einstaklingar á aldrin- um 23-25 ára. Könnunin var gerð á tímabilinu 15.-25. maí. Fram kemur að ríflega 94% þeirra sem svöruðu segja bam sitt alltaf eða oftast fara eftír reglum um útívistar- tíma. Er þetta hærra hlutfall en í sambærilegri könnun sem gerð var 1998, en þá sögðu tæplega 90% þátt- takenda að bam sitt færi alltaf eða oftast eftir reglum um útívistartíma. Tæplega 45% svarenda segjast allt- af vita hvað bam þeirra aðhefst þegar það er ekki heima. Pað er hærra hlut- fall en 1998 þegar ríflega 40% sögðust alltaf vita hvað bam þeirra væri að gera þegar það væri að heiman. Alls sögðust tæplega 5% foreldra bama 8. bekkjar vita til þess að barn- ið hafi drnkkið áfengi á síðastliðnum vetri. Sambærilegt hlutfall meðal for- eldra bama í 9. bekk er 15,6% en 32,7% meðal þeirra sem áttu bam í 10. bekk.Fram kemur í könnuninni að þetta er nokkuð lægra hlutfall en í júníl998. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust tæplega 12% frekar vilja kaupa áfengi fyrir bam sitt en að það keypti landa- brugg til drykkju. Hins vegar sögðu tæplega 72% svarenda að þau myndu ekld gera það. Árið 1998 sögðust 16% frekar kaupa áfengi fyrir bamið en tveir af hveijum þremur sögðu að þeir myndu ekki gera það. 88% sögðust aldrei hafa keypt áfengi fyrir bam sitt á unglingsárum þess og 2% svarenda höfðu stundum gert það. Þetta eru svipaðar niður- stöður og í könnuninni 1998. Hlutfall foreldra bama í 8.-10. bekk sem hafa vitneskju um reyking- ar bams síns hefur lækkað nokkuð frá 1998. Nú sagðist ekkert foreldri bama 8. og 9. bekkjar hafa vitneskju um reykingar bams síns en tæplega 4% foreldra bama í 10. bekk. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir á leið í nýtt prestakall Kveður Seltjarnarnesið eftir 14 ára starf SÉRA Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur Seltjamameskirkju, kveður sókn sína á morgun, sunnu- dag, kl. 11 með kveðjumessu í Sel- tjamameskirkju. Sr. Solveig Lára heldur nú norður í land þar sem hún mun taka við Möðruvallaprestakalli í Hörgárdal. í fjórtán ár hefur sr. Sol- veig Lára þjónað Seltjamames- prestakalli og nú í vor fermdi hún sín fyrstu skímarböm af Nesinu. Sr. Solveig Lára segir að það sér minnisstæðast að hafa fengið að byggja upp starf Seltjamameskirkju frá grunni. Sr. Solveig Lára er fyrsti presturinn sem þjónar Seltjamames- inu einu. Aður var Seltjamamesinu þjónað af Neskirkjuprestum. Sr. Sol- veig Lára segir kirkjuna hafa verið í smíðum þegar hún hafi tekið til starfa 1. júní 1986. Kjallarinn var fyrstur teldnn í notkun til guðsþjónustuhalds. Fátt var um starfsfólk í upphafi, að sögn sr. Solveigar Láru. Organistinn mætti á sunnudögum og spilaði í messum en sóknamefndin þreif fyrir helgar. Mikið verk var því fyrir hönd- um. „Þetta em alger forréttindi að hafa fengið að byggja bæði upp kirkjuhús- ið og safnaðarstarfið frá gmnni,“ seg- irsr. SolveigLára. Nú er starf kirkjunnar blómlegt. Þar starfar stór hópur fólks sem vinn- ur að bama- og æskulýðsstarfi sem og starfi fyrir aldraða. Kyrrðarstundir em í hádeginu og sérstakir hópar em starfræktir fyrir syrgjendur. Erfíðast að jarð- syngja eigin ferm- ingarbörn Sr. Solveig Lára seg- ir erfiðustu stundir á Seltjamamesinu senni- lega hafa verið er hún þurftí að jarðsyngja fermingarbömin sín en það hafi komið fyrir nokkmm sinnum. Hún segir það ávallt átakan- legt að ganga með fólki i gegnum erfiðleika sem kunna að mæta því á lífsleiðinni. Sr. Solveig Lára bætir því þó við að það að vera prestur og taka þar með þátt í lífi fólks, bæði á sorgarstundum og gleði- stundum, séu forréttindi. Sr. Solveig Lára segir sig ávallt hafa dreymt um að gerast prestur úti á landi. Hún á ættir að rekja til stað- arins og hefur mikinn metnað fyrir hönd hans. Hana langar til að taka þátt í að byggja hann upp og koma þar á fót menningarsetri en sr. Sol- veig Lára segir Möðravelli hafa verið mikinn menningarstað í aldanna rás. Þar hafi fyrsta Flóra íslands verið skrifuð, þar séu rætur Menntaskólans á Akur- eyri, stærstu skáld ís- lendinga hafi búið á Möðruvöllum og þar hafi á ámm áður verið starfrækt klaustur. „Ég sé því fyrir mér önnur og ný verkefni," segir hún. Sr. Solveig Lára telur brauð útí á landi írá- bmgðið brauði á höfuð- borgarsvæðinu á marg- an hátt. Á Seltjamar- nesi búa 4.500 manns en í Möðmvallaprestakalli 600. Sr. Solveigu Lám gefst því kostur á að kynnast öllum sóknarbömunum og segir hún það mikið tilhlökkunarefni. Einnig sér hún fyrir sér að hún muni geta átt meira frumkvæði að því að gera það sem hugur hennar stend- ur til í prestakalli úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu ámm hafi hún vart haft tíma til annars en að styðja þá sem til hennar hafi leitað og sinna þeim verkefnum sem henni hafi verið falin. Sr. Solveig Lára vonast til að sjá sem flesta við kveðjumessuna á morg- un, sér í lagi fermingarböm liðinna ára, svo hún geti þakkað fyrir góðar stundir sem hún hafi átt í kirkjunni. Solveig Lára Guðmundsdóttir Islenskur forseti IAMLT Starf meinatækna alltaf að breytast Martha Á. Hjálmarsdóttir NÝLEGA , var Martha Á. Hjálm- arsdóttir kjörin forseti Alþjóðsamtaka meinatækna (IAMLT) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Vaneouver í Kanada í tengslum við fag- lega ráðstefnu samtak- anna sem haldin er annað hvert ár. Hún var spurð hvað þetta starf þýddi í raun? „Þetta embættí felur í sér stjóm þessara sam- taka, stefnumótun og þró- un á þeirri starfsemi sem innan þeirra fer fram.“ - Hver eru helstu verk- efniIAMLT? „Meginmarkmið sam- takanna felst í því að auka gæði rannsóknarþjónustu og heilbrigðiskerfisins í heild og þau störf sem samtökin vinna snúa fyrst og fremst að þessum markmiðum. Þegar við tölum um gæði rannsóknarþjónustunnar er eitt atriði sem við komum alltaf að og er í okkar huga homsteinn gæðanna en það er menntun meinatækna. Þannig vinna sam- tökin töluvert starf sem miðast að því að auka gæði menntunar meinatækna og gera hana að: gengilega víðar en er í dag. í þessu starfi höfum við unnið tölu- vert fyrir Alþjóða heilbrigðis- stofnunina WHO, en við eram að- ilar að þeirri stofnun. Við höfum lagt mikið upp úr því að framleiða efni sem getur auðveldað WHO ráðgjöf til heilbrigðisyfirvalda, sér í lagi hjá þróunarlöndunum. Til þess að auka gæðin gerðumst við fyrir tveimur ámm aðilar að alþjóðlegri stofnun (NCCLS) sem sérhæfir sig í framleiðslu gæða- staðla fyrir rannsóknarstofur og í auknum mæli fyrir heilbrigðis- kerfið í heild sinni. í gegnum þessa stofnun höfum við síðan komið að ISO-staðlagerð og meinatæknar í mismunandi lönd- um hafa tengsl inn í staðlaráð landanna og koma þannig sjónar- miðum sínum á framfæri." -Hvað eru Alþjóðleg samtök meinatækna gömui? „Þau vora stofnuð 1954 í Sviss og era því að nálgast fimmtugs- aldurinn. Það vora evrópsk félög sem stóðu að þessari stofnun og fyrsti formaðurinn var frá Sviss og síðan bættust fljótlega félög við frá ýmsum öðram heimsálfum. Núna eru um það bil fjöratíu fag- félög aðilar að samtökunum og fé- lagsmenn þeirra era um það bil 180 þúsund.“ -Þýðir þetta embætti mikla vinnu? „Það þýðir mikla vinnu, að vísu hef ég verið starfandi í stjórn samtakanna síðan 1994 og það sem hefur verið erilsamast er að ég er tengill milli WHO og IAMLT, það krefst nokkurra ferðalaga og töluvert mikillar vinnu. Sú ábyrgð sem bætist við vegna formennsku minnar eykur enn á þá vinnu sem ég vil inna af hendi til að skila góðu starfi.“ -Hvemig er staða meinatækna almennt séðnúna? „Meinatæknar víða um heim era að vinna að því að menntun þeirra, ábyrgð og sér- þekking verði viður- kenndari en nú er og á það sér- staklega við stjómunarþátt rannsóknarstofanna. Við viljum líka að þessi þekking okkar sé meira notuð í heilbrigðiskerfinu sem slíku og þá sérstaklega við ákvarðanatöku og uppbyggingu heilbrigðiskerfanna. Við eram þess fullviss að það myndi bæta ► Martha Á. Hjálmarsdóttir fæddist 27. febrúar 1951 á Bfldu- dal. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og meinatækniprófi frá Tækniskóla íslands 1973 og hef- ur siðan bætt við sig ýmsum námskeiðum í því fagi, m.a. iauk hún þriggja anna prófi frá Há- skóla Islands um rekstur og stjórnun í heilbrigðisþjónustu. Hún hefur starfað á sýkladeild Landspitalans frá námslokum og í Tækniskóla íslands frá 1982. Martha er gift Þorsteini A. Jóns- syni lögfræðingi og eiga þau tvo syni og eitt bamabam. heilbrigðiskerfin að nota þessa þekkingu okkar og það kom mjög skýrt fram á síðasta aðalfundi Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar að þetta er mjög brýnt verkefni. Það er mjög misjafnt milli félag- anna sem eiga aðild að IAMLT hversu langt þróun í viðkomandi löndum er komin á veg.“ - Hefur starf meinatækna breyst mikið síðan samtökin voru stofnuð 1954? „Já, þau hafa gjörbreyst og það má segja að það eina sem sé alltaf stöðugt í störfum meinatækna sé að þau era alltaf að breytast. Veraleiki meinatækna er sá að vera stöðugt að tileinka sér nýja þekkingu, nýjar aðferðir og jafn- vel breytingar í svo miklum mæli að það krefst algjörlega nýrrar sýnar á verkefnin. Sem dæmi get- um við tekið aukna þekkingu í sameindalíffræði og erfðatækni sem kemur inn á allar rannsókn- arstofur." -Er starf meinatækna orðið hættulegra en það var? „Umræðan sem varð í kjölfar þess að HFV-veiran varð þekkt gjörbreyttí viðhorfum okkar til öryggismála og það leiddi til þess að miklar umbætur vora gerðar í öryggismálum víðast hvar þó að innan samtakanna séu lönd þar sem ástandið í þessum málum er skelfilegt. Rannsókn sem meina- tæknir framkvæmir er samtvinn- uð aðferðafræði rannsóknarinnar sjálfrar, gæðatryggingu og trygg- ingu öryggis." - Hvað um menntun meinatækna? „Það má segja að það sé eins með menntun meinatækna og aðra menntun; hún er mis- munandi milli landa þó svo að fylgni sé milli landa á líku menningarsvæði. Hvað varðar grunnmenntun meinatækna standa íslendingar mjög framar- lega og við höfum ýmislegt fram að færa fyrir IAMLT hvað það varðar. Framhaldsmenntun meinatækna er alls staðar mjög að aukast. í grunnmennt- un standa ís- lenskir meina- tæknar framarlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.